Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.05.2021, Qupperneq 17
liðum á litla sviðinu í Reykjavík, þar sem þeir hug-
sjónalausu taka glaðbeittir þátt í hverri einustu atlögu
gegn venjulegum bifreiðaeigendum sem Dagur B.
Eggertsson stendur reglubundið fyrir, til viðbótar
þeim vanda sem athafna- og getuleysi borgaryfirvalda
hefur þegar valdið þeim. Þær hafa leitt til þess að um-
ferðarmál borgarbúa eru komin í óefni. Og markmiðið
er að halda áfram á þeirri braut.
Þá er horft til himins og sagt að „borgarlína“ muni
falla þaðan sem himneskt hjálpræði. Það eru öfug-
mæli og ónýt óskhyggja. Sú tugmilljarða martröð,
sem sú glórulausa skrifborðslausn boðar, er gamal-
dags úrræði í sovéskum stíl, sem byggist á hug-
myndum um að vandinn til úrlausnar snúist um, eins
og í sovét forðum, að koma lýðnum til og frá úreltum
verksmiðjum og heim til sín í úthverfin. Nútímamað-
urinn er ekki maur í sovétskipulagi. Hann á erindi víð-
ar. Hann fer þangað sem hugurinn stýrir honum og
þangað sem þörfin knýr.
Forsenda borgarlínu felst í því að knýja menn frá
því að eiga erindi annað en litlir lenínar telja nóg! Og
upp á gamla máta gleypa þægir þá forsendu að það
muni hjálpa mest að gera bifreiðaeigendum á höfuð-
borgarsvæðinu algjörlega ókleift að koma sér annað
en þangað sem sovétskipulagið nýja ætlar þeim.
Ríkisstjórnin hefur aldrei gefið skýringu á því af
hverju í ósköpunum hún hefur talið sér skylt að falla í
þessa gryfju og toga tugi milljarða upp úr buddu fólks
um allt land og dæla í þessa endemis þvælu. Önnur
óskýrð tiltæki úr þeirri átt benda helst til þess að hún
telji almennt að hafi gryfjurnar verið settar þarna þá
hefði það sýnt a.m.k. slæma nýtingu að detta ekki í
þær, hverja af annarri, og helst í réttri röð, og ef hægt
sé að koma því við, að detta svo í þær aftur í bakaleið-
inni og þá hljóti nýtingin að vera fullkomin og hrak-
fallabálkar stjórnmálanna fengju þá einkunn að vera
„lausnamiðaðir“.
Réttdræpur rekstur
Meginverkefni borgaryfirvalda, sem systurflokkarnir
fyrrnefndu staulast undir, virðast að öðru leyti, næst á
eftir því að tuddast á bifreiðaeigendum, að vega opin-
skátt eða úr launsátri, ef sú ákjósanlega staða kemur
upp, að þeim sem þráast enn við að stunda rekstur í
borginni. Núverandi borgaryfirvöld hafa margoft sýnt
að þeirra hlutverk sé ekki annað en að útvega slíkum
aðilum sem allra öflugastan mótvind í fangið en setja
fótinn fyrir viðleitni þeirra, ef mótvind vantar þá
stundina.
Hollur smárekstur fellur þó hvarvetna best að við-
mótsþýðri og elskulegri uppbyggingu miðbæjar að
mati velviljaðra yfirvalda, sem eru ekki með lausa
skrúfu. Það er sú starfsemi, þegar best gengur, sem
reynist öruggasta einkunnin og heilbrigðasta merkið
um að borgarsamfélagið sé lífvænlegt, notalegt og
með opinn arminn. Tilræði borgarstjórans við Lauga-
veg og nágrannastrætin og gamla bæinn í heild hafa
örugglega gengið framar vonum hans og mun taka
langan tíma að bæta fyrir þau skemmdarverk öll og
sum verða seint eða aldrei bætt að fullu.
Lóðbeint á höfuðið
Nú síðast komu svo „óvæntar“ fréttir að þrátt fyrir að
skattheimta sé umsvifalaust keyrð í topp sé fjárhags-
staða borgarinnar komin í óefni.
Hún hefur reyndar farið jafnt og þétt í öfuga átt og
umframkeyrslan og skortur á aðgát hafa síðustu árin
stuðlað að því að koma fjárhagnum á hliðina. Skulda-
söfnunin hefur verið hið eina sem virðist hafa lotið
styrkri stjórn, en auðvitað gengið í vitlausa átt eins og
flest annað á þessum bæ.
En tölurnar, sem nú eru nefndar, eru hrikalegar.
Og skyndilega er það kórónuveiran sem ræður ferð!
En hvernig stendur á því að staðan í nágrannasveit-
arfélögunum er önnur og þar tekst að halda í horfi og
rúmlega það?
Sé það tilvikið að kórónuveiran hafi komið aftan að
borgaryfirvöldum á sínum síðustu metrum þá hlytu
þau að hafa upplýst borgarbúa um það fyrir löngu og
hvernig þau ætluðu að bregðast við og bjarga borgar-
rekstrinum og laga hann að þeim veruleika. En ekk-
ert slíkt hefur heyrst. Ekkert orð og ekkert kvak.
Borgaryfirvöld hafa verið frá morgni til kvölds í inni-
legum samningaviðræðum við Borgarlínu langsokk
um hvernig væri best að eyða 50-100 milljörðum
króna og hvernig væri hægt að draga ríkisstjórnina á
asnaeyrunum út í foraðið með sér. Tveggja milljarða
afgangur er skyndilega kynntur sem 12 milljarða halli
eins og sá veruleiki hefði allt í einu komið upp með
einni gusunni úr fjalli geldinganna! Enginn aðdrag-
andi? Engin raunveruleg viðbrögð?
Núverandi borgaryfirvöld hafa brugðist umbjóð-
endum sínum í þetta sinn eins og svo oft áður. Þegar
litið er til loforðanna sem gefin voru fyrir kosningar
síðast og fjórum árum þar á undan, stenst ekkert.
Fyrir síðustu kosningar var foreldrum lofað átaki í
leikskólamálum strax. Borgarstjórinn lofaði hátíðlega
að hann myndi ganga frá því máli „strax í vikunni“ eft-
ir kosningar. Það var svikið, og er svikið enn! Dagur
gaf hátíðlegt loforð um að setja Miklubrautina í stokk
á því kjörtímabili sem þá var að hefjast. Kannast ein-
hver við það? Var veiran líka á móti því? Borgarstjór-
inn er frægur fyrir að líta á loforð sín eins og hor í
nefi. Snýti hann sér sé málið þar með horfið úr hans
veröld.
Við erum farin að þekkja þennan Dag. Hann er ná-
kvæmlega eins og Dagurinn á undan honum og því
miður er ekki er minnsta ástæða til að ætla að kom-
andi Dagur verði hótinu skárri.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
’
Og fyrrnefndir systurflokkar eru einmitt
helstu hækjur borgarstjórans, sem kjós-
endur höfðu í raun í tvennum kosningum í
röð reynt að reka af höndum sér. En hækj-
urnar gerðu sitt til að eyðileggja vilja kjós-
enda og komu í veg fyrir að mjaka mætti
borginni úr þeirri ömurlegu stöðnun sem hef-
ur þjakað hana nú um skeið.
2.5. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17