Morgunblaðið - 28.06.2021, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.06.2021, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2021 ✝ Björn Þórðar- son fæddist í Kaupmannahöfn 4. september 1927. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 15. júní 2021. Foreldrar Björns voru Þórður Björnsson prentari, f. 19.11. 1904, d. 23.5. 1971, og Lára Salóme Lárusdóttir saumakona, f. 20.4. 1906, d. 17.2. 1990. Tæpra tveggja ára var hann sendur í fóstur til föð- ursystur sinnar, Guðmundu Guðjónsdóttur f. 1.10. 1894, d. 14.4. 1967, og eiginmanns henn- ar, Odds Jónssonar vélstjóra, f. 3.10. 1894, d. 13.2. 1952, og ólst Björn þar upp. Systkini Björns eru Guðrún Oddsdóttir f. 13.6. 1933, d. 28.1. 2006, Hreinn Oddsson, f. 28.6. 1937, Einar Grétar Þórðarson, f. 17.12. 1933, d. 30.4. 2017, Elsa Þórðardóttir, f. 18.9. 1936, Ásta Salvör Þórðardóttir, f. 4.1. 1941, Lennart Värnhed, f. 3.12. 1940, og Sigrun Värnhed Reynolds, f. 30.3. 1945. Björn lærði til prentara við Iðnskólann í Reykjavík og hélt 1.1. 1992, Luke, f. 9.3. 1993, Se- raphina, f. 15.6. 1994, og Christ- opher James, f. 27.10. 1995. Ragnar Davíð, f. 7.11. 1976, d. 10.11. 1976. Jon Edmund, f. 12.11. 1989. 3. Susan Ann Björnsdóttir, f. 21.3. 1955. Börn hennar: Heiða María, f. 16.7. 1972, börn henn- ar: Jón Kristinn, f. 3.4. 1996, og Rebekka Sif, f. 30.9. 1998. Gunn- laugur, f. 27.9. 1973, börn hans: Guðlaugur Jóhann, f. 18.12. 2004, og Elínora Ösp, f. 20.3. 2006. Davíð Árni, f. 19.5. 1976, börn hans: Nataly Lind, f. 21.7. 1998, og Jennifer Elisa, f. 1.10. 2002. Hafdís Ósk, f. 5.7. 1979, börn hennar: Eiríkur Richard, f. 18.5. 2001, Leifur Kári, f. 27.8. 2012, og Elísa Rut, f. 18.7. 2015. 4. Jón Yngvi, f. 7.9. 1959. Börn hans: Ester Rós, f. 15.12. 1983, börn hennar: Benjamín Bjartur, f. 20.8. 2013, og Hinrik Logi, f. 13.5. 2019. Andrea Ýr, f. 9.8. 1987, börn hennar: Aríela, f. 6.9. 2014, og Yrja, f. 8.9. 2017. 5. Helena, f. 8.8. 1964. Börn henn- ar: Mikael Andri, f. 22.8. 1984, börn hans: Isak, f. 31.1. 2011, og Noah, f. 17.7. 2014. Ingi Björn, f. 1.6. 1988. Jakob Yngvi, f. 7.9. 1992, barn hans er Wilmer, f. 3.3. 2018. Útförin fer fram í Garða- kirkju í dag, 28. júní 2021, klukkan 13. síðar til London í tveggja ára fram- haldsnám. Hann kvæntist Doris Audrey Þórðarson, f. 23.4. 1927, d. 14.3. 2020, 22.9. 1956 og gekk hann þá dætrum hennar í föður stað. Síðar bættust tvö börn í barnahópinn. 1) Janis Carol Niels- son Walker, f. 28.11. 1948. Börn hennar: Benedikt, f. 23.03. 1967, börn hans: Sandra Dís, f. 17.10. 1990, Elín Ólöf, f. 13.1. 1994, og Kolbrún Tinna, f. 24.10. 1998. Tanya Marie, f. 8.11. 1968, börn hennar: Jamie Mark, f. 7.11. 1989, Svava Marie, f. 10.9. 1991, og Hafdís Jana, f. 5.6. 2001. Sandra Björk, f. 31.10. 1973, börn hennar: Oliver Björn, f. 13.8. 2007, og Freyja Björk, f. 21.11. 2019. Kingsley Sean, f. 7.11. 1991, barn hans: Reuel Amaru, f. 17.11. 2019. 2. Linda Christine W. Björnsdóttir, f. 18.8. 1950. Börn hennar: Róbert Árni, f. 27.7. 1969, barn hans er Gilbert Bryon, f. 19.9. 1993. Richard John, f. 11.11. 