Morgunblaðið - 28.06.2021, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 28.06.2021, Qupperneq 27
Stjörnunni og á að baki leiki í efstu deild með þeim liðum. _ Phoenix Suns er komið í afar góða stöðu í úrslitaeinvígi Vesturdeildar NBA í körfuknattleik eftir að hafa unn- ið sinn þriðja sigur gegn LA Clippers, 84:80. Phoenix er þar með 3:1 yfir í rimmunni og þarf því einn sigur til við- bótar til þess að komast í úrslit. Þar mun liðið mæta annaðhvort Milwau- kee Bucks eða Atlanta Hawks úr Aust- urdeildinni. Þar er staðan jöfn 1:1. _ Íslandsmeistarinn í golfi, Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili, hafnaði í 33. sæti á Tipsport Czech-mótinu í Tékklandi en mótið er hluti af Evr- ópumótaröðinni, sterkustu mótaröð álfunnar. Guðrún Brá sýndi mikinn stöðugleika og lék þrjá afar svipaða hringi. Lék hún á 71 höggi á fyrsta og öðrum keppn- isdegi og 70 högg- um á þriðja degi. Guðrún keppir aft- ur í vikunni en á miðvikudag hefst næsta mót hjá henni og fer það fram í Hollandi. _ Haraldur Franklín Magnús úr GR hafnaði í áttunda sæti á Open de Bre- tagne-mótinu í Frakklandi á Áskor- endamótaröð Evrópu í Frakklandi. Har- aldur lék fjóra hringi á samtals átta höggum undir pari, en slakur annar hringur gerði það að verkum að hann endaði ekki enn ofar. Haraldur lék fyrsta hring á 64 höggum, annan hringinn á 74 höggum og tvo síðustu hringina á 67 höggum. _ Serbía varð í gær Evrópumeistari kvenna í körfuknattleik í annað skipti í sögunni með því að vinna 63:54-sigur á Frakklandi í úrslitaleik í Valencia á Spáni. Serbía varð meistari árið 2015, einmitt eftir sigur á Frakklandi. Frakk- ar hafa tapað úrslitaleiknum fimm sinnum í röð. _ Glódís Perla Viggósdóttir og liðs- félagar hennar í Rosengård eru í afar góðum málum á toppi sænsku úrvals- deildar kvenna í knattspyrnu eftir sterkan 2:0-sigur gegn Häcken í upp- gjöri tveggja efstu liðanna. Glódís Perla, sem fagn- aði einmitt 26 ára afmæli sínu í gær, lék allan leikinn í vörn Rosengård en Diljá Ýr Zo- mers kom inn á sem varamaður hjá Häcken þegar um tíu mínútur voru eftir. Sveindís Jane Jónsdóttir heldur áfram að láta að sér kveða með liði Kristianstad og skoraði eitt marka liðsins í 6:1-sigri gegn Piteå. _ Fastlega er búist við því að Rafa Benitez skrifi undir samning við Ever- ton snemma í vikunni samkvæmt staðarmiðlum í Liverpool og verði næsti knattspyrnustjóri. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2021 KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Norðurálsvöllur: ÍA – Keflavík ........... 19.15 Leiknisv.: Leiknir R. – Víkingur R..... 19.15 Meistaravellir: KR – Stjarnan ............ 19.15 3. deild karla: Sauðárkrókur: Tindastóll – Víðir............. 18 Í KVÖLD! Úrslitakeppni NBA Austurdeild, úrslit: Milwaukee – Atlanta .......................... 125:91 _ Staðan er 1:1. Vesturdeild, úrslit: LA Clippers – Phoenix......................... 80:84 _ Staðan er 1:3. EM kvenna 2021 Undanúrslit: Hvíta-Rússland – Frakkland .............. 61:73 Serbía – Belgía...................................... 74:73 Úrslitaleikir: 1-2: Frakkland – Serbía ....................... 54:63 3-4: Hvíta-Rússland – Belgía .............. 69:77 5-6: Spánn – Rússland.......................... 74:78 7-8: Svíþjóð – Bosnía ............................ 63:82 >73G,&:=/D Þýskaland RN Löwen – Kiel ................................. 25:25 - Ýmir Örn Gíslason skoraði ekki fyrir Löwen. Flensburg – Balingen ......................... 38:26 - Alexander Petersson var ekki á leik- skýrslu hjá Flensburg. - Oddur Gretarsson var ekki á leikskýrslu hjá Balingen. Ludwigshafen – Göppingen............... 25:27 - Gunnar Steinn Jónsson skoraði ekki fyr- ir Göppingen. Janus Daði Smárason er frá vegna meiðsla. Lemgo – Magdeburg........................... 32:27 - Bjarki Már Elísson skoraði 15 mörk fyrir Lemgo. - Ómar Ingi Magnússon skoraði 12 mörk og gaf eina stoðsendingu fyrir Magdeburg en Gísli Þorgeir Kristjánsson er frá keppni. Füchse Berlín – Bergischer ............... 