Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Síða 10
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.6. 2021
Á
stþrúður Kristín Jónsdóttir, köll-
uð Ásta, tekur á móti blaðamanni
í íbúð sinni í Bryggjuhverfinu þar
sem hún hefur búið sér og sonum
sínum fallegt heimili. Hún býður
í bæinn en Ásta gengur hægum skrefum um
íbúðina, enda finnur hún til í hverju skrefi eftir
skelfilegt hestaslys. Ásta býður upp á svalandi
sódavatn og kemur sér vel fyrir í mjúkum bláum
sófa þar sem hún rekur sögu sína, en lífið snerist
sannarlega á hvolf fyrir tveimur mánuðum.
Ásta hefur unnið víða um heim, mest við
markaðs- og sölumál, meðal annars fyrir
L’Oréal og síðar Pharmaco og víðar. Þegar
Ásta átti von á frumburðinum árið 2000 flutti
hún alkomin heim en hafði þá búið og starfað í
Þýskalandi.
„Ég tók „síðustu“ vélina heim sem hægt var,
komin sjö mánuði á leið,“ segir hún og brosir.
Fæðingin átti eftir að taka verulega á, en
drengurinn var tekinn með keisara og Ásta
varð sífellt meira veikburða. Það varð henni til
lífs, er hún sannfærð um, að systir hennar, sem
er svæfingarhjúkrunarfræðingur, sá að ekki
var allt með felldu.
„Hún hleypur og nær í blóðþrýstingsmæli
og það mældist varla blóðþrýstingur, enda var
ég komin með miklar innvortis blæðingar,“
segir Ásta og segist hafa verið drifin inn í að-
gerð samstundis.
„Ég á henni lífið að launa.“
Ásta segist finna mikinn mun á þjónustu-
stiginu nú og fyrir tuttugu árum.
„Þarna var ég aldrei óörugg. Það gerðist allt
mjög hratt en allt fór vel. Ég sá það síðar í
læknaskýrslum að ég hafði misst meira en
helming af blóði líkamans og þurfti á blóðgjöf
að halda,“ segir Ásta og segir það hafa verið
átök, en barnaleik miðað við það sem hún lenti
í nýlega.
Með varanlegan lungnaskaða
Ásta stundaði hestamennsku sem unglingur
en hafði lagt það sport á hilluna, enda enginn
tími í annasömu lífi. Nú þegar drengirnir
hennar eru nánast komnir til manns sá hún sér
leik á borði að byrja aftur.
„Það er svo mikil lífsgleði sem fylgir hesta-
sportinu. Á skírdag í fyrra komst ég með í
hestaferð sem var yndisleg og það varð ekki
aftur snúið,“ segir Ásta og segist þá hafa farið
að stunda hestamennsku, enda gott sport að
stunda í heimsfaraldri.
Ásta útskýrir að Covid hafi reynst henni erf-
iður tími, en hún hafði verið svo óheppin fyrir
nokkrum árum að kaupa sér hús sem reyndist
vel myglað. Eftir ár í húsinu var Ásta komin
með lungnaskaða og hefur hún þurft á endur-
hæfingu að halda vegna þess.
„Vegna þess hef ég einangrað mig ansi mik-
ið í Covid, því ef ég fæ flensu eða kvef verð ég
ofsalega lasin og brýt jafnvel rifbein í átök-
unum þegar ég hósta. Flensa er mér jafn-
hættuleg og Covid í rauninni, en ég er með
varanlegan lungnaskaða.“
Ásta segir strákana hafa farið ófáar ferðir
upp á slysó undanfarna tvo áratugi, enda
sprækir ungir menn.
„Sonur minn lenti í mótorkrossslysi, en
hann var eins vel varinn og hægt er; með
hjálm, nýrnabelti og brynju. Það hefur bjargað
honum, það er engin spurning. Hann var með
innvortis blæðingar og brotin rifbein. Ég hef
alveg fengið nasaþefinn af heilbrigðiskerfinu.
Ég lenti líka í bílslysi árið 2018 og er með
brjósklos eftir það. Við erum ekkert svakalega
heppin í þessari fjölskyldu.“
Þetta var rosalegt högg
Hinn tólfta apríl, fyrir rétt um tveimur mán-
uðum, rifu örlögin hressilega í taumana.
„Ég var búin að fjárfesta í bakbrynju fyrir
bæði mig og son minn og ætlaði að nota hana á
hestbaki, skíðum og í hjólreiðum, en ég hjóla
mikið. Eins og heilsan leyfir; ég dett stundum
út vegna lungnanna og vegna brjósklossins,“
segir Ásta.
„Ég var búin að vera að hjálpa til á tamn-
ingastöð mér til gamans og til að byggja mig
upp, því eftir lungnaveikindin var ég ekki að
vinna og það hentar mér engan veginn,“ segir
Ásta.
„Sonur minn hringdi í mig kvöldið fyrir slys-
ið og spurði: „Ertu ekki örugglega að nota
bakbrynjuna á hestbaki?“ Ég svara honum að
ég hafi gleymt því síðustu skipti, en ég skuli
muna það þennan dag. Ég hengdi brynjuna á
hurð í hesthúsinu svo ég myndi örugglega ekki
gleyma henni. Þannig að þennan dag fór ég í
hana,“ segir Ásta, sem lagði svo af stað með
tveimur vinkonum og var stefnan sett á svo-
kallaðan hraunhring. Þær stöllur ákveða svo
að fara stærri hring, í átt að Kaldárseli um
gamla Hvaleyrarvatnsveginn; veg sem er ætl-
aður fyrir alla, hesta, hjól og gangandi.