1970. Börn hans: Gemma Elizabeth, f. Pabbi minn er farinn og eftir sit ég fátækari, en að sama skapi ríkari af því að hafa kynnst hon- um og fengið að kalla hann pabba minn. Hann var sá maður sem tran- aði sér aldrei fram, heldur hélt sig í skugganum af ástvinum sín- um, hæglátur og traustur, hann bað aldrei um neitt og hafði meiri ánægju af að gefa en þiggja. Pabbi unni mömmu minni svo heitt og skildi aldrei hví hann var svo heppinn að hún yrði hans og þegar hún lést fyrir rúmu ári hrundi heimur hans og við tóku erfiðir tímar. Við fengum ekki að heimsækja hann og okkur fannst hann vera einn í sorginni. En svo var ekki, starfsfólk á Hrafnistu í Hafnar- firði hélt um hann fyrir okkur með blíðu og góðsemi og sjaldan hef ég lofað eins mikið tæknina bæði símann og skjátíma sem gerðu okkur kleift að sjá hann og hann okkur. Og eftir þessa dimmu mánuði þegar við hittumst á ný, var hann þar eins og áður ávallt blíður og yndislegur maður sem hélt enn í sína trú og vissu um að mamma biði hans. Og þrátt fyrir allt fengum við að skapa nýjar minningar og átt- um margar gæðastundir sem munu lifa með mér. Góða nótt pabbi minn, bið að heilsa mömmu. Susan Ann. Pabbi minn, akkerið mitt og minn nánasti vinur gegnum lífið, hefur haldið í sína hinstu för. Hann var einstök sál sem vildi sem minnst láta á sér bera. Hann var hógvær, auðmjúkur, trygg- lyndur, hljóður og kærleiksríkur. Hann gat líka verið dálítill einfari og stundum svolítið þrjóskur – svona rétt eins og ég. Við vorum tengd einstökum böndum og nut- um þess jafnt að spjalla, sem og að sitja saman og njóta kyrrðar. Þú varst alltaf mín stoð og stytta pabbi og ég veit að þú hefðir vaðið eld og brennistein fyrir mig. Umhyggjuna sýndir þú á svo margan hátt. Ég gleymi því aldrei þegar ég kom heim með strætó frá Verslunarskólan- um í brjáluðu veðri og glerhálku. Þegar strætisvagninn stað- næmdist og ég gerði mig tilbúna til að ganga út í veðrið, sé ég þig koma hálf skríðandi upp brekk- una frá heimili okkar til þess að taka á móti mér og koma mér heilli heim. Þannig varst þú, settir alltaf alla aðra enn sjálfan þig í for- gang. Þakklæti var þér alltaf efst í huga fyrir allt sem þú hafðir upp- lifað í lífinu. Þér fannst þú líka heppnasti maður í heimi þegar þið mamma genguð í hjónaband og kærleikur ykkar og vinátta hélst jafn sterk allt ykkar hjóna- band. Þið voruð ljós og styrkur hvort annars. Þegar ég flutti utan fyrir 26 árum hafði ég áhyggjur af því hvernig við gætum ræktað sam- bandið úr fjarska. Þær áhyggjur reyndust óþarfar, því fyrir utan símtöl og bréfaskriftir heimsótt- uð þið mamma okkur á hverju sumri lengst af. Við brölluðum margt á þessum ferðum ykkar, en skemmtilegast af öllu þótti ykkur bara að fá að vera hluti af fjölskyldunni. Fara saman á kappleiki hjá strákunum, hlusta á lúðrasveitina, fylgjast með skíðakeppnum, golfi og skóla- skemmtunum. Með sólstóla og tesopa að vopni voru ykkur alltaf allir vegir færir og áhuginn og stoltið leyndi sér aldrei. Þið urð- uð að lokum svo þekkt í okkar litla samfélagi í Noregi að þið voruð kölluð „amma og afi“ af mörgum. Þegar heilsu ykkar hrakaði