Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Blaðsíða 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.6. 2021 Á hverju ári lærum við ný orð. Við höf-um til dæmis reynt að temja okkur aðtala um smitrakningu, ferðagjöf, þrí- eykið, grímuskyldu og nú síðast bólusetning- arlottó. Við höfum líka lært að tala um PCR- próf, mRNA, sýnatökupinna og margt fleira sem við höfðum ekki hugmynd um hvað þýddi (og sumir hafa ekki enn). Tískuorðið síðustu ár hefur hins vegar verið orkuskipti. Nánast öll umræða í loftslags- málum hefur snúist um að við eigum að hætta að brenna eldsneyti og nota þess í stað sjálf- bæra orku – sem í okkar tilfelli er að sjálf- sögðu rafmagn. Það er nóg til af því. Við hjónin höfum tekið þátt í þessu af mikilli samviskusemi. Við eigum núna tvo rafmagns- bíla, rafmagnshjól og hlaupahjól. Ég held að það sé ekki hægt að segja annað en að við höf- um staðið við okkar hluta og finnst eiginlega að við ættum að fá einhvers konar medalíu fyrir hvað við erum dugleg. En það er ekki eins og við séum ein í þessu. Við fórum hringinn fyrir tæpum tveimur ár- um. Ákváðum að fara á rafmagnsbíl til Seyð- isfjarðar og þaðan lengri leiðina heim. Það gekk fínt. Það kallaði á örlítið breytta hegðun þegar kom að því að stoppa. Í stað þess að stökkva inn og grípa sér pylsu þurftum við að gefa okkur smá tíma til að hlaða bílinn. Það reyndist reyndar mjög skemmtilegur hluti af ferðinni og gerði það að verkum að við sáum ýmislegt annað í bæjunum en bara bensín- stöðvar. Ég get heilshugar mælt með svona ferða- lagi, sérstaklega þegar í bílnum er bara fólk sem er með góðan skammt af þolinmæði. Það er aðeins öðruvísi að ferðast með börn sem hafa mögulega ekki sömu þörf fyrir að vera alltaf að stoppa og skoða eitthvað sem er ekki í símanum þeirra. Lengri ferðalögum var slegið á frest í heimsfaraldrinum en svo kom að því að fara norður. Það gekk reyndar allt saman fínt enda ekki margir á ferðinni. En það sem kom á óvart var að á þessum tveimur árum gátum við ekki séð að tekist hefði að bæta við einni einustu hraðhleðslustöð á leiðinni frá Reykja- vík til Akureyrar. Hleðslustöðvar eru mismunandi. Venjulega eru tvær tegundir, 22 kw (kílóvatta) eða 50 kw. Svo eru reyndar til enn kraftmeiri en þær virka ekki á alla bíla. Allir sem eru í langferð vilja frekar nota stærri hleðslu sem getur bætt við allt að 200 kílómetrum á klukku- stund. Þessar minni eru að dunda sér við 50 kílómetra á hverja klukkustund í hleðslu. Við nennum því ekki. Nú er það svo að til þess að geta ekið frjáls um landið þá þurfum við rafmagn. Og á þess- ari leið (frá höfuðborgarsvæðinu til Akureyr- ar) er bara að finna fimm staði til að hlaða og á hverjum þeirra er bara ein alvörustöð. Það hefur ekkert breyst á tveimur árum, þótt öll þjóðin hafi verið með orkuskipti á heilanum. Nú er ég ekki að biðja ríkið um að búa til nýja Straumvæðing- arstofnun þjóðveganna. Alls ekki. Ég vil bara geta fengið að hlaða bílinn á leiðinni og ekki þurfa að hafa áhyggjur af að börnin slasi hvert annað í aftursætinu á klukkutíma bið í rign- ingu í Staðarskála eftir að einhver klári að hlaða. Ég hefði líka haldið að þetta væri ágætur bissniss að selja rafmagn. Sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt áætlunum eigum við öll að aka á rafmagni eftir nokkur ár. Heima hjá mér borga ég um 14 krónur fyrir hverja kíló- vattstund. Á hleðslustöð er gjaldið orðið rúm- lega þrefalt (50 kr.) og getur meira að segja farið upp í að verða rúmlega fjórfalt á 150 kw stöð (65 krónur). Því segi ég: Ef þið viljið að við höldum áfram á þessari leið okkar til kolefnisjöfnunar, umhverfisvænsku og hvað þetta allt heitir. Er- uð þið þá ekki til í að hysja aðeins upp um ykkur? Takk. ’ Ég held að það sé ekki hægt að segja annað en að við höf- um staðið við okkar hluta og finnst eiginlega að við ættum að fá einhvers konar medalíu fyrir hvað við erum dugleg. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Hin hægu skipti Við þessa dagsetningu er yfir-leitt staðnæmst þegar tíma-setja á upphaf ofsókna Tyrkja á hendur Armenum sem end- uðu í þjóðarmorði fyrir rúmum eitt hundrað árum. Þá var allt að einni og hálfri milljón Armena útrýmt. Hinn 24. apríl árið 1915 hófust fjölda- handtökur á forystufólki Armena, fangelsanir og brottvísun úr landi, síðan varð atburðarásin harkalegri og blóðugri. Aðdragandinn að þessum hamför- um af mannavöldum var allnokkur, upplognar ásakanir um sviksemi gagnvart tyrkneska Ottómanveldinu voru efst á blaði en stóri glæpurinn var að Armenar voru almennt kristnir, vildu hlúa að menningu sinni og arfleifð og