Morgunblaðið - Sunnudagur - 02.05.2021, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2.5. 2021
LESBÓK
L auga rna r í Rey k javí k
Fyrir
líkama
og sál
w w w. i t r. i s
S ý num hve r t öð ru t illit s s e mi og
virðum 2 m e t ra f ja rlægða rmörk in
Endurgerð Leonardo DiCaprio var hlutskarpastur þegar
boðið var út leyfi til að endurgera dönsku myndarinnar
Drykkju, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir viku, á ensku. Ráð-
gert er að DiCaprio fari með aðalhlutverkið, sem Mads
Mikkelsen lék í dönsku útgáfunni, og framleiði myndina
einnig. Myndin fjallar um fjóra miðaldra menn, sem ákveða
að láta reyna á kenningu um að það sé affarasælla að vera
ávallt eilítið hífaður.
Thomas Vinterberg leikstýrði Drykkju, en ætlar ekki að
stýra endurgerðinni. „Ég hef séð ýmsar túlkanir á verkum
mínum áður,“ sagði hann. „Það fylgir því listræn spenna að
sjá eitthvað vaxa í ólíkum útgáfum.“ Hann sagði að aðalhlut-
verkið yrði í höndum eins besta leikara, sem völ væri á. „Ég
er fullur vonar og forvitni,“ bætti Vinterberg við.
DiCaprio í Drykkju
Leonardo DiCaprio hyggst leika í
endurgerð Drykkju.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeinsson
Ónáð Leikstjóranum Chloé Zhao var hamp-
að um allan heim eftir að hún fékk Óskarinn
fyrir myndina Hirðingjaland, en heima í Kína
var nafn hennar hvorki að finna á samfélags-
miðlum né í ríkisfjölmiðlum. Der Spiegel
sagði frá því að kínversk stjórnvöld hefðu
þurrkað út ummæli um hinn nýbakaða sig-
urvegara af félagsmiðlum. Hátíðin var á
sunnudag og allar færslur um hana voru
horfnar á mánudag. Zhao fæddist í Kína. Um-
mæli hennar í viðtölum hafa vakið gremju
kínverskra stjórnvalda. Hún fékk Óskar fyrir
bestu leikstjórn og bestu mynd og Francis
McDormand var verðlaunuð fyrir bestan leik.
Zhao hvergi getið í Kína
Chloé Zhao er ekki hampað í heimalandinu.
AFP
Schwarzenegger leiddist við skjáinn.
Hvílík leiðindi
Kvartsár Arnold Schwarzenegger,
vaxtaræktarkóngur, leikari og fyrr-
verandi ríkisstjóri Kaliforníu, kvart-
aði undan því í viðtali í þætti Jimmy
Kimmel að hann hefði verið að drep-
ast úr leiðindum við að horfa á beina
útsendingu frá Óskarsverðlaunahá-
tíðinni og hætt snemma að horfa.
„Hvernig gátu þeir með alla þessa
hæfileika gert þetta svona leiðin-
legt?“ spurði hann í viðtalinu.
Schwarzenegger stakk upp á að
næst yrði sent út frá hátíðinni frá
Muscle Beach í Kaliforníu.
Áhorf í Bandaríkjunum á útsend-
inguna um liðna helgi dróst saman
um um 58% miðað við í fyrra. 9,85
milljónir manna fylgdust með í ár,
en 23,6 milljónir í fyrra.
F
lestir eiga íþróttaskó og margir
hafa sterkar skoðanir á því
hvernig þeir eigi að líta út, eru
jafnvel tilleiðanlegir til þess að
borga aðeins aukalega til þess að fá
sína uppáhaldsskó. Sennilega eru þó
fáir tilbúnir að ganga jafn langt og
kaupandinn, sem festi sér notaða
strigaskó í liðinni viku fyrir 1,8 millj-
ónir dollara eða 223 milljónir króna.
Um var að ræða par af Nike Air
Yeezy 1, sem rapparinn Kanye West
gekk í á sínum tíma.
Uppboðshaldarinn Sotheby’s
greindi frá þessu á mánudag og kom
fram að upphæðin væri þrefalt
hærri en áður hefði fengist fyrir
íþróttaskó. Í ágúst 2020 seldist par
af Nike Air Jordan 1 hjá uppboðs-
haldaranum Christie’s fyrir 615 þús-
und dollara eða 76 milljónir króna.
Metið á verði fyrir strigaskó hefur
ítrekað verið slegið undanfarið. Þyk-
ir þetta bera því vitni að markaður,
sem fyrir áratug taldist úti á jaðri,
sé nú farinn að vekja athygli al-
mennings og sömuleiðis helstu safn-
ara.
„Salan markar hæsta opinberlega
skráða verð nokkru sinni fyrir sölu á
íþróttaskóm,“ sagði í yfirlýsingu frá
Sotheby’s. „Með þessari sölu fóru
Strigaskór á
kvartmilljarð
Notaðir strigaskór fóru fyrir metfé hjá Sotheby’s
fyrir viku. Markaðurinn með sérstaka og fágæta
íþróttaskó hefur farið vaxandi og er ekki lengur
úti á jaðri. Það sætir þó tíðindum þegar parið
fer á kvartmilljarð króna.
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Kanye West á sviðinu í
Staples-höllinni á
Grammy-hátíðinni 2008
klæddur skónum góðu.
Sérhannaðir íþróttaskór í takmörk-
uðu upplagi berast af og til til landsins
og myndast þá biðröð. Í febrúar 2017
birtist mynd af fólki um miðja nótt fyr-
ir utan Húrra Reykjavík þar sem dag-
inn eftir áttu að fara í sölu strigaskór
frá Adidas eftir Kanye West með nafn-
inu Yeezy Boost 350 V2.
„Adidas og Kanye hafa búið til frá-
bæra vöru og sinntu góðu markaðs-
starfi í kringum það,“ sagði Jón Davíð
Jónsson, annar stofnenda Húrra
Reykjavík, í samtali við Viðskipta-
moggann nokkru síðar. „Þeir halda
framboðinu mjög takmörkuðu og það er erfitt að eignast þessa skó.
Þeir sem ná að kaupa þá úti í búð á 20 til 30 þúsund krónur geta selt
þá á 100 þúsund eða meira á endursölumarkaði. Síðan hefur það
gerst á undanförnum árum að skór eru að verða eins konar stöðu-
tákn, alveg eins og bílar, húsgögn eða hvað sem er. Það er virði í því
að vera í skóm sem enginn getur fengið, það sýnir ákveðna stöðu.
Þetta er bara eins og hver önnur söfnun, fólk hafði áhuga á því að
safna úrum eða frímerkjum á árum áður. Þetta er í raun alveg eins.“
Beðið eftir strigaskóm
Um 70 manns sváfu fyrir utan
Húrra Reykjavík um hávetur.