voru ferðir til Noregs of krefj- andi. Þá kom það í minn hlut að fljúga oftar til Íslands og reyna að létta aðeins undir með ykkur meðan á dvöl stóð. Að lokum var ekki umflúið að kveðja litla rað- húsið ykkar og flytja að Hrafn- istu. Mamma fékk þó aðeins not- ið þeirrar aðhlynningar stuttan tíma. Við fráfall mömmu var eins og fleyið þitt missti stjórn, en með einstakri þrautseigju ákvaðstu að segja já við hverju því sem starfsfólkið bauð þér að taka þátt í. Smám saman lyftist brúnin, þótt sorgin væri alltaf rétt innan við augnlokin. Þú deildir ötullega út hrósi til starfs- fólksins og hældir umhyggju þeirra og góðmennsku í hástert í okkar daglegu símtölum. Það er erfitt að skilja hvernig lífið heldur nú áfram, en ég er full þakklætis fyrir allt sem við áttum saman. Ég veit að mamma hefur nú tekið á móti þér með op- inn faðminn og að þið njótið loks samveru á ný. Þitt jákvæða við- horf og góðu gildi mun ég bera með mér og deila áfram, um ókomna tíð. Ég kveð þig, elsku pabbi minn, með síðustu orðunum sem þú sagðir við mig: Ég er svo stolt af þér og ég elska þig. Góða nótt. Helena. Tengdafaðir minn Björn Þórð- arson lést 15. júní sl. Bjössi var af þeirri kynslóð sem lifði einna mestar þjóðfélagsbreytingar í okkar sögu. Hann ólst upp á Ljósvallagötunni og hafði alla tíð gaman af að segja sögur úr mið- og Vesturbænum, hann var sann- ur Reykvíkingur. Ég man eftir mörgum sögum frá stríðsárun- um, sem voru honum, unglings- stráknum, ævintýratímar, hann komst í kynni við hermenn í setu- liðinu og grunar mig að þau kynni hafi kannski verið upphaf- ið að forvitni hans og áhuga á öllu sem enskt var. Þegar hann var búinn að læra prentiðn fór hann til London í framhaldsnám. Hann sagði þó oft að hann hafi ekki mikið lært í byrjun, því borgin var svo spennandi og stórkostleg að annað fangaði hugann. Þegar hann kom heim, setti hann auglýsingu í breskt blað þar sem hann óskaði eftir pennavini. Hann fékk mörg svör og meðal annars frá einstæðri þriggja dætra móður frá Lond- on, fór svo á endanum að hún kom til Íslands og var þar með framtíð þeirra ráðin, þau deildu lífinu saman eftir það og voru einstaklega samhent og samrýnd hjón. Þegar ég kynntist Bjössa var ég aðeins 18 ára stúlkukorn. Ég tók mjög fljótlega eftir því að Bjössi var ákaflega fámáll og ákaflega rólyndur. Hann hafði ekki mikinn áhuga á að vera í sviðsljósinu enda fannst honum alltaf að hann hefði kannski ekki mikið fram að færa. Stúlkukorn- ið ég kunni vel að meta kosti Bjössa og urðum við mjög góðir vinir og bar aldrei skugga á þá vináttu. Hann hafði einstaklega góða nærveru og það var meira að segja mjög gott að þegja með honum, það þurfti ekki svo mörg orð. Bjössi minn hafði ekki mikinn áhuga á að fylgjast með tækninni, vildi helst ekki eiga farsíma, nema bara til að hringja í Dorrie sína og láta hana vita af sér. Hann notaði ekki tölvu og fannst nýmóðins sjónvörp dálítið flókin, en hann naut þess meira að hlusta á tónlist og naut vel stundanna sem hann átti með tónlistinni. Nú er Bjössi búinn að kveðja okkur eftir langa ævi, hann fór eins og honum einum var