Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.05.2021, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.05.2021, Page 18
Eggið hans Arne Jacobsen er skúlptúr, en það má fá í fjörlegum lit til þess að bera heila íbúð. Stílhreint þarf ekki að vera sviplaust Stílhreinar nútímalegar íbúðir geta verið kuldalegri en ástæða er til. Það má laga með nokkrum vel völdum gripum. Andrés Magnússon andres@mbl.is Fylla mætti tvær opnur með Alvar Aalto, en þótt hann notaði ljósan við mest, þá má fá margt eftir hann í ýmsum litum, eins og kollana hans sígildu. Le Corbusier er einn merkasti hönnuður lið- innar aldar og þessi legustóll sýnir vel af hverju. (Hann er meira til að horfa á en liggja í). Barcelona-stóll Mies van der Rohe og Lilly Reich er glæný 90 ára gömul hönnun. En það má vel finna lausn á því án þess að umturna íbúðunum og skipta um stíl. Oft þarf ekki nema eitt vel valið húsgagn eða nokkra muni til þess að gerbreyta ásýndinni og styrkja heildarsvipinn. Þar er þrennt, sem helst ber að hafa í huga: Litur, form og staðsetning. Í nánast svarthvítum íbúðum er auðvelt að nota djúpa eða sterka liti til þess að lífga upp á þær, en það þarf sjaldn- ast mikið til. Ein mubla, málverk eða jafnvel bara gluggatjöld geta gert gæfumuninn. Sum húsgögn geta verið svo einkennandi að þau þurfa varla lit til þess að gera rýmið athyglisverðara. Sum raunar ekki síður skúlptúrar en nytjamunir. Loks skiptir staðsetning máli, því þessir húsmunir draga augað að sér og geta undir- strikað línur eða bætt annað upp. Hér eru nokkur dæmi, en það má finna fjölmargt ann- að, sem gerir sama gagn, og oft verður útkoman per- sónulegri fyrir vikið. S tílhreinar nútímaíbúðir á Íslandi eru með ákveðnu sniði, rúmgóðar og bjartar, með stórum flötum, drifhvítir veggir og harðviður eða steinn í gólfum, stórir og háir gluggar algengir, innréttingar oft hvítar eða í afar ljósum við. Þær eru vissulega stílhreinar, en þær geta líka orðið sviplausar, berangurslegar og kulda- legar. Sér í lagi þar sem tískan er að hafa ekki of mikið af húsgögnum og munum; grátt, svart og hvítt mjög ráð- andi í húsgögnum líka. Það gerir íbúðirnar svo ekki hlý- legri að allir þessir hörðu fletir auka gjallanda. Lampinn hans Paul Henn- ingsen (PH) stendur enn fyrir sínu, gefur jafna óbeina birtu og er eins og lítið listaverk. Hann má fá í alls kyns litum. Finnski hönnuðurinn Eero Saarinen gerði ótalmargt fal- legt, en túlipanaborðið hans má fá í mörgum stærðum og er svo fallegt að það er nán- ast synd að raða stólum um- hverfis það. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.5. 2021 LÍFSSTÍLL HÄSTENS VERSLUN Faxafeni 5, Reykjavík 588 8477 AFGREIÐSLUTÍMI Mán.–fös. 11–18 | Lau. 11–16 www.betrabak.is Þegar þú vaknar í rúmi frá Hästens munt þú skilja virði þess að ná fullkomnum nætursvefni. BETRISVEFN,BETRA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.