Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.05.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.05.2021, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.5. 2021 LÍFSSTÍLL Maí Knús og kossar Elsku Nautið mitt, þetta er að sjálfsögðu þinn afmælismánuður því þá er orkan þín opnust fyrir breytingum og krafti til að berjast við það sem þú kærir þig ekki um. Þú setur allt aflið í vináttu og fólk sem stendur þér næst en segir afdráttarlaust skilið við þá sem hafa verið með leiðindi. Að vera leiðinlegur er eina dauðasyndin og þú hefur ekki tíma í neitt svoleiðis. Það er mikilvægt þú skiljir að þegar þér líður illa þarftu að fara í bað eða sturtu, því að vatnið hreinsar andann og hefur þannig áhrif á heilann að nýjar hugsanir finna sér jarðveg. Vatnið finnur sér alltaf leið alveg sama hvað gerist og við erum 70% - 80% vatn. Og þótt þú setjist bara við sjó eða vatn færðu hugljómun. Bráðlega verður beljunum hleypt út víðs vegar um landið og þær hlaupa út í frelsið og skemmta sér. Og þetta er akkúrat mánuður- inn sem þú átt að skemmta þér sem mest og af öllu afli. Því að þegar er gaman er ham- ingja; hamingjan og gaman búa nefnilega saman. Þegar þú þarft að storma yfir eða að vera í einhverju sem gerir þig leiða, skaltu senda þá hugsun á undan þér að þú ætlir að hafa gaman. Eitthvað mun gerast og þú átt eftir að sjá svo margt í svo miklu sterkari litum en þú hefur áður gert. Þú þarft bara að athuga að lífið getur breyst á nokkrum mínútum og sérstaklega í þessari háu tíðni sem þú verður í, þennan blessaða mánuð. Í kringum 11. maí birtast þér tákn, skilaboð eða eitthvað sem þú finnur á þér og þú þarft að setja fullann kraft í að framkvæma allt sem kemur til þín á þessum tíma, því þessi tími er þér svo hliðhollur. Þú sérð að það kemur til þín fólk og hjálpar þér með ótrúlegustu hluti, þannig kraftur er að margfaldast og karmað verður dásamlegt. Gaman er hamingja NAUTIÐ | 20. APRÍL 20. MAÍ Elsku Krabbinn minn, það er svo sannarlega yfir þér að þora að taka áhættu. Þú ert á þeim leiðangri að finna til sjálfstæðis með þínar skoðanir og að leyfa þér að flakka með það sem þú vilt, óhindrað og óhikað. Það er svo magnað að þegar þú og fleiri senda hugsun út í veröldina og uppsprettu alls, þá mætir þér einhvern tímann seinna aflið sem hún hefur. Þegar ég var ung eða yngri hugsaði ég að mig langaði að hitta Völvu Vikunnar, því mér fannst hún svo ótrúlega spennandi. Svo fimmtán ár- un seinna varð ég sjálf Völva Vikunnar og þekkti sjálfa mig greinilega ágætlega. Guðni Th. skrif- aði bók um alla forseta Íslands og setti jafnvel óvart út hugsun um að þetta væri skemmtilegt starf, og varð að sjálfsögðu forseti. Annað gott dæmi er Katherine Zeta Jones sem sagði þegar hún var sjö ára að hún ætlaði að giftast Michael Douglas, og það gerðist svo sannarlega. Leyfðu þér að flæða í hugsunum án þess að setja athyglina of mikið á það sem þú vilt að komi, því þú ert í svo miklu flæði að fá óvæntar óskir uppfylltar. Þegar þú skilur og sérð að þetta er að gerast skaltu fagna. Það er nefnilega svo mikilvægur kraftur að fagna, bæði því litla og stóra, því þá færðu meira af því. Þetta verður friðsamur tími, en jafnframt svo sterkur því þú mótar sjálfan þig svo skýrt. Þú skapar þig nefnilega sjálfur og þar af leiðandi þarftu að hugsa um hvernig þú myndir skapa fyrir- tæki. Fyrirtæki þarf að hafa markmið, góðar undirstöður og velvild annarra. Þú átt eftir að gefa þér svo sterkan tíma til að endurskapa svo margt hjá sjálfum þér og í sálinni þinni og finnur þar af leiðandi sterkar tilfinningar, tengt ástinni, vináttunni og lífinu. Ástin verður auðveld og engin dramatík bankar á þína hurð (sem er sérstakt). Óvæntar óskir rætast KRABBINN | 21. JÚNÍ 22. JÚLÍ Elsku