Morgunblaðið - 28.06.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2021
Nú hefur höfundur
skrifað ellefu greinar í
Morgunblaðið um spill-
ingu við undirbúning
og gerð laga um fisk-
eldi þar sem gerendur
hafa haft að leiðarljósi
mikinn fjárhagslegan
ávinning. Þau vinnu-
brögð sem hafa verið
viðhöfð nefnast að
„fanga ríkisvaldið“ (e.
state capture) og það
sorglega er að þeim virðist hafa verið
viðhaldið eftir að lögin voru sam-
þykkt frá Alþingi sumarið 2019.
Byggja grunninn
Í upphafi skyldi endinn skoða, það
hefur eflaust verið gert af íslenskum
athafnamönnum sem sóttu um fjölda
eldissvæða fyrir laxeldi í sjókvíum.
Til að tryggja framgang í leyfisveit-
ingarferlinu og til að geta blokkerað
aðra komu stjórnarformenn Arnar-
lax og Fiskeldis Austfjarða sér í op-
inberan stefnumótunarhóp í fiskeldi
sem skilaði af sér skýrslu árið 2017
sem fylgt var eftir í gegnum alla
stjórnsýsluna. Höfðu erlenda fjár-
festa sem bakhjarla og virðast í raun
hafa verið leppar þeirra. Margt já-
kvætt hefur átt sér stað við upp-
byggingu laxeldis í sjókvíum hér á
landi, s.s. skapa störf og hleypa nýju
lífi í sjávarbyggðir. Það sem er aftur
á móti gagnrýnivert er hvernig
stjórnarformennirnir nýttu aðstöðu
sína við að semja leikreglur sér og
erlendum fjárfestum til fjárhagslegs
ávinnings á kostnað annarra, m.a.
frumkvöðla í sjávarbyggðum.
Verðmæti Arnarlax
Til einföldunar verður aðeins
fjallað um fjárhagslegan ávinning
hjá einu fyrirtæki, Arnarlaxi, sem
hefur verið leiðandi í uppbyggingu
laxeldis í sjókvíum hér á landi. Arn-
arlax hefur nú leyfi til að vera með
hámarkslífmassa af laxi upp á 25.200
tonn og í umsóknarferli eru 14.500
tonn. Þegar öll leyfi eru komin í höfn
hefur Arnarlax heimild til að vera
með í sjó 39.700 tonna hámarks-
lífmassa af laxi og ársframleiðslan
getur þá verið yfir 50.000 tonn af laxi
upp úr kvíum. Eigið fé Arnarlax er
metið á um 15 milljarða króna.
Verðmæti eldisleyfa
Fram hefur komið í fjölmiðlum að
markaðsverðmæti Arnarlax, sem
kallar sig núna Icelandic Salmon í
Noregi, er um 52 milljarðar króna.
Ísland er á jaðarsvæði fyrir laxeldi í
sjókvíum og eru vissar efasemdir um
samkeppnishæfni greinarinnar
næsta áratug og jafnvel næstu ára-
tugi. „Hækkun í hafi“ um tugi millj-
arða króna, m.a. með skráningu á er-
lendan hlutabréfamarkað má því
eflaust skýra að mestu leyti með
verðmæti eldisleyfa. Hluti af leyf-
unum er enn þá í umsóknarferli og
kann verðmat á Arnarlaxi á erlend-
um hlutabréfamarkaði hugsanlega
að hækka þegar öll leyfin eru komin í
höfn. Gildi lífeyrissjóður og Stefnir
fjárfestu fyrir 4 milljarða króna, en
eignast fyrir það eingöngu um 8%
hlut.
Að fanga ríkisvaldið
Hér er um mikil verðmæti að ræða
og því ekki að ástæðulausu að for-
svarsmenn laxeldisfyrirtækja í
meirihlutaeigu erlendra aðila hafa
farið mikinn undan-
farin ár með væntingar
um verulegan fjárhags-
legan ávinning að leið-
arljósi:
Farið með hótunum:
Til að ná framgangi í
sínum málum hefur
verið farið með hót-
unum og í sumum til-
vikum hefur fyrrver-
andi opinber
starfsmaður og formað-
ur stefnumótunarhóps-
ins, nú lögfræðingur
hjá Arnarlaxi, farið fremstur í flokki.
