Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.05.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.05.2021, Blaðsíða 19
Stundum þarf ekki meira en fallegan lit eða mynstur í púða til þess að gerbreyta gráum sófa og litlausri stofu. Og svo má skipta þeim út eftir árstíðum eða skapi. Fá húsgögn eru sí- gildari en Chester- field-sófinn, en hann má fá í ýms- um litum, jafnvel bútasaum, og geng- ur vel inn í hvaða rými sem er. Stundum þarf ekki annað en fallega klukku til þess að draga augað að sér, inn gang eða yfir borðstofuborð. Rauði sekúnduvísirinn í þessari klukku Mondaine fyrir svissnesku járnbrautirnar gerir gæfumuninn. Eitt trix, sem aldrei klikkar í nútímalegum íbúðum, er að setja inn eitt veglegt antík- húsgagn, sem kallast á við allt hitt. Þess stóll frá dögum Loðvíks XVI. er jafnbylting- arkenndur nú og 1789. Wassily-stóllinn eftir Marcel Breu- er er enn ein arfleifð Bauhaus, fal- legur og þægilegur, geometrískur skúlptúr úr stáli og leðri. Afganskar bænamottur gefa fram- andi svip í annars nútímalegri íbúð og minnka bergmál miklu meira en ætla mætti af stærðinni. Hana má jafnt hafa á gólfi eða hengja á vegg. Arco-lampinn eftir Castiglioni-bræður er enn einn 20. aldar skúlptúrinn, sem breytt getur öllu rýminu. Eames-hægindastólinn sem hjónin Ray og Charles Eames hönnuðu upp úr seinna stríði er vinsælli en nokkru sinni og stutt síðan málaferli urðu á Íslandi um einn slíkan. Hinn sígildi bekkur George Nelson er jafngóður í forstofuna, við eldhúsborðið og sem sófaborð. 2.5. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 LÍFSSTÍLL ALÍF

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.