Morgunblaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 2
Varan inniheldur aha-sýrur og grænt te. Þetta er gel- kenndur djúphreinsir sem verður að olíu og fjarlægir dauðar húðfrumur. Notkun djúphreinsa hámarkar virkni virkra efna í andlitskremum og andlitsmöskum. V örurnar frá Guinot eru vandaðar og henta sérlega vel fyrir karlmenn. Hér eru nokkrar vörur sem mælt er með fyrir karla. Eye Fresh-augnkrem Endurnýjandi og rakagefandi augnkrem sem inniheldur koffein sem dregur úr þrota og baugum. Kremið er borið á með áfastri stálkúlu sem gefur kælandi áhrif. Kremið hefur afeitrandi áhrif á augnsvæðið og mýkir húðina. Notað kvölds og morgna. Hydra Beauty-rakamaski Maskinn hentar öllum húðgerðum. Hann þéttir húð- holur og veitir djúpan raka. Til að hámarka virkni virkra efna er gott að nota andlitsdjúphreinsi. Gommage Biologic-andlitsdjúphreinsir Krem fyrir karla sem hitta í mark Karlmenn leitast við að hafa húðina sína ferska og fallega. Það sem er vinsælt um þessar mundir er eitthvað sem enginn ætti að missa af. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is 2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is, Elínrós Líndal elinros@mbl.is Auglýsingar Jón Kristinn Magnússon jonkr@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Kristinn Magnússon U m daginn sást til íslensks karls á Vinnustofu Kjarval við Austurvöll þar sem hann var búinn í sitt fínasta púss á hefðbundnum fimmtu- degi. Hann var klæddur í glæsileg smóking-jakkaföt og var eins og James Bond lifandi kominn. Þegar félagar hans höfðu orð á því að hann væri kannski helst til of fínn í tauinu kom í ljós að þetta var það eina sem var hreint í fataskápnum hans. Maðurinn hafði nýlega gengið í gegnum hjónaskilnað sem hafði skert lífs- gæði hans töluvert. Sér í lagi þegar kom að fataskáp hans. Fyrrverandi eig- inkonan hafði verið í sjálfboðaliðastarfi sem verkstjóri þvottahúss heimilisins. Hún hafði lagt mikinn metnað í þetta ólaunaða starf og séð til þess að maðurinn ætti alltaf hreinar nærbuxur og sokka, ætti stæðurnar af straujuðum skyrtum og pressuðum buxum og að bindin væru ekki með sósublettum. Þegar hún var ekki lengur hluti af lífi hans tæmdist fataskápurinn á ógnarhraða. Svo vaknaði hann þennan fimmtudag við þann súra raunveruleika að það eina sem hreint var í fataskápnum voru smóking-fötin sem hann hafði kvænst í á sínum tíma. Ef maðurinn hefði verið að fara að útskrifast eða ganga í hjónaband hefðu föt- in átt vel við en þar sem hann var bara að fara í vinnunna á skrifstofunni og drekka bjór með félögum sínum eftir vinnu þá stungu fötin dálítið í stúf. Hann var aðeins of mikið. Svolítið eins og fíll í dótabúð. Ekki er vitað hver örlög þessa manns urðu. Hvort hann hafi farið í smóking-fötunum í Kringluna daginn eftir og fyllt á fataskápinn eða hvort hann hafi lært á þvottavélina og ákveðið að taka málin í sínar hendur. Líklegast er þó að hann hafi drifið sig í því að finna sér kærustu sem gæti séð um að þvo fötin hans svo hann gæti haldið áfram að vera sá sem hann er og þyrfti ekki að lyfta litla fingri í þvottahúsinu. Rannsóknir sýna að fólk leitar oftar en ekki í sama farið ef það fer í gegnum hjónaskilnað. Það er að segja ef það leitar sér ekki andlegrar aðstoðar til að fá meira út úr lífinu. Þetta er svona eins og með konuna sem skildi við fyrsta eiginmann sinn því hann drakk aðeins of mikið um helgar en byrjaði svo með næsta manni sem drakk ekki bara um helgar heldur líka á virkum dögum. Það var ekki fyrr en hún fór að sækja Al Anon-fundi að hún áttaði sig á munstrinu sem hún var föst í. Að öðru. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri leggur mikinn metnað í klæðaburð sinn og segir að fólk sem ætlar að láta taka sig alvarlega verði að klæða sig í samræmi við það. Eins mikið og smóking-föt mannsins á Kjarval stungu í stúf á fimmtudegi myndu netabolur og leðurbuxur stinga í stúf ef Ásgeir mætti í slíkum fatnaði þeg- ar hann væri að kynna stýrivaxtabreytingar. Ef það er eitthvað sem mæður drengja þessa lands gætu lagt til í uppeldinu þá væri það einmitt að kenna sonum sínum að vera snyrtilegir til fara. Kenna þeim á þvottavél, að strauja skyrtur, pressa buxur og hreinsa á sér húðina kvölds og morgna. Þessar strákamæður þurfa þó að sýna þolinmæði og missa ekki móð- inn þegar þeim líður eins og þær séu að tala við vegginn. Ef strákamæður þessa lands grípa ekki til sinna ráða gætu synir þeirra endað í smóking-fötunum á Kjarval. Það væri verra. Í smóking-fötum á Kjarval MartaMaría Jónasdóttir Luna Rossa Carbon frá Prada er seiðandi og herra- legur ilmur. Hann hefur ferskleika lofts og er kröft- ugur eins og óbrjótandi grjót. Málmkennd laven- der, grænn sítrus, ljómandi patchouli-viður og trjákvoða gefa dáleiðandi blöndu ilmsins. Aqua Di Gio Profondo Lights er nýjasta viðbótin í herralínu Giorgio Armani. Ferskur, náttúrulegur og ákafur ilmur sem dregur fram leyndardóma hafsins með grænni mandarínu, kardimommu og kröftugum sjávar- og viðarnótum. Y er einn vinsælasti herrailmur YSL á Íslandi. Þennan ilm geta allir herrar notað, metnaðarfullir, tímalausir, hugrakkir og ögrandi í anda Lenny Kravitz sem er andlit ilmsins. Kraftmikill ferskleiki með dýpt við- artóna. WhYnot? Til að vita hvert þú ert að fara þarftu að vita hvaðan þú komst. Valentino Born in Roma Yellow Dream er herrailmur bjartsýni sem dregur fram nýja orku og jákvæðni. Inn- blástur ilmsins er sóttur í menningu Rómar og einstaka sól- arupprás borgarinnar. Ilmurinn inniheldur ferskleika ítalskrar mandarínu og ananansþykknis, ávanabindandi engifer og kraft vanillu og sedrusviðar. Polo Cologne intense er nýr ilmur frá Ralph Lauren með samsetningu greipaldins, salvíu og patchouli sem gefa honum mikla dýpt. Polo kom á markað árið 1978 og var fyrsti chypre-herrailmurinn á markaðnum. Inn- blásturinn í Cologne Intense er hugmyndaríkur og skapandi maður sem sækir í félagsskap. Antaeus Eau de Toilette frá Chanel er óður til grísku goðanna. Anateus er arómantískur leður- og viðarilmur sem var hleypt af stokkunum 1981 og verður því fertugur í ár. Óaðfinnanleg krydd- blanda sem fær fólk til að stoppa og snúa sér við. Jean Paul Gaultier – Le Male er vinsælasti ilmur fyrirtækisins frá upphafi og seljast hvorki meira né minna en fimm glös af honum á hverri mínútu. Ilmurinn lyktar af kryddi og kynþokka. Það sem fullkomnar blönd- una er toppur af vanillunótum sem framkalla goðsagna- kennda ímynd hins kynþokkafulla sjóara frá stríðsárunum. Carolina Herrera – Bad Boy endurspeglar nútímaherra- mennsku. Sterkur en viðkvæmur, djarfur en yfirvegaður. Elding sem færir þér viðar- og piparnótur með einum úða. Bad Boy veit hver hann er og lætur alla eftir sér taka! Dolce & Gabbana – Light Blue Forever er nýjasta viðbót í Dolce & Gabbana. Hann er ferskur og seiðandi sítrusilmur sem fagnar fjölbreytileikanum og ei- lífri ást. Innblástur ilmsins má rekja til Capri-eyja á Ítal- íu, með frísklegum blóðappelsínu- og sítrónunótum sem undirstrika mjúka musk og hlýjan sedrusvið. Er hægt að finna betri lykt? Fátt er meira aðlaðandi en vel lyktandi karl. Mörg stærstu ilmmerki heims gefa út nýja ilmi fyrir sumarið og 2021 er engin undantekning. MartaMaríamm@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.