29:27 - Arnór Þór Gunnarsson var ekki á leik- skýrslu hjá Bergischer. Stuttgart – Melsungen........................ 26:26 - Viggó Kristjánsson skoraði 9 mörk fyrir Stuttgart. - Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki fyr- ir Melsungen. Guðmundur Þ. Guðmunds- son er þjálfari liðsins. Lokastaðan: Kiel 68, Flensburg 68, Magdeburg 53, Füchse Berlín 52, RN Löwen 50, Leipzig 42, Göppingen 42, Lemgo 41, Melsungen 41, Wetzlar 41, Hannover-Burgdorf 36, Bergischer 35, Erlangen 34, Stuttgart 32, Balingen 29, Minden 28, Ludwigshafen 25, Nordhorn 17, Essen 15, Coburg 11. _ Markatala réð því að Kiel varð þýskur meistari en ekki Flensburg. B-deild: Bietigheim – Hamburg....................... 28:27 - Aron Rafn Eðvarðsson varði 16 skot í marki Bietigheim. Grosswallstadt – Gummersbach ....... 27:33 - Elliði Snær Viðarsson skoraði 2 mörk fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðs- son þjálfar liðið. Aue – Wilhelmshavener...................... 36:23 - Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 1 mark og gaf 9 stoðsendingar fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson varði 7 skot í marki liðsins. Rúnar Sigtryggsson þjálfar Aue. Lokastaða efstu liða: Hamburg 56, N-Lübbecke 56, Gummers- bach 55, Elbflorenz 42, Aue 41, Grosswall- stadt 39, Dormagen 38, Bietigheim 38. _ Tvö efstu liðin fara upp í 1. deild en fjög- ur neðstu liðin þar falla niður í B-deild. E(;R&:=/D Svíþjóð Rosengård – Häcken ............................... 2:0 - Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård. - Diljá Ýr Zomers kom inn á hjá Häcken á 81. mínútu. AIK – Eskilstuna...................................... 0:2 - Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn með AIK. Kristianstad – Piteå ................................ 6:1 - Sveindís Jane Jónsdóttir lék allan leik- inn hjá Kristianstad og skoraði en Sif Atla- dóttir var ónotaður varamaður. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið. - Hlín Eiríksdóttir var ekki á leikskýrslu hjá Piteå. Staða efstu liða: Rosengård 10 9 1 0 23:2 28 Häcken 10 6 2 2 24:5 20 Kristianstad 10 5 4 1 16:8 19 Hammarby 10 5 3 2 23:14 18 Linköping 9 3 4 2 11:10 13 Eskilstuna 10 3 4 3 9:10 13 Hvíta-Rússland BATE Borisov – Zhodino ....................... 3:0 - Willum Þór Willumsson var ekki í leik- mannahópi BATE vegna meiðsla. KNATTSPYRNA Belgar slógu Evrópumeistarana frá Portúgal út í 16-liða úrslitum Evr- ópumóts karla í knattspyrnu þegar liðin mættust í Sevilla á Spáni í gær- kvöldi. Belgía sigraði 1:0 með marki frá Thorgan Hazard á 42. mínútu. Portúgal er því úr leik en Belgía mætir Ítalíu í 8-liða úrslitum keppn- innar í München á föstudaginn. Hazard skoraði með laglegu skoti fyrir utan teig en Portúgalar settu töluverða pressu á Belga þegar á leið en tókst ekki að kreista fram jöfnunarmark. Kevin De Bruyne þurfti að fara af velli vegna meiðsla á 48. mínútu leiksins, sem er áhyggju- efni fyrir Belga, en Joao Palhinha tæklaði hann í fyrri hálfleik. Ítalía, sem leikið hefur vel á EM, hafði betur gegn Austurríki, 2:1, eft- ir framlengdan leik á Wembley í London á laugardagskvöld. Marka- laust var að loknum venjulegum leiktíma, en Federico Chiesa kom Ítalíu loks yfir á 95. mínútu og Mat- teo Pessina kom Ítölum tveimur mörkum yfir tíu mínútum síðar. Austurríkismenn náðu þó að minnka muninn en það gerði Sasa Kalajdzic. Danir í stuði Velgengni Dana heldur áfram á mótinu og eru þeir komnir áfram í 8- liða úrslit eftir 4:0 sigur á Wales í 16- liða úrslitum í Amsterdam á laug- ardaginn. Kasper Dolberg skoraði tvívegis fyrir Dani í leiknum en Joakim Mæhle og Martin Braithwaite skor- uðu einnig. Dolberg spilar með Nice í Frakklandi en hann hóf atvinnu- mannsferilinn á Johann Cruyff- leikvanginum í Amsterdam er hann spilaði með hollenska stórliðinu Ajax um árabil. „Hér