Morgunblaðið - 28.06.2021, Síða 1
M Á N U D A G U R 2 8. J Ú N Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 149. tölublað . 109. árgangur .
niður dagana.Bókaðu borgarferð haust og byrjaðu að telja
LÆKNAR LANG-
ÞREYTTIR Á
ÁSTANDINU
BELGAR
OG TÉKKAR
FARA ÁFRAM
VANN MÓTIÐ
OG FÖÐUR
SINN UM LEIÐ
EM Í KNATTSPYRNU 27 TEKKEN-MÓT MBL.IS 6THEÓDÓR SKÚLI 11
Ferðamönnum hefur fjölgað veru-
lega síðustu tvær vikurnar og má
segja að íslenska ferðaþjónustu-
sumarið sé farið að taka við sér.
Umferð farþega gegnum Flugstöð
Leifs Eiríkssonar hefur fjölgað úr
um eitt til tvö þúsund á dag í um
fjögur til fimm þúsund, á aðeins
tveimur vikum og verður óhjá-
kvæmilega til þess að það hægist á
röðum, að sögn Arngríms Guð-
mundssonar, aðstoðaryfirlög-
regluþjóns Lögreglunnar á Suður-
nesjum.
„Það er bara meiri þungi, það
fjölgar ferðamönnum og afkasta-
getan er bara ákveðið mikil,“ segir
hann í samtali við Morgunblaðið.
Ísland komst á föstudag í heims-
fréttirnar þegar öllum takmörk-
unum var aflétt innanlands, fyrst
allra Evrópuríkja. Bólusetningar
hér á landi hafa gengið hratt og
örugglega síðustu vikur.
Í vikunni heldur lokaspretturinn
áfram þegar allt að 37 þúsund
manns hljóta sinn seinni skammt.
Gangi allt eftir verða um 90%
þeirra sem eru 16 ára og eldri full-
bólusett innan þriggja vikna. »4
Fleiri
ferðamenn
á ferli
Morgunblaðið/Eggert
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Vatnshæð í Þórisvatni mælist mun
lægri nú en á sama tíma í fyrra.
Skýrist þetta meðal annars af því að
veturinn hefur verið kaldur og vorið
hefur verið úrkomulítið á Suður- og
Suðvesturlandi, að sögn Óla Grétars
Blöndal Sveinssonar, forstöðumanns
þróunar vatnsafls hjá Landsvirkjun.
„Það veldur því að Þórisvatn er frek-
ar lágt og mun lægra en á síðasta
ári,“ segir hann. Of snemmt er að
segja til um hvort þetta verði til þess
að takmarkanir verði á raforkuaf-
hendingu en vatnsfallið mældist í
gær 567,84 metrum yfir sjávarmáli
(m.y.s.), í samanburði við síðasta
vatnsár þar sem vatnsfallið mældist
576,1 m.y.s. Áætlað meðaltal vatns-
falls í Þórisvatni er 575,07 m.y.s.
„Við sjáum á næstu mánuðum
hvað áhrif jökulbráðnunin hefur,
sem er að fara á fullt í júlí og ágúst
venjulega. Það er yfirleitt sá tími
sem við erum að fá mikla hækkun
inn í lónin,“ segir Óli. Þórisvatn sé
hins vegar töluvert frá jöklum þann-
ig að umhleypingar og úrkoma eigi
stóran þátt í vatnshæðinni.
„Lægsti punkturinn er vanalega
kringum mánaðamótin maí/júní.
Þetta er það lægsta sem má vænta
miðað við árstíma en síðan er spáð
hlýindum fram undan,“ segir hann.
Þótt að Þórisvatn sé nú óvenjulágt
geti jökulbráð komið til með að laga
stöðuna verulega fram á haustið. »4
Vatnshæðin óvenjulág
- Vatnshæð í Þórisvatni mun lægri en á sama tíma í fyrra
Með því að taka ákvörðun um að
hleypa úr lóninu við Árbæjarstíflu
með varanlegum hætti og eyða
þannig lóni sem þar hefur verið í
eitt hundrað ár, án nauðsynlegra
skipulagsbreytinga eða leyfa og án
samráðs við íbúa á svæðinu, hefur
Orkuveita Reykjavíkur brotið gegn
lögum og rétti íbúa.
Þetta segir Björn Gíslason, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í að-
sendri grein í Morgunblaðinu í dag.
Stýrihópur sem Björn sat í skilaði
nýverið skýrslu um framtíð Elliða-
árdalsins til
borgarráðs. Þar
var meðal annars
fjallað um þá
ákvörðun að
hleypa úr lóninu
og skilaði Björn
sératkvæði í því
máli. Hann segir
að þetta muni
hafa verulega
neikvæð áhrif á
landslag útivistarsvæðisins og nær-
umhverfi íbúa. »15
Eyðing lónsins hafi
verulega neikvæð áhrif
Björn
Gíslason