lagið, hljóðlega og rólega. Ég þakka Bjössa innilega fyrir allar stund- irnar sem við nutum saman og ég óska honum góðrar ferðar á nýjar heimaslóðir. Guð blessi minningu Björns Þórðarsonar. María Richter. Elsku afi. Hvar sem þú varst, umvafðir þú okkur gleði og sól- skini. Þegar við komum til Ís- lands var ávallt fyrst á dagskrá að heimsækja ykkur ömmu, og verja með ykkur eins miklum tíma og hægt var. Allar stórkostlegu minning- arnar sem við eigum með þér, munum við bera með okkur alla okkar daga. Minningar á borð við að finnast við alltaf svo hjart- anlega velkomnir til ykkar ömmu. Að sjá hve glöð þið amma vor- uð þegar við komum í heimsókn. Að upplifa hve innilega þakklát- ur þú varst fyrir allt jákvætt í líf- inu. Að upplifa einlægan áhuga ykkar ömmu á öllu sem við tók- um okkur fyrir hendur. Hvernig þið amma „spilltuð“ okkur af eft- irlæti og gaukuðuð að okkur sæl- gæti, juicy fruit og kókómjólk. Að mega verja sumarfríunum með ykkur. Að spila með þér körfubolta í garðinum. Að heyra ykkur ömmu hvetja okkur frá hliðarlínunni á knattspyrnuleikj- um. Að við gátum deilt með ykk- ur hugsunum okkar og tilfinn- ingum. Að fá að upplifa hve yndisleg þið voruð langafa- og langömmubörnunum. Hve bros þitt og hlátur var smitandi. Að læra af ykkur og geta miðlað áfram til okkar barna, ykkar góðu viðhorfum og gildum í líf- inu. Þá tilfinningu sem við fund- um alltaf fyrir í ykkar návist, að við værum heimsins mikilvæg- ustu drengir. Við upplifðum allt- af að þið amma sáuð okkur, hlustuðuð á okkur og elskuðuð okkur. Við erum svo innilega þakk- látir fyrir allar minningarnar sem við eigum með ykkur ömmu. Við erum þakklátir mömmu, sem hafði með sér ykkar frábæru gildi í farteskinu og sem hún hef- ur deilt með okkur. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að langafabörn þín munu vera stolt og þakklát þeim einstaka langafa sem þau áttu. Afi, þú ert virkilega það sem við köllum á norsku: „En beste- far“. Við elskum þig og söknum þín afi. Mikael Andri, Ingi Björn og Jakob Yngvi. Björn ÞórðarsonSævar mikill fjörkálfur ogskemmtilegur bæði til orðs og æðis. Engum manni hef ég hlegið með eins mikið enda var Sævar uppátækjasamur með endemum og stríðinn og bjó líka yfir þeim eiginleika að geta tekið stríðni og hlegið að öllu saman. Sævar hafði mikið gaman af veiði, bæði með byssu og stöng, upp til fjalla og úti á sjó, og hægt væri að skrifa margar bækur um ævintýri okkar félaga á þeim vettvangi enda sjaldan komið heim með tóman pokann úr þessum ferðum okkar um landið. Þá má ekki gleyma húsbílaferðum okkar félaga með eiginkonum og börnum, en Sævar taldi nauðsynlegt að „viðra kon- urnar“ að minnsta kosti einu sinni á ári ef ekki oftar. Menn eignast ekki marga „góða“ vini yfir ævina en Sævar var einn slíkur að öðr- um ólöstuðum. Sævar var vel les- inn og mikill sögumaður og gat gert mikið úr litlu efni með smá kryddi og þá var hlegið. Mikið eigum við félagarnir eftir að sakna Sævars. Minning um góðan mann mun lifa um ókomin ár. Samúðarkveðjur til Ellu og barnanna. Þinn vinur, Skúli Eggert Sigurz. Í dag er borinn til grafar