Morgunblaðið - 28.06.2021, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2021
• Verð frá: 250.000 m/vsk.
• Stærðir 3-600 persónueiningar
• Ekkert rafmagn
• Meira en 2ja þrepa hreinsun
• Verð frá 510.000 m/vsk.
• Stærðir 3-1500 persónueiningar
• Rafræn vöktun (valkvæmt)
• Getur hreinsað eColi allt að 99,9%
INNIFALIÐ Í VERÐI
ANAEROBIX HREINSIVIRKI
með síu yfir 90% hreinsun
ONE2CLEAN HREINSISTÖÐ
allt að 99% hreinsun
• Þægilegar í uppsetningu og lítið viðhald
• Fyrir sumarhús, heilsárshús, hótel o.fl.
• Engar siturlagnir – fyrirferðarlítil
• Mikið pláss fyrir seyru
• CE vottað
• Uppfylla kröfur til hreinsunar á viðkvæmum
svæðum t.d við Þingvallavatn
• Afhending á verkstað innan
100km frá Reykjavík
• Drengöng með gátlúgu sem tryggja að vökvi
komist óhindrað út í jarðveg
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Víðförul fílahjörð í Kína hefur vald-
ið vísindamönnum miklum heila-
brotum, en hjörðin hagar sér þvert
á það sem til þessa hefur verið vitað
um lifnaðarhætti þessara dýra.
Talið er að fílarnir hafi lagt af
stað í júlí í fyrra frá Xishuang-
banna-þjóðgarðinum í suðvestur-
hluta landsins og lagt að baki að
minnsta kosti 500 kílómetra vega-
lengd. Á göngu sinni í norðurátt
hafa þeir komið við í þorpum, bæj-
um og borgum, brotið niður hlið og
hurðir, stolið mat, leikið sér í leðj-
unni, farið í bað í skurði og fengið
sér blund á miðjum þjóðvegi. Þá
hefur sést til fílanna þar sem þeir
spæna í sig uppskeru á ökrum og fá
sér að drekka í húsagarði þegar
þeim tókst að skrúfa frá vatnskrana
með rönunum.
Leiðangur fílanna hefur vakið
mikla athygli í Kína og raunar víða
um heim; þeir eru orðnir samfélags-
miðlastjörnur og hægt er að fylgjast
með dýrunum í beinni útsendingu
allan sólarhringinn í kínverska
ríkissjónvarpinu.
Það er vísindamönnum einnig
ráðgáta hvers vegna fílarnir lögðu
af stað í þennan leiðangur.
„Í sannleika sagt veit það enginn.
Ganga fílanna tengist þó nær
örugglega eðlislægri leit að mat,
vatni og skjóli og því að víðast hvar
í Asíu hafa athafnir mannana
þrengt að hefðbundnum búsvæðum
fíla,“ segir Joshua Plotnik, aðstoð-
arprófessor við Hunter-háskóla í
New York, við breska ríkisútvarpið
BBC.
Hann segir að ferðalagið gæti
einnig tengst breytingum á fé-
lagslegri samsetningu hjarðarinnar.
Í fílahjörðum er elsta og vitrasta
kýrin jafnan forystudýrið og henni
fylgja ömmur, mæður og frænkur
ásamt sonum og dætrum. Eftir að
karlfílar verða kynþroska yfirgefa
þeir hörðina og fara einförum eða
slást í för með öðrum karldýrum í
stuttan tíma. Þeir eiga aðeins sam-
skipti við kvendýr til að makast en
halda síðan aftur á brott.
Í fílahjörðinni í Kína voru upp-
haflega 16 eða 17 dýr, þar af þrjú
karldýr. Tvö þeirra yfirgáfu hópinn
um mánuði síðar en það þriðja
fylgdi hjörðinni þar til í byrjun júní
er það fór að dragast aftur úr. Chen
Mingyong, prófessor við Yunnan-
háskóla í Kína, sem hefur fylgst
með hjörðinni, sagði við kínverska
fjölmiðla að fullorðnu kýrnar virtust
taka þessu illa og hvöttu hannmeð
hljóðum að haska sér en hann lét
það sem vind um eyru þjóta.
Það kom vísindamönnum einnig í
opna skjöldu þegar tvær kýr í
hjörðinni eignuðust afkvæmi á leið-
inni.
„Fílar eru mjög vanaföst dýr og
það er óvenjulegt að þeir færi sig úr
stað þegar þeir eiga von á sér –
venjulega leita þeir að öruggu um-
hverfi,“ sagði Lisa Olivier, starfs-
maður dýraverndarsamtakanna
Game Rangers International í Sam-
bíu, við BBC.
