Morgunblaðið - 08.05.2021, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021
Aðalbókari
Félagsbústaðir er öflugt og traust
þjónustufyrirtæki á leigumarkaði með
um 3.000 íbúðir til útleigu í Reykjavík.
Á skrifstofu félagsins starfa að jafnaði
25 manns í anda gilda um samvinnu,
virðingu og góða þjónustu.
Félagsbústaðir er sjálfstætt hlutafélag
í eigu Reykjavíkurborgar og eru í hópi
framúrskarandi fyrirtækja á Íslandi.
Nánari upplýsingar um Félagsbústaði
má finna á www.felagsbustadir.is.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Félagsbústaðir óska eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi einstakling til að gegna ábyrgðarmiklu
starfi á fjármálasviði fyrirtækisins. Aðalbókari ber m.a. ábyrgð á færslu fjárhagsbókhalds og reglulegri
uppgjörsvinnu og stýrir teymi bókara. Um fullt starf er að ræða og heyrir aðalbókari undir sviðsstjóra
fjármálasviðs.
Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir
(hafdis@intellecta.is) í síma 511 1225.
• Ábyrgð og umsjón með færslu fjárhagsbókhalds
• Ábyrgð á reglulegri uppgjörsvinnu Félagsbústaða
• Ábyrgð á afstemmingum á reikningum birgja, eigna
og skulda
• Ábyrgð á skilum virðisaukaskatts og kröfum um
endurgreiðslu
• Ábyrgð á gæðamálum bókhalds
• Umsjón með samþykktarferli reikninga
• Skýrslugjöf til innri og ytri aðila
• Kostnaðargreiningar og innra eftirlit
• Þátttaka í þróun bókhalds- og upplýsingakerfa
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
Umsóknarfrestur er til og með 24. maí 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein
fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni,
eru hvattir til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.
• Meistaranám í reikningsskilum og endurskoðun eða
sambærilegt nám
• Reynsla af bókhalds- og uppgjörsvinnu
• Reynsla af stjórnunarstörfum eða stjórnun teyma er
kostur
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar
• Hæfni og færni í notkun bókhalds- og upplýsingakerfa
• Nákvæm og skipulögð vinnubrögð
• Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
• Mjög góð tölvukunnátta
Sviðsstjóri skipulags- og
umhverfissviðs
Hjá Seltjarnarnesbæ starfa rúmlega 300
manns. Í skipuriti Seltjarnarnesbæjar er
stjórnsýslu og rekstri skipt upp í fjögur
svið. Á hverju sviði er einn sviðsstjóri sem
ber ábyrgð gagnvart bæjarstjóra á öllum
málaflokkum sem undir sviðið heyra.
Skipulags- og umhverfissvið hefur
umsjón með öllum nýframkvæmdum á
vegum bæjarins og allri starfsemi, sem
tengist bygginga- og umhverfismálum
bæjarins svo sem byggingareftirliti,
brunavörnum, eftirliti með eigum
bæjarins, gatna- og fráveitukerfum,
umhverfismálum, garðyrkju og opnum
svæðum. Seltjarnarnesbær rekur sína
eigin hitaveitu með fjórum virkum
borholum.
Nánari upplýsingar um Seltjarnarnesbæ
má finna á www.seltjarnarnes.is.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Laust er til umsóknar starf sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs hjá Seltjarnarnesbæ. Leitað er að
öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starf sviðsstjóra sem ber m.a. ábyrgð á skipulagsgerð í bænum
í samræmi við lög nr. 123/2010 og reglugerðir og á framkvæmd opinbers byggingareftirlits í samræmi
við gildandi lög nr. 160/2010 og reglugerðir. Um fullt starf er að ræða í stjórnsýslu bæjarins og heyrir
sviðsstjóri beint undir bæjarstjóra.
Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is)
í síma 511 1225.
• Yfirumsjón með skipulagsgerð, veitingu byggingarleyfa
og eftirliti framkvæmda
• Samskipti við hönnuði, verktaka og íbúa vegna
skipulags- og byggingarleyfa
• Ábyrgð og umsjón með útgáfu byggingarleyfa, vottorða
og skráningu mannvirkja
• Yfirferð og samþykkt aðaluppdrátta, verkfræði- og
séruppdrátta
• Ábyrgð á starfsemi þjónustumiðstöðvar, smábátahafnar,
eignasjóðs, brunavarna, fráveitu, hitaveitu, vatnsveitu,
umhverfismála, umferðar- og samgöngumála,
framkvæmda- og viðhaldsmála bæjarins
• Umsjón með náttúruverndarmálum ásamt umhverfis-
og hreinlætismálum
• Gerð starfs-, rekstrar-, og framkvæmdaáætlana
• Sviðsstjóri situr fundi skipulags- og umferðarnefndar og
umhverfisnefndar bæjarins
Helstu verkefni og ábyrgð:
Umsóknarfrestur er til og með 25. maí 2021. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er
grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja
um. Um launakjör fer eftir ákvörðun bæjarráðs um stjórnendakjör Seltjarnarnesbæjar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
• Menntun sem nýtist í starfi
• Réttindi skipulags- og byggingarfulltrúa
• Reynsla af áætlanagerð, s.s. verk-, kostnaðar- og
fjárhagsáætlanagerð
• Leiðtogahæfni, jákvæðni, þjónustulund og hæfni í
mannlegum samskiptum
• Þekking á sviði framkvæmda er nauðsynleg
• Æskilegt er að umsækjandi uppfylli skilyrði 8. og 25.gr.
mannvirkjalaga og 7. gr. skipulagslaga
• Góð þekking á lögum og reglugerðum tengdum
bygginga- og skipulagsmálum er æskileg
• Þekking/reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg
• Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og skipulagshæfni