frá Akureyrarkirkju hjartkær vinur okkar, eftir langa og harða bar- áttu við óvígan sjúkdóm sem nú hefur lagt þennan góða dreng. Haustið 1962 var haldið vel sótt vélstjóranámskeið á Akureyri og meðal námsveina voru fjórir nem- endur sem hófu nám á undanþágu frá dómsmálaráðuneytinu þar sem við höfðum ekki náð 18 ára aldri. Það er lágmarksaldur til að taka stöðu yfirmanna á fiskiskip- um. Þrír okkar tengdust svo sterkum vinaböndum á þessu námskeiði að aldrei hefur hlaupið snurða á í öll þessi ár. Allir fórum við á sjóinn en Sævar entist ekki lengi þar sem báturinn sem hann réð sig á fiskaði ekki upp á haltan hund og okkar maður skipti yfir í rafvirkjanám hjá Raforku á Ak- ureyri. Það gekk allt vel nema þá helst þegar við sjóararnir komum í land og buðum honum út á lífið. Að loknu sveinsprófi og hæfilegri hvíld frá hundleiðinlegu húsaraf- magni réðst Sævar til rafdeildar Slippstöðvarinnar hf. Mikið var umleikis í slippnum á þessum ár- um, smíðaður fjöldi báta, skuttog- arar, og fullorðin nótaskip, auk þess að togurum var breytt í vinnsluskip. Sævar varð meistari í rafvirkjun og vann sig upp í að- stoðarverkstjóra og síðan yfir- verkstjóra. Þegar um hægðist í slippnum stofnaði hann með fleiri starfsmönnum fyrirtækið Rafeyri sem sinnti alhliða verkefnum. Þar starfaði Sævar þar til hann hóf störf hjá Siglingastofnun fyrst á Akureyri og síðan í höfuðstöðv- unum í Kópavogi. Þangað fluttu þau sæmdarhjón Sævar og Elín Björg og komu sér vel fyrir. Þar lauk Sævar störfum og gerðist gamall. Leiðir okkar vinanna lágu saman bæði innanlands og utan í starfi, hann sem hið opinbera eft- irlit með störfum okkar sem enn tengdust sjónum og komumst við ekki upp með neitt kjaftæði þegar skoðunarmaðurinn byrsti sig, en allt í góðu. Alltaf kom strákurinn upp í okkur þegar við hittumst og rifj- uðum upp gamlar minningar um alls kyns hrekki og voru sumar sögurnar orðnar vel kryddaðar, ýktar og staðreyndum hagrætt eftir þörfum. Þá fórum við fyrr á árum saman í margar ógleyman- legar ferðir. T.d. þegar við kveikt- um í fína tjaldinu, líka fengum við göt á bæði bensíntank og vatns- kassa, tuggnar Akra-karamellur í bensíntankinn og tyggigúmmí í vatnskassann, eða ferð á Flateyj- ardal þar sem við Sævar fórnuð- um okkur, sem oftar, í elda- mennsku meðan aðrir veiddu. Að lokum nefni ég ógleymanlega ferð, söngferð með Karlakór Ak- ureyrar til Noregs. Að lokum vil ég geta þess að Sævar fetaði í fótspor foreldra sinna sem bæði voru kennarar alla sína starfsævi. Hann kenndi rafmagnsfræði í Verkmennta- skólanum á Akureyri um árabil. Elsku Ella, Sæmundur, Guð- rún Ösp, María Sif og fjölskyldur. Guð og allar góðar vættir styðji ykkur og styrki, minningin um góðan dreng lifir. Freysteinn Bjarnason, Ingibjörg Árnadóttir, Valur Finnsson, Arna Svavarsdóttir. Sævar Sæmundsson vinur og samstarfsmaður var rafvirkja- meistari og með vélstjórnarrétt- indi og starfaði sem vélstjóri á yngri árum. Þegar við heilsuð- umst og sögðum við hann: Heill og sæll Sævar Sæmundsson raf- virkjameistari, þá bætti hann alltaf við með áherslu löggiltur. Hann var áður eigandi