Morgunblaðið - 25.05.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.05.2021, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2021 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Vistgleymska Einu sinni, endur fyrir löngu, voru ekki til neinir menn, aðeins önnur dýr. – Marie Wilcox Anna amma mín er orðin níutíu og eins árs gömul og man tímana tvenna. Þegar hún var átta ára, sem hefur verið 1937, fluttist fjölskylda hennar búferlum frá Skálum á Langanesi til Þórshafnar. Í þá daga var vitaskuld ekki í boði að panta sér vaska vöðvasveit sem kæmi brunandi á voldugum sendiferðabíl heldur þurfti að nota bæði hug- arflug og vöðva- afl. Faðir ömmu fór sjóleiðina ásamt tveimur systkinum hennar, þeim Didda og Rósu, en amma var látin teyma dýr- mætustu eign fjölskyldunnar, skjöld- ótta kú, eftir ströndinni ásamt móður sinni og hinum bróðurnum, honum Jóa. Mér skilst að nú taki ekki nema hálftíma að aka þennan spotta en á þessum tíma voru þetta um tvær dagleiðir á tveimur jafnfljótum eða um það bil 30 kílómetra vegalengd. Þau gistu eina nótt hjá vinafólki. Kýrin hét Skjalda. Nú er litla stúlkan orðin gömul kona og býr í blokkaríbúð í Hlíð- unum með öllum helstu nútímaþæg- indum: þvottavél, kæliskáp, brauð- rist, heitu vatni, flatskjá. Hún er nagli, hafsjór af fróðleik og eldskýr í kollinum. En hún getur ekki lengur gengið út í búð. Gamla kjörbúðin í götunni er reyndar löngu horfin. Og ekki pantar amma sér mat með heimsendingu á netinu því að enn hefur hún ekki tölvuvæðst. Þær mamma fara því vikulega saman í innkaupaferð í Kringluna. Amma kaupir alltaf það sama. Egg. Mjólkurkex. Kæfu. Óhrært skyr. Rúgbrauð. Og safaríkt góðgæti sem hvergi var fáanlegt í æsku hennar: appelsínur, vínber, epli. Í þetta skiptið erum við bara tvö í heimsókn hjá henni, feðginin. Frost- kaldur, heiðskír vetrardagur á glugga, gufuslæður stíga upp úr tebollum á smjörgulu eldhúsborðinu. Alma er að leika sér með lítið plast- dýr – fugl – og amma hefur á orði við mig að henni finnist einmitt svo skrítið að hafa varla séð neinn lifandi fugl þetta ár. Amma er vana- og regluföst. Komið er fram í mars og á þessum árstíma er hún vön að strá brauðmylsnu út í garð handa frost- köldum goggum, á svipaðan hátt og hún þekur stofuborðið hjá sér með skúffuköku, brauðbollum og pönnu- kökum þegar hungraðir mannagogg- ar birtast í dyragættinni. Jafnvel þótt matarbúðirnar hafi horfið úr hverfinu skal enginn gesta hennar líða skort, hvorki menn né fuglar! „Já, ég veit hreinlega ekki hvernig stendur á þessu.“ Hún rýnir píreygð út um gluggann, otar svo blíðlega en skipandi að mér pönnukökudisk- inum. „Ég sé bara enga fugla í ár og heyri ekki heldur í þeim. Fáðu þér aðra pönnuköku.“ Ég maka rabarbarasultu yfir pönnuköku númer tólf. Sýp á teinu á meðan ég góni á gula plastfuglinn hennar Ölmu og velti fyrir mér hversu miklu fleiri plastfuglar séu til í heiminum núorðið en alvörufuglar. Einn lifandi fyrir hverja þúsund úr plasti? Alma lætur plastfuglinn fljúga með himinskautum í eldhúsinu. „Mig langar líka í vængi!“ Þriggja ára afmælið hennar nálgast. Hversu ólík- ir verða heimar þeirra ömmu? Þær lifa tvær gerólíkar aldir. Hinn „upp- runalegi heimur“ ömmu var með átta sinnum fleiri fuglum en núverandi veröld þeirrar yngri – og fjórum sinnum færra fólki. Hlýtur þeim ekki báðum að finnast sín útgáfa vera hin eina rétta? Skyldi fuglasöngur heyr- ast fyrir utan gluggann hjá Ölmu þegar hún kemst á fullorðinsár? Hver einasta kynslóð lítur skiljan- lega svo á að það ástand náttúrunn- ar, sem hún fæðist í, sé eðlilegt og upprunalegt grunnviðmið – „norm- ið“. En það er næstum algilt að með hverri kynslóð manna hefur náttúru- legu umhverfi okkar hnignað tilfinn- anlega, einkum á síðustu tveimur öldum; þetta mætti kalla minnistap kynslóðanna. Afleiðingin er ill viður- eignar: hrun og hvarf dýra og plantna grefur um sig í vitund okkar sem óhjákvæmilegur og eðlilegur