Morgunblaðið - 28.06.2021, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 28.06.2021, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2021 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Carlo Messina, bankastjóri ítalska bankans Intesa Sanpaolo, telur ítalska bankakerfið standa vel að vígi í samanburði við önnur Evrópu- lönd þökk sé samþjöppun og bættu lánasafni. Í viðtali sem ítalska við- skiptadagblaðið Il Sole 24 Ore birti á sunnudag sagði Messina að helst þyrfti að stíga fleiri skref í sömu átt: „Ég vonast til að sjá frekari sam- þjöppun sem leiði til þess að það verði til a.m.k. þrjú ráðandi félög.“ Það einkennir ítalska bankageir- ann að þar starfar fjöldi smárra banka sem oft þjónusta aðeins til- tekin héruð eða landshluta og geng- ur erfiðlega að skila hagnaði. Á síð- asta ári tók Intesa Sanpaolo yfir starfsemi bankans UBI en að því er Reuters greinir frá er UniCredit, næststærsti banki Ítalíu, að leita að heppilegum samrunatækifærum. Ríkisábyrgð framlengd vegna kórónuveiru Í viðtalinu hvatti Messina ítölsk stjórnvöld jafnframt til að fram- lengja núgildandi reglur um ríkis- ábyrgð á lánum til fyrirtækja. Legg- ur hann til að ríkisábyrgðin verði látin gilda í 20 ár, með það fyrir aug- um að auðvelda ítalska hagkerfinu að ná sér aftur á strik eftir áföll vegna kórónuveirufaraldursins. „Með því að framlengja [ríkis- ábyrgðina] og láta hana vara í 20 ár myndu fyrirtæki í rekstrarvanda fá nægan tíma til að endurskipuleggja sig og koma rekstri sínum í gott horf.“ ai@mbl.is Vill meiri samþjöppun í ítölskum bankageira Tiziana FABI / AFP Skilvirkt Messina stýrir stærsta banka Ítalíu. Þar er fjöldi smábanka. - Leggur til 20 ára ríkisábyrgð á lánum Binance og þykja aðgerðir stofn- unarinnar nýjasta dæmið um vax- andi hörku stjórnvalda um allan heim þegar kemur að eftirliti með rafmyntaviðskiptum. Eiga inn- gripin að lágmarka líkurnar á að rafmyntir séu nýttar við fjársvik eða peningaþvætti og að vernda betur hagsmuni neytenda. Um helgina sendi FCA frá sér til- kynningu þar sem neytendur voru varaðir við því að skipta við Bin- ance Markets Limited. Viðvörunarbjöllur í Japan og Þýskalandi Binance og dótturfélög þess hafa ekki fengið starfsleyfi í samræmi við reglur FCA um starfsemi raf- myntafyrirtækja. Á félagið að hafa sótt um slíka skráningu í síðasta mánuði en dregið umsókn sína til baka, að því er FT greinir frá. Í maí varaði fjármálaeftirlit Jap- ans við því að Binance væri að selja japönskum ríkisborgurum raf- myntaþjónustu í leyfisleysi, og í apríl upplýsti þýska fjármálaeftir- litið að fyrirtækið hefði að öllum líkindum brotið reglur um verð- bréfaviðskipti með því að gefa út n.k. rafmyntir tengdar hlutabréfa- verði fyrirtækja. ai@mbl.is Rafmyntamarkaðinum Binance hefur verið gert að hætta allri leyfisskyldri starfsemi í Bretlandi samkvæmt ákvörðun Breska fjár- málaeftirlitsins (FCA). Er Binance einnig gert að varðveita öll gögn um viðskipti breskra neytenda við félagið og hætta að auglýsa þjón- ustu sína á Bretlandsmarkaði. Binance er í hópi stærstu raf- myntakauphalla heims og er með höfuðstöðvar sínar á Cayman- eyjum en starfrækir dótturfélagið Binance Markets Limited á Bret- landsmarkaði auk fjölda dóttur- félaga í öðrum löndum. Er áætlað að í síðasta mánuði hafi velta á raf- myntamarkaði Binance verið um 1.500 milljarðar dala. Að sögn Financial Times eru inn- grip FCA einhver þau ströngustu sem nokkurt stjórnvald hefur beitt Breska fjármálaeftirlitið lokar á rekstur Binance - Rafmyntakauphöllinni meinað að þjónusta Breta AFP Högg Binance er rafmyntarisi. Alþjóðlegi að- gerðahópurinn Financial Action Task Force (FATF) hefur bætt Evrópusam- bandsríkinu Möltu á „gráa listann“ svokall- aða. Einnig bæt- ast Haítí, Filipps- eyjar og