Morgunblaðið - 08.05.2021, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2021
Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit og Stykkishólmsbær hafa
sameinast um uppbyggingarverkefni innan stjórnsýslu. Stofnað hefur verið nýtt svið um-
hverfis- og skipulagsmála og leitað er eftir öflugum liðsmönnum í teymi til að leiða starfsemi
sviðsins. Við ráðningar verður litið til heildarsamsetningar á hæfni sem þarf inn á sviðið.
SVIÐSSTJÓRI
UMHVERFIS- OG SKIPULAGSMÁLA
• Leitað er að kraftmiklum leiðtoga til að stýra nýju sviði og
leiða þróun umhverfis-, skipulags- og byggingarmála og yf-
irstjórn verklegra framkvæmda samstarfssveitarfélaganna.
• Sviðsstjóri leiðir teymi starfsfólks sem fer með skipulags- og
byggingarmál, verklegar framkvæmdir, eignaumsjón og
önnur áhugaverð umhverfisverkefni og stjórnsýslu mála-
flokksins hjá samstarfssveitarfélögunum.
STARFSSVIÐ OG MEGINHLUTVERK
• Ábyrgð á daglegri starfsemi í umhverfis-, skipulags- og
byggingarmálum, verklegum framkvæmdum og eignaum-
sjón í samstarfssveitarfélögunum, rekstri sviðsins, áætlana-
gerð, mannauðsmálum og stjórnsýsluframkvæmd sviðsins.
• Leiðandi hlutverk í faglegri þróun þessa nýja sviðs og þátt-
taka í stefnumótun sveitarstjórnanna í framangreindum
málaflokkum.
• Samstarf, ráðgjöf, samskipti og fyrirsvar gagnvart stjórn-
sýslu sveitarfélaganna, íbúum og fleirum.
• Umsjón með umhverfisverkefnum sveitarfélaganna, nátt-
úruvernd, fegrun umhverfis og umhirðu, opnum svæðum,
umferðar- og samgöngumálum og sorpmálum.
• Leiðir stafræna þróun sveitarfélaganna á málefnasviðinu.
Eyja- og Miklaholtshreppur - Grundarfjarðarbær - Helgafellssveit - Stykkishólmsbær
NÝTT SVIÐ UMHVERFIS- OG SKIPULAGSMÁLA Á SNÆFELLSNESI
Umsóknarfrestur er til og með 17. maí 2021
SÉRFRÆÐINGUR
Á SVIÐI BYGGINGAR- EÐA SKIPULAGSMÁLA
• Leitað er eftir kraftmiklum sérfræðingi sem verður
staðgengill sviðsstjóra og þátttakandi með sviðsstjóra
í uppbyggingu sviðsins.
STARFSSVIÐ OG MEGINHLUTVERK
• Sinnir annað hvort hlutverki skipulags- eða byggingar-
fulltrúa sveitarfélaganna.
• Vinnur að faglegu starfi sviðsins í samvinnu við
sviðsstjóra, en undir sviðið heyra skipulags- og
byggingarmál, verklegar framkvæmdir, eignaumsjón og
umhverfisverkefni.
• Þátttaka í faglegri þróun þessa nýja sviðs.
• Samstarf og ráðgjöf við samstarfsfólk á sviðinu og eftir
atvikum fagnefndir sveitarfélaganna og bæjarstjóra/
oddvita um verkefni sviðsins.
• Samskipti við íbúa, opinberar stofnanir og aðra hags-
munaaðila ummálefni sviðsins
• Ábyrgð á stjórnsýsluframkvæmd innan skilgreinds
starfssviðs sem verður mótað nánar við uppbyggingu
sviðsins, sem sérfræðingur mun taka þátt í.
MENNTUNAR- OG HÆFNIKRÖFUR
Í bæði störf er gerð krafa um háskólamenntun sem nýtist
í starfi. Kostur ef umsækjandi hefur annað hvort réttindi
til að starfa sem skipulags- eða byggingarfulltúi eða að
menntun veiti umsækjanda tækifæri til að öðlast réttindi
sem skipulags- eða byggingarfulltrúi í kjölfar ráðningar.
Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær,
Helgafellssveit og Stykkishólmsbær eru fjögur af
þeim fimm sveitarfélögum á Snæfellsnesi sem hlot-
ið hafa EarthCheck umhverfisvottun í rúman áratug.
Íbúar eru tæplega 2300 talsins, með þéttbýliskjarn-
ana Grundarfjörð og Stykkishólm.
Á Snæfellsnesi er fjölskrúðug náttúra og gott mann-
líf, atvinnuvegir eru fjölbreyttir og samfélagið fjöl-
skylduvænt. Leikskólar, grunnskólar, tónlistarskólar
og framhaldsskóli er á svæðinu, lágvöruverslun og
góðar samgöngur. Aðstaða er fyrir störf án stað-
setningar t.d. fyrir maka. Ferðatími til höfuðborgar-
innar er um 1,5 - 2 klst.
ALFRED.IS Auglýsingarnar í heild sinni eru
birtar þar og skal umsóknum ásamt fylgi-
gögnum skilað í ráðningakerfi Alfreðs.
Nánari upplýsingar um störfin veita:
Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar
jakob@stykkisholmur.is, s. 433 8100
Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar
bjorg@grundarfjordur.is, s. 430 8500
Hjá Veðurstofu Íslands starfar öflugur hópur fólks sem hefur það hlutverk að stuðla að bættu
öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar. Því hlutverki sinnir starfsfólk
Veðurstofunnar með vöktun lofts, láðs og lagar, byggðri á öflun og greiningu gagna, rannsókn-
nýtingu náttúrunnar og samfélagslega hagkvæmni.
Nánari upplýsingar um Veðurstofu Íslands má finna á vedur.is
Gildi Veðurstofunnar eru þekking áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnun-
inni taka mið af þessum gildum.
VILTU BYGGJA BRÚ MILLI VÍSINDA OG SAMFÉLAGS?
Veðurstofa Íslands leitar að öflugum einstaklingi í starf yfirmanns nýrrar skrifstofu loftslagsþjónustu
og aðlögunar. Verkefni skrifstofunnar henta þeim sem búa yfir getu til að leiða fólk til samvinnu
og árangurs í að takast á við áskoranir tengdar aðlögun að loftslagsbreytingum.
Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar er nýr og mikilvægur vettvangur sem mun
þjónusta brýn verkefni á sviði aðlögunar vegna áhrifa loftslagsbreytinga á Íslandi.
Veðurstofa Íslands veitir skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar forstöðu og
verður skrifstofan staðsett á Veðurstofunni og heyrir nýr yfirmaður beint undir
forstjóra. Skrifstofan er sameiginlegur vettvangur fyrir vísindasamfélagið,
fagstofnanir og hagaðila hvað varðar aðlögun og mun m.a. leggja til sviðsmyndir
af loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra, auk þess að miðla niðurstöðum vöktunar
á afleiðingum þeirra. Skrifstofan mun einnig sinna samstarfi á þessu sviði við
alþjóðastofnanir og sinna miðlun upplýsinga um áhrif loftslagsbreytinga til
hagsmunaaðila og almennings.
LYKILHLUTVERK – STÓRAR ÁSKORANIR
-Loftslagsbreytingar eru náttúruvá og þeim fylgjamargháttaðar áskoranir. Ljóst er að um
langt skeið verður þörf á vöktun á umfangi loftslagsbreytinga og víðtækri aðlögun að áhrifum
þeirra. Yfirmaður skrifstofunnarmun gegna lykilhlutverki í spennandi uppbyggingarstarfimeð
miklum áskorunum sem kalla á nýjar úrlausnir ogmikla samvinnu ólíkra hagsmunaaðila.
Nánari upplýsingar um starfið og hina nýju skrifstofu er að finna á hagvangur.is.
Nánari upplýsingar um starfið veita Inga Steinunn Arnardóttir, (inga@hagvangur.is
og Stefanía H. Ásmundsdóttir, (stefania@hagvangur.is)
Um er að ræða fullt starf og taka laun mið af kjarasamningum ríkisins og viðeigandi
stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 24. maí nk.