Morgunblaðið - 28.06.2021, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2021
síðde
gisþát
turin
n
Logi b
ergma
nn og
siggi g
unnar
s
Alla v
irka d
aga fr
á 16 -
18
30 ÁRA Jóhanna María fæddist 28.
júní 1991 í Reykjavík, en ólst upp á
Látrum í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp.
Núna býr hún í Búðardal. Hún lauk bú-
fræðiprófi frá Bændaskólanum á
Hvanneyri (LbhÍ) árið 2012 og ári síð-
ar, 2013, settist hún á þing fyrir
Framsóknarflokkinn og varð yngst í
Íslandssögunni til að vera kjörin á
þing, þá 21 árs gömul. „Mér var mjög
vel tekið, fékk að læra af og starfa með
fólki úr öllum flokkum. Þykir af-
skaplega vænt um að hafa fengið þetta
tækifæri og bý að því alla tíð.“
Jóhanna María var á Alþingi til 2016
en var þegar byrjuð í Háskólanum á
Bifröst og lauk BA-námi í miðlun og al-
mannatengslum 2019. Hún starfaði
sem framkvæmdastjóri Lands-
sambands kúabænda sama ár og tók
við stöðu verkefnastjóra hjá sveitarfé-
laginu Dalabyggð í byrjun árs 2020.
Meðfram dagvinnu rekur hún verk-
takafyrirtæki með föður sínum og
kennir ræðumennsku og skrif bæði sjálfstætt og í Leiðtogaskóla Íslands. Þar
að auki lauk hún á dögunum viðbótardiplómu í opinberri stjórnsýslu frá Há-
skólanum á Bifröst. „Ég ólst upp í sveit og vil hvergi annars staðar búa. Ég
hef alltaf haft það markmið að mennta mig þannig að ég geti búið úti á landi.“
Jóhanna María starfar mikið í félagsmálum og varð ung mjög áhugasöm
um samfélagið. „Ég bað um að gerast aukafélagi í Búnaðarfélaginu heima 16
ára gömul og hef síðan þá verið virk í ýmsum félagsmálum.
Þegar vinnunni og félagsmálunum sleppir eru helstu áhugamál hennar
bókmenntir, ljóð og matreiðsla ásamt því að grúska í ættfræði og þjóðfræði.
FJÖLSKYLDA Foreldrar Hönnu Maríu eru hjónin Jóhanna María Karls-
dóttir, f.12.11. 1958, og Sigmundur Hagalín Sigmundsson, f. 2.12. 1958,
bændur á Látrum. Systkini hennar eru Kristín sjúkraliði, Jón verkstjóri og
Sigmundur verkamaður.
Jóhanna María Sigmundsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Láttu það eftir þér að leika þér svo-
lítið í dag. Reyndu að komast að sam-
komulagi við fjölskyldumeðlimi um skipu-
lagningu sumarfrísins.
20. apríl - 20. maí +
Naut Einver vill hjálpa þér og líka gera þig
að stærri hluta í lífi sínu. Flutningar, end-
urbætur, viðhald eða eitthvað álíka verða á
dagskránni næstu daga.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Reyndu að sjá til þess að þú fáir
sem mestan vinnufrið. Hugsaðu þig tvisvar
um áður en þú tjáir þig um vissa hluti. Ef þú
skilur ekki sjálfan þig, hver gerir það þá?
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Það má margt læra af nýjum stöð-
um og nýju fólki. Drífðu þig af stað og þá
kemur fljótt í ljós að ævintýrin bíða þín
handan hornsins.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þú átt þér marga talsmenn og þarft því
ekki að örvænta um þinn hlut þegar ákvarð-
anir verða teknar um framtíðarstöðu þína.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Ekki reyna að þröngva skoðunum
þínum upp á aðra. Gefðu þér tíma til að
vinna úr hlutunum. Þú hittir spennandi per-
sónu í kvöld.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Stundum eru hlutirnir hreint ekki þar
sem þér finnst þú hafa skilið þá eftir. Mik-
ilvægt er að sýna þeim sem þú deilir fortíð-
inni með ræktarsemi.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þetta er góður dagur til að
ræða vandamál sem hafa komið upp í
vinnunni. Vertu opin/n fyrir nýjum hug-
myndum.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú mátt ekki skella skollaeyr-
unum við nýjum upplýsingum sem varða
verkefni, sem þú hefur lengi unnið að. Farðu
í langa göngu.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Það eru alls konar smáhlutir sem
þarf að sinna. Einhver ágreiningur gæti kom-
ið upp varðandi börn í dag.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þú þarft ráðrúm til þess að vinna
úr áhlaupi nýrra upplýsinga og breytinga.
