Morgunblaðið - 28.06.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.06.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2021 Mikið úrval lita bæði á áklæði og grind. Sérsmíðum allt eftir pöntunum. Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960E60 Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is Stóll E-60 orginal kr. 38.600 Retro borð 90 cm kr. 142.000 (eins og á mynd) Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sjónarmið okkar lækna eru ákall úr grasrótinni,“ segir Theó- dór Skúli Sigurðsson, svæfinga- læknir á Landspítalanum. Hann er í forsvari þeirra 985 lækna sem í síðustu viku afhentu fulltrú- um heilbrigðisráðuneytisins und- irskriftir sínar, þar sem skorað er „á stjórnvöld að axla ábyrgð á stöðunni í heilbrigðiskerfinu“, eins og komist var að orði. Læknar telja mikilvægt að gefin fyrirheit um aukið fjár- magn til alls heilbrigðiskerfisins verði efnd. Mikilvægt sé að koma með varanlegar lausnir í öldr- unarþjónustu, samanber að á hverjum tíma dvelst á Landspít- alanum fólk sem lokið hefur læknismeðferð, en ekki er hægt að útskrifa því ekki er í önnur hús að venda. Í raun stífli þetta allt gangvirki spítalans. Læknar til meiri áhrifa „Þó fjárveitingar til Land- spítalans séu auknar sjáum við þess ekki stað. Því teljum við að hugarfarsbreytingu þurfi um rekstur spítalans. Læknar eru leiðtogar með hugmyndir og mik- ilvægt er að virkja þá til meiri áhrifa. Læknar eru langþreyttir og tilfinningin sú að ekki sé hlust- að á sjónarmið okkar þegar varað er við hættulegu ástandi,“ segir Theódór Skúli og áfram: „Ýmis mál eru í ólestri, svo sem leghálsskimanir og rann- sóknir á þeim sem voru fluttar til Danmerkur, með slæmum afleið- ingum. Því miður virðist stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum vera sú að gefnar eru út tilskip- anir á efstu stöðum; skilaboð sem virðist eiga að fylgja umyrða- laust. Sjónarmið lækna hafa ekki skilað sér til stjórnvalda. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Erfið staða á bráðadeild Landspítala, svo sem mannekla og langur biðtími sjúklinga eftir þjónustu, hefur verið til umfjöll- unar að undanförnu. Í þeim efn- um bendir Theódór á, að í heil- brigðiskerfinu haldist allt í hendur. Engin heildstæð framtíð- arstefna sé í öldrunarmálum, þrátt fyrir mikla fjölgun eldra fólks sem alltaf þarf margvíslega þjónustu heilsugæslu og sjúkra- húsa. Hámarksnýting skapar hættu „Eldra fólk á rétt á sjúkra- þjónustu en ekki hefur verið horft til þess með fjölgun öldrunarrýma. Sú staðreynd er rót vandans. Nærri lætur að hvert rúm á Landspítalanum sé fullnýtt alla daga og allt umfram hámarksnýtingu skapar hættu. Þegar sjúklingarnir stöðvast á bráðamóttöku stíflast kerfið og þá er Landspítalinn ekki starf- hæfur. Meðferð á vel búnum sjúkrahúsum í dag tekur æ skemmri tíma og reynt er að út- skrifa alla svo fljótt sem verða má. Veruleikinn er samt sá, að eftir aðgerðir á sjúkrahúsinu kemst fólk ekki í þá umönnun sem rétt er. Þegar nýtt hjúkr- unarheimili Hrafnistu í Fossvog- inum í Reykjavík kom, batnaði staðan um stundarsakir, en nú er- um við aftur komin á byrjunar- reit.“ Theódór er sérfræðilæknir á gjörgæsludeild Landspítalans, þar sem gjarnan hafa verið opin þrettán rúm sem nú hefur verið verður að tryggja. En góðu hlut- irnir; jú, greiðsluþátttaka sjúk- linga í heilbrigðiskerfinu er minni en var og heilsugæslan hef- ur verið efld, svo hún var fær um að taka á móti álagi af völdum kórónaveirunnar. Sama má segja um starfsemi spítalans í faraldr- inum, en auðvitað gengur ekki eins og gerðist á fyrstu mánuðum Covid-tímans að stórfyrirtæki þurfi að hlaupa undir bagga við kaup á nauðsynlegum tækjabún- aði, þótt slíkur stuðningur sé vissulega mjög virðingarverður.“ En hvað er til ráða og hvernig á að bregðast við því viðsjárverða ástandi í heilbrigðis- kerfinu sem læknarnir 985 lýsa? Endurskipulagning á rekstri Landspítalans er forgangsmál, segir Theódór Skúli, og bendir á að umtalsverð fækkun opinna legurýma á sjúkrahúsinu hafi lengi haft alvarlegar afleiðingar fyrir starfsemina. Ekkert bráða- sjúkrahús þolir slíkt ástand til lengri tíma. Þrátt fyrir metnað lækna lengjast biðlistar. Land- spítalinn hafi ekki nægan sveigj- anleika til þess að skilja nægj- anlega vel á milli bráðrar meðferðar og þjónustu sem skipulögð er fyrirfram. Bráðar aðgerðir hafi oftast forgang svo öðrum sé frestað. Undirstriki alvöruna „Núverandi stjórnendur Landspítalans hafa setið lengi, hið besta fólk sem vill vel, en nær ekki þeim árangri sem þarf. Mað- ur fær á tilfinninguna núna að þeir séu algjörlega ráðþrota gagnvart vandanum og finni ekki neinar alvöru lausnir sem haldi til langframa. Sé staðan þannig að ekki verði komist lengra í sparnaði, þyrftu stjórnendur að koma þeirri staðreynd til stjórn- valda. Nái þau skilaboð ekki í gegn, ætti stjórn Landspítalans að íhuga að segja sig frá verkinu til að undirstrika mikla alvöru málsins.