Morgunblaðið - 08.05.2021, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021 7
Stjórnarráð Íslands
Dómsmálaráðuneytið
Embætti formanns
kærunefndar útlendingamála
Dómsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti formanns kærunefndar útlendingamála.
Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem úrskurðar í málum sem til hennar eru kærð á grundvelli
laga um útlendinga nr. 80/2016. Formaður kærunefndar útlendingamála hefur yfirstjórn hennar með höndum, fer
með fyrirsvar nefndarinnar út á við og ber ábyrgð á fjárhag hennar og daglegum rekstri auk þess sem hann úrskurðar,
ýmist einn eða sem hluti af nefnd. Um frekara hlutverk vísast nánar til ákvæða í lögum nr. 80/2016, um útlendinga.
Formaður nefndarinnar skal hafa starfið að aðalstarfi.
Umsækjendur skulu uppfylla skilyrði um embættisgengi héraðsdómara skv. 2. mgr. 29. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016.
Aðrar hæfniskröfur eru:
• Reynsla af stjórnun með mannaforráð
• Góð þekking og/eða reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar
• Reynsla af dómstörfum, gerð stjórnsýsluúrskurða eða öðrum störfum sem veita hliðstæða lögfræðilega reynslu.
• Þekking af málum á starfsviði nefndarinnar er æskileg
• Rekstrarþekking og/eða reynsla er æskileg
• Mjög góð forystu-, samvinnu- og samskiptahæfni
• Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni
• Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
• Þekking á einu Norðurlandamáli æskileg
Dómsmálaráðherra skipar í embættið til 5 ára í senn, sbr. lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996.
Miðað er við að skipað verði í embættið frá og með 1. júlí 2021. Dómsmálaráðherra skipar nefnd sem skal meta
hæfni umsækjenda um embætti formanns og láta honum í té skriflega rökstudda umsögn um umsækjendur.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Umsóknarfrestur er til 25. maí nk.
Um laun og starfskjör formanns kærunefndar útlendingamála fer samkvæmt 39. gr. a. laga nr. 70/1996, um réttindi og
skyldur starfsmanna ríkisins, með síðari breytingum.
Nánari upplýsingar veitir Berglind Bára Sigurjónsdóttir skrifstofustjóri í síma 545 9000.
Umsóknir skulu berast í gegnum starf@dmr.is.
Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá, starfsheiti og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og hvernig viðkomandi uppfylli hæfniskröfur fyrir starfið. Umsækjandi skal í kynningarbréfi gera skýra grein
fyrir hæfni sinni í samræmi við þær hæfniskröfur sem fram koma í 2. mgr. 29. gr. laga um dómstóla nr. 50/2016 og aðrar
hæfniskröfur samkvæmt auglýsingu.
Verksmiðjustjóri
BEWI Iceland óskar eftir að ráða verksmiðjustjóra í nýja
plastkassaverksmiðju á Djúpavogi.
Helstu viðfangsefni og ábyrgð
! Ábyrgð á framleiðslu
! Þátttaka í uppbyggingu og starfsemi verksmiðjunnar
! Starfsmannahald
! Ábyrgð á áætlanagerð og kostnaðareftirliti
! Samskipti við viðskiptavini og birgja
Menntunar og hæfniskröfur
! Reynsla eða menntun á sviði véla, tækja og
framleiðslu
! Reynsla af stjórnun
! Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
! Góðir skipulagshæfileikar og frumkvæði
! Góð tölvu- og tungumálakunnátta
Bewi Iceland er nýtt fyrirtæki á Djúpavogi sem
er að reisa 2800 m2 kassaverksmiðju og reiknað
er með að framleiðsla hefjist í lok árs 2021. Á
Djúpavogi er mikill uppgangur í kjölfar
uppbyggingar laxeldis á Austfjörðum.
Djúpivogur er fjölskylduvænt samfélag með alla
helstu þjónustu s.s. leikskóla, grunnskóla,
verslanir og veitingastaði og þar sem auðvelt er
að njóta náttúru og menningar
Umsóknir sendist til helgi@laxar.is og
umsóknarfrestur er til og með 7. júní
2021. Með umsókn þarf að fylgja
starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og
hæfni umsækjanda í starfið. Farið verður
með allar fyrirspurnir og umsóknir sem
trúnaðarmál. Bæði konur og karlar eru
hvött til að sækja um.
Nánari upplýsingar um starfið veita Helgi
G Sigurðsson s: 8661065 og Elís H.
Grétarsson s: 8631022.
Við hjá Löður leitum eftir metnaðarfullum einstaklingi til starfa á
þvottastöð okkar á Fiskislóð 29. Okkur vantar einstaklinginn sem
er til í fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi starf sem felst m.a.
annars í því að viðhalda starfsemi þvottastöðva og öðrum tækja-
búnaði á Fiskislóð, auk innkaupa á varahlutum, bilanagreina o.fl.
spennandi. Ert þú þessi einstaklingur! Leyfðu okkur að heyra í þér
Menntunar- og hæfniskröfur
• Vélstjóri, vélvirki, rafvirki eða önnur sambærileg
menntun/reynsla
• Þekking á tölvustýrðum iðnvélum er æskileg
• Faglegur metnaður, öguð og nákvæm vinnubrögð
• Lipurð í mannlegum samskiptum
• Góð kunnátta í íslensku og almennri tölvunotkun
Umsóknarfrestur til 16. maí 2021. Hægt er að sækja um starfið á
alfred.is og lodur@lodur.is.
Iðnaðarmaður
tæknimaður
200 mílur