og starf- aði lengi með fyrirtæki sínu Raf- eyri á Akureyri. Í apríl 1995 hóf Sævar störf hjá Siglingastofnun Íslands sem skipaskoðunarmaður. Þótt hann hafi unnið við allar almennar skoðanir skipa var hann sérfróð- ur um skiparafmagn og vann við að yfirfara rafmagnsteikningar og taka út búnað bæði eldri og nýsmíðaðra skipa. Þar var hann á heimavelli, eldklár í þessu fagi enda unnið við skiparafmagn mestallan sinn starfsaldur. Við kynntumst Sævari þegar við unnum saman hjá Siglinga- stofnun. Sævar vann við skoðanir á bæði stórum og einnig minni skipum. Það var oft gaman að vera með Sævari. Hann var létt- ur í lund og hafði gaman af söng, Hann var oft með lítinn ipad með sér á ferðum sem var með fjölda íslenskra laga, þetta litla tæki gat hann tengt við útvarpið í bíl Sigl- ingastofnunar og spilaði þessi fal- legu lög á ferðum okkar um land- ið. Svo var sungið hástöfum með. Þetta var gaman og gerði þessar skoðunarferðir skemmtilegar. Sævar hafði fallega tenórrödd, kunni vel að syngja og söng í kór. Eitt áttum við vinirnir sameigin- legt, við létum það aldrei við- gangast að verða mjög svangir á ferðum okkar, enda er matur mannsins megin. Við félagar áttum margt fleira sameiginlegt. Við höfðum mikinn áhuga á því starfi sem Siglinga- stofnun stóð fyrir og gerðum okkur grein fyrir því að það er mikilvægt að vera samviskusam- ur, sama í hvaða starfi við vorum hjá stofnuninni. Sævar vann við það m.a. að út- búa skipaskoðunarskýrslur fyrir vélskoðun, rafmagnsskoðanir skipa og kranaskoðunarskýrslu. Allar þessar skoðunarskýrslur voru fagmannlega unnar, enda vissi Sævar með alla sína starfs- reynslu sem rafvirki, vélstjóri og skipaskoðunarmaður nákvæm- lega hvað hann var að gera. Þegar Siglingastofnun Íslands var lögð niður og við hættum störfum héldum við nokkrir fé- lagar á gömlu Siglingastofnun áfram okkar vinskap, fórum sam- an bryggjurúnt og út að borða, oftast á Laugaás, einnig hittumst við mánaðarlega í Perlunni og áttum þar góðar stundir. Þar var mikið spjallað um alla skapaða hluti og góðar minningar frá starfi okkar hjá gömlu góðu Sigl- ingastofnun ræddar í þaula. Þar hafði Sævar oft orðið því hann var góður sögumaður og hafði alltaf frá mörgu skemmtilegu að segja. Stundum þurftum við að biðja hann að tala aðeins lægra því honum lá frekar hátt rómur. Sævar var Oddfellow og starf- aði mikið með stúku sinni, Sjöfn á Akureyri, m.a. við byggingu Odd- fellow-hússins á Akureyri. Þegar hann flutti til Reykjavíkur gekk hann í stúkuna Ingólf í Reykjavík og starfaði þar til æviloka. Bless- uð sé minning þín kæri vinur. Ella Bogga og fjölskylda, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Sigmar Þór Sveinbjörnsson, Eiríkur Þór Einarsson. Jesús sagði: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. (Jóh. 11,26) Elsku Óskar. Takk fyrir árin okkar sam- an og það sem þú gerðir fyrir mig. Þú verð- ur ávallt í hjarta mínu. Kveðja, Þórhalla. Óskar Berg Sigurjónsson ✝ Óskar Berg fæddist 24. maí 1948. Hann lést 25. maí 2021. Útför hans fór fram 5. júní 2021.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.