“ fækkað niður í tíu í sparnaðar- skyni. Vera kann að við sérstakar aðstæður þurfi að fjölga þeim, svo sem ef stórslys verða og þá eru góð ráð dýr, segja læknar. „Allra veikasta fólkið kemur á gjörgæsludeild, þar sem neyð- arástand er alltaf að einhverju leyti hluti af starfsumhverfinu. Samt þarf að vera svigrúm til að geta mætt stórslysinu sem er allt- af handan við hornið. Þegar við erum með tíu pláss og jafn marga sjúklinga á gjörgæslunni er slíkt 100% nýting. Þar sem gjörgæslan er síðasta vígið fyrir bráðveika, tökum við á móti öllum og liggj- um oft í kringum 120-130% nýt- ingu. Þegar slíkar aðstæður skap- ast hef ég miklar áhyggjur af hættunni á atvikum sem eru óendurkræf,“ segir Theódór. Endurskipulagning er forgangmál Theódór bætir við: „Á Land- spítala er ómögulegt að ganga lengra í sparnaði án þess að ör- yggi sé ógnað. Viðkvæmt jafn- vægi, fjárveitinga og sparnaðar, Læknar eru leiðtogar með hugmyndir og mikilvægt er að virkja þá til meiri áhrifa, segir Theódór Skúli Sigurðsson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Læknir Erum langþreyttir og tilfinningin er sú að ekki sé hlustað á sjón- armið okkar þegar varað er við hættulegu ástandi, segir Theódór Skúli. Þurfum svigrúm til að mæta stórslysi - Theódór Skúli Sigurðsson er fæddur árið 1976. Hann lauk læknaprófi frá HÍ 2003. Fór svo til náms í svæfinga- og gjör- gæslulækningum í Svíþjóð og vann samhliða sem sérfræð- ingur við barnasjúkrahúsið í Lundi þar í landi. Hefur starfað sem sérfræðingur á svæfinga- og gjörgæsludeild Landspít- alans frá 2017. Formaður Fé- lags sjúkrahúslækna og er í rit- stjórn Læknablaðsins. - Í október á sl. ári varði Theó- dór Skúli doktorsritgerð sína við Háskólann í Lundi, en hún fjallaði um rannsóknir á blóð- rásarkerfi barna eftir hjartaað- gerð. Hver er hann? Morgunblaðið/Eggert Aðgerð Starfsemi Landspítalans er umfangsmikil og jafnan eru sterkar skoðanir á starfseminni. Skilaboð lækna, um erfið starfs- skilyrði, eru grafalvarleg sé litið til aðstöðu starfsfólks og þess að nú- verandi ástand veldur stöðnun og jafnvel afturför. Þetta segir í yfir- lýsingu heilbrigðisráðuneytisins um yfirlýsingar og undirskriftir læknanna. Sjónarmið læknanna eru sögð tekin alvarlega, þótt þau séu ekki algild lýsing á heilbrigð- iskerfinu. „Viðbrögð heilbrigðisþjónust- unnar við heimsfaraldri hafa sýnt með afgerandi hætti að kerfið okk- ar er vel mannað, sveigjanlegt og býr yfir miklum þrótti og frum- kvæði. Þessa þekkingu þarf að nýta, til að þróa og bæta heilbrigð- isþjónustuna. Til þess þarf skýran farveg og skipulagðan vettvang. Umræðan síðustu mánuði ber þess skýr merki að slíkan vettvang skortir,“ segir ráðuneytið. Öldrunarþjónusta er stórt og vaxandi verkefni Útgjöld til heilbrigðismála sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu hafa, segir heilbrigðisráðuneytið, verið aukin úr 7,4% árið 2017 í 9,3% skv. fjárlögum 2021. Á sama tíma hafa fjárframlög til Landspít- ala aukist um 14% á föstu verð- lagi. Meira þurfi þó greinilega til, en ekki sé sama hvernig þeim fjár- munum sé varið. Ekki sé hægt að byggja á óbreyttu skipulagi. Leita þurfi nýrra leiða og lausna svo fjármunir nýtist sem best. Meðal annars hafi þjónusta við aldraða verið efld og bætt. Fjármunir til uppbyggingar hjúkrunarrýma hafa verið stórauknir og áfram verði haldið þar. Öldrunarþjónusta sé stórt og vaxandi verkefni sem kalli á fjölbreyttar lausnir. Á breiðum grundvelli þurfi svo að finna leiðir og lausnir sem eru til þess fallnar að gera heilbrigðisþjónustuna að eftirsóknarverðum starfsvett- vangi. Slíkt gerist með aukinni áherslu á menntun og mönnun heilbrigðisstétta, vísindi, nýsköp- un og þróun, og uppbyggingu nýs Landspítala sem nú er í fullum gangi. Leita verður nýrra leiða HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ SVARAR SJÓNARMIÐUM LÆKNA Morgunblaðið/Sigurður Bogi Landspítalinn Framlög til rekstrar aukin mikið, segir ráðuneytið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.