byrjaði þetta allt saman hjá mér og að koma á þennan völl aftur, við þessar kringum- stæður, það var ævintýralegt. Þetta er einn af hápunktunum, það er á hreinu,“ sagði kampakátur Dolberg við danska ríkissjónvarpið. Danir mæta Tékkum í 8-liða úr- slitum en Tékkland vann Holland 2:0 í Búdapest í gær. Hollendingurinn Matthijs de Ligt fékk brottvísun á 55. mínútu en fram að því hafði leik- urinn verið nokkuð jafn. Hafði þetta nokkur áhrif á leikinn og Tékkar gengu í það minnsta á lagið. Tomás Holes skoraði á 68. mínútu og Patrik Schick bætti við marki á 80. mínútu. _ Ivan Perisic, einn lykilmanna króatíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur greinst með kórónuveiruna. Perisic hefur verið settur í 10 daga einangrun og því er óvíst með frek- ari þátttöku hans á EM. Króatía á leik gegn Spáni í 16-liða úrslitum EM í dag. Nái liðið að kom- ast í 8-liða úrslitin færi sá leikur fram næstkomandi föstudag. Því þyrfti Króatía að komast alla leið í undanúrslit eigi Perisic að eiga möguleika á að spila meira á mótinu. kris@mbl.is Evrópumeistararnir úr leik - De Bruyne varð fyrir meiðslum AFP Tilfinningar Leikmenn Belgíu fagna sigrinum, en Cristiano Ronaldo grettir sig af skiljanlegum ástæðum. Spænski framherjinn Álvaro Mon- tejo kvaddi Þór frá Akureyri með glæsibrag er hann skoraði þrennu í 3:0-sigri liðsins á Fjölni í Graf- arvoginum í 1. deild karla í knatt- spyrnu, Lengjudeildinni, á laugar- dag. Montejo er á leiðinni til heimalandsins þar sem hann mun spila með Union Adarve á næstu leiktíð og var því ljóst að í dag yrði hans síðasti leikur með Þór í bili. Þór er með 10 stig og er í sjöunda sæti deildarinnar en staða Framara er vænleg á toppi deildarinnar. Fram er með 24 stig eftir að hafa unnið fyrstu átta leikina, en í gær náði Fram í þrjú stig út á Seltjarn- arnes. Fram vann Gróttu 1:0 með marki Arons Þórðar Albertssonar. Hið öfluga lið ÍBV er til alls lík- legt í toppbaráttunni eftir að hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum. ÍBV vann Vestra 3:0 fyrir vestan en þar skoraði Spánverjinn José Sito tvívegis. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði einnig fyrir Eyja- menn í leiknum, sem eru með 16 stig eins og Grindavík í 2. og 3. sæti. Morgunblaðið/Sigurður Unnar Á Seltjarnarnesi Fram náði í enn einn sigurinn á Seltjarnarnesi. Kvaddi með stæl Selfyssingurinn Ómar Ingi Magn- ússon skoraði flest mörk í þýsku Bundesligunni í handknattleik en tímabilinu í efstu deild lauk í gær. Er þetta annað árið í röð sem Ís- lendingur verður markakóngur í þýsku deildinn því Bjarki Már El- ísson var markahæstur í fyrra. Ómar er fjórði Íslendingurinn sem verður markakóngur í Þýska- landi. Sigurður Sveinsson varð markakóngur með Lemgo, eins og Bjarki, árið 1985 og Guðjón Valur Sigurðsson varð markahæstur með Gummersbach árið 2006. Ómar skoraði 274 mörk fyrir Magdeburg á tímabilinu en hann og Bjarki mættust í lokaumferðinni og báðir voru í miklum ham. Bjarki skoraði 15 mörk og má velta því fyrir sér hvort Íslendingur hafi náð því fyrr í leik í efstu deild í Þýska- landi. Bjarki skoraði samtals 254 og varð þriðji markahæstur í deild- inni. Lemgo sigraði 32:27 en Ómar skoraði 12 mörk fyrir Magdeburg í leiknum í gær. Alexander Petersson var ansi ná- lægt því að verða þýskur meistari með Flensburg en hann gekk til liðs við félagið í janúar. Kiel og Flens- burg fengu flest stig í deildinni en Kiel varð meistari með hagstæðari markamun. Kiel gerði jafntefli gegn Rhein Neckar Löwen á úti- velli í lokaumferðinni og stigið nægði því til sigurs. Gummersbach, sem Guðjón Val- ur Sigurðsson stýrir, hafnaði í þriðja sæti í næstefstu deild og náði því ekki að fara upp um deild, en Hamburg og Lübbecke leika í efstu deild á næsta tímabili. kris@mbl.is Ómar fjórði íslenski markakóngurinn Morgunblaðið/Eggert Markakóngur Ómar Ingi skoraði 12 mörk í lokaumferðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.