Morgunblaðið - 28.06.2021, Page 28

Morgunblaðið - 28.06.2021, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 2021 Sexí tímar í Kasakstan Almaty, júní 2017 Ég var ekki fyrsti Íslendingurinn til að kynnast konu frá Kasakstan. Keflvíkingurinn Árni Bergmann, sem líklega má kallast afi íslenskra Rússlandsfræða, kynntist vænt- anlegri eiginkonu sinni Lenu í Moskvu fyrir um sextíu árum. Lena hafði á barnsaldri verið send til Talgar frá heimabænum Rjasan í Rúss- landi til að forða henni frá stríð- inu. „Frá Kasak- stan til Keflavíkur“ var fyrirsögn sem síðar var notuð í blöðunum um þau hjón og loks í bók. Sjálfur var Árni af síðustu kynslóð íslenskra Sovétsinna. Ólíkt stóru strákunum Þórbergi og Laxness var hann of ungur fyrir Stalín, en heillaðist af Krústjoff og sókninni út í geiminn. Bekkjarfélaga Árna í Moskvu, Arnóri Hannibalssyni, leist svo illa á að hann klagaði í litla bróður sem síðar átti eftir að gera eitthvað í málunum. Brátt komust Sovétríkin úr tísku á meðal kommúnista Vest- urlanda, margir biluðu í Úngó 1956 og restin gafst upp eftir Prag 1968. Næsta kynslóð varð trotskíistar, títóistar, maóistar og hoxaistar en Sovétsinnar urðu fáir. Sasha var ekki fyrsta konan frá Kasakstan sem ég kynntist. Sem blaðamaður á Berliner Zeitung með aðsetur á sjöundu hæð í háhýsi við Alexanderplatz hitti ég þýskukenn- ara sem starfaði á annarri hæð sömu byggingar. Hún hét Olga og var Volgu-Þjóðverji, en síðar áttum við Olga frá Volgu eftir að kyssast á leiðinni upp. Einnig hún var upp- runalega frá Kasakstan. Katrín mikla hafði fengið bændur frá sínu gamla heimalandi til að setjast að við Volgufljót og kenna heimamönnum skilvirkari bústörf. Mynduðu þeir þar sérstök samfélög sem héldu í gamlar hefðir og töluðu þýsku sín á milli. Þegar Þjóðverjar réðust svo inn í Rússland árið 1941 lét Stalín flytja um hálfa milljón þeirra í örugga fjarlægð, alla leið til Kasakstan. Þar voru þeir ekki endi- lega vel séðir en unnu sig samt upp með dugnaði eftir stríðslok. Föður Olgu hafði tekist að verða forstjóri hinna ríkisreknu strætisvagna, en við fall Sovétríkjanna var Volgu- Þjóðverjunum boðinn þýskur ríkis- borgararéttur. Margir þekktust boðið, þar á meðal foreldrar Volgu- Olgu, en um tvö hundruð þúsund þeirra búa enn í Kasakstan. Sasha fæddist einnig í Sovétríkj- unum sem hún hugsar til með sökn- uði þó hún muni vart eftir þeim. Hún yfirgaf heimabæinn Petropavl rétt sunnan við rússnesku landa- mærin og flutti til Almaty þar sem hún er einkaþjálfari á líkamsrækt- arstöð í verslunarmiðstöð. Fyrir milljónir Rússa sem urðu skyndi- lega strandaglópar eftir fall Sov- étvaldsins getur stundum verið erf- itt að átta sig á hvaða þjóð maður í raun tilheyrir. Stundum kallaði Sasha sig rússneska, stundum kasakska, en virðist sækja í hefðir beggja landa. Eins og flestar rússneskar konur hafði hún gaman af að fá blóm í gríð og erg, sem virðist deyjandi hefð á Vesturlöndum. Eitt sinn gaf ég svissneskri stúlku blóm og hún át þau, reyndar eftir að hafa fryst og borið fram með ís. Mikilvægt er einnig að vera vel tilhafður hér og Sasha fór með mig í klippingu og svaraði spurningum áhugasamrar hárgreiðsludömunnar með nokkru stolti. Það er til mikils að vinna, Brad Dare sagði mér síðar að til væri orð á kasöksku yfir konur sem ekki eru giftar þegar þær eru komn- ar yfir tuttugu og fimm ára aldurinn og ekki væri það fallegt. En hin hlið- in á peningnum er mikil afbrýðisemi og eitt sinn þegar ég tók mynd af konu í þjóðbúningi varð fjandinn laus. Í auglýsingum og sjónvarpsþátt- um sjást gjarnan blönduð rússnesk- kasöksk