Misnota opinbera starfsmenn:
Fyrrverandi ráðherra hefur verið
notaður í „lobbýisma“ og starfsmenn
stjórnsýslunnar hafa verið misnot-
aðir eins og bent var á í síðustu grein
höfundar í Morgunblaðinu.
Þrýstingur á þingmenn: Forsvars-
menn laxeldisfyrirtækjanna hafa
lagt mikið upp úr að þrýsta á stjórn-
málamenn sínum málum til fram-
dráttar og jafnvel eltir út í sjókvíar í
kynnisferðum alþingismanna í Nor-
egi.
Eldisleyfi varanleg eign?
Það er búið að skapa mikil verð-
mæti með því að skrúfa verðmæti
eldissvæðanna upp. Þegar kemur að
endurnýjun á eldisleyfum eftir 16 ár
verður þrýstingur á að um varanlega
eign sé um að ræða. Sviðsmyndin
gæti verið þessi.:
Lækkun á lífeyri Ef íslenskir líf-
eyrissjóðir verða búnir að fjárfesta
mikið í laxeldinu verður mikill þrýst-
ingur á að eldisleyfin verði fram-
lengd án mikils kostnaðar til að koma
í veg fyrir verulega lækkun á hluta-
bréfum og þar með lífeyri sjóðs-
félaga.
Hóta að hætta: Leiðandi fjár-
festar, jafnvel erlendir eigendur,
geta hótað að hætta ef eldisleyfin
fást ekki aftur ódýrt og þrýstingur
verður frá nærsamfélaginu til að
koma í veg fyrir að atvinnutækifæri
tapist og verðmæti fasteigna minnki.
Aftur ódýr eldisleyfi: Þegar að
þessum tímapunkti er komið geta
þeir sem fyrst komu að borðinu verið
búnir að selja sinn hlut og taka út
ávinninginn. Það munu hluthafar
sem eftir eru, hugsanlega mest ís-
lenskir, benda á og fara fram á að
leyfin fáist aftur ódýrt.
Beiðni um opinbera rannsókn
Það hljóta margir áhrifamenn að
skammast sín, sem hafa greitt götu
eða látið undan miklum þrýstingi
stjórnarformannanna og annarra
sem hafa unnið vel og skipulega að
sínum málum með mikinn fjárhags-
legan ávinning að leiðarljósi. Þess
hefur ítrekað verið óskað að stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefnd láti fara
fram opinbera rannsókn, en nefndin
hefur valið þá leið að reyna að þagga
málið niður með því að svara ekki
beiðnum. Eflaust hugsa menn að
e.t.v. er best að sópa þessu máli und-
ir teppi.
Eftir Valdimar Inga
Gunnarsson
» Þess hefur ítrekað
verið óskað að
stjórnskipunar- og eftir-
litsnefnd láti fara fram
opinbera rannsókn
Valdimar Ingi
Gunnarsson
Höfundur er sjávarútvegsfræðingur
og hefur m.a. unnið við ýmis mál
tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár.
valdimar@sjavarutvegur.is
Lög um fiskeldi
Meðal eldra fólks er
nú mikil umræða um
stofnun stjórn-
málaflokks á þess veg-
um. Kannanir hafa
verið gerðar meðal
eldri borgara og var
niðurstaðan sú að
meirihluti þátttakenda
var jákvæður varðandi
þessa hugmynd. Stjórn
LEB hefur fengið
þetta mál til meðferðar
og það undarlega gerðist að fyrsta
verk þess var að fara á fund forystu-
manna núverandi stjórnmálaflokka
og spyrja þá hvort þeir hefðu nokk-
uð við það að athuga að samtök eldri
borgara stofnuðu stjórnmálaflokk!
Þessi vinnubrögð eru vægast sagt
hlægileg og furðuleg í meira lagi; að
spyrja andstæðinga um leyfi til að
keppa við þá í kosningum til Alþing-
is. Í núverandi stjórnarskrá stendur
í 74 gr.: Rétt eiga menn á að stofna
félög í löglegum tilgangi án þess að
sækja þurfi um leyfi til þess o.s.frv.