veruleiki. Í nýlegri bók um náttúrusögu Frakklands síðustu tuttugu þúsund ár ritar höfundurinn Stéphane Durand: Ekki er svo ýkja langt síðan að við ókum á hlýjum sumarnóttum inn í skordýraregn sem flattist út á fram- ljósunum. Oft ókum við í gegnum heilt haf af fiðrildum. Lesendur í eldri kantinum fyllast angurværð þegar þeir rifja þetta upp; hinir yngstu yppta öxlum. Þeir eiga bágt með að ímynda sér slíka tíma. Hér tæpum við á því sem kallað hefur verið vistgleymska sem er sérstakt hugtak yfir tilhneigingu sem greypt er djúpt inn í eðli okkar: við lítum ævinlega svo á að sá heimur, sem við fæðumst í, sé hinn upprunalegi og rétti og endurspegli hlutlaust ástand veraldarinnar. Í augum hinna yngstu er heimurinn án skordýra en í augum hinna eldri er hann fullur af skordýr- um. Þannig höfum við, í rás kynslóð- anna, gleymt ríkidæmi og gnótt hins villta lífs sem var allsráðandi í Frakklandi fyrir ekki svo löngu. Hvernig mun vistgleymska Ölmu lýsa sér? Við feðginin teiknum mikið saman. Alls kyns fugla en einnig kanínur, íkorna, skógarbirni, fíla, gíraffa. Nær allar bækurnar sem við lesum og næstum allar sögurnar sem ég spinn upp fyrir hana fyrir háttinn fjalla sömuleiðis um ráðagóð og ævintýrafús dýr: krókódíla, brodd- gelti, höggorma, pöndur. En raun- verulegar fyrirmyndir dýranna sér Alma aldrei með eigin augum, ef frá eru taldar kanínurnar sem við rek- umst stundum á í Öskjuhlíðinni, okk- ur til mikillar gleði. Alma býr, líkt og flest okkar nú á dögum, í veröld eftir- myndanna. Jafnvel fuglarnir eru að verða algengari á bókasíðunum en í trjágreinunum. Barnið sér límmiða með fílamyndum. Hún sofnar í nátt- fötum skreyttum tígrisdýrum. Hún horfir á teiknimyndir um úlfa og gíraffa. Hér lifa dýrin af: þau dafna í búðargluggum, á hvíta tjaldinu, í bókunum okkar, á bómullarsokk- unum. Yuval Noah Harari, sem skrifað hefur læsilegar fræðibækur sem náð hafa lygilegri útbreiðslu á síðustu ár- um, lýsir þessu ágætlega í bók sinni Homo Deus: Ef þú horfir á National Geo- graphic-sjónvarpsstöðina, ferð á Disney-mynd í bíó eða lest bók með ævintýrum færðu sjálfsagt á tilfinn- inguna að jörðin sé byggð ljónum, úlfum og tígrisdýrum til jafns við okkur mennina. Simbi ljónakon- ungur drottnar yfir skógardýrunum; Rauðhetta reynir að sleppa undan stóra, grimma úlfinum; hinn hug- djarfi Móglí tekst á við tígrisdýrið Shere Khan. En í raunveruleikanum eru þau ekki lengur hérna. Sjón- varpsefnið okkar, bækurnar, draum- órarnir og martraðirnar eru enn krökk af dýrum en Simbarnir, Shere Khans-tígrarnir og stóru, grimmu úlfarnir eru að hverfa af plánetunni. Jörðin er fyrst og fremst byggð mönnum og búfénaði þeirra. Þessi lífseiga ranghugmynd okk- ar, sem Harari lýsir í ívitnuðu broti, hefur verið kölluð gíraffablekkingin. Poppmenning samtímans er enn krökk af gíröffum og því gerum við ráð fyrir að hið sama gildi um yfir- borð jarðar. Reyndin er hins vegar sú að hinum hálslöngu, doppóttu vin- um okkar fækkar hratt: árið 1985 voru um 157.000 gíraffar á jörðinni en árið 2018 hafði talan fallið niður í 110.000. Það er um 30% fækkun. Jafnvel þótt okkur sé hlýtt til gíraffans veita fæstir hnignun hans nokkurn gaum. Vegna þess hversu algengir gíraffar eru sem plast- leikföng og tuskugíraffar, sem myndskreytingar á bolum og húfum, sem söguhetjur í teiknimyndum, fer fram hjá okkur að hinar raunveru- legu fyrirmyndir eru að hverfa. Margir foreldrar þekkja til dæmis gírafann Sophie, fjöldaframleitt franskt leikfang. Árlega seljast um 800.000 eintök af Sophie í Frakk- landi einu; þ.e. tæplega átta sinnum fleiri en sem nemur raunverulegum fjölda hinna lifandi fyrirmynda þeirra á allri jörðinni. Hvers vegna fækkar frum- myndum en eftirlíkingum fjölgar? Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og við höfum sölsað þær undir okkur. Búsvæði gíraffanna eru að skreppa saman. Grindverk og vegir skera sundur landflæmi sem áður voru opin. Í mörgum tilvikum hverfur beitilandið, öll trén. Hlýnun jarðar styttir líka regntímabilið. Þurrkar aukast, þeir verða lengri og þrálát- ari. Jörðin skrælnar og verður skraufþurr, ekkert gras, ekkert vatn. Við bætist að gíraffar fjölga sér afar hægt: meðgangan er 15 mán- uðir. Hungur og streita í hnignandi heimi hjálpa ekki til. Allt gerir þetta þá ennþá berskjaldaðri gagnvart rándýrum, svo sem ljónum og mönn- um. Og mennirnir eru alls staðar. Líkt og áður hefur komið fram höfum við fjórfaldast á rúmum hundrað árum. Á sama tíma hefur villtum dýrum fækkað um 60-80%. Tökum dæmi um annað kunnuglegt dýr sem núorðið dafnar helst í ævintýrum og martröðum okkar, úlfinn. Þessi for- veri „besta vinar mannsins“ er með uppsperrt eyru. Afkomandi hans, hundurinn (í ótal afbrigðum), er á hinn bóginn oftast með slapandi eyru, undirgefinn og (svolítið) vit- laus. Hundurinn hefur fórnað hag- nýtustu eiginleikum úlfsins, við- bragðsfærni, greind og sjálfstæði og gengið „eigendum“ sínum endanlega á hönd. Eflaust er það mjög snjallt í sjálfsbjargarlegum skilningi: gælu- hundurinn lifir af sem fylgispök eign mannsins en úlfarnir eiga á hættu að þurrkast út. Til að mynda er áætlað að nú séu færri en 100 úlfar í Þýska- landi (landi sem í sagnaminni sínu er krökkt af úlfum ævintýra og þjóð- sagna) en um það bil fimm milljónir hunda. Alma litla segir stundum á kvöld- in: „Ég er svo hrædd, pabbi! Það er stór og grimmur úlfur úti í garði!“ Auðvitað mundi heyra til mikilla tíð- inda ef stór og grimmur úlfur væri á ferð um Reykjavíkurborg en það er skiljanlegt að lítil stúlka telji að þeir séu á hverju strái í veruleikanum í ljósi þess hversu algengir þeir eru í bókum hennar og teiknimyndum. Sumarið 2019 ókum við um Norm- andí í Frakklandi, svæði sem einu sinni var auðugt að bæði úlfum og skógarbjörnum. Amman franska til- kynnti Ölmu að nú ætluðum við að heilsa upp á úlfana. Við stigum út úr bílnum, gengum drjúga stund milli engja og akra, fetuðum okkur yfir litla lækjarsprænu, upp hæð, inn í rjóður – og þá stóð þar úlfahjörð! Hrollvekjandi en um leið undarlega uppörvandi sjón. Sumir spangóluðu. Aðrir létu tunguna lafa út úr kjaft- inum til að kæla sig. Á enn öðrum skein í hvassar tennurnar. Þeir voru allir höggnir í stein. Ótrúlega raun- verulegir. Listakonan, þekktur myndhöggvari, hafði staðið sig með mikilli prýði. Alma var í skýjunum. Hún er hvort sem er vön því að flest dýr séu eftirmyndir frekar en frum- myndir. Henni finnst það bara eðli- legt. Nokkrum dögum eftir heimsókn- ina til Önnu ömmu er ég á rölti heim úr vinnunni. Í þetta sinn sperri ég eyrun (eins og úlfur) og hlusta sér- staklega eftir fuglunum. En ég heyri ekkert nema umferðarnið og fram- kvæmdagný, og svo kveður allt í einu við sprenging frá byggingarsvæðinu þar sem nýr spítali á að rísa. Jörðin nötrar! Loks kem ég inn í götuna mína. Hingað nær bílaniðurinn ekki. Nú heyri ég aðeins brakið í snjónum sem er kærkomið. Og þá gerist það: skyndilega hefst heil hljómkviða. Fuglar í hverju tré! Þeir hoppa um snævi þakta gangstéttina, tína ólmir í sig brauðmylsnu sem ömmur fullar samlíðunar hafa hent út til þeirra. Þarna eruð þið þá, litlu vinir … Þrestirnir. Það losnar um einhvern hnút í maganum. Ég brosi og ákveð að hringja í ömmu til að spyrja hvort hún hafi ekki heyrt sönginn. Frummyndum fækkar – eftir- líkingum fjölgar Bókarkafli | Í bókinni Stríð og kliður veltir Sverrir Norland fyrir sér þeim tröllauknu áskor- unum sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir – mengaðri náttúru, útrýmingu dýrategunda, yfir- töku tækninnar, samþjöppun auðs á fárra hendur – og rekur hvernig honum tókst að vinna sig á vit bjartsýnni aðferða til að takast á við krefjandi verkefni framtíðarinnar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Minnistap Sverrir Norland segir að með hverri kynslóð manna hafi náttúrulegu umhverfi okkar hnignað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.