Tvíburinn minn, það er svo mikilvægt þú vitir og sannarlega veistu það örugglega, að til þess að skilja og finna það sem þig vantar, þá þarftu að trúa til að sjá það. Og þótt þér sé að mörgu leyti sama um annarra manna álit skiptir það engu, því eina álitið sem þú munt þrífast á er sjálfsálit. Svo farðu bara markvisst og beint í að byggja það upp. Ég er með Merkúr í Tvíburamerkinu og ég byggi upp sjálfið á speglum. Ég er örugglega með Evrópumet í speglaástríðu, því þá tala ég nefnilega við mig í speglinum og hressi mig við. Ég er með tvær ferlega vel fótósjoppaðar myndir af mér uppi á vegg og þegar ég geng fram hjá þeim segi ég: „Djöfull ertu sæt.“ Og líðanin og útlit mitt bætist af því, einfaldlega vegna þessa að bæði ég og þú búum til álit á sjálfum okkur, enginn annar. Þú ferð á fítonshraða inn í sumarið og neglir niður svo margt sem þú ætlar að fara og gera, til þess að hlakka til. Ef þú finnur ekki til neins að hlakka til koðnar þú niður, svo byrjaðu strax að skrifa niður hugmyndir að því sem þig langar að gera eða fara, helst á appelsínugulan pappír. Það er svo magnað hvernig þessi galdur mun gera þér gott og láta þér líða svo miklu betur. Og þetta sumar verður svo sannarlega sá tími sem þú munt leika þér. Kryddaðu rödd þína af þolinmæði og taktu pirringinn út, þá laðarðu til þín þær manneskjur sem þér þóknast og bræðir hjarta þeirra. Í kortunum þínum er möguleiki á flutningi, ný og spennandi tækifæri sem þú hefur beðið eftir, áhugavert og óvenjulegt fólk sem hnippir í þig og breytir líðan þinni, því það eina sem skiptir máli í lífinu er að líða vel. Og í þeirri tilfinningu eru veraldlegir hlutir, peningar og svo framvegis, al- gert aukaatriði og skipta engu máli. Þú munt gera það sem vekur gleði þína og jafnframt horfast í augu við það sem þú ert að fresta, gengur frá lausum endum og með því losnarðu við kvíðann. Ástin og kærleikurinn sem í kringum þig verður uppfyllir allt það góða sem þú átt skilið. Eitthvað til að hlakka til TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ Elsku Ljónið mitt, það verður stundum svo yfirþyrmandi að allar þessar tilfinn- ingar sem streyma eru eins og bílar á hraðbraut gegnum huga þinn. Þú getur verið í svo ofboðslega góðu skapi hálfan daginn, svo sérðu ekki birtuna sem lýsir þér hinn helminginn af deginum. Þarna skiptir öllu máli orðið jafnvægi, að fara ekki mjög hratt svo hátt upp að þú lamist af hugarþreytu eft- ir einhvern tíma dags. Þegar þú spennir þig svona mikið upp, þarftu að segja: Vertu róleg elskan mín, róleg. Þá kallarðu á orku til þín og með svoleiðis Yin/Yang í farteskinu geturðu meira. Mikil spenna er yfir miðjum maí, svo ekki taka afgerandi ákvarðanir þá. En ef þér finnst nauð- synlegt að breyta einhverju stóru þetta tímabil skaltu setja þér ákveðinn tímapunkt, taka til dæmis ákvörðun 15. maí eða hvaða dag sem þú hefur í huga, þannig breytirðu rétt. Það er nefnilega heil- mikill hamagangur að þjóta til þín á næstunni og það hentar ekki alltaf lífsorkunni þinni. Þú hefur svo sterkar andlegar tengingar í ferðalaginu fyrir höndum og þá þarftu að vita að það virkar að kalla á þá sem geta hjálpað þér og sérstaklega á þá sem eru farnir í sumarlandið. Þegar ég var að yrkja ljóð og alls kyns limrur hér áður fyrr kallaði ég á stórmerkileg skáld til að hjálpa mér, Davíð Stefánsson og Stein Steinarr. Þá varð andagift (mér finnst mun betra að segja andaGJÖF) mín miklu miklu betri. Ég var líka einu sinni á leið yfir heiði í brjáluðu veðri á lánsbíl sem ég kunni ekkert á og kallaði á móður mína. Það stefndi í mikið óefni og ástandið versnaði til muna eftir að ég bað um hennar hjálp, en þá mundi ég eftir því að hún var mjög lélegur bílstjóri! Á sekúndubroti kall- aði ég á bróður mömmu