Morgunblaðið - 28.06.2021, Page 26
FÓTBOLTINN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íslandsmeistararnir í Val misstu
niður 1:0 forskot gegn Fylki á loka-
mínútunum þegar liðin mættust í
Pepsí Max-deild karla á Hlíðarenda
í gær. Valur er með 24 stig en liðið
hefur aðeins tapað einum leik af
fyrstu ellefu.
Fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðs-
son skoraði skallamark fyrir Val
eftir hornspyrnu á 55. mínútu. Á 88.
mínútu jafnaði Arnór Borg Guð-
johnsen fyrir Fylki og tryggði liðinu
gott stig. Arnór skoraði þar gegn
liði sem bæði faðir hans, Arnór, og
hálfbróðir, Eiður Smári, léku með
um tíma.
„ Síðasta hlutann sóttu gestirnir
enn stífar en það bauð upp á skyndi-
sóknir Vals, sem í lokin voru mjög
skæðar. En aftur gættu menn sín
ekki og Arnór Borg Guðjónsson
skoraði glæsilegt mark á 88. mínútu
þegar hann smeygði sér á eftir
flottri sendingu Þórðar Gunnars
Hafþórssonar og jafnaði metin,“
skrifaði Stefán Stefánsson meðal
annars í umfjöllun sinni um leikinn
á mbl.is í gær.
Tvö mörk á lokakaflanum
Ekki vantaði dramatíkina þegar
Kópavogsliðin HK og Breiðablik
mættust í Kórnum. Breiðablik
nældi í fyrsta sigurinn gegn HK í
efstu deild síðan 2008 og vann 3:2.
HK var hins vegar yfir í leiknum
bæði 1:0 og 2:1. Blikar nýttu loka-
kaflann afskaplega vel því Thomas
Mikkelsen jafnaði úr víti á 85. mín-
útu og Andri Rafn Yeoman átti
lokaorðið þegar hann skoraði á 87.
mínútu.
Breiðablik er nú í 2. sæti deild-
arinnar með 19 stig eftir tíu leiki.
Víkingur er einnig með 19 stig en
eftir níu leiki. Liðin eiga því bæði
leiki inni á topplið Vals. HK er í
næstneðsta sæti og hefur aðeins
unnið einn leik af fyrstu tíu.
„HK hefur nú tapað þremur leikj-
um í röð og aðeins unnið einn leik í
allt sumar. HK hefur m.a. tapað fyr-
ir Stjörnunni, sem var í basli, Kefla-
vík, sem eru nýliðar, og svo núna
köstuðu þeir frá sér góðri stöðu í
lokin. HK þarf að fara að safna stig-
um og það sem fyrst ef ekki á illa að
fara í sumar. Blikar eru á leiðinni í
hina áttina og hafa unnið fimm leiki
af síðustu sex í deildinni og er liðið í
öðru sæti fyrir vikið. Breiðablik fær
Leikni úr Reykjavík í heimsókn í
næstu umferð og þar er dauðafæri
til að halda sigurgöngunni áfram,“
skrifaði Jóhann Ingi Hafþórsson
m.a. í umfjöllun sinni á mbl.is.
Seigla hjá KA-mönnum
Þjálfarinn reyndi Ólafur Jóhann-
esson stýrði FH í fyrsta skipti á Ís-
landsmótinu síðan 2007 í gær þegar
liðið fékk KA í heimsókn í Kapla-
krika. Útlitið var gott fyrir FH um
tíma en Steven Lennon hafði komið
FH yfir með marki úr vítaspyrnu.
KA-maðurinn Dusan Brkovic fékk
rauða spjaldið á 67. mínútu eftir
brot á Ágústi Eðvaldi Hlynssyni.
FH-ingar virtust því eiga alla
möguleika á því að ná í þrjú stig en
svo fór ekki því Jonathan Hend-
rickx, fyrrverandi leikmaður FH,
jafnaði fyrir KA á 77. mínútu.
„1:1-jafntefli varð því niðurstaðan
eftir harðvítuga baráttu beggja liða.
Líklega má kalla þetta sanngjörn
úrslit milli tveggja sterkra liða.
Engu að síður hljóta FH-ingar að
vera svekktari með að hafa ekki
getað nýtt sér liðsmuninn. Á sama
tíma gefur stigið KA-mönnum lítið í
toppbaráttunni. Bæði lið geta þó
verið sátt við spilamennskuna, og
eru bæði KA og FH óárennilegir
mótherjar fyrir liðin sem þurfa að
mæta þeim í næstu umferðum,“
skrifaði Stefán Gunnar Sveinsson í
umfjöllun sinni á mbl.is.
_ Leikur FH og KA var 700. leik-
ur FH í efstu deild.
_ Guðmundur Kristjánsson, mið-
vörður FH, spilaði 300. deildaleik-
inn á ferlinum. 152 þeirra hefur
hann spilað hérlendis en 148 í Nor-
egi.
