Morgunblaðið - 28.06.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2021
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
595 1000
Verona
Verð frá kr.
19.950
önnur leið m/ handfarangri
Verð frá kr.
39.900
báðar leiðir m/ handfarangri
TAKTU FLUGIÐ TIL ÍTALÍU Í SUMAR
Vatnshæð mælist óvenjulág í Þór-
isvatni um þessar mundir og stafar
það líklega af því að veturinn hefur
verið kaldur og litlar umhleypingar
hafa verið á svæðinu. Þetta segir Óli
Grétar Blöndal Sveinsson, for-
stöðumaður þróunar vatnsafls hjá
Landsvirkjun. Hann segir ekki tíma-
bært að segja til um hvort þetta hafi
áhrif á raforkuafhendingu.
„Það er þessi þurrkatíð núna sem
veldur því að Þórisvatnið er óvenju-
lágt en það er ekki þar með sagt að
jökulbráð geti ekki komið til með að
laga stöðuna verulega fram á haust-
ið,“ segir hann.
Senn nálgist það tímabil þar sem
jökulbráðnunin fer á fullt en það er
vanalega í júlí og ágúst.
„Þórisvatn er aftur á móti þannig
að það er töluvert frá jöklum þannig
að umhleypingar og úrkoma skipta
miklu máli þar líka,“ segir Óli.
Vatnsfallið mældist í gær 567,84
metrum yfir sjávarmáli (m.y.s.), í
samanburði við síðasta vatnsár þar
sem vatnsfallið mældist 576,1 m.y.s.
Áætlað meðaltal vantsfalls í Þór-
isvatni er 575,07 m.y.s.
Lág vatnshæð vegna þurrka
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Þórisvatn Vatnshæðin mælist óvenjulág þessa dagana, sökum þurrkatíðar.
- Vatnshæð
mælist óvenjulág
í Þórisvatni
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Búist er við að fullbólusettum muni
fjölga um allt að 37 þúsund í vikunni
en allir dagarnir fara í endur-
bólusetningu. Þetta segir Ragn-
heiður Ósk Erlendsdóttir, fram-
kvæmdastjóri
hjúkrunar hjá
Heilsugæslu höf-
uðborgarsvæð-
isins.
Í dag, mánu-
dag, verða 4.000
endurbólusettir
með bóluefni
Moderna. Á
morgun verða svo
9.000 skammtar
frá Pfizer gefnir í endurbólusetn-
ingu. Þá verða tveir stórir Astra-
Zeneca dagar í vikunni en á miðviku-
dag og fimmtudag verða 11-12.000
skammtar gefnir hvorn daginn.
Sendingar aðra hverja viku
Allar sendingar eru samkvæmt
áætlun að sögn Júlíu Óskar Atla-
dóttur, framkvæmdastjóra Distica,
dreifingaraðila bóluefnanna á Ís-
landi. „Í síðustu viku komu 23.400
skammtar af Pfizer, sem er lang-
stærsta sendingin sem hefur komið
af bóluefnum frá þeim. Í þessari viku
er áætlað að það komi jafn mikið
magn,“ segir hún í samtali við Morg-
unblaðið.
Þá segir hún að út júlí komi aðra
hverja viku sendingar frá bæði Pfi-
zer og Moderna. Þá liggi ekki fyrir
áætlun um Janssen og AstraZeneca.
„Við vitum ekki nema með nokk-
urra daga fyrirvara hvenær þær
sendingar koma,“ segir Júlía.
Um 19.200 skammtar af bóluefni
AstraZeneca komu til landsins á
laugardaginn en 4.800 skammtar
voru þegar til af því efni. Því ætti að
vera nóg af efni fyrir endurbólusetn-
inguna sem er áætluð á miðviku- og
fimmtudag.
„Ágætis mæting miðað við allt“
Heilsugæslan mun bjóða upp á
AstraZeneca þann 7. júlí fyrir þau
sem komast ekki í þessari viku og
má búast við að allflest sem fengu
AstraZeneca verði þá fullbólusett.
Þann 13. júlí fá þeir sem fengu Pfi-
zer í síðustu viku seinni sprautuna
og má þá áætla að um 90% fólks 16
ára og eldri verði orðin fullbólusett.
Á þriðjudag í síðustu viku var
seinasti Janssen-dagurinn fyrir
sumarfrí en þá voru boðaðir þeir
sem hafa þegar smitast af Covid-19
eða mælst með mótefni í blóði. Af
þeim sem voru boðaðir mættu tæp
60% að sögn Ragnheiðar.
„Það var ágætis mæting hjá þeim
svona miðað við allt, síðan veit mað-
ur ekki hvort þau ætli að taka bólu-
setningu eða ekki, í þessum hóp sem
er með mótefni,“ segir hún og tekur
fram að það hafi þurft að vera liðnir
þrír mánuðir frá Covid-smiti til þess
að fá bólusetninguna.
