Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.05.2021, Side 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.05.2021, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.5. 2021 Þ að er fallegt steinhúsið sem stendur við Langholtsveg, heimili Herdísar Önnu Þorvalds- dóttur, viðmælandans sem blaða- maður mælti sér mót við einn blíð- viðrismorgun í vikunni. Það var einmitt á rólegum og fallegum mánudagsmorgni fyrir tæpu ári að hið ótrúlega, hryllilega og óvænta gerðist innan veggja hússins. Herdís var í óða önn að klára morgunverkin, á leið út í daginn, þegar nýi leigjandinn á neðri hæðinni stóð fyrir framan hana með hníf á lofti. Augnaráðið var tryllingslegt og hnífshöggin dundu á Her- dísi sem varði sig með kjafti og klóm. Það kom sér vel að hún var í óvenjugóðu formi, en á end- anum var hún króuð inni eins og sært dýr og sá sér enga undankomuleið. Herdís lifði af árásina og veit að hún er heppin að ekki fór verr. Hún þarf að lifa með líkamlegum og andlegum eftirköstum ódæð- isins en er hvergi nærri búin að gefast upp. Í kjölfarið kynntist Herdís réttarkerfinu og segist sjá þar víða hluti sem mættu betur fara. Herdís komst að því síðar að árásarmað- urinn var með marga dóma á bakinu og var nýbúinn að halda manni í gíslingu og berja með kúbeini. Hann var svokallaður góðkunningi lögreglunnar og stórhættulegur samfélaginu, en var engu að síður frjáls maður. Enginn var- aði Herdísi við þegar hún leigði honum íbúðina tveimur vikum fyrir glæpinn. Krafturinn frá ömmunum Herdís býður blaðamanni inn í fallega stofu þar sem blandað hefur verið saman á smekk- legan hátt gömlum munum og nýjum. Veggir í stofu eru í bleikum tónum, eldhúsið í bláum. Hvert smáatriði er úthugsað, enda kemur í ljós að Herdís er mikill hönnuður. Húsið hefur lengi verið í fjölskyldunni, en afi hennar og amma byggðu það og fluttu inn 1. des 1950. Þar ólst Herdís upp með þremur yngri systkinum og voru þrjár og stundum fjórar kynslóðir saman í húsinu. Herdís stendur nú í ströngu við að standsetja risið, eftir að hafa tekið jarð- hæðina og fyrstu hæðina í gegn, en hluta húss- ins keypti hún 22 ára gömul. Í dag á hún allt húsið og hefur búið þar frá 2019. Herdís segir móðurömmu sína, Gunnlaugu Hannesdóttur, húsfrúna á Langholtsvegi, hafa verið mikinn frumkvöðul og segist að sumu leyti hafa fetað í fótspor hennar. „Amma var einn fyrsti jógakennari á landinu og hér var oft búið að henda öllu út úr stofun- um og amma búin að raða jógamottum út um öll gólf. Afi dó þegar ég var eins árs og var hún því lengi ein. Ömmur mínar voru reyndar báð- ar miklir frumkvöðlar,“ segir Herdís sem heit- ir eftir föðurömmu sinni, leikkonunni ástsælu Herdísi Þorvaldsdóttur. „Ég held að af því að þær voru báðar lengi einar hafi þær haft ákveðið frelsi. Þær unnu báðar jákvætt úr sínum spilum. Þær voru báð- ar svo kraftmiklar og duglegar,“ segir Herdís og blaðamanni verður fljótt ljóst að dugur og elja formæðranna hefur gengið í erfðir. Casa Dísa sett á ís Herdís hefur komið víða við í lífinu. Hún er tækniteiknari að mennt, með diplóma í alþjóða- viðskiptum, með MBA-próf og rak um skeið þyrluþjónustuna Helo ásamt fyrrverandi eig- inmanni. Einnig voru þau í ferðaþjónustu og bjó hún um skeið í Bangkok þar sem hún vann meðal annars sem fararstjóri. Herdís, sem býr ein með þremur börnum sínum, hugðist gera húsið þannig úr garði að hægt væri að reka þar gistiheimili og varð þá til Casa Dísa. En svo kom Covid og setti öll slík áform á bið. „Ég ætlaði alltaf að