Morgunblaðið - 25.05.2021, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.05.2021, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2021 Pepsi Max-deild karla FH – KR.................................................... 0:2 ÍA – Breiðablik ......................................... 2:3 Stjarnan – KA........................................... 0:1 Keflavík – Valur........................................ 1:2 Staðan: Valur 6 5 1 0 12:6 16 KA 6 4 1 1 11:3 13 Víkingur R. 5 4 1 0 9:3 13 FH 5 3 1 1 11:5 10 Breiðablik 6 3 1 2 14:10 10 KR 5 2 1 2 8:7 7 Leiknir R. 5 1 2 2 6:7 5 Fylkir 5 1 2 2 7:10 5 ÍA 6 1 2 3 7:12 5 Keflavík 6 1 0 5 6:15 3 HK 5 0 2 3 6:11 2 Stjarnan 6 0 2 4 2:10 2 Lengjudeild karla Grótta – Vestri.......................................... 5:0 Staða efstu liða: Fram 3 3 0 0 10:3 9 Fjölnir 3 3 0 0 6:1 9 Grótta 3 2 0 1 9:4 6 Vestri 3 2 0 1 6:6 6 2. deild karla KF – Leiknir F ......................................... 1:0 Staða efstu liða: KF 3 3 0 0 6:2 9 Reynir S. 3 2 0 1 4:3 6 ÍR 3 2 0 1 5:6 6 Þróttur V. 3 1 2 0 9:5 5 3. deild karla Elliði – Tindastóll ..................................... 1:0 Augnablik – Sindri ................................... 4:1 Dalvík/Reynir – Ægir .............................. 1:1 Staða efstu liða: Höttur/Huginn 3 3 0 0 6:3 9 Augnablik 3 2 1 0 8:2 7 KFG 2 2 0 0 4:0 6 Elliði 3 2 0 1 5:4 6 Lengjudeild kvenna Haukar – Víkingur R ............................... 0:2 Augnablik – FH........................................ 1:4 Afturelding – HK ..................................... 6:2 Staða efstu liða: Afturelding 3 2 1 0 11:5 7 KR 3 2 0 1 9:4 6 FH 3 2 0 1 8:4 6 Grótta 3 2 0 1 6:5 6 2. deild kvenna Fjölnir – Einherji ..................................... 3:0 Álftanes – Fjarð/Hött/Leiknir ................ 1:5 Sindri – Fram ........................................... 1:4 Hamrarnir – SR ....................................... 2:1 Völsungur – KH........................................ 2:0 England Manchester City – Everton .................... 5:0 - Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 59 mín- úturnar með Everton. Arsenal – Brighton.................................. 2:0 - Rúnar Alex Rúnarsson sat á bekknum hjá Arsenal. Sheffield United – Burnley .................... 1:0 - Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 89 mínúturnar með Burnley. Aston Villa – Chelsea ............................... 2:1 Leicester – Tottenham ............................ 2:4 Liverpool – Crystal Palace ...................... 2:0 Fulham – Newcastle ................................ 0:2 Leeds – WBA............................................ 3:1 West Ham – Southampton ...................... 3:0 Wolves – Manchester United.................. 1:2 Lokastaða efstu liða: Manch. City 38 27 5 6 83:32 86 Manch. United 38 21 11 6 73:44 74 Liverpool 38 20 9 9 68:42 69 Chelsea 38 19 10 9 58:36 67 Leicester 38 20 6 12 68:50 66 West Ham 38 19 8 11 62:47 65 Tottenham 38 18 8 12 68:45 62 Arsenal 38 18 7 13 55:39 61 Leeds United 38 18 5 15 62:54 59 Þýskaland Bayern München – Augsburg................ 5:2 - Alfreð Finnbogason kom inn á sem vara- maður á 76. mínútu hjá Augsburg sem end- aði í 13. sæti. B-deild: Holstein Kiel – Darmstadt...................... 2:3 - Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn og lagði upp mark fyrir Darmstadt sem endaði í 7. sæti. Ítalía Bologna – Juventus ................................. 1:4 - Andri Fannar Baldursson kom inn á sem varamaður á 80. mínútu hjá Bologna sem endaði í 12. sæti. Danmörk Bröndby – Nordsjælland ........................ 2:0 - Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Bröndby sem er danskur meistari. Bandaríkin New England – New York RB ............... 3:1 - Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 61 mínútuna með New England og lagði upp tvö mörk. Noregur Tromsö – Sandefjord .............................. 1:3 - Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn og skoraði fyrir Sandefjord. Lilleström – Viking ................................. 