sem var besti bílstjórinn í sveitinni og þá fann ég styrkleikann og róna í sálu minni til þess að klára þessa bílferð. Gerðu þetta og þá verður miklu betri stjórn á því ferðalagi sem þú ert að fara í. Jafnvægi skiptir öllu LJÓNIÐ | 23. JÚLÍ 22. ÁGÚST Elsku Meyjan mín, það er svo bjartur og tær tími sem þú ert að fara inn í. Skynjun þín á svo mörgu er svo öflug og þar af leiðandi geturðu verið óvenjulega pirruð yfir áreiti, til dæmis hávaða, sjónvarpi eða of mikilli símanotkun. Því að þegar svona birta lýsir beint í gegnum líkama þinn, þá þarftu að vera eins ómenguð og þú getur mögulega gefið þér. Ef þér finnst þú vera lítil í þér, hrædd eða kvíðin, þá er það bara vegna þess að þú leyfir þessari birtu ekki að skína. Tilfinning þýðir að finna til, hvort sem það er ótti, gleði eða höfnun á sjálfum sér eða öðrum. Þú þarft að tileinka þér svona Pollýönnu, lesa bókina eða hlusta á hana og taka Pollýönnu á þau vandamál sem þér finnst vera að áreita þig. Þá finnurðu friðinn, birtuna og lífsgleðina, því hún á heima í andanum þínum. Þó að margir segi að Meyjan sé Excel getur það vel verið rétt. En það býr svo mikill sköp- unarkraftur í þér og núna er tíminn sem þú átt eftir að sjá þann kraft dafna. Það eru svo margir að hrósa þér fyrir ýmislegt sem þér finnst ekkert sérstakt, hlustaðu meira og rifjaðu upp hvað aðrir hafa sagt. Því það er svo skrýtið að það er stundum eins og maður þekki ekki sjálfan sig en skynji betur þá sem eru í kring. Þess vegna þarftu að skilja hjartað mitt að þeir sem eru í kring- um þig og segja í hverju þú ert góð að veita því athygli og hlusta. Þegar þú veitir einhverju at- hygli sérðu það í skýrara ljósi. Það verða ekki stórar breytingar í kringum þig, en það verður lagfæring og leiðrétting á svo mörgu sem þú hefur ekki skilið nógu vel. Hamingjan býr heima hjá þér, þú þarft ekki að leita lengra. Bjartur og tær tími MEYJAN | 23. ÁGÚST 22. SEPTEMBER Elsku Vogin mín, þú hefur farið í gegnum svo gott og sterkt þroskaskeið und- anfarna tólf mánuði. Þú hefur sett þig í miklu betri stellingar gagnvart því þótt eitthvað fari ekki nákvæmlega eins og þú vilt. Það er svo mikið æðruleysi að hellast yfir þig, svo þú færð mikið vit til þess að greina svo vel á milli þess sem þú getur breytt og þess sem þú hefur enga stjórn á. Þú ert með öra hugsun og ferð yfirleitt alltaf stuttu seinna yfir í það sem hugurinn hefur gefið þér mynd af. Þar af leiðandi framkvæmir þú og gerir mun meira en flestir. Og það geta orðið til sterk dómínóáhrif af einhverju sem þú ert að hreyfa við núna. Því eitt leiðir af öðru og þú nýtir kraftinn þinn svo miklu betur og réttar en áður fyrr, því þú ert búin að grafa reiðina sem stund- um hefur skotið upp kollinum að mörgu leyti sökum óþolinmæði. Þú reiknar út og sorterar rétt, alveg eins og að hengja upp sokka, setur upp eitt par í einu og ef einn er aukalega, seturðu hann bara til hliðar eða í sérstakt box. Þannig greiðirðu úr þeim flækj- um sem öðrum gætu þótt erfiðar, en þér þykja léttar, því þú ert löngu búin að finna hvernig þú ætlar að fara að þessu. Það er eitthvað mikið streymi af peningum, þú ávaxtar eitthvað eða færð til baka og það verða mun hærri upphæðir en þú bjóst við. Og sú braut á eftir að halda áfram, en peningarnir koma trú- lega ekki úr þeirri átt sem þú bjóst við, svo þetta verður spennandi. Það fer þér best að vera í góðu ástarsambandi og þar þarftu að setja þolinmæði í forréttinn og leyfa hinum krásunum að koma á eftir. Það er líka ástarorka í kringum þá sem eru á lausu eða einir. En þá verður þú líka að nenna, vilja og að leyfa öðrum að tengjast þér af alvöru. Ástin verð- ur erfiðleikunum yfirsterkari, alltaf. Þolinmæði í forréttinn VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.