Morgunblaðið - 05.06.2021, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚNÍ 2021 7
BYGG býður þér til starfa
Verkstjóri
Óskað er eftir vönum og ábyrgum verkstjóra með
byggingarstjóraréttindi. Framtíðarstarf.
Upplýsingar veitir Gunnar S: 693-7310
– gunnar@bygg.is
Uppsláttarsmiðir
Óskað er eftir vönum uppsláttarsmiðum í
uppmælingu, næg verkefni framundan.
Upplýsingar veitir Gunnar S: 693-7310
– gunnar@bygg.is
www.bygg.is
BYGG byggir á 37 ára reynslu á íslenskum byggingamarkaði.
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. (BYGG)
hefur á undanförnum árum byggt yfir 3.000
glæsilegar íbúðir á almennum markaði. Fyrirtækið
hefur einnig byggt íbúðir fyrir Félag eldri borgara
og húsnæðisnefndir í Reykjavík og Kópavogi.
Hjá fyrirtækinu starfa nú um 160 manns og er
meðalstarfsaldur hár. Öll verkefni fyrirtækisins eru
á höfuðborgarsvæðinu. Hjá fyrirtækinu er öflugt
starfsmannafélag. Traust atvinna í boði.
Yfirlæknir
Sjúkratryggingar Íslands óska eftir að ráða
yfirlækni í 100% starf á Réttindasviði
stofnunarinnar. Um er að ræða fjölbreytt
og krefjandi stjórnunarstarf.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Stjórnun læknadeildar SÍ
• Læknisfræðileg ráðgjöf vegna verkefna Sjúkra-
trygginga Íslands s.s. vegna mats á gæðum
þjónustu, forgangsröðun og fleira
• Ráðgjöf varðandi gagnreynda læknisfræði
• Samskipti við lækna og sjúkrahús, innanlands og
utan, vegna læknismeðferðar erlendis
• Aðkoma að ákvörðunum varðandi sjúklingatryggingu
og slysatryggingar (bótaskylda og mat á miska)
Hæfniskröfur
• Sérfræðiviðurkenning í læknisfræði
• Starfsreynsla sem sérfræðingur æskileg
• Þekking og reynsla á sviði gagnreyndrar læknisfræði
æskileg (s.s. gerð klínískra leiðbeininga)
• Reynsla af matsstörfum æskileg
• Nákvæmni í starfi, vönduð og skipuleg vinnubrögð
• Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi og hæfni
til að starfa sjálfstætt sem og í hópi
• Jákvætt viðmót og samskiptahæfileikar
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála-
og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um störfin
á heimasíðu Sjúkratrygginga: www.sjukra.is/starf.
Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt
kynningarbréfi. Öllum umsóknum verður svarað þegar
niðurstaða um ráðningu liggur fyrir. Bæði karlar og
konur eru hvött til þess að sækja um starfið.
Umsókn gildir í 6 mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu
hennar www.sjukra.is
Umsóknarfrestur er til og með 10.06.2021
Nánari upplýsingar veitir María Heimisdóttir,
maria.heimisdottir@sjukra.is, sími 515 0000.
GENERAL
SERVICES CLERK
Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu
General Services Clerk lausa til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til og með 20. júní
2021. Frekari upplýsingar er að finna á
heimasíðu sendiráðsins:
https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/
Umsóknir skulu sendar í gegnum Electronic
Recruitment Application (ERA)
The U.S. Embassy in Reykjavik is seeking
an individual for the position of General
Services Clerk.The closing date for this
postion is June 20, 2021. Application
instructions and further information can be
found on the Embassy’s home
page:https://is.usembassy.gov/embassy/jobs/
Applications must be submitted through
Electronic Recruitment Application (ERA)
Laugargerðisskóli
á Snæfellsnesi
auglýsir eftir starfsfólki
Við leitum eftir umsækjendum í eftirfarandi stöður
fyrir skólaárið 2021-2022.
• Íþróttakennara í 30% stöðu
• Almenna kennslu 70%
• Umsjónarkennara yngsta stigi 100%
• Stuðningsfulltrúum
• Skólaliða
• Matráð
Laugargerðisskóli er sveitaskóli með 10 nemendur
í 1.-10. bekk.
Lögð er áhersla á fjölbreytta, skapandi og sveigjan-
lega kennsluhætti og einstaklingsmiðað nám.
Umsóknarfrestur er til 20. júní 2021.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður, skólastjóri í síma:
897 3605 eða tölvupóst siggi@laugargerdisskoli.is.
Við leiðum
fólk saman
hagvangur.is
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Aðstoðarmaður
tannlæknis
Tannlæknastofa í Reykjavík óskar eftir aðstoðarmanni
eða tanntækni í 95-100% starf.
Kostur er að viðkomandi hafi lokið tanntæknanámi, en
starfsreynsla þar sem reynir á þjónustulund, frumkvæði,
mannleg samskipti og vönduð vinnubrögð eru mikils
metin.
Æskilegt er að geta hafið störf eftir miðjan ágúst en
annars eftir nánara samkomulagi.
Þau sem hafa áhuga á þessu starfi eru vinsamlegast
beðin um að senda upplýsingar um sig og meðmæli á
netfangið flottartennur@gmail.com fyrir 18. júní nk.
Fullum trúnaði er heitið.