pör en þetta er mun sjald- gæfara á götum borganna. Tungu- málahóparnir búa hlið við hlið og vingast stundum en giftast helst inn- byrðis. Passað er upp á að fólk sé ekki nánar skylt en sjö ættliði aftur og kemur þá ættfræðin að góðum notum. Rússneskumælandi fólk hef- ur full ríkisborgararéttindi hér í landi, ólíkt því sem gerist í Eystra- saltslöndunum, en vilji menn starfa í stjórnsýslunni er nauðsynlegt að kunna kasöksku líka og hana kunna fæstir Rússanna. Einn besti staðurinn til að kynn- ast hinni samtvinnuðu sögu Rúss- lands og Kasakstan er í Panfilov- garðinum í hjarta Almaty. Hér er rétttrúnaðarkirkja frá keisaratím- anum og er ein stærsta timbur- bygging í heimi. Þó að borgin geti rakið sögu sín aftur fyrir Kristsburð er engin bygging eldri en frá 1887 en þá hrundi hér allt í jarðskjálfta. Eftir það kusu menn helst að reisa lágar byggingar úr timbri í stað múrsteins til að þær stæðu jarð- skjálfta betur af sér. Á seinni árum hafa risið ófá háhýsi og ekki endi- lega fylgst með að þau séu jarð- skjálftaheld. Garðurinn dregur nafn sitt af risavöxnum stríðsminnisvarða sem var reistur til heiðurs Panfilov-her- deildinni. Kom hún héðan og tókst með herkjum og handsprengjum að stöðva framrás Þjóðverja til Moskvu í nóvember árið 1941. Hver og einn einasti sveitarmanna lét lífið og hér segja menn að þar hafi Kasakar bjargað heiminum frá Hitler, því ekki sé víst hvernig hefði farið ef Moskva hefði fallið. Panfilov-minnisvarðinn er vinsæll staður til að láta taka myndir af sér á brúðkaupsdaginn eins og aðrir slíkir í fyrrum Sovét. Rétt hjá, og nokkru minni í sniðum, er minnis- varði um herförina til Afganistan en margir frá norðurhéruðum landsins börðust þar á 9. áratugnum. Eru hermenn þessir heldur þreytulegir að sjá miðað við hetjurnar úr föð- urlandsstríðinu mikla. Handan minnisvarðans er safn um hern- aðarsögu Sovétlýðveldisins Kas- akstan og er rekið af sonardóttur sjálfs Panfilovs. Það virðist ekki oft heimsótt og dyrnar eru læstar, en eftir nokkra stund tekst að finna mann til að opna það og hann lóðsar mig um á brogaðri ensku. Skammt frá garðinum er Græni basarinn svonefndi, einn af fáum mörkuðum sem ekki hefur enn þurft að víkja fyrir nýjum versl- unarmiðstöðvum. Og á meðan verslunarmiðstöðvarnar skarta vörum frá Vestur-Evrópu eða Norður-Ameríku er allt sem selt er hér ekki komið lengra að en frá Kína og verðið eftir því. Hér er stór matarmarkaður þar sem ágengir Úsbekar vilja að maður smakki það sem þeir hafa að bjóða en ekki virð- ist allt standast ströngustu hrein- lætiskröfur. Kindahausarnir ku iðulega vekja hrylling útlendinga en virka kunn- uglega á Íslendinga. Í veislum er það hlutverk gestsins að skera hausana og á að velja bitana af kostgæfni, þeir elstu fá mýkstu partana en þeir yngstu fá eyrun svo þeir læri að hlusta á fullorðna. Heilu hrossaskrokkarnir eru hengd- ir hér upp eins og gert hefur verið öldum saman. Ekki er að undra að á sögusöfnunum gefi að líta tann- stöngla frá hinum ýmsu tímabilum, enda hrossatægjur gjarnar á að festast í tönnunum. Kasakstan lá eitt sinni á hrað- brautinni milli austurs og vesturs þegar úlfaldalestir fóru hér í gegn með varning sinn. Eftir lok kalda stríðsins hófu flutningalestir aftur að fara þessa leið og tekur ferðin frá Evrópu til Kína um átján daga. Stefnt er að því að taka háhraða- farþegalest í gagnið á næstu árum og verður þá hægt að fara landleið- ina á milli London og Beijing á tveimur sólarhringum. Í fyrirsjáan- legri framtíð má búast við stórauk- inni traffík á þessum slóðum og enginn fagnar alheimsvæðingunni meir en