grunaðir um að geta hugsað sér að búa í eigin ríki. Það var að sjálfsögðu talin ógn við Ottóman- veldið og síðan Tyrkland sem reis á rústum þess og barði af hörku niður allar þjóðernishreyfingar innan landamæra sinna. Kemal Ata- türk, sem komst til valda í Tyrk- landi að lokinni heimsstyrjöldinni fyrri, mátti þann- ig ekki heyra á Armena minnst og Kúrdar, sem töldu milljónir, voru heldur ekki til samkvæmt hans orðaforða nema þá sem „fjalla-Tyrkir“. Þjóðarmorðið á Armenum fór þannig fram, að haldið var með matarlaust fólkið í gríðar- fjölmennum dauðagöngum út í eyði- mörkina suður og austur af núver- andi landamærum Tyrklands, þar sem nú er norðanvert Sýrland og vestanvert Írak. Fáir komust á leið- arenda í fangabúðir sem biðu fólks- ins. En slíkt var ofbeldið á þessari vegferð að fáir komust á þessa lítt fýsilegu áfangastaði. Fram að heimsstyrjöldinni síðari var víða litið á þetta þjóðarmorð sem mesta glæp mannkynssögunnar til þessa. Tyrkir hafa aldrei viðurkennt að þarna hafi verið um útrýmingu á þjóðarbroti að ræða heldur sé hitt nær sanni að um um þrjú hundruð þúsund Armenar hafi látið lífið í drepsótt sem upp hafi komið þegar fólkið lagði land undir fót. Vegna þessa hefur Armenum þótt mikils virði að þjóðir heims viður- kenndu þennan glæp og heimurinn horfðist þannig í augu við þögn sína og afskiptaleysi á þeim tíma sem þessir atburðir áttu sér stað. Þetta hafa einar þrjátíu þjóðir nú gert, þar á meðal Frakkar, Þjóðverjar, Kan- adamenn og svo nú Bandaríkin. Þannig að nú fer að vera óhætt fyrir Alþingi að samþykkja ágæta þings- ályktunartillögu Andrésar Inga Jónssonar og fleiri sem liggur fyrir Alþingi þessa efnis en hún er sam- stofna því sem Margrét Tryggva- dóttir átti frumkvæði að árið 2012. Þau ríki sem hér eru nefnd eru allt NATÓ-félagar Tyrkja og þess vegna kannski ekki við öðru að búast en að í yfirlýsingu Bidens forseta BNA frá 24. apríl síðastliðnum, um þetta ald- argamla þjóðarmorð, skyldi tekið fram að í viðurkenningunni væri eng- in ásökun fólgin, aðeins að slíkir at- burðir mættu ekki endurtaka sig. En gott og vel, þá er líka að reyna að standa við það í samtímanum. Suður í Tyrklandi var annar mað- ur með augun á þessari dagsetningu í apríl síðastliðnum. Það var Erdogan Tyrklandsforseti sem á þessum minningardegi þjóðarmorðsins sendi herflugvélar á loft til að hefja alls- herjarárás á Kúrda í Norð- austur-Sýrlandi og Norðvestur- Írak. Þessum svæðum Kúrda vill hann ná undir tyrknesk yfirráð jafnframt því sem hann minnir Kúrda á hvaða lærdóma sagan geymi um þá sem ekki sýni skilyrð- islausa undir- gefni. Hér eru engar tilviljanir í skilaboðum því á þessum slóðum hefur fólk engu gleymt, hvorki því sem gerðist á öndverðri öldinni sem leið, hvað þá ofsókna- hrinunni í Suðaustur-Tyrklandi gegn Kúrdum frá miðju ári 2015 og fram á árið 2017. Þá voru byggðir lagðar í rúst, hundruð þúsunda hrakin á flótta, menningarminjar eyðilagðar, aftökur, mannrán, fangelsanir og of- beldi, svo skefjalaust að mannrétt- indadómstóll í París komst að þeirri niðurstöðu að Tyrkir hefðu gerst sekir um glæpi gegn mannkyni. Ég var viðstaddur Parísar- réttarhöldin í mars 2018 og bauð í kjölfarið nokkrum vitnanna að segja frá reynslu sinni á áhrifamiklum fundi í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavik ársbyrjun árið 2019. Enn er þess beðið að Sameinuðu þjóðirnar láti frá sér fara afgerandi mótmæli vegna eyðileggingar á menningarverðmætum sem þessi al- heimsstofnun setti á heimsminjaskrá til ævarandi varðveislu, en tyrkneski herinn eyðilagði vísvitandi, að ekki sé minnst á skefjalaust ofbeldið sem þarna var látið viðgangast af hálfu bandalagsríkja. Ekki geri ég mér minnstu vonir um að NATÓ-ríkin ásaki neinn fyrir framangreint ofbeldi eða ofbeldis- hrinuna sem nú er hafin. En væri ekki til íhugunar að fyrir Íslands hönd yrði því hvíslað í eitthvert vin- areyrað á næsta NATÓ-fundi að varla sé það sæmandi að bíða í hundrað ár með að gangast við eigin þögn þegar mannréttindin eru brot- in. 24. apríl Úr ólíkum áttum Ögmundur Jónasson ogmundur@ogmundur.is ’ Suður í Tyrklandi var annar maður með augun á þessari dagsetn- ingu í apríl síðastliðnum. Það var Erdogan Tyrk- landsforseti sem á þess- um minningardegi þjóð- armorðsins sendi her- flugvélar á loft til að hefja allsherjarárás á Kúrda í Norðaustur-Sýrlandi og Norðvestur-Írak. Íbúar Jerevan í Armeníu minntust þjóðarmorðsins á Armenum 23. apríl. AFP Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Bústoð er umboðsaðili fyrir Skovby Þú færð vörurnar hjá okkur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.