Fréttablaðið - 19.10.2021, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 19.10.2021, Blaðsíða 41
Margir halda að það að skrifa snúist um hvern- ig maður miðlar upp- lýsingum til lesenda, en mér finnst það ekki síst snúast um það hvernig maður heldur upplýsingum frá lesandanum. Það sem óselt er á mið- nætti er sett á eldinn og brennt, í samræmi við hefðir. TÓNLIST Andri Björn Róbertsson og Ástríður Alda Sigurðardóttir fluttu tónlist eftir Schumann og Árna Thorsteinsson Norðurljós í Hörpu þriðjudaginn 12. október Jónas Sen Geðhvörf einkennast af miklum öfgum í tilfinningalífinu. Þau eru ekki fyndin, en húmorinn léttir samt lífið. Brandarakarl sagði eitt sinn: „Þegar ég var greindur með geðhvörf, þá vissi ég ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta.“ Hjá tónskáldinu Róbert Schu­ mann, sem var með geðhvarfasýki, var það hlátur í einhver ár, en svo syrti í álinn. Á meðan allt lék í lyndi samdi hann óteljandi verk, og þau eru mögnuð. Geðhæðin fyllti hann krafti, jafnvel ofskynjunum sem veittu honum innblástur. Eitt sinn sagðist hann hafa heyrt englakór syngja, sem gaf honum hugmyndir að miklu píanóverki. Hann samdi f lest verka sinna á ótrúlega stuttu tímabili. Andri Björn Róbertsson bassa­ bariton var með fókusinn á Schu­ mann á tónleikum hans og Ástríðar Öldu Sigurðardóttur píanóleikara í Hörpu á þriðjudagskvöldið. Hann flutti tvo söngljóðabálka eftir tón­ skáldið, en fleygaði þá með lögum eftir Árna Thorsteinsson. Ástin sem aldrei kom Fyrri bálkurinn nefndist Lieder­ kreis op. 24 og var við ljóð eftir Heinrich Heine. Tónlistin var hríf­ andi, þótt ekki væri sérlega bjart yfir henni. Kveðskapurinn fjallaði um ástina hjá manni sem ekki fær hana höndlað. Hann bíður stöðugt eftir henni, en hún kemur aldrei. Tónlistin einkenndist af safarík­ um laglínum og töfrandi hljómum. Andri Björn söng stefin af gríðar­ legri innlifun. Röddin var þrótt­ mikil og stór, tæknin aðdáunarverð. Ástríður Alda spilaði af festu, leikur hennar var tær og agaður, en samt gæddur nauðsynlegri snerpu. Þetta var magnað. Ferköntuð píanórödd Áhugavert var að bera saman hlut­ verk píanósins í lögum Schumanns og þeirra sem Árni Thorsteinsson samdi. Í Schumann er píanóleikur­ inn mótrödd, hann skapar andrúms­ loftið sem umvefur sönginn, lyftir honum upp í hæstu hæðir. Hjá Árna er píanóleikurinn miklu ferkantaðri. Þar er hann bara undirleikur. Sálmurinn Friður á jörðu er þó undantekning. Píanóleikurinn skapar dáleiðandi bylgjuhreyfingu sem söngurinn siglir mjúklega á, svo hann virðist tímalaus. Burtséð frá hugmyndasnauðum undirleiknum voru lögin eftir Árna falleg, stefin voru innblásin og Andri Björn söng þau af fag­ mennsku og smitandi einlægni. Af yfirmáta krafti Síðari söngljóðabálkurinn eftir Schumann var Liederkreis op. 39. Tónlistin var hér meira grípandi en í fyrri bálknum, stefin krassandi og píanóleikurinn djarfari. Aftur var flutningurinn í fremstu röð. Andri Björn söng stórfenglega, af yfirmáta krafti, en samt af næmri tilfinningu fyrir inntaki hvers ljóðs. Ástríður Alda spilaði af fullkominni kunn­ áttu og smekkvísi. Saman sköpuðu þau tónaseið sem lengi verður í minnum hafður. n NIÐURSTAÐA: Tveir söngljóð- abálkar eftir Schumann voru forkunnarfagrir hjá söngvara og píanóleikara, og lög eftir Árna Thorsteinsson voru hrífandi. Í hæstu hæðum Andri Björn Róbertsson söng stefin af gríðarlegri innlifun. