Þjálfi - 01.05.1932, Qupperneq 2
2
ÞJALFI
„kviknar hjá kotum og seljum,
og kviðfylli gerist í nautum ogbeljum“,
en hann nær bráðari þroska og betri ilm. það
starf, sem áhugasamir, ungir menn leggja í sum-
aríþróttirnar hér veitir líka hraðari þroska og
meiri göfgi en margt af því starfi, sem vinna má
árið alt og hægt er að nota til kviðfylli. þegar
íþróttastarfið er unnið í réttum anda, þá þroskar
það bæði sál og bkama. það miðar að því
marki, sem ein af öndvegisþjóðum heimsins setti
æskulýð sínum, en það er „men« sana in corp-
ore sano“ — heilbrigð sál í hrausturn líkama
Sumarið síðasta var viðburðarríkur tími í íþrótta-
sögu Vestmannaeyja, þar sem þá var hér háð
hið fyrsta íþróttamót í. S.í. utan höfuðstaðarins
— íþróttamót, sem veittl íþróttamönnum okkar
mörg ný met og verðlaun. Siðan hefur fallið úr
leík í b’li úr hópi Vestmannaeyinga einn af
giæsilegustu og fjölhæfustu iþróttamönnum lands-
ins. þess meiri vandi legst á herðar hinna, sem
drengtlega og vel börðust fyrir þeim árangri, er
þá náðist. því meiri einbeitningu, vilja og vöðva
þarf hjá þeim til að halda metum hans innan
K. V. Og eftir því sem óhapp og aldur höggva
fleiri skörð í fylkinguna, eftir því verður að
leggja meiri áherslu á að ala upp frá blautu
barnsbeini nýja, marksækna og áhugasama íþrótta-
menn. En aldurinn færist því miður alt of fljótt
yfir marga íþróttamenn. Innan þrítugs hafa margir
þeirra mist þann áhuga, stælni og þrautseigju,
sem hver góður íþróttamaður þarf að hafa. þess-
ir nauðsynlegu eiginleikar tilheyra fyrst og fremst
æskunni, og þverrun þeirra er fyrst og fremst
éUinörk. Ellin kemur öllum á kné að lokum,
eins og þóríhöll Útgarða-Loka, og er ekkert við
því að segja, en ofsnemt er að láta hana heykja
sig í hnjánum á unga aldri.
Iþróttamenn og meyjar! í nafni íþróttaráðs
Vestmannaeyja óska ég ykkur gleðilegs sumars,
—- sumars, sem megi flytja ykkur margar ánægju
legar stundir við iðkunn íþrótta og þeim skemt-
un og gleði, er á horfa. Hitti þa.ð ykkur með
eldmóð æskunnar og áhuga hins sanna íþrótta-
manns, sem lifir reglusömu lífi, iðinn við æfing-
ar og drenglyndur í gatð keppinauta. Flytji það
ykkur frama og sigra, gleði og gengi í leik!
P. V. G. Kolka.
Nýjustu heimsmet 1932.
Frjólsar íþróttir:
Georg Spitz (U- S. A ) setti nýlega nýtt heims-
met í hástökki, stökk hann 2 04 st. Er það 2
mm. hærra en met Amerikumannsias Osborne’s.
(ieorg Venzka (U. S. A.) setti einnig fyrir
skðmmu heimsmet í ^500 st. hlaupi innanhúss.
Tíminn var 5.53,4 trdn. Eldra metið sem var
3,56 mín. átti finski hlaupagarpurinn Nurmi.
Gulzar Ahmed (Indland) setti nýiega nýtt heims-
met í 1 enskrar rm'Iu-hlaupi (ensk míla er = 1609
st.). Tími hans er 4 08 4 mín. og er það 8/10 sek.
skemmri timi en met það, er frakkinn Ladou-
meque setti í okt. síðastl — Ahmed hefur fram
að þessu verið óþekktur hlaupari, en fyrr slikt
afrek er hann nú vitanlega orðinn heimsfrægur.
Sand:
Clara Dennis (AusturrÍKÍ) setti nýlega nýtt
hein:Smet í 200 st. bringusundk Tíminn var
3,08,6 m. (fslenska metið er 3 41 mín, sett af
þórunni Sveinsdóttur í K. R.)
Leonard Spence (U. S. A.) setti fýrir skömmu
nýtt met í 100 yards bringusundí. Timmn er
1,06,4 mrn. (100 yards — 93 st.).
Skautahlaup:
20. marz s. 1. setti Norðmaðurinn Synnöve Lie
nýtt heimsmet í 500 st. hraðhlaupi á 56 sek.
Einnig setti hún nýtt met í 1000 st. hraðhlaupi.
Na'ði hún óskaplegum flýti, — rann skeiðið á
1,52,2 mín. —
Verna Leskhe (Finnland) setti fyrir nokkru
nýtt heimsmet í 5 rasta skautahlaupi. Var tim-
inn 11,02,9 mín. Fyrra metið átti pólsk stúlka,
Sonia Netringen; var það 11,30,5 mt'n.
23. marz. s. 1. hljóp Ameríkumaðurinn Ben
Eastman 400 st. á 46 sek. Vakti þetta stórkost-
lega afrek feikna athygli meðal íþróttamanna um
allan heim. Hefur hmgað til þótt stórkostlega
góður árangur að hlaupa þessa vegalengd á 50
sek., en ávo kemur þessi Ameríkumaður og renn-
ur skeiðið á 46 sek. Til samanburðar má geta
þess, að íslenzka metið er 54,4 og þykir gott!
Er fróðlegt að bera saman öll þessi íþróttaaf-
rek út um heim og árangurlnn hjá okkur. —
það er auðvelt að sjá, hversu óskaplega við eig-