Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.05.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.05.2021, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.5. 2021 LÍFSSTÍLL Elsku Fiskurinn minn, þú ert að fara inn í svo skemmtilega tíma og það munu engin bönd halda þér föstum. Þú skynjar þá tilfinningu að þú verður sérlega heppinn með orð, húmorinn dansar í kringum þig og þú sérð hversu auðvelt það er þér að fá annað fólk til þess að hlæja. Og þetta eitt smitar sjálfan þig í gleðina. Þú hefur sterka stjórn á til- finningum og ert staðráðinn í að gera breytingar varðandi líðan þína, líkama og kraft og alltaf má bæta þótt gott sé. Í þessari óhemjulitríku orku þá daðrarðu þig út úr öllum þeim klípum sem á vegi þínum verða, því þú veist hvað þú vilt og þú nærð í það. Þú átt til dæmis miklu auðveldara en áður með að höndla áhyggjur. En áhyggjur eru nefni- lega eins og rugguhestur, þær halda þér á sama stað þótt þú reynir að komast áfram. En núna er tíminn elskan mín til þess að smakka það sem lífið hefur upp á að bjóða. Að prófa að gera það sem þú hefur ekki þorað hingað til og um leið víkka út lífsbókina þína. Þú átt ekki að fordæma neitt eða neinn sem þýðir náttúrulega að dæma fyrir fram. Hvorki lífsreynslu annarra né álit þeirra sem þú hefur ekki kynnst. Hafðu þína eigin og persónulegu skoðun fyrir sjálfan þig með því að prófa þig áfram. Þú munt þannig leyfa þér jákvæðan skammt af kæruleysi og þótt þú klárir ekki allt strax, þá reddast þetta alltaf á síðustu metr- unum. Ástin verður auðveld, vertu hreinskiptinn og einlægur í þeim málum og segðu bara hvað þú hugsar. Þetta á líka við í sambandi við viðskipti og verkefni að þau munu leysast með þessari aðferð. Maí gefur þér góða einkunn og þú bara skorar og skorar. Ef þú ert í prófum eða þarft að klára verkefni, þá rúllarðu því upp eins og enginn sé morgundagurinn. Þér halda engin bönd FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS Elsku Hrúturinn minn, það er svo sannarlega búin að vera mikil spenna í kringum þig. Þú getur nýtt og notfært þér hana til að koma því áleiðis sem þú vilt, en ef þú stendur kyrr og framkvæmir ekki þá leggst hún á andlegu hliðina þína. Þú þarft að vera á ferð og flakki með sjálfan þig til þess að allt gerist í þeirri röð sem þú kýst. Þegar þú hættir að hugsa og stoppar allt streymi og ert í engu þá framkvæmir þú ekki plönin þín. Þetta er svo sérstakur tími sem þú hefðir alls ekki viljað missa af og það detta upp í hend- urnar á þér gjafir frá Universinu eða Uppsprettunni. Og ef þú ert ekki á fullri ferð nú þegar, þá muntu svo sannarlega setja í fimmta gír núna. Þú þarft að umbreyta reiði yfir í jákvæða orku og það þarf bara ákvörðun til að gera það. Þú þolir svo illa að standa ekki við gefin loforð. Svo lofaðu alls ekki upp í ermina á þér, því það dregur þig alveg niður ef tímasetningar standast ekki. Þú verður í sviðsljósinu að öllu eða að einhverju leyti og leyfðu þér að njóta alls hins góða sem fylgir því. Þú ert líka að fara inn í merkilegan kafla þar sem þú ákveður að hjálpa öðrum af einlægni. Það fyllir þig auðmýkt sem er það merkilegasta sem við mennirnir getum kallað á. Því að auðmýktin rotar reiðina og sýnir þér hamingjuna. Þig vantar nákvæmlega ekki neitt, svo ekki hafa hugann á vöntun, það er að þig vanti eitt- hvað. Og sjáðu að allt er að gerast í réttri röð, þú hefur veðjað á rétta hluti og maí færir þér uppgjörið. Fyrir þá sem eru á lausu í þessu líflega merki get ég sagt ykkur að Venus er búinn að vera að skjóta ástarörvum til ykkar og það er mjög trúlegt að ein þeirra hafi hitt í mark. Allt gerist í réttri röð HRÚTURINN | 21. MARS 19. APRÍL Elsku Steingeitin mín, þú ert með öll réttu spilin á hendi. En þú ert ekki hundr- að prósent viss um hvernig þú átt að spila úr þeim og ert þar með ekki örugg um hvort þú eigir að láta vaða eða ekki. Steinn Steinarr orti einu sinni: „Að sigra heiminn er eins og að spila á spil með spekingslegum svip og taka í nefið. Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til, því það er nefnilega vit- laust gefið.“ En núna ert þú með lukkuspilin að gjöf og þú átt að nota þau strax. Ekki fara neinn milliveg, hvort sem það tengist frama eða ástinni og að mundu að ástin tengir og er svo margt. Það er með sanni hægt að segja að þetta verður geggjaður tími, þú leyfir þér með hjartanu að njóta og lifa hnarreist með stækkandi hjarta og pláss fyrir svo marga. Og þó að sjálfsögðu eitt- hvað dragi þig niður, sem er eðlilegt, þá skaltu svolítið „feika“ hvernig þér líður. Því að feika það til að meika það er gömul setning sem hittir hér svo sannarlega í mark. Ranglæti úr fortíð hvort sem það býr í huga þínum eða er að pikka í þig fær þig til að leita sannleikans. Og þar þarftu að taka ákvörðun um hvort þú ætlir að gleyma öllu eða setja það upp á yfirborðið. Það er mikilvægt að velja sér réttan bardaga, því þú hefur þrjóskuna og úthaldið til þess að fá úr hlutunum leyst, en spurðu sjálfa þig hvaða útkomu þú vilt í raun og veru fá. Þetta eru merkileg tímamót og krossgötur sem eru fram undan, en að standa á krossgötum þýðir að þú hafir um fleiri möguleika að velja. Þeir sem eru lausir og liðugir ættu að leyfa sér að vera opnir fyrir smá „flingi“, en helst ekki veðja á einhvern sem úr fortíðinni kemur. En ástin verður betri og sterkari hjá þeim sem eru búnir að finna sinn grunn og muna eftir því að búa til ævintýrin í kringum hana. Þú ert með lukkuspilin STEINGEITIN | 22. DESEMBER 19. JANÚAR Elsku Vatnsberinn minn, það er búið að vera svo mikið að gerast í kringum þig, sumt hefur verið algjör sigur og annað ekki. En um 80% af heilanum einblínir á það sem ekki gekk upp því það er sterkari orka. En skiptu bara um gír því þú getur útilokað hugsanir og þú hefur kraftinn til þess. Þú þarft bara að æfa þig; í hvert sinn sem þú einblínir á það sem þér finnst erfitt skaltu skipta um stöð í heilabúinu og setja eitthvað annað og jákvæðara inn. Þegar þú sérð og upplifir hversu auðvelt þetta er, þá fyrst hefurðu ríka stjórn á velgengni þinni. Að því sögðu þarftu að vita það inn að hjartarótum að þú átt skilið hið góða líf og ef þér líður illa lengi, þá ertu ekki á réttum stað. Þú hefur svo góðar hugmyndir til þess að breyta aðstæðum og heppni mun fylgja í kjölfarið. Þegar þú færð þá tilfinningu að þú sért heppinn, skaltu þrýsta henni inn í minni þitt, því þá blasa við þér enn þá meiri og sérkennilegri hlutir sem eru þér í hag. Þetta hafa verið svo sérstakir tímar og þú hefur svo sannarlega nýtt þá vel og núna sérðu að þú getur hvílt þig. Steinhættu svo að hafa nokkuð samviskubit yfir því að hugsa um þú hafir ekki notað tímann þinn nógu vel og að gagnrýna þig fyrir allt mögulegt. Því þetta bítur bara þitt líf og þú ert ekkert annað en þitt eigið líf. Krafturinn hjá þér verður í því að þú átt eftir að vera svo fallegur í samræðum við alla, sama hvort þú sért í stuði til þess eða ekki. Vandaðu þig svo sérlega þegar þú talar við þá sem þér finnst þú „hafa leyfi“ til að pirrast við, eins og til dæmis við mömmu þína. Horfðu upp og fram á veginn, sama hvað dynur á, því þú ert fyrirmyndin, þótt það verði dálítil öfund í kringum þig. Merkilegustu mannverurnar á þessari Jörð eru Vatnsberar, því þið gerið heiminn einfaldlega miklu betri og litríkari. Þú getur spunnið fallegan vef í kringum ástina, hvort sem þú hefur hana eða ert að óska eftir henni, en vertu bara þolinmóður. Að stjórna velgengninni VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR Elsku Sporðdrekinn minn, þú ert svo mikið náttúruafl. Og getur