íbúar stærsta landlukta rík- is í heimi, sem var lokað af frá um- heiminum öldum saman. Söshu liggur á að giftast og vill eignast börn til að gleðja móður sína. En ég var rétt að verða fjöru- tíu og eins, of ungur til að giftast, hvað þá eignast börn. Hún grýtir blómunum á eftir mér þegar ég fer. Síðar kemst ég að því að hún not- aðist við myndirnar sem ég tók af henni á fjallstindinum á stefnumóta- síðu þar sem hún kynntist Banda- ríkjamanni, giftist og flutti til Ari- sóna. Allt fer víst vel að lokum. Einræðisherra í útrás Við hættum okkur ekki lengra til austurs en Almaty. Hin Mið-Asíu- lýðveldin fjögur sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum; Kirgistan, Úsbek- istan, Tadsíkistan og Túrkmen- istan, verða að vera áfram ráðgát- ur. Af Nursultan Nazarbajev er það að frétta að hann lét af embætti í mars 2019, sjötíu og níu ára gamall, og hafði þá setið á valdastóli í um þrjá áratugi, lengur en nokkur þá- verandi þjóðarleiðtogi sem ekki er af konungakyni. Í þakklætisskyni fyrir störf hans var höfuðborgin endurskírð og heitir nú Nursultana. Nazarbajev heldur þó enn um þá þræði sem hann vill halda um. Sumir spá því að Pútín muni velja álíka kost þegar hans tími kemur, þótt ólíklegt sé að Moskva verði endurskírð Pútínka eða Pútíngrad, enda hefur hún verið til mun lengur en hann. Við getum þó ekki stillt okkur um að minnast örlítið á Túrkmen- basa í Túrkmenistan, sem er vafa- lítið sá litríkasti af þjóðarleiðtogum þeim sem tekið hafa við völdum í fyrrum Sovét. Og er þá nokkuð sagt. Þegar Túrkmenbasi ákvað að stíga fram á ritvöllinn og gaf út bók sína Ruhnama var hann í aðstöðu sem flestir rithöfundar geta aðeins látið sig dreyma um. Landsfaðirinn átti ekki aðeins greiða leið inn á námsskrá skólanna heldur gat látið fangelsa eða myrða aðra höfunda að vild. Með þessum ráðum og öðr- um var séð til þess að Ruhnama var eina bókin í jólabókaflóði Túrkmen- istan ár eftir ár, og ásamt Kór- aninum svo til sú eina sem var fá- anleg í landinu. Heimildarmyndin Í skugga hinn- ar helgu bókar eftir Finnann Arto Halonen fjallar um tilraunir Basa til að slá í gegn á alþjóðavísu sem hefur reynst nokkuð torsóttara. Bók hans hefur vissulega verið þýdd á fjörutíu tungumál en er ekki áberandi í bókabúðum utan heima- landsins. Ástæðan fyrir öllum þess- um þýðingum reynist heldur ekki vera sú að slegist hafi verið um hana á bókamessum. Það kemur í ljós að besta leiðin fyrir erlend fyrirtæki til að fá að- gang að gríðarlegum náttúruauð- lindum landsins er sú að kosta þýð- ingu á verkinu. Hafa ýmis fyrirtæki nýtt sér þennan kost, svo sem Am- erican Caterpillar, Daimler- Chrysler og Siemens. Helsti bak- hjarl bókaútgáfunnar er ríkasti maður Tyrklands sem hlaut að launum ráðherraembætti í Túrk- menistan án þess að vera þar með ríkisborgararétt. Gott ef íslenska fánanum bregður ekki fyrir þegar sýnt er í myndinni hvaða lönd hafa gefið út bókina. Ekki hefur mér þó enn tekist að finna hana í Eymundsson. Í ný-stan-löndum Mið-Asíu Bókarkafli | Valur Gunnarsson, sagnfræð- ingur, rithöfundur og blaðamaður, hefur búið í Eistlandi og Rúss- landi og heimsótt flest hinna fyrrverandi Sovétríkja. Í bók sinni Bjarmalönd segir hann frá ferðalögum sínum og fræðistörfum. Morgunblaðið/Eggert Víðförull Valur Gunnars- son er margfróður um löndin sem áður voru aust- an Járntjalds, enda hefur hann heimsótt flest hinna fyrrverandi Sovétríkja. Sími 555 3100 www.donna.is Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð og hjartastuðtæki björguðu lífimínu Ég lifði af

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.