1:1 - Samúel Kári Friðjónsson lék fyrstu 85 mínúturnar með Viking og lagði upp mark. 50$99(/:+0$ KÖRFUBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Íslandsmeistarar KR þurfa einn sig- ur í viðbót til að fagna einstaklega sætum sigri á Val í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta eftir 115:103-sigur á Hlíð- arenda á sunnudagskvöld. Staðan er nú 2:1, KR í vil, en allir leikir einvíg- isins til þessa hafa endað með útisigr- um. Sem fyrr gerðu KR-ingar gríð- arlega vel í að loka á Jordan Roland í liði Vals á meðan Valsmenn réðu lítið við Brandon Nazione, Tyler Sabin og Matthías Orra Sigurðarson. Miguel Cardoso spilaði best Valsmanna, en of margir leikmenn voru undir pari. Þór frá Þorlákshöfn er kominn í 2:1-forystu gegn nafna sínum frá Ak- ureyri. Þar hafa leikirnir unnist af heimaliðunum til þessa, en lokatölur í Þorlákshöfn urðu 109:104. Heima- menn geta þakkað fyrir sýningu fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem lið- ið skoraði átján þriggja stiga körfur. Larry Thomas gerði sjö af þeim og skoraði 29 stig. Þór frá Akureyri skoraði 16 þrista og Derick Basile gerði fjóra þeirra og var með 27 stig. Á laugardag urðu deildarmeistarar Keflavíkur fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum eftir 87:83-sigur á Tindastóli á heimavelli. Tindastóll var yfir nánast allan tím- ann, en Keflvíkingar tóku fram úr á lokakaflanum og það dugði til sigurs. Tímabilið var erfitt fyrir Skagfirðinga og það kemur ekki sérstaklega á óvart að Keflavík hafi sópað þeim úr keppni, enda deildarmeistarar að spila við liðið sem endaði í áttunda sæti. Það er erfitt að sjá nokkurt lið vinna Keflavík þrisvar í þessari úr- slitakeppni. Stjörnumenn voru yfir stærstan hluta leiks á móti Grindavík á heima- velli sínum og unnu að lokum 85:69- sigur. Rétt eins og í Þórsslagnum hafa heimaliðin fagnað sigri til þessa í einvíginu. Með Ægi Þór Steinarsson og Hlyn Bæringsson í miklu stuði áttu Grindvíkingar litla möguleika gegn sterku Stjörnuliði. Fáir spiluðu vel hjá Grindavík og skoraði Ka- zembe Abif, einn af atvinnumönnum liðsins, aðeins tvö stig og átti arfas- lakan leik. Hann verður að spila miklu betur ætli Grindavík sér að koma á óvart og slá Stjörnuna úr leik. Meistararnir sýndu klærnar - Keflavík fyrst í átta liða úrslit Afturelding varð á laugardag Ís- landsmeistari kvenna í blaki með því að sigra HK í oddaleik liðanna um titilinn í Fagralundi í Kópa- vogi. Afturelding vann fyrstu hrin- una 25:22 og þá næstu 25:19. Mikil spenna var í þriðju hrinu og stað- an jöfn, 24:24, þannig að fram- lengja þurfti en þar tryggði Aftur- elding sér sigurinn, 27:25, og vann leikinn þar með 3:0. Mosfellingar sneru því blaðinu við eftir að hafa tapað fyrsta leik úrslitaeinvígisins 3:1 í Fagralundi og vann heimaleikinn 3:1 áður en kom að oddaleiknum. Þrátt fyrir tapið var HK- ingurinn Hjördís Eiríksdóttir stigahæst allra með 17 stig. María Rún Karlsdóttir skoraði 15 stig fyrir Aftureldingu og Thelma Dögg Grétarsdóttir skoraði 11 stig. Thelma fór á kostum í deildinni í vetur og skoraði 348 stig, þar af 64 beint úr uppgjöf. Valdís Unnur Einarsdóttir varði 0,73 bolta að meðaltali í leik á meðan María Rún Karlsdóttir var besti móttak- arinn með 20% nýtingu. Morgunblaðið/Sigurður Unnar Meistarar Leikmenn Aftureldingar fagna Íslandsmeistaratitlinum. Fagnað í Mosfellsbæ Afturelding varð í gær síðasta liðið til að gulltryggja sér sæti í úr- slitakeppni Íslandsmóts karla í handbolta. Liðinu nægði jafntefli á útivelli gegn ÍBV og eftir æsispenn- andi leik urðu lokatölur 27:27. Bergvin Þór Gíslason skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu og þeir Fannar Friðgeirsson og Sigtryggur Daði Rúnarsson fimm mörk hvor fyrir ÍBV. Hefði ÍBV skorað í loka- sókn leiksins væru Framarar enn í baráttunni um sæti í úrslitakeppn- inni eftir 32:20-stórsigur á Gróttu á heimavelli. Eins og oft áður var Andri Már Rúnarsson áberandi hjá Fram með níu mörk. Stigið nægði hins vegar Aftureldingu, sem er með þremur stigum meira en Fram þegar aðeins ein umferð er eftir. Haukar, FH, Stjarnan, Valur, KA, Selfoss, ÍBV og Afturelding leika því um Íslandsmeistaratitilinn í lok móts. Aðeins