Líflegur grannaslagur
Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason
- Fylkir náði stigi gegn Val á Hlíðarenda - Tíu KA-menn jöfnuðu í Kaplakrika
Á Hlíðarenda Parfitt-
Williams með boltann en
Haukur Páll og Birkir Már
Sævarsson eru til varnar.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2021
Pepsi Max-deild karla
FH – KA.................................................... 1:1
HK – Breiðablik........................................ 2:3
Valur – Fylkir ........................................... 1:1
Staðan:
Valur 11 7 3 1 19:11 24
Breiðablik 10 6 1 3 24:15 19
Víkingur R. 9 5 4 0 15:7 19
KA 9 5 2 2 14:5 17
KR 9 4 3 2 15:10 15
FH 10 3 3 4 14:15 12
Fylkir 10 2 5 3 14:17 11
Stjarnan 10 2 4 4 8:14 10
Keflavík 8 3 0 5 9:15 9
Leiknir R. 9 2 2 5 9:13 8
HK 10 1 3 6 12:20 6
ÍA 9 1 2 6 9:20 5
Lengjudeild karla
Fjölnir – Þór ............................................. 0:3
Selfoss – Víkingur Ó................................. 5:3
Þróttur R. – Afturelding.......................... 1:3
Grótta – Fram........................................... 0:1
Vestri – ÍBV.............................................. 0:3
Staðan:
Fram 8 8 0 0 25:4 24
ÍBV 8 5 1 2 16:8 16
Grindavík 8 5 1 2 15:13 16
Kórdrengir 8 4 3 1 13:10 15
Fjölnir 8 4 1 3 10:9 13
Vestri 8 4 0 4 13:17 12
Þór 8 3 1 4 16:15 10
Afturelding 8 2 3 3 16:17 9
Grótta 8 2 2 4 16:15 8
Selfoss 8 2 2 4 15:21 8
Þróttur R. 8 1 1 6 12:22 4
Víkingur Ó. 8 0 1 7 10:26 1
2. deild karla
Þróttur V. – Völsungur ............................ 3:0
Magni – Leiknir F .................................... 3:2
Fjarðabyggð – Haukar ............................ 1:4
Njarðvík – KF........................................... 2:1
Staðan:
KV 8 4 4 0 18:11 16
Þróttur V. 8 4 3 1 19:10 15
Njarðvík 8 3 5 0 14:9 14
Reynir S. 8 4 1 3 18:15 13
Haukar 8 3 3 2 18:14 12
ÍR 8 3 3 2 13:12 12
KF 8 3 2 3 11:11 11
Völsungur 8 3 1 4 16:19 10
Magni 8 2 3 3 17:20 9
Leiknir F. 8 3 0 5 13:16 9
Fjarðabyggð 8 0 4 4 4:16 4
Kári 8 0 3 5 10:18 3
3. deild karla
Ægir – KFS .............................................. 0:1
Augnablik – Elliði..................................... 2:1
Sindri – Einherji....................................... 2:0
Staðan:
Höttur/Huginn 9 7 1 1 15:10 22
Augnablik 9 5 3 1 23:10 18
Ægir 9 4 4 1 13:8 16
Elliði 9 5 0 4 22:12 15
KFG 8 4 3 1 12:7 15
Sindri 9 3 3 3 15:15 12
Dalvík/Reynir 9 3 2 4 14:12 11
Víðir 8 2 3 3 9:14 9
Einherji 9 2 1 6 11:21 7
KFS 9 2 1 6 9:21 7
Tindastóll 7 1 2 4 11:14 5
ÍH 9 0 5 4 11:21 5
2. deild kvenna
Einherji – Fram ....................................... 1:0
ÍR – Hamrarnir ........................................ 5:2
Álftanes – Völsungur ............................... 0:2
Staðan:
Fjarðab/Höttur/Leiknir
7 7 0 0 32:7 21
Völsungur 7 6 0 1 19:8 18
Fjölnir 6 5 0 1 30:7 15
KH 6 5 0 1 17:4 15
Fram 6 4 0 2 14:7 12
Hamar 7 2 2 3 13:17 8
Hamrarnir 7 2 1 4 18:18 7
ÍR 6 2 1 3 13:14 7
Sindri 5 2 0 3 12:15 6
Einherji 6 1 2 3 4:11 5
SR 6 1 0 5 13:11 3
Álftanes 6 1 0 5 6:12 3
KM 7 0 0 7 1:61 0
EM karla 2021
16-liða úrslit:
Wales – Danmörk..................................... 0:4
Ítalía – Austurríki............................ 2:1 (frl.)
Holland – Tékkland.................................. 0:2
Belgía – Portúgal...................................... 1:0
_ Belgía mætir Ítalíu og Holland mætir
Danmörku.
Leikir í dag:
Króatía – Spánn
Frakkland – Sviss
Noregur
Bodö/Glimt – Stabæk.............................. 4:1
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt.
Vålerenga – Klepp .................................. 7:0
- Ingibjörg Sigurðardóttir lék fyrri hálf-
leikinn í liði Vålerenga. Amanda Andra-
dóttir lék fyrstu 70 mínúturnar og skoraði.
B-deild:
Ull/Kisa – Aalesund ................................ 0:1
- Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn
með Aalesund.