ef þú vilt verið eins og Fagradalsfjall, þar sem fólk fær engan leiða á að dásama þig og slást í för með þér. En svo eru margir í þessu merki sem ákveða að nota sitt sterka afl til þess að slökkva á sjálfum sér. Það er til dæmis kona sem er mjög skyld mér sem segir að hún verði alltaf þunglynd þegar sumarið er að koma og verður fúl og pirruð við flesta sem hún hittir. Hún hrindir þar af leiðandi mörgum frá sér sem myndu dásama hana eins og Fagradalsfjall. Hún tekur alltaf þá ákvörðun að svona sé þetta og ekkert sem hún geri geti breytt því. Þar af leið- andi fær hún þunglyndi á silfurfati, því hún einblínir á það. Og þótt þú sért konungur vetrarins, skaltu faðma sumarið að þér og búast við hinu besta. Því þú ert tilbúinn að taka á móti því að þú ert áhrifavaldur svo margra og þú skilur það skýrt í huga þínum hverju þú hefur hrifningu á. Nautið og Sporðdrekinn eru með sérstaka tengingu og núna þegar Nautsmerkið er ríkjandi þá eflirðu eldinn sem býr í þér. Þú sérð hverju þú brennur fyrir og hvað þú vilt og þar af leiðandi muntu höggva á þá strengi sem binda þig niður við móður Jörð. Þú ert eldkraftur í ástríðum og mikil keppnistýpa, hvort sem þú keppir við aðra eða sjálfan þig. En þegar þér finnst þú ekki vera að keppa að neinu, hvort sem það er merkilegt eða ekki, þá finn- urðu lundarfar þitt þyngjast. Þú þarft að skoða það svo sérstaklega í þessum mánuði að nota ekki hugbreytandi efni. Skoðaðu vel bæði matinn sem þú borðar, hvað lætur þér líða vel, notaðu áfengi sem minnst eða helst alls ekki, því þá verður gleði þín óhindruð og eðlileg. Lífið er yfirleitt bara venjur, breyttu einni venju og þá breytast aðrar. Gefðu fólki færi á að komast óhindrað að hjarta þínu, því einlægni þín, rödd og og þessi fallegu augu skapa svo bjarta áru í kringum þig. Eldkraftur í ástríðum SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 21. NÓVEMBER Elsku Bogmaðurinn minn, það á eftir að reyna svo mikið á styrk þin og út- hald á þessu tímabili sem er að fæðast. Þú þarft hreinlega að ráðast á þau verkefni sem eru fyrir framan þig af heljarkrafti og að muna að þú getur svo sannarlega spennt bogann þinn og sett sigurörina í hann. Þú munt skjóta beint í mark, hafðu ekkert hik á því, því vilji þinn leysir allt. Þú átt eftir að koma svo mörgu í verk og fá góða útkomu í þeim prófum sem þú ert að fara í. En það er ekkert frí fram undan elsku Bogmaðurinn minn, heldur fádæma skemmtileg og sterk verkefni sem þú finnur bæði lausn og leiðir á. Þú einfaldar allt svo miklu betur og svo fallega að þú trúir eiginlega ekki þínum eigin augum að þetta gangi allt svo vel upp. Þú tekur merka ákvörðun varðandi haustið. Þú undirbýrð annaðhvort plan eða sækir um eitthvað og gerir eitthvað svo skemmtilega bíómynd sem þú færð Óskarinn fyrir að vera leikstjórinn að. Þú munt ekki bíða eftir því að eitthvað gerist eða að einhver geri hlutina fyrir þig. Þú munt rífa þig upp og koma því sem þú vilt að gerist áleiðis og þú munt gera það sjálfur. Þá kemur líka stoltið af því að þú veist svo sannarlega að það er meira í þig spunnið en þú hefur hug- mynd um. Núna er frekar tíminn til að byggja upp ástina, alls ekki brjóta hana. Og ef þú ert á lausu skaltu skoða það vel og vandlega hvaða kosti þú vilt að sá hafi sem fær að halda utan um hjarta þitt. Hver ætti að vera móðir eða faðir barnsins þíns og hvernig þið gætuð unnið vel saman. Hugarhrifning af einhverri persónu sem er í tómri vitleysu hentar þér ekki í fimm mínútur, svo láttu freistingar sem eitra huga þinn alveg eiga sig, þú hefur engan tíma fyrir slíkt. Viljinn leysir allt BOGMAÐURINN | 22. NÓVEMBER 21. DESEMBER Fortíðin er búin, framtíðin er ekki til, svo elskaðu núið, breyttu venjum þá breytist allt.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.