Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.05.2021, Síða 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.5. 2021
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
& "!(%'$#
"$&'%#!
"-+ ! !" &,'*)%(!$#
Kæli- & frystiklefar
í öllum stærðum
Bólusetningaæði ríkir á landinu. Sem er gott að sjálfsögðu; loks erkomið að því að þjóðin verður varin fyrir veirunni. Í Laugardalshölleru nú hvorki íþróttaviðburðir né tónleikar, heldur miðaldra fólk í
röðum með uppbrettar ermar. Fólkið streymir inn eins og þúsund þorskar
á færibandi sem færast nær. Og þar bíður heilbrigðisstarfsfólk vopnað
stórum og löngum nálum, reiðubúið að stinga þeim á bólakaf í snjóhvíta og
sólarþyrsta upphandleggi landans.
Fréttamenn allra fjölmiðla fylgjast spenntir með, enda lítið annað í
fréttum svo sem. Fréttir af gosinu eru orðnar heldur þreyttar. Það gýs
áfram og frekar lítið um það að
segja.
Því eru bólusetningarfréttir nú
heitastar. Blöðin eru full af mynd-
um af fólki að fá sprautu í stólum í
röðum. Sjónvarpsfréttamenn láta
ekki sitt eftir liggja og elta fólk inn
í Höllina og ræða málin frá öllum
hliðum. Og fólkið brosir á bak við
grímurnar, enda er það gleði-
efni að fá bólusetningu við
veirufjandanum sem tekið
hefur af okkur svo mikið und-
anfarið ár og rúmlega það. Og að
sjálfsögðu er það fréttnæmt að
svona vel gangi í bólusetningum.
Mig langar samt að eiga orð við tökumenn sjónvarpsfrétta. Hvað ætlið
þið að súma oft á sprautunál að stingast inn í handlegg manneskju? Á að
mynda hverja einustu sprautu sem fer inn í hvern einasta Íslending?
Í fréttatíma RÚV á þriðjudaginn mátti sjá níu skot þar sem verið var að
meðhöndla sprautur og fjórtán nærmyndir af sprautu að stingast í hand-
legg. Fjórtán sprautuskot í einni stuttri frétt!
Já, ég taldi.
Ég nefni þetta kannski af því að ég horfði á fréttir með manni sem er ein-
staklega illa við sprautur. Hann er svo sprautuhræddur að það líður yfir
hann þegar hann fær sprautu. Hann er því að vonum á nálum fyrir Covid-
bólusetningu, þó hann vilji endilega fá hana. Við horfðum sem sagt saman á
fréttirnar og í hvert sinn sem súmað var inn á sprautu fölnaði hann meir og
meir. Eftir fjórtán skipti var hann orðinn vel hvítur í framan.
Þannig að ég biðla til ykkar tökumanna að róa ykkur aðeins í nær-
myndum af óvenjulangri sprautunál að stingast inn að beini í upphandlegg!
Við höfum séð þetta nógu oft. Það gæti nefnilega farið að líða yfir fólk
heima hjá sér yfir sjónvarpinu, löngu áður en kemur að sjálfri sprautunni.
Á nálum yfir
myndum af nálum
Pistill
Ásdís
Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
’
Hvað ætlið þið að
súma oft á sprautunál
að stingast inn í handlegg
manneskju? Á að mynda
hverja einustu sprautu
sem fer inn í hvern ein-
asta Íslending?
Hiroko Ara
Ég er alls ekki hrædd.
SPURNING
DAGSINS
Ertu
hrædd(ur)
við
sprautur?
Kristinn Pedersen
Nei, ekki núna en ég var það í gamla
daga.
Sigrún Jóhannsdóttir
Nei. Ég er búin að fá Covid-sprautu
og fann ekkert fyrir því.
Þorvaldur Jónsson
Nei, alls ekki.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Hvað ertu búin að þjálfa fólk lengi í vatns-
þreki?
Ég byrjaði 2014, en ég útskrifaðist 2015 úr íþrótta- og
heilsufræði og hef verið í þessu síðan. Ég byrjaði með lít-
inn hóp fyrir Kópavogsbæ en hann hefur heldur betur
vaxið og er nú mjög eftirsóttur og oft koma um
hundrað manns í tímann, þrisvar í viku.
Þetta er opið fyrir alla, og ókeypis. Svo
er ég með fleiri hópa sem kaupa sig
inn, þannig að ég hef nóg að gera.
Er þetta skemmtilegt
starf?
Það kom mér á óvart hvað það
var skemmtilegt. Þegar ég út-
skrifast sextug vissi ég að eng-
inn biði eftir mér í vinnu og
bauð ég því á síðasta ári mínu á
Laugarvatni fólkinu þar að
koma frítt í vatnsþjálfun. Um
leið og ég byrjaði fann ég að
þarna var fjölin mín. Þetta gat ég og
gerði vel enda með góða orku.
Hvað er svona gott við að
hreyfa sig í vatni?
Það er mikið afl sem fólk þarf að nota til að ýta
vatni fram og til baka. Svo hefur vatn svo góð líf-
fræðileg áhrif á okkur. Þetta heldur lífinu í sumum sem
eru hjá mér. Ég fæ fólk með í kröftugar æfingar.
Nú fékkstu fyrstu hvatningarverðlaun
Kópavogsbæjar, hvaða þýðingu hafa þau fyr-
ir þig?
Þetta er mikil viðurkenning fyrir mig. Ég er að auka val-
möguleika í heilsueflingu og stuðla þannig að betri heilsu
fólks í takt við lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar. Ég er
mjög stolt af því. Svo var gaman að sjá Ármann
bæjarstjóra dansa á bakkanum undir tónum Roll-
ing Stones. Hann gerði það þrusuvel.
HELGA GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Fann fjölina í vatninu
Forsíðumyndina tók
Ásdís
Helga Guðrún Gunnarsdóttir,
íþrótta- og heilsufræðingur, fékk
fyrstu hvatningaverðlaun Kópa-
vogsbæjar í vikunni. Hún kennir
vatnsþrek í Kópavogslaug. Upp-
lýsingar má finna á vatnsthrek.is.
Morgunblaðið/Ásdís