Morgunblaðið - 28.06.2021, Side 2

Morgunblaðið - 28.06.2021, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2021 TILBOÐ Í SÓL ALBÍR PLAYA HOTEL & SPA 4* ALBÍR, SPÁNN FRÁBÆRT FJÖLSKYLDUHÓTEL MEÐ HÁLFU FÆÐI WWW.UU.IS | 585 4000 | INFO@UU.IS 01. - 08. JÚLÍ VERÐ FRÁ: 79.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN HÁLFT FÆÐI INNIFALIÐ FLUG, GISTING, HÁLFT FÆÐI, HANDFARANGUR OG INNRITAÐUR FARANGUR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Óheimilt að svara ákalli Landverndar - Landvernd skoraði á sveitarfélög að taka gjald fyrir nagladekk - Valdið liggur hjá ráðuneytinu Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Landvernd samþykkti ályktun um gjaldskyldu fyrir notkun nagladekkja á höfuðborgarsvæð- inu á aðalfundi sínum 12. júní. Með ályktuninni skoraði Landvernd á sveitarfélög á höfuðborg- arsvæðinu að taka upp gjaldskyldu fyrir nagla- dekk. Samkvæmt umferðarlögum hafa sveitar- félögin ekki heimild til þess konar gjaldskyldu heldur liggur valdið hjá samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra. Kom til álita að veita heimild árið 2019 Í skriflegu svari frá Þórmundi Jónatanssyni, upplýsingafulltrúa samgöngu- og sveitarstjórn- arráðuneytisins, um breytingu á því ákvæði segir hann að árið 2019 hafi komið til álita að veita sveitarfélögum sérstaka heimild til gjald- töku vegna notkunar negldra hjólbarða. „Við opið samráð í samráðsgátt stjórnvalda komu á hinn bóginn fram athugasemdir við að slík heimild yrði veitt og var hún því ekki í frumvarpi,“ segir í svari Þórmundar og enn frekar að breytingar í þessa veru séu ekki til sérstakrar skoðunar hjá ráðuneytinu sem stendur. Í ályktun Landverndar segir að rót vandans hvað viðkemur svifryksmengun sé nagladekk og tímatakmarkanir á notkun þeirra hafi ekki skilað sér í minni notkun. Gildandi reglur segja til um bann á notkun nagladekkja frá 15. apríl til 31. október. Sektir liggja við því að aka á negldum hjólbörðum utan tímabilsins og sekta má fyrir hvern negldan hjólbarða. Í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Morgunblaðsins segir meðal annars að borgin hafi oft skoðað málið af alvöru og beðið um leyfi fyrir gjaldtöku oftar en einu sinni, en aldrei fengið það í gegn. Ný reglugerð til að takmarka umferð Þórmundur bendir á að unnið sé að undir- búningi reglugerðar um takmarkanir á umferð vegna mengunar á grundvelli 85. gr. umferð- arlaga. Drög að reglugerðinni kveða á um að sveitarstjórn eða Vegagerðin hafi heimild til að takmarka eða banna umferð, þegar um þjóðveg er að ræða, um stundarsakir á vegi eða svæði þegar mengun er yfir heilsufarsmörkum eða hætta er talin á að svo verði. Bönn gætu byggt á endabókstaf Slíkar takmarkanir vegna mengunar frá öku- tækjum geta t.d. falist í breytingum á hámarks- hraða, takmörkun á umferð stærri ökutækja eða takmörkun almennrar umferðar með því að heimila tilteknum bifreiðum akstur á ákveðnum svæðum eftir oddatölu/jafnri enda- tölu eða sambærilegum endabókstaf skráning- armerkja. Drög að reglugerðinni voru kynnt í samráðs- gátt stjórnvalda í upphafi árs og er nú unnið úr ábendingum og athugasemdum sem bárust. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Áttföld eftirspurn var í hlutafjárút- boði flugfélagsins Play sem lauk á föstudag. Stefnt er að því að kynna niðurstöður útboðsins eigi síðar en í lok dagsins í dag. Andri Ingason, sérfræðingur í fyr- irtækjaráðgjöf hjá Arctica Finance sem sér um útboðið, segir eftir- spurnina hafa verið umfram vænting- ar. „Þetta er virkilega jákvætt og sýnir að fjárfestar, bæði almennir fjárfestar og fagfjárfestar, vilja taka þátt í þess- ari vegferð með okkur,“ segir hann. Alls bárust um 4.600 áskriftir í hlutafjárútboði Play og hljóða þær samtals upp á 33,8 milljarða króna. Stjórn Play fundaði í gærkvöldi til að fara yfir áskriftirnar en þær voru að andvirði 6,7 milljarða í gegnum áskriftarleið A og rúmra 27 milljarða í gegnum áskriftarleið B, en stefnt var að því að safna fjórum milljörðum króna. Eftirspurnin áhugaverð Kristján Sigurjónsson, ritstjóri ferðavefsins Túrista, segir í samtali við Morgunblaðið að eftirspurnin hafi verið áhugaverð í ljósi þess að félagið hafi rétt nýhafið rekstur. „Síðan er spurning hvort þær væntingar bygg- ist á því að rekstur Play gangi vel eða þá hvort fólk reikni með að Icelandair komist ekki á sama skrið og það var áður á.“ Samkeppnin í fluggeiranum sé orð- in töluverð hér á landi en þar sem Play sé að sækja á sama markað og Icelandair muni samkeppnin einkum verða á milli þessara tveggja félaga. „Svo er það þannig að Play fer inn á áfangastaði þar sem Icelandair er fyr- ir og samkeppni þeirra verður því vafalítið hörð. Og ekki minnkar hún þegar Play hefur flug til Norður-Am- eríku á næsta ári því þá stefnir líka í að Play muni aðeins fljúga til borga þar, sem eru í dag hluti af leiðakerfi Icelandair,“ segir hann. Fleiri gætu viljað ferðast Sumarvertíðin verður sérstök og ekki eins ábatasöm og í venjulegu ári, að mati Kristjáns. „Veturinn verður spennandi því hlutfallslega eru færri sæti seld núna en áður. Aftur á móti gætu fleiri ákveðið að ferðast út í heim í vetur eftir að hafa haldið sig heima í sumar.“ Stefna að því að til- kynna úthlutun í dag - Áttföld eftirspurn - Í harðri samkeppni við Icelandair Morgunblaðið/Unnur Karen Flugtak Hlutafjárútboði Play var vel tekið og var eftirspurnin áttföld. Bandaríski ferðamaðurinn Paul Es- till fannst heill á húfi á laugardag eftir að hans hafði verið leitað í meira en sólarhring. Estill varð við- skila við eiginkonu sína í göngu við gosstöðvarnar síðdegis á föstudag. Nærri 300 manns komu að leitinni og voru allar tiltækar björgunar- sveitir kallaðar út. „Þú átt aldrei að yfirgefa göngu- félaga þinn. Þú átt alltaf að vera með vatn og farsíma. Þetta eru mis- tök sem við gerðum og þetta er út- koman. Hann dó næstum því,“ sagði Becky Estill, eiginkona hans í kvöldfréttum Rásar 1 í gær. Hann var fluttur á Landspítalann og gekkst þar undir læknisskoðun. Fannst heill á húfi sólarhring síðar Morgunblaðið/Sigurður Unnar Leit Björgunarsveitir leituðu mannsins. Gestir Árbæjarsafns gátu upplifað ferðalag til fortíðar í gær, undir yf- irskriftinni „Sunnudagur til sælu“. Starfsfólk safnsins klæddist fatn- aði frá 19. öld og sinnti hefð- bundnum störfum sem nauðsynleg voru á hverjum bæ. Gestir gæddu sér á nýbökuðum lummum frá húsfreyjunni í Árbæ og fengu kaffi og heimabakað góð- gæti í Dillonshúsi. Á baðstofuloft- inu sat kona við tóskap og í safn- húsi var prentari að störfum. Hægt var að heimsækja hin ýmsu dýr og lét telpan á myndinni það ekki fram hjá sér fara. Í haganum voru kindur og lömb en auk þess voru landnámshænur á vappi um svæðið. Stemningin ein- kenndist af gleði og eftirvæntingu, ekki síst meðal yngri kynslóð- arinnar. Sunnu- dagur til sælu Morgunblaðið/Sigurður Unnar Húsdýrin heimsótt í ferðalagi til fortíðar á Árbæjarsafni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.