verða arkitekt,“ segir hún en segir lífið hafi leitt sig í aðrar áttir eftir að hún kynntist barnsföður sínum. „Ég er hönnuður í mér, þannig virka ég. Ég sé allt út frá flæði og funksjón, sama hvað það er,“ segir Herdís sem skellti sér í alþjóðlegt rólujógakennaranám á netinu þegar Covid skall á fyrir rúmu ári, en áður hafði hún tekið jógakennaranám í Barcelona. „Svo byggði ég ofan á það með þessu námi. Þetta var heilmikið nám og ég komst í rosalega gott form og varð mjög sterk. Ég var búin að hanga svo mikið í rólunni,“ segir Herdís sem útskrifaðist úr því námi 1. maí í fyrra. „Hugmyndin var að taka fólk heim í jóga- tíma, því Casa Dísa átti að vera heilsutengd ferðaþjónusta,“ segir hún en örlögin rifu í taumana, fyrst vegna Covid en ekki síst vegna árásarinnar sem hún varð fyrir. „Ég er búin að vera að jafna mig og það hef- ur farið mikill tími í dómsmálið, en mér sýnist að það sé eitthvað að glæðast í ferðamanna- bransanum í sumar.“ Ég ætla að drepa þig! Segðu mér frá því sem gerðist. „Ég var með tvær íbúðir hér á jarðhæð í langtímaleigu um veturinn og þar sem ég sá fram á að vera ekki með ferðamenn auglýsti ég eftir nýjum leigjendum, frá og með fyrsta júní. Ég auglýsti inni á leigusíðu á Facebook og tal- aði við nokkra aðila, meðal annars ungan mann, rúmlega þrítugan. Ég sýndi honum íbúðina og hann var einn og mér leist ágætlega á hann þannig lagað. Hann segir mér strax að hann hafi fengið æxli í höfuðið og þess vegna sé hann með ör og flogaveikur. Ég ákvað að leigja honum og við hittumst hjá sýslumanni til að skrifa undir og svo sé ég hann ekki meir því ég fór í ferðalag stuttu síðar. Fyrsti rennur upp og ég skil lyklana eftir í lyklaboxi og tala ekk- ert við hann meira. Ég kom svo heim úr ferða- laginu og heyri ekkert í honum; engin læti og ekkert vesen,“ segir hún. „Svo vakna ég á mánudagsmorgni fimm- tánda júní og sonur minn fer óvenjusnemma þann daginn en ætlar að koma aftur að sækja körfuboltadótið sitt. Ég var inni á baði og klukkan var ekki orðin níu. Á ég ekki bara að sýna þér?“ segir Herdís og leiðir blaðamann inn þröngan gang og þaðan inn á bað. Beint á vettvang glæpsins. „Ég er hér að setja í þvottavél og heyri bankað og svo gengið inn. Ég kíki út um gluggann á baðinu og sé að bíll nágrannans er heima og hélt að hann væri að koma í kaffi. Ég labba fram á gang og sé þá mann standa í dyr- unum. Hann öskrar: „Ég veit hvað þú gerðir í gær. Ég ætla að drepa þig!“ Svo gengur hann á móti mér og ég á móti honum en kemst ekki fram hjá honum, þannig að ég bakka,“ segir Herdís og leikur fyrir blaðamann hverja hreyf- ingu. „Ég var smátíma að átta mig á því hver Morgunblaðið/Ásdís Þetta hefði ekki þurft að gerast Það var einn sólríkan júnímorgun árið 2020 að ódæðismaður réðst inn á heimili Herdísar Önnu Þorvaldsdóttur og stakk hana ítrekað. Hún lifði af en þarf að lifa með afleiðingum árásarinnar. Herdís býr enn í húsinu því hún segir það valdeflandi að gefa þessu skelfilega atviki ekki meira vægi. Á tæpu ári hefur Herdís lært ýmislegt um réttarkerfið og segir víða brotalamir. Henni finnst að miðað við fyrri brot árásarmannsins hefði hann ekki átt að ganga laus. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Þá fer maður að hugsa, ég hefði getað dáið. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir árásina. Hér er ég borgari í þessu samfélagi þar sem helsta hlutverk ríkisins er að vernda almenna borgara,“ segir Herdís Anna Þorvaldsdóttir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.