Suður-Súdan á listann í nýjustu út- tekt FATF, en Afríkuríkið Gana hverfur af listanum, þökk sé úrbótum sem þarlend stjórnvöld hafa ráðist í. Eins og frægt er hafnaði Ísland á gráa listanum í árslok 2019 og tiltók FATF 51 ágalla í umgjörð og fram- kvæmd íslenskra stjórnvalda hvað varðar eftirlit með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Var Ísland tekið af listanum í október 2020. Reuters greinir frá að Robert Abela, forsætisráðherra Möltu, þyki ósanngjarnt að landið skuli lenda á lista FATF. Hefur hann heitið því að grípa tafarlaust til aðgerða til að full- nægja kröfum aðgerðahópsins. „Þótt mér þyki ákvörðun [FATF] órétt- mæt þá munum við halda áfram því umbótaferli sem við höfum hafið, enda störfum við af heilindum og trú- um á vandaða stjórnunarhætti,“ sagði Abela á blaðamannafundi. Styggir fjárfesta Bernard Grech, sem leiðir malt- versku stjórnarandstöðuna, sagði ákvörðun FATF geta stefnt í voða ört vaxandi fjármála- og leikjageira sem í dag mynda nærri því fimmtung af hagkerfi eyríkisins. Í skýrslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gaf út í maí síðastliðnum kom fram að þegar lönd rata á gráa lista FATF geti þau vænst marktæks samdráttar í inn- streymi fjármagns enda varist fjár- festar að stunda viðskipti í löndum sem FATF hefur í sigtinu. Maltversk stjórnvöld hafa lengi þurft að sæta gagnrýni vegna um- gjarðar skatta- og fjármála sem þar er við lýði. Hafa gagnrýnendur m.a. gert athugasemdir við að fjársterkir einstaklingar geti keypt sér malt- verskan ríkisborgararétt og að ekki hafi verið gripið til aðgerða gegn embættismönnum sem Panama- skjölin svokölluðu sýndu að höfðu komið sér upp leynilegum aflands- félögum. ai@mbl.is FATF setur Möltu á gráa listann - Stjórnvöld lofa frekari umbótum Robert Abela 28. júní 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.09 Sterlingspund 171.16 Kanadadalur 100.1 Dönsk króna 19.781 Norsk króna 14.514 Sænsk króna 14.55 Svissn. franki 134.26 Japanskt jen 1.1122 SDR 175.93 Evra 147.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 178.1221 Hrávöruverð Gull 1783.25 ($/únsa) Ál 2397.5 ($/tonn) LME Hráolía 75.54 ($/fatið) Brent Hólmfríður Björk Sigurðardóttir lögmaður hefur bæst í eigendahóp lögmannsstofunnar Juris. Juris er í hópi stærri lögmanns- stofa á Íslandi og leggur einkum áherslu á lögfræði á sviði viðskipta og fjármála. Hjá stofunni starfa 25 manns, þar á meðal lögmenn með íslensk lög- mannsréttindi og enskir lögmenn með lögmanns- réttindi bæði á Íslandi og Eng- landi. Í tilkynningu frá stofunni kemur fram að Hólm- fríður hafi lokið lagaprófi frá Há- skóla Íslands árið 2010 en samhliða náminu starfaði hún hjá Lex lög- mannsstofu og hjá Samkeppniseft- irlitinu. Hólmfríður gekk til liðs við Juris 2010 og hlaut málflutnings- réttindi fyrir héraðsdómi árið 2011. Í tilkynningu Juris segir jafn- framt að Hólmfríður hafi öðlast víð- tæka reynslu af málum á helstu réttarsviðum lögfræðinnar, og einkum sérhæft sig í málum á sviði samkeppnisréttar og annarrar fyrirtækjaráðgjafar, þar með talið félaga- og samningaréttarlegum málefnum, gerð áreiðanleikakann- ana og samrunatilkynninga í tengslum við kaup og sölu fyrir- tækja. Hólmfríður hefur einnig sinnt fjölbreyttri ráðgjöf við fyrir- tæki, stofnanir og sveitarfélög á sviði stjórnsýsluréttar og útboðs- mála. Samhliða lögmannsstörfum hefur Hólmfríður sinnt stunda- kennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík, m.a. í fjármunarétti og samkeppnisrétti. Eiginmaður Hólmfríðar er Egill Árni Guðnason, jarðeðlisfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum, og saman eiga þau tvö börn. ai@mbl.is Hólmfríður Björk Sigurðardóttir Hólmfríður Björk í eigendahóp Juris

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.