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Myrkrið milli stjarnanna er hrollvekja eftir Hildi Knúts­ dóttur. kolbrunb@frettabladid.is Aðalpersóna skáldsögunnar er Iðunn sem vaknar örmagna á morgnana, jafnvel með sýnilega áverka. Ekki er rétt að segja meira en við tekur hrollvekjandi atburðarás. Hildur hefur skrifað bækur fyrir börn og fullorðna en hún er þekkt­ ust fyrir ungmennabækur sínar sem unnið hafa til verðlauna. Mikil ringulreið „Þetta er fyrsta af bókunum mínum sem er gefin út sem fullorðinsbók síðan fyrsta skáldsagan mín Sláttur kom út. En Sláttur er reyndar mikið lesin af unglingum í mennta­ skólum,“ segir Hildur. „Ég er búin að skrifa tvíleik og síðan þríleik og mig langaði að koma með eina stutta sögu sem stendur sjálfstæð.“ Aðalpersónan Iðunn, sem er á fer­ tugsaldri, segir söguna. „Öll form hafa kosti og galla. Mér fannst fyrstu persónu frásögn passa þessari sögu. Þannig kemst lesandinn nær per­ sónunni. Það er mikil ringulreið í höfðinu á Iðunni og fyrsta persóna hentar því vel,“ segir Hildur. Ólíkar túlkanir Um dularfulla atburðarás og lok sögunnar segir hún: „Margir halda að það að skrifa snúist um hvernig maður miðlar upplýsingum til les­ enda, en mér finnst það ekki síst snúast um það hvernig maður held­ ur upplýsingum frá lesandanum. Allar mínar bækur eru með frekar opinn endi en þetta er kannski sú óræðasta fram að þessu. Þeir les­ endur sem ég hef heyrt í túlka hana allir ólíkt. Sjálf er ég með ákveðna túlkun í huga en ég lærði bók­ menntafræði og veit að höfundur­ inn á ekki túlkunarrétt á eigin verki. Ég held að ástæðan fyrir því að ég laðast að fantasíunni sé meðal ann­ ars sú að fyrir mér eru bæði lestur og skrif ákveðinn raunveruleikaflótti. Og ef maður opnar á f leiri mögu­ leika en okkar raunheimur býður upp á þá verða áfangastaðirnir sem maður getur f lúið til miklu f leiri. Sem höfundur finnst mér það líka spennandi. Og ég held að við höfum öll fengið alveg nógu stóra skammta af raunveruleika undanfarið.“ Er ekki krefjandi að skrifa bók markvisst í þeim tilgangi að hræða lesendur? „Sem lesandi finnst mér gaman að láta hræða mig en sem höfundur er stundum erfitt að vita fyrir fram hversu vel það tekst. En það eru allavega nokkrir búnir að lesa sem urðu hræddir!“ n Fleiri áfangastaðir Sjálf er ég með ákveðna túlkun í huga, segir Hildur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK kolbrunb@frettabladid.is Tunglkvöld N°XIII verður haldið í gamla bænum við Gróttuvita, miðvikudaginn 20. október. Dag­ skráin hefst klukkan 21.30. Á Tunglkvöldinu koma út bækurnar Rauðir hestar eftir Elísabetu Jökuls­ dóttur og Ljósagangur, vísinda­ skáldsaga eftir Dag Hjartarson Þær koma út í 69 númeruðum ein­ tökum hvor. Á Tunglkvöldum er lesið upp úr bókunum, tónlist f lutt, gjörningar framdir. Bækurnar tvær eru til sölu á meðan dagskráin lifir en það sem óselt er á miðnætti er sett á eldinn og brennt, í samræmi við hefðir, enda lifa Tunglbækur ekki nema kvöldstund. Í Ljósagangi skýtur niður aldanna upp kollinum í Reykjavík og verður örlagavaldur í ástarsambandi ungs pars í Hlíðunum. Þetta er fyrsta vís­ indaskáldsaga Dags. Rauðir hestar er myndverkabók í þremur hlutum. Hún fjallar um stúlku, föður, skáld­ skap og hesta sem þjóta um æðar og blaðsíður. n Undir fullu tungli Elísabet Jökuls- dóttir gefur út nýja bók. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Ferskur fiskur og fiskréttir, lax á grillið og humarsúpan í hádeginu. Sjávarhornið - fiskverslun, Bergstaðarstræti 14 ÞRIÐJUDAGUR 19. október 2021 Menning 17FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.