á eftir að koma í ljós hvaða lið mætast og hvaða lið verða með heimavallarrétt. Deildarmeistarar Hauka eru mjög sigurstranglegir en þeir unnu enn og aftur sannfærandi sigur er þeir heimsóttu Selfoss og unnu 35:24. Haukar hafa unnið hvern stórsigurinn á fætur öðrum síðustu vikur og virðast óstöðvandi. Orri Freyr Þorkelsson skoraði mest í gær eða sex mörk. Valur hefur unnið fjóra af síð- ustu fimm og Hlíðarendaliðið ætlar sér að berjast við Hauka. Þorgils Jón Svölu Baldursson skoraði sjö mörk í 31:27-heimasigri á KA. Þá vann FH 30:25-sigur á stigalausu liði ÍR. Einar Rafn Eiðsson skoraði sjö fyrir FH, sem er í öðru sæti. Ljóst hvaða lið fara í úrslitakeppnina Morgunblaðið/Árni Sæberg Úrslitakeppni Afturelding tryggði sér sæti í úrslitakeppninni. _ Bandaríkjamaðurinn Phil Mickel- son varð á sunnudagskvöld elstur til að vinna á einu risamótanna í golfi þegar hann sigraði á PGA-meist- aramótinu á Kiawah Island í Suður- Karólínu í Bandaríkjunum. Mickelson er fimmtugur og verður raunar 51 árs í næsta mánuði. Julius Boros var 48 ára og fjögurra mánaða þegar hann vann á sama móti, PGA-meist- aramótinu, árið 1968. Mickelson slær því metið nokkuð duglega. _ Magdeburg er Evrópudeild- armeistari karla í handbolta eftir 28:25-sigur á Füchse Berlin í úr- slitaleik í Manheim á sunnudag. Ómar Ingi Magnússon var markahæstur hjá Magdeburg með sjö mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson lék ekki með lið- inu vegna meiðsla. _ Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir stóð uppi sem sig- urvegari á B59-hótelmótinu í golfi á sunnudag. Mótið er annað stigamót ársins hjá Golfsambandi Íslands og var leikið á Garðavelli á Akranesi. Guð- rún lék þrjá hringi á samtals tíu högg- um undir pari. Ragnhildur Krist- insdóttir bætti hins vegar níu ára vallarmet Guðrúnar um þrjú högg er hún lék þriðja hringinn á 63 höggum. Aron Snær Júlíusson vann í karlafokki á sjö höggum undir pari. _ Chelsea og Liverpool leika í Meist- aradeild Evrópu í fótbolta á næstu leiktíð en Leicester þarf að gera sér að góðu að leika í Evrópudeildinni. Þetta varð ljóst er lokaumferð ensku úrvals- deildarinnar var leikin á sunnudag. Sa- dio Mané skoraði bæði mörk Liverpool í 2:0-sigri á Crystal Palace á heimavelli á meðan Chelsea og Leicester töpuðu bæði; Chelsea fyrir Aston Villa á úti- velli, 1:2, og Leicester fyrir Tottenham á heimavelli, 2:4,. Chelsea var í betri stöðu fyrir um- ferðina og kom tapið því ekki að sök. Gylfi Þór Sig- urðsson brenndi af víti hjá Everton sem fékk stóran 0:5-skell á útivelli gegn meisturum Manchester City. _ Dagný Brynjarsdóttir landsliðs- kona í knattspyrnu verður áfram hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham á næstu leiktíð en hún gekk til liðs við Lundúnaliðið í janúar. Íslenska lands- liðskonan hjálpaði West Ham að halda sér í úrvalsdeildinni en hún spilaði níu deildarleiki fyrir liðið sem endaði í 9. sæti af 12. Eitt ogannað ÍBV og Valur fara vel af stað í und- anúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta og eru komin í 1:0 í ein- vígjum sínum eftir sigra á sunnu- dag. ÍBV vann 27:26-útisigur á KA/ Þór í stórskemmtilegum leik. KA/ Þór var yfir stóran hluta leiks en ÍBV var örlítið sterkara liðið í seinni hálfleik. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór á kostum fyrir ÍBV og skoraði 11 mörk. Rakel Sara Elvarsdóttir var markahæst hjá KA/Þór með sex mörk. „Heimakonur voru margar ólíkar sjálfum sér í þessum leik, sér- staklega eftir því sem leið á leikinn, og virtust bara ekki þola spennuna,“ skrifaði Einar Sig- tryggson m.a. um leikinn á mbl.is. Valur og Fram hafa lengi elt grátt silfur saman og leikið ófáa spennandi úrslitaleikina síðustu ár. Valskonur voru hins vegar mun sterkari á heimavelli Framkvenna og unnu öruggan 28:22-sigur. Thea Imani Sturludóttir og Lovísa Thompson fóru á kostum fyrir Val og skoruðu saman rúmlega helming marka liðsins. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Slagur Elísa Elíasdóttir sækir að varnarmönnum KA/Þórs á Akureyri. ÍBV og Valur byrja betur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.