Ekki gefast upp fyrr en þú hefur fengið svör
við þeim spurningum sem brenna á þér.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Ekki á hlusta á þá sem segja að
draumar þínir geti aldrei ræst. Sýndu sveigj-
anleika, því stífni borgar sig sjaldnast.
s
seldi öll þessi stóru verk. Enn þann
dag í dag er verið að spyrja mig
hvort ég sé alveg hætt að vefa. Það
var farið að festast við mig að ég
væri með þessa veggskúlptúra.“
Árið 1979 gifti Nína sig og stofn-
aði fjölskyldu. „Ég hafði alltaf verið
við hjúkrun af og til í mörg ár, sér-
staklega þegar ég kom heim á sumr-
in. Eftir að ég var komin með lítil
börn þurfti ég að velja hvort ég vildi
vera listamaður eða hjúkka. Það
gekk ekki upp að vera í hvoru
tveggja.“
Þegar Nína fór til Níger í Afríku
með fjölskylduna fór hún að vinna
með leður. „Við bjuggum í Níger í
tvö ár sem var ótrúlega mikil
reynsla, enda gjörólíkur heimur og
landið eitt fátækasta land veraldar.
Ég hugsaði oft að svona hlyti lífið að
hafa verið á tímum Krists: fólk í síð-
um hempum, búið í leirkofum og allt
mjög frumstætt. Einn daginn fór ég
N
ína Gautadóttir fædd-
ist í Reykjavík og ólst
upp í Vesturbænum.
„Ég var fyrst á Mel-
unum en frá 11 ára
aldri bjó ég á Ásvallagötunni og þar
á ég líka íbúð núna.“ Á sumrin var
Nína í sveit hjá afa sínum og ömmu í
Landeyjum. „Ef maður horfði til
suðurs frá bænum var bara endalaus
sjórinn, en í norður voru fallegu fjöll-
in og Eyjafjallajökull. Þarna strax
10-12 ára var ég farin að láta mig
dreyma um útlönd, fara suður þar
sem var dulúð framandi heima.“
Nína gekk í Gaggó Vest, sem hún
segir að hafi verið kallað villta vestr-
ið og fannst það mjög gaman. „Þar
kenndi Jóhann Briem mér myndlist
og hann hafði mikil áhrif á mig. Ég
var gífurlega áhugasöm og þarna
fékk ég þessa listamannabakteríu
svona snemma.“ Foreldrar Nínu
vildu að hún lærði eitthvað praktískt
svo hún gæti alltaf fengið vinnu. Það
varð úr að Nína fór í Hjúkrunarskóla
Íslands og kunni mjög vel við sig.
„Þetta var góður skóli og ég vann í
tæplega tvö ár til að safna fyrir utan-
landsferð til Parísar. Það hafði alltaf
verið draumur hjá mér að komast til
Frakklands og vera í eitt ár. Það má
segja að það hafi teygst ansi mikið úr
þessu ári,“ segir Nína.
Þegar hún kom til Parísar árið
1970 kynntist hún ótrúlegum lífsstíl
fyrir algjöra tilviljun. „Ég gat unnið
sem einkahjúkrunarkona hjá ríkum
barónessum í París. Ég vann hjá
einni sem hafði búið í 25 ár í svítu á
fimm stjörnu hóteli. Í rauninni var
þetta ekki hjúkrun, því hún þorði
ekki að vera ein á nóttunni, svo ég
fékk bara herbergi og gerði mest lít-
ið en fékk samt vel borgað. Þetta fyr-
irkomulag var afar hentugt því Nína
byrjaði á því að fara á námskeið í
Sorbonne fyrsta árið bæði í frönsku
og í teikningu og síðan fór hún í
Listaháskólann í París þar sem hún
lauk námi í málun árið 1976. „Þótt ég
væri mest að vefa, varð ég að útskrif-
ast úr málaradeild.“
Nína hefur alltaf farið sínar eigin
leiðir, líka í listinni. Margir sjá í vefn-
aði vísun í handverk formæðra í
gegnum aldirnar, en Nína gerir stór
og fyrirferðarmikil verk sem eru þrí-
víð og taka pláss og þau eru kraft-
mikil og full af kvenlægri orku. „Ég
var svo heppin að þetta vakti mikla
lukku og ég var með sýningu heima
1980 sem vakti mikla athygli, ég
niður að ánni þar sem verið var að
súta leður og datt í hug að fá leður
litað og nota í listaverk. Þarna voru
hirðingjar, túaregar, sem eru mjög
hávaxnir og myndarlegir og stoltir.
Þeir búa til allt sem þeir þurfa úr
leðri; tjöld til að sofa í og fleiri nytja-
hluti sem auðvelt er að flytja yfir
eyðimörkina. Konurnar kenndu mér
að búa til kögur úr leðri svo ég fór að
nota þetta eins og þræði í verkin
mín, klippti það og saumaði og flétt-
aði og gerði úr því textílverk. Einn
yfirmaður á svæðinu hafði heyrt að
þessi hvíta útlenska kona væri að
bralla eitthvað með leður og kom í
heimsókn. Þegar hann sá verkin
uppi á vegg missti hann alveg andlit-
ið og skildi ekkert í þessu.“
Fjölskyldan sneri til Parísar í eitt
ár en þá var ferðinni heitið til Kam-
erún. „Þá fór ég með striga með mér
og fór í málverkið. Ég var aldrei sátt
við sjálfa mig sem málara og vildi
Nína Gautadóttir listakona í París – 75 ára
Listasafn Íslands Nína fyrir framan verk sitt á Listasafni Íslands á ári kófsins, 2020, eins og sjá má á grímunni.
Ársdvölin í París varir enn
Nína í æsku Hér sést Nína horfa
fram alvarleg en íhugul á svip.
Til hamingju með daginn