Bandaríkin
Houston Dash – Orlando Pride.............. 2:1
- Andrea Rán Hauksdóttir var ekki í leik-
mannahópi Houston.
- Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan
leikinn fyrir Orlando og skoraði.
50$99(/:+0$
FH – KA 1:1
1:0 Steven Lennon (víti) 21.
1:1 Jonathan Hendrickx 77.
M
Gunnar Nielsen (FH)
Eggert Gunnþór Jónsson (FH)
Þórir Jóhann Helgason (FH)
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Steven Lennon (FH)
Matthías Vilhjálmsson (FH)
Steinþór Már Auðunsson (KA)
Jonathan Hendrickx (KA)
Þorri Már Þórisson (KA)
Steinþór Freyr Þorsteinsson (KA)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Rautt spjald: Dusan Brkovic (KA) 67.
mínútu.
Dómarar: Pétur Guðmundsson (Vil-
hjálmur Alvar Þórarinsson) – 7.
Áhorfendur: 369.
HK – BREIÐABLIK 2:3
1:0 Arnþór Ari Atlason 22.
1:1 Kristinn Steindórsson
2:1 Birnir Snær Ingason (víti) 71.
2:2 Thomas Mikkelsen (víti) 84.
2:3 Andri Rafn Yeoman 87.
M
Birnir Snær Ingason (HK)
Arnþór Ari Atlason (HK)
Ívar Örn Jónsson (HK)
Valgeir Valgeirsson (HK)
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki)
Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki)
Thomas Mikkelsen (Breiðabliki)
Kristinn Steindórsson (Breiðabliki)
Andri Rafn Yeoman (Breiðabliki)
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson – 7.
Áhorfendur: Um 500.
VALUR – FYLKIR 1:1
1:0 Haukur Páll Sigurðsson 55.
1:1 Arnór Borg Guðjohnsen 88.
M
Sebastian Hedlund (Val)
Rasmus Christiansen (Val)
Almarr Ormarsson (Val)
Patrick Pedersen (Val)
Orri Sveinn Stefánsson (Fylki)
Ásgeir Eyþórsson (Fylki)
Orri Hrafn Kjartansson (Fylki)
Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 8.
Áhorfendur: 783.
_ Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi
Kópavogs og Garðabæjar náði besta
árangri sem Íslendingur hefur náð á
EM áhugamanna í golfi sem fram fór í
Frakklandi. Aron lék glimrandi vel og
lék á samtals þrettán höggum undir
pari en versti hringurinn hjá honum af
fjórum var 70 högg. Skorið á hinum
þremur var 67, 69 og 65. Aron Snær
hafnaði í 5. sæti en Daninn Christoffer
Bring sigraði á tuttugu undir pari. Fet-
aði Bring þar í fótspor frægra kylfinga
eins og Sergios Garcia, Rorys McIlroy
og Tommys Fleetwood. Hákon Örn
Magnússon úr
GR og Kristófer
Karl Karlsson úr
GM kepptu einn-
ig á EM en náðu
ekki í gegnum
niðurskurð kepp-
enda.
_ Willum Þór
Willumsson,
leikmaður hvítrússneska knatt-
spyrnuliðsins BATE Borisov, er meidd-
ur á hné og verður frá í um þrjá mán-
uði. Hefur hann misst af þremur
síðustu deildarleikjum liðsins vegna
þessa og fór í aðgerð í Þýskalandi fyrir
fyrir rúmum tveimur vikum.
„Það eru um það bil tvær og hálf vika
síðan ég fór í aðgerðina. Þetta verða
tveir og hálfur til þrír mánuðir frá að-
gerð, þannig að það eru rúmar tvær
vikur búnar,“ segir Willum Þór meðal
annars í samtali við mbl.is.
_ Varnarmaðurinn Róbert Orri Þor-
kelsson hefur gert tveggja ára samn-
ing við kanadíska félagið Montréal,
sem leikur í bandarísku MLS-deildinni
í knattspyrnu. Róbert Orri, sem er 19
ára gamall, hefur leikið sextán leiki í
efstu deild með Breiðabliki. Áður lék
hann með Aftureldingu í 1. og 2. deild.
_ Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa
Jónsdóttir var á skotskónum þegar
hún skoraði eina mark Orlando Pride í
1:2-tapi gegn Houston Dash í efstu
deildinni í knattspyrnu í Bandaríkj-
unum. Houston, sem Andrea Rán
Snæfeld Hauks-
dóttir gekk til
liðs við á dög-
unum, komst í
2:0-forystu eftir
aðeins 26 mín-
útna leik.
Snemma í síðari
hálfleiknum
minnkaði Gunn-
hildur muninn
eftir undirbúning brasilíska snillings-
ins Mörtu, einnar allra bestu knatt-
spyrnukonu sögunnar.
_ Körfuknattleiksmaðurinn Róbert
Sigurðsson hefur gert tveggja ára
samning við ÍR. Hann kemur til félags-
ins frá Álftanesi. Róbert hefur einnig
leikið með uppeldisfélagi sínu Fjölni og
Eitt
ogannað