Morgunblaðið - 28.06.2021, Síða 32

Morgunblaðið - 28.06.2021, Síða 32
Heimildarmyndin Á móti straumn- um var frumsýnd í Bandaríkjunum 25. júní sl. en í henni segir af lífs- hlaupi Veigu Grétarsdóttur, kyn- leiðréttingu og ferðalagi hennar á kajak í kringum Ísland. Myndin er eftir Óskar Pál Sveinsson og er nú sýnd í kvikmyndahúsum í New York og Los Angeles. Framleiðandi myndarinnar er Klikk Productions ásamt Pétri Einarssyni og í gær var önnur heimildar- mynd framleidd af fyrirtækinu, Rebel Hearts, frumsýnd á sjónvarpsstöðinni Discovery+. Sú fjallar um baráttu sem nunnur kaþólsku reglunnar Sisters of the Immacu- late Heart í Los Angeles hófu gegn feðraveldi kaþólsku kirkjunnar fyrir 50 árum. Í haust verður svo frumsýnd stuttmynd sem fyrirtækið framleiddi, Footsteps On The Wind, sem fjallar um flóttamenn og er sögð frá sjón- arhóli barna á flótta. Klikk Productions var stofnað árið 2002 af Kristínu Ólafsdóttur, leikstjóra og framleið- anda, og hefur það að markmiði að framleiða myndir tengdar mannúðarmálum. Á móti straumnum í Bandaríkjunum MÁNUDAGUR 28. JÚNÍ 179. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Valur hefur fimm stiga forskot á Breiðablik eftir leiki gærdagsins í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu. Ís- landsmeistarar Vals náðu ekki að landa sigri gegn Fylki á Hlíðarenda þrátt fyrir að hafa verið 1:0 yfir þegar skammt var til leiksloka. Á ýmsu gekk á lokakafla leikjanna þriggja sem fram fóru í gær en Breiðablik skoraði til að mynda tvívegis á lokamínútunum gegn nágrönnum sínum í HK. Breiða- blik og Víkingur eiga leik og leiki til góða á Val og topp- baráttan gæti því átt eftir að harðna. »26 Á ýmsu gekk á lokamínútunum í knattspyrnuleikjum gærdagsins ÍÞRÓTTIR MENNING ÞINN STUÐNINGUR ER OKKAR ENDURHÆFING Ljósavinir hafa snert líf mitt án þess að vita það. Komdu í hópinn! ljosid.is Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Félagarnir Hjörleifur Valsson fiðlu- leikari og Jónas Þórir, orgel- og píanóleikari, hafa unnið mikið saman í gegnum árin og halda tvenna tón- leika fyrir norðan á jafnmörgum dögum í vikulok. „Við ætlum að leika okkur saman eins og við gerðum í fyrrasumar,“ segir Jónas Þórir og vísar til tónleikaferðar þeirra um landið í fyrra, þar sem þeir spiluðu, sögðu sögur í bland og spjölluðu við áheyrendur. Leiðir tónlistarmannanna lágu fyrst saman fyrir um aldarfjórðungi og síðan hafa þeir lært inn á hvor annan jafnt og þétt. Þeir hafa komið fram saman í ýmsum verkefnum eins og við kirkjulegar athafnir, í veislum af ýmsum toga og á tón- leikum. „Við þekkjumst orðið afar vel síðan Hjörleifur gekk mér í föð- urstað um miðjan tíunda áratuginn,“ segir Jónas Þórir. „Við pabbi, Jónas Þórir Dagbjartsson, spiluðum fyrir þann tíma lengi saman og þegar hann hætti rúmlega áttræður hljóp Hjörleifur í skarðið,“ útskýrir hann. Hoknir af reynslu Vinirnir leika mjög fjölbreytta tónlist, allt frá Bach til Bítlanna, og draga upp úr gullkistunni það sem best á við hverju sinni á yfirreiðinni um landið. „Við leikum okkur með klassíkina, spinnum heilmikið, út- setjum og búum til okkar eigin tón- list,“ segir Hjörleifur. Austurevr- ópsk tónlist á sérstaklega upp á pallborðið hjá honum og hann hefur haldið sambandi við kennara sinn í Prag og spilar þar reglulega. „Við verðum með mjög ólíka stíla og stefnur, tónlist sem við höfum þróað í gegnum árin, okkar tónmál.“ Fyrri tónleikarnir verða í Ak- ureyrarkirkju á föstudagskvöld og hefjast klukkan 20. Seinni tónleik- arnir verða í Þorgeirskirkju á Ljósa- vatni og byrja klukkan 14. Síðan stendur til að fara vestur á firði, um Suðurland og víðar en hvar og hve- nær er ekki frágengið. Þó er ljóst að þeir verða í Skálholtskirkju klukkan 20 föstudagskvöldið 16. júlí í tengslum við Skálholtshátíð og þeir ljúka yfirreiðinni í Hallgrímskirkju síðsumars. „Við verðum með bland- að prógramm og tökum mið af hverj- um stað,“ áréttar Jónas Þórir. Hann er kantor í Bústaðakirkju, byrjaði að spila á fiðlu en lauk síðan námi í org- el- og píanóleik á Íslandi áður en hann fór í framhaldsnám í Noregi. Hjörleifur kennir fiðluleik og hef- ur verið sjálfstætt starfandi hljóð- færaleikari í Noregi síðan 2010. Hann er frá Húsavík, ólst líka upp á Ísafirði, þar sem hann féll fyrir tón- listinni, lærði síðan í tónlistarháskól- anum í Noregi og tók meistaranámið í Prag og Þýskalandi. „Það er alltaf gaman og hressandi að koma heim og spila,“ segir hann. Fyrirbyggjandi aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins seinkuðu samæfingum, en Hjörleifur þurfti að vera í sóttkví í fimm daga eftir kom- una til landsins 17. júní. Þeir hafa samt náð að stilla vel saman streng- ina, eru spenntir fyrir verkefninu og segja að ánægjulegt verði að rifja upp liðna tíð í tónum og tali. „Við höfum upplifað margt og mikið og skemmtilegt verður að tengjast áhorfendum með sögum og spili,“ segir Hjörleifur. Vinir rifja upp liðna tíð í tónum og tali - Hjörleifur Valsson og Jónas Þórir með tónleika fyrir norðan Ljósmynd/Jón Svavarsson Líf og fjör Hjörleifur Valsson og Jónas Þórir í góðri sveiflu. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Í Hallgrímskirkju Hjörleifur Valsson og Jónas Þórir á æfingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.