Fullbólusett-
um fjölgar
mikið í vikunni
- 90% fólks 16 ára og eldri fullbólusett
eftir þrjár vikur, gangi allt eftir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sprautað Áætlað er að um 37 þús-
und fái seinni skammt í vikunni.
Bólusetningar
» 4.000 skammtar af Mod-
erna gefnir í dag, mánudag.
» 9.000 hljóta endurbólusetn-
ingu með efni Pfizer á morgun.
» 11-12.000 skammtar af
AstraZeneca á miðvikudag og
fimmtudag, hvorn daginn.
» Tæplega 60% mæting í
bólusetningu hjá þeim sem
þegar fengu Covid-19 eða hafa
mælst með mótefni.
Esther Hallsdóttir
esther@mbl.is
Orka náttúrunnar (ON) segir fram-
kvæmdastjóra Ísorku hafa farið með
rangt mál í Morgunblaðinu á laug-
ardag, er hann kvað Ísorku ekki hafa
sent bréf til kærunefndar útboðs-
mála og kvartað þar yfir því að raf-
hleðslustöðvar ON væru áfram opn-
ar.
„Eftir fjölda samtala við fram-
kvæmdastjóra Ísorku í gær og í dag
hefur komið í ljós að hann fór með
rangt mál og hefur hann beðið fram-
kvæmdastýru ON afsökunar á því.
Lögmaður Ísorku sendi umrætt bréf
á kærunefndina eins og ON hefur
greint réttilega frá,“ segir í tilkynn-
ingu sem ON sendi fjölmiðlum á
laugardag.
Slökkva á 156 stöðvum í dag
Orka náttúrunnar mun taka
straum af öllum 156 götuhleðslum
sínum víðs vegar í Reykjavík í dag.
Fyrirtækið tilkynnti í vikunni að það
yrði gert í kjölfar þess að Ísorka hafi
kvartað til kærunefndar útboðsmála
og bent nefndinni á heimildir sínar
til að beita dagsektum. Ísorka neit-
aði því í blaðinu á laugardag eins og
fyrr segir.
„Ísorka hefur aldrei lagt fram
kvörtun um að þær séu opnar,“
sagði þá í athugasemd frá Sigurði
Ástgeirssyni, framkvæmdastjóra Ís-
orku. „RVK og ON eru einfaldlega
að fylgja úrskurði kærunefndarinn-
ar. Ísorka hefur ekkert með það að
gera að stöðvunum hafi verið lokað.“
Vilja frestun réttaráhrifa
Reykjavíkurborg hefur óskað eft-
ur því að réttaráhrifum úrskurðar
kærunefndarinnar verði frestað.
Þau séu íþyngjandi fyrir borgarbúa
sem margir hverjir nýti rafknúna
bíla og treysti á hleðslustöðvarnar.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
sagði við Morgunblaðið að bagalegt
væri að nefndin hafi kveðið á um fyr-
irvaralausa óvirkni samningsins í
stað þess að óvirkja hann frá síðara
tímamarki. Sigurður Ástgeirsson,
framkvæmdastjóri Ísorku, hefur
sagt málið sýna að samstarf ON og
borgarinnar sé hættulegt samkeppni
á frjálsum markaði og veki upp
spurningar um það hvort að Reykja-
víkurborg skuli stjórna fyrirtæki á
samkeppnismarkaði. Ekki náðist í
Sigurð við vinnslu fréttarinnar.
Morgunblaðið/Sigurður Unnar
Orka Kærunefnd útboðsmála ógilti samning Reykjavíkurborgar við ON um uppsetningu rafhleðslustöðva í borginni.
Segja Ísorku hafa
farið með rangt mál
- ON slekkur á götuhleðslum sínum í Reykjavík í dag
Forsaga málsins er sú að kæru-
nefnd útboðsmála ógilti samning
Reykjavíkurborgar við Orku nátt-
úrunnar um uppsetningu raf-
hleðslustöðva í borginni fyrr í júní
í kjölfar kæru Ísorku.
Samkvæmt úrskurðinum stóð
Reykjavíkurborg ekki rétt að út-
boðinu og hefði átt að bjóða verkið
út á Evrópska efnahagssvæðinu.
Þar með féll réttur til gjaldtöku
á stöðunum niður og Reykjavík-
urborg var gert að bjóða verkið út
aftur.
ON brást við með því að hætta
gjaldtöku og taka niður merkingar
á stæðunum. Áfram var hægt að
nýta stöðvarnar. ON mun hins veg-
ar taka straum af stöðvunum í
dag.
Útboðið dæmt ógilt
FORSAGA MÁLSINS
Ragnheiður Ósk
Erlendsdóttir