Hún sagði að myndir, sem birst
hafa af fílunum sofandi þétt uppi við
hver annan, séu einnig óvenjulegar.
Venjulega sofi ungviðið á jörðinni
en fullorðnu dýrin halli sér upp að
tré eða termítahraukum þegar þau
sofa. „Þau eru svo stór, að það tek-
ur þau langan tíma að standa upp ef
hætta steðjar að og það reynir einn-
ig mjög á hjartað og lungun að
standa upp. Að þau hafi sofið liggj-
andi á jörðinni bendir til þess að
þau hafi öll verið örmagna eftir að
hafa brugðist við ókunnum að-
stæðum,“ segir Olivier.
Fílum í Yunnan-héraði í Kína hef-
ur fjölgað á síðustu áratugum. Á ní-
unda áratug síðustu aldar voru þeir
rúmlega 190 en þeir eru nú taldir
vera yfir 300.
Fílahjörð á ferðalagi
- Leiðangur fíla um Kína hefur vakið athygli og undrun
Hjörðin er á ferð 500 km norður af kjörlendi sínu
Frá miðjum apríl hafa fílarnir eyðilagt 56 hektara af ræktarlandi og er
tjónið á uppskerunni metið á 6,8 milljónir júan, um 130 milljarða kr.
Fílarnir 15. júní
Víðförlu fílarnir í Kína
Heimildir: Fréttir í kínverskum fjölmiðlum
Heimild: maps4news.com
500 km
PEKING
100 km
Yuxi
Jinning
Xishuangbanna-
þjóðgarðurinn
Xishuangbanna
Dai sjálfstjórn-
arhéraðið
Mengyang
Menglun
Mengla
Shangyong
Mangao
YUNNAN
KÍNA
MJANMAR
LAOS
VÍETNAM
Eshan
Sést til fílanna
Pu’er
Mojiang Shiping
Yuanjiang
Kunming
desember 2020
júlí 2020
16. maí, 2021
16. apríl 2021
27. maí23. júní
28. maí
2. júní
Xiyang
7. júníShijie
14. júní
Mynd sem stjórn-
völd í Yunnan birtu
AFP
Svefnstaður Mynd sem stjórnvöld í Yunnan-héraði birtu af fílunum sofandi.
Metfjöldi dauðsfalla varð af völdum
kórónuveirunnar í Moskvu í gær. Þá
voru aðgerðir hertar í Suður-Afríku
næstu tvær vikur til að hægja á smit-
um af völdum Delta-afbrigðisins.
Fleiri en 21 þúsund smit greindust
í Indónesíu í gær og mörg lönd í Asíu
hafa hert samkomutakmarkanir.
Víðtækar bólusetningar hafa
dregið úr fjölda smita í mörgum
efnameiri ríkjum en Delta-afbrigðið
er áfram áhyggjuefni víða. Það hefur
nú dreift sér til 85 ríkja og þykir það
hvað mest smitandi af þeim afbrigð-
um sem hafa komið fram.
Skæð þriðja bylgja í Rússlandi
Á sama tíma og létt er á takmörk-
unum víða í Evrópu og í Bandaríkj-
unum tekst Rússland nú á við skæða
þriðju bylgju faraldursins. Smitum
þar af völdum Delta-afbrigðisins hef-
ur fjölgað mikið síðan um miðjan
júní. Fleiri en 144 dauðsföll urðu í
Moskvu gær vegna kórónuveirunnar
en veiran er einnig á miklu flugi í
Sankti Pétursborg.
Sex leikir Evrópukeppninnar í fót-
bolta hafa farið fram í Sankti Péturs-
borg og eiga átta liða úrslit einnig að
fara þar fram á föstudaginn. Þrátt
fyrir að aðeins helmingur af hefð-
bundnum áhorfendafjölda sé leyfi-
legur á leikjunum safnast þar saman
fleiri en 26 þúsund manns.
Yfirvöld í Moskvu biðla nú til al-
mennings í Rússlandi að láta bólu-
setja sig, en nokkuð er um að íbúar
hafi efasemdir gagnvart bóluefninu.
esther@mbl.is
AFP
Covid-19 Takmarkanir hafa víða verið framlengdar eða hertar.
Delta-afbrigðið
veldur usla víða
- Metfjöldi dauðsfalla í Moskvu í gær