Þessi staðreynd sýnir að forystu-
sveit LSB er óhæf til baráttu fyrir
eldra fólk. Fjöldi eldri borgara 67
ára og eldri er rösklega
45.000 manns og í síð-
ustu kosningum 2017
voru 196.259 atkvæði
gild til kjörs þeirra 63
þingmanna sem nú
sitja á Alþingi.
Þetta þýðir að hver
núverandi þingmaður
hefur 3.115 atkvæði á
bak við sig. Þetta þýðir
að eldri borgarar gætu
nú átt átta manns á
þingi með 100% þátt-
töku.
Segjum að í alþingis-
kosningum kysi aðeins helmingur
eldri borgara flokk sinn, þá gæfi það
fjóra þingmenn.
Flestir eldri borgarar hafa eign-
ast afkomendur og ég tel víst að
nokkur hluti þeirra myndi kjósa
mömmu eða pabba eða afa og
ömmu, svo þaðan gætu komið mörg
atkvæði, sem gerði nokkuð öruggt
að framboð stjórnmálaflokks á veg-
um eldri borgara næði góðri stöðu á
Alþingi.
Eldra fólk sem hætt er brauð-
stritinu hefur nægan tíma til að
starfa að ýmsum þjóðfélagsmálum
og er skammarlegt hve lítið er um
að nýta starfkrafta þess.
Af langri reynslu hefur það sýnt
sig að loforð stjórnmálmanna um
kjarabætur fyrir eldra fólk eru lof-
orðin ein, sem enginn tekur mark á
lengur.
Verkfallsvopnið er það afl sem al-
þýða þessa lands hefur beitt til að
berjast fyrir bættum kjörum, en það
er ekki okkar lengur.
Því er eina vopnið sem gamla
fólkið hefur að stofna stjórnmála-
flokk, því það óttast núverandi vald-
hafar.
Með því að eignast þingmenn á
löggjafarþingi landsins myndi staða
eldri borgara gjörbreytast, en því
miður er ekki mikil von til þess að úr
því verði meðan forysta LEB er eins
og hún er.
Eftir Hafstein
Sigurbjörnsson »Um nauðsyn þess að
gamla fólkið stofni
stjórnmálaflokk til
baráttu fyrir bótum og
fái að vera þátttakandi
í þjóðfélaginu.
Hafsteinn
Sigurbjörnsson
Höfundur er eldri borgari.
hafsteinnsig@internet.is
Að stofna stjórnmálaflokk
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
Við þekkjum það úr æviágripum, afmælisviðtölum og
minningargreinum hversu misjafnt er hvað safnast af
vegtyllum og ábyrgðastörfum á fólk.
Sumir eru allt í öllu og engin ráð ráðin án þeirra að-
komu. Þeir þefa uppi hverja nefnd, sama hverja, og
þykja alls staðar sjálfsagðir innstu koppar í búri, líka oft
að eigin áliti.
Þótt þetta séu að öllu jöfnu „besta“ og hæfileikarík-
asta fólkið og ávinningur að þeirra þrotlausa starfi í þágu
lands og lýðs þá er borðleggjandi að þannig eykst fáræði
í stjórnun og ákvörðunum. Útkoman getur þá orðið meiri
lýðræðishalli, minna gegnsæi og hreint ekki það jafnræði
sem allir vilja keppa að nú um stundir.
Það hljóta líka að vera takmörk fyrir hvað ein mann-
eskja kemst yfir í krefjandi störfum og betra að hafa
fleiri á vaktinni en færri. Einnig skal hér minnt á þá
stefnu sem oft er höfð á orði og mætti líka vera á borði,
að betri sé nærstjórnun á hlutunum heima í héraði þó að
síminn sé góður og tölvurnar sömuleiðis.
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Að fara fram úr sér
Nærstjórnun á hlutunum heima getur oft verið betri en
síminn þó bæði sími og tölvur séu góðar.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar
alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir ör-
yggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið
birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt
undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á
lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta
skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi
hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lyk-
ilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.