Morgunblaðið - 28.06.2021, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.06.2021, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2021 „HANN SLASAÐI SIG VIÐ AÐ TAKA SJÁLFU – MEÐ SKÍFUSÍMA.“ „GASTU EKKI FUNDIÐ ÞÉR VIÐKUNNANLEGAN KÆRASTA FRÁ ÞESSARI PLÁNETU?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að gera tanntökuna bærilegri. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HÆ, LÍSA! HVAÐÆTLAR … HEI, GRETTIR! HVAÐ … MEGRUN- ARVIKA KVÆÆÆS! DAG EINN, ÞEGAR ÞÚ ERT GIFT , MUN EIGINMAÐUR ÞINN KVARTA UNDAN KVÖLDMATNUM! EKKERT VANDAMÁL! ÉG SEGI HONUM BARA AÐ VIÐ GETUM PRÓFAÐ NÝJA VEITINGASTAÐI ÞAR TIL VIÐ FINNUM EINHVERN SEM HONUM LÍKAR! vinna í því og málaði mikið í akrýl. Það var allt öðruvísi þar en í Níger. Þeir eiga olíu og eru auðugir svo það er ekki jafn frumstætt, en á sama tíma ekki eins áhrifamikið.“ Nína hefur gengið í gegnum mörg tímabil í listinni og eftir heimkom- una stúderaði hún egypskar híróg- lýfur og blandaði saman við íslensk- ar rúnir í mörgum verka sinna. Síðan hefur hún málað, ofið og hún viðar að sér efni víða sem hún notar í verk sín. Hún hefur haldið sýningar víða en mest í Frakklandi og á Ís- landi. Nína hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið yfir 30 einka- sýningar og hlotið margvísleg verð- laun fyrir verk sín, m.a. frá Par- ísarborg, Aþenuborg og fleirum. Fjölskylda Eiginmaður Nínu var Antoine Mercier, byggingaverkfræðingur í París, f. 16.11. 1952. Þau skildu. Börn þeirra eru 1) Ásta Ant- onsdottir Mercier ferðamálafræð- ingur, f. 22.2.1980. Hún á dótturina Eydísi Nínu Mercier, f. 8.12. 2020; 2) Smári Antonsson Mercier, flutn- ingafræðingur, f. 26.7. 1981. Hann á með Sarah Bassett börnin Gaspard Sigurð, f. 7.8. 2016, og Alice Hildi, f. 26.1. 2018. 3) Freyja Antonsdóttir Mercier, f. 12.9. 1987, í sambúð með Adren Heral og þau eiga dótturina Lönu Esju, f. 5.6. 2020. Bræður Nínu eru Brynjólfur, f. 27.9 1947, d. 12.12. 1967, og Skúli, menningarfulltrúi Vestfjarða, leik- ari og tónlistarmaður, f. 25.10. 1959. Foreldrar Nínu eru Elín Guð- jónsdóttir, leikkona og leið- sögumaður í Reykjavík, f. 4.5. 1926, og Gauti Hannesson kennari, f. 7.8. 1909, d. 4.4. 1982. Nína Gautadóttir Sigríður Einarsdóttir húsfreyja á Reynishólum, Reynissókn Jón Jónsson bóndi og sjómaður á Reynishólum í MýrdalGuðríður Jónsdóttir húsfreyja á Fornusöndum undir Eyjafjöllum og í Berjanesi í Landeyjum Guðjón Einarsson bóndi á Fornusöndum undir Eyjafjöllum, síðan í Berjanesi í Landeyjum Elín Guðjónsdóttir leikkona og leið- sögumaður í Reykjavík Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja á Fornusöndum undir Eyjafjöllum Einar Pálsson húsbóndi á Fornusöndum undir Eyjafjöllum Elín Sesselja Jónsdóttir húsfreyja á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd Jóhann Friðberg Bergvinsson bóndi á Hallanda og Gautsstöðum. Fór til Vesturheims 1900 en kom ári seinna og var húsmaður á Garðsvík Jónína Jóhannsdóttir húsfreyja í Hleiðargarði í Eyjafirði Hannes Jónsson bóndi, kennari og oddviti í Hleiðargarði í Eyjafirði Sigríður Ólafsdóttir húsfreyja í Hleiðargarði í Eyjafirði Jón Jóhannesson húsbóndi í Hleiðargarði í Eyjafirði Úr frændgarði Nínu Gautadóttur Gauti Hannesson kennari í Reykjavík Í formála fyrir úrvali úr óprent-uðum ljóðum Páls Ólafssonar útg. 1955 sem Páll Hermannsson fv. alþingismaður valdi og bjó til prentunar segir hann: „Börn lærðu ljóð Páls á líkan veg og þau lærðu að ganga eða tala, þ.e. ósjálfrátt. Páll er börnunum góður félagi. Hann kann þá sjaldgæfu list að leika sér eins og barn, eðlilega og innilega, og hann er hláturmildur fram á grafarbakkann. Sólskríkjan mín situr þarna á sama steini, og hlær við sínum hjartans vini, honum Páli Ólafssyni. Þannig kveður hann á áttræð- isaldri. Sólskríkjan gæti fljótlega hafa breyst í elskulega, litla stúlku. Settu nú rjómann og sykrið í bollann, svolítið koníak, hrærðu svo í, kysstu mig síðan og kærðu þig skoll- ann þó Kristín og mamma þín hlæi að því. Þannig sagði Páll lítilli stúlku til verka, er bar góðgerðir fyrir gest- inn.“ Gunnar J. Straumland yrkir á Boðnarmiði: Enn í stöku stöku helst stuðlar hafa valdið en vísan lítils virði telst ef vantar innihaldið. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir „Á Hornströndum“ út af nýjustu tíðindum: Magnað er á Hornströndum, minkur á þar spor, melrakki á greni og fuglar prýða skor. Sílspikaðir ísbirnir sumarkvöldin löng „fljúga austur heiði með fjaðraþyt og söng“. Jón Atli Játvarðarson er á svip- uðum nótum þegar hann segir: „Margt verður óhugnanlegt í bjór- þokunni á Hornströndum um sumarsólstöðurnar“: Hvíta þúst í þoku lít þurr mjög varð um kokið. Er við fundum álftaskít öllum var mér lokið. Reyr frá Drangsnesi segir frá því, að Ásgeir Jónsson haldi úti fa- cebooksíðunni „Heimur batnandi fer“. Ekki eru allir sammála þeirri fullyrðingu: Áður fyrr var allt svo gott allt í traustum skorðum; þá var bæði þurrt og vott þrátt og súrt á borðum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Svolítið koníak, hrærðu svo í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.