„Þetta var geggjaður dagur og við ekkert að
flýta okkur. Svo komum við að brekku þar sem
er þéttur skógur á báða bóga en þarna er ein
mjög skörp beygja og erfitt að sjá fyrir hana.
Við erum þarna á hægu brokki þegar ég sé
fjallahjólafólk koma á móti okkur á fjúkandi
siglingu. Ég hrópa „stopp, stopp, stopp“ og
datt í hug að henda mér af baki en svo gerist
allt svo ofboðslega hratt,“ segir Ásta.
„Maðurinn bremsar á hjólinu með tilheyr-
andi væli og látum og svo kemur hún og
bremsar líka og stoppar. Þau bregðast alveg
rétt við en akkúrat koma þau þá inn í sjónsvið
hestanna. Og þó að ég sé á mikið tömdum fjór-
tán vetra hesti, þá prjónar hann og báðir hest-
arnir taka á rás til baka niður brekkuna á
fljúgandi ferð. Svo kemur beygja og þar dettur
vinkona mín af baki og við það fælist minn
hestur. Ég var einmitt rétt að ná stjórn á mín-
um hesti þegar það gerist, en þarna var bíll
sem hafði verið mjög illa lagt, hálfur út á veg-
inn. Hesturinn er þá um það bil að fara á bílinn
en tekur hopp framhjá honum og þá kastast ég
af baki og lendi á bílnum. Ég hryn niður og er
að reyna að ná andanum. Þetta var svo rosa-
legt högg og tíminn er lengi að líða þegar mað-
ur nær ekki andanum,“ segir Ásta og nefnir að
ef bíllinn hefði ekki verið þarna hefði hún náð
stjórn á hestinum.
„Það er mitt ískalda mat.“
Grét af kvölum
Þegar þarna er komið liggur Ásta upp við
dekk bílsins og segist strax hafa gert sér grein
fyrir að hún væri stórslösuð.
„Ég bara vissi það. Það komu strax svo
skelfilegar vítiskvalir og ég var með meðvit-
und allan tímann. Vinkona mín rotaðist hins
vegar og missti meðvitund um stundarsakir.
Hún rankar svo við sér og ég ligg þarna með
áhyggjur af henni. Þá kemur hjólafólkið hlaup-
andi og þau fara að hlúa að okkur, alveg í
sjokki. Þótt ég gæti varla andað var ég að
reyna að ná stjórn á aðstæðum og bið þau að
hringja á sjúkrabíl,“ segir Ásta og segist halda
að það hafi tekið hátt í hálftíma fyrir sjúkrabíl-
ana að koma.
„Mér var líka svo ofboðslega illt innan á lær-
unum; þau loguðu bara. Svo voru skerandi
verkir út frá mjóhrygg, eins og væri verið að
reka hníf í bakið. Það var ofboðslega erfitt að
bíða og það mátti ekkert koma við mig. Ég bið
hjólamanninn að halda undir hjálminn hjá
mér, sem hann gerir. Ég man ekkert hvernig
þau líta út, en man ég hugsaði hve heppin ég
væri að þau væru að hlúa að okkur. Þetta var
bara slys,“ segir hún og telur að bakbrynjan
hafi bjargað miklu.
„Næsta sem gerist er að kona kemur og seg-
ir: „Lenti einhver á bílnum mínum? Ekki að
það skipti máli.“ Svo bara sest hún undir stýri
og keyrir í burtu,“ segir Ásta sem bað hjóla-
fólkið að ná mynd af bílnum því hún vildi að
sjúkraflutningsmennirnir gætu áttað sig á
hvað hefði gerst.
„Mig langar að vita hvað henni gekk til með
því að keyra í burtu, því það var mér óskaplega
þungbært,“ segir hún.
„Ég finn þá að ég er að dofna niður í hné og
alveg niður í hendur og fingur. Ég byrjaði að
gráta af kvölum og hugsaði að þetta væri ekki
góðs viti. Ég hélt ég væri að lamast.“
Mun ég lamast?
Sjúkrabílar og lögregla mæta svo á staðinn og
Ásta grátbiður sjúkraflutningsmenn að gefa
sér kvalastillandi lyf.
„Þeir þurftu fyrst að meta aðstæður og
klæða mig úr úlpu til að koma upp æðalegg og
svo fæ ég morfín. En ég fann engan mun og
Morgunblaðið/Ásdís
„Ég leið
vítiskvalir“
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir vandar heilbrigð-
iskerfinu ekki kveðjurnar en hún lá marg-
brotin á hrygg í tvo sólarhringa áður en hún
komst í aðgerð. Sárkvalin lá hún hreyfingar-
laus í ótta við að lamast og óskaði þess helst að
fá að deyja frekar en líða slíkar kvalir.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
’
Hesturinn er þá um það bil
að fara á bílinn en tekur hopp
fram hjá honum og þá kastast ég
af baki og lendi á bílnum. Ég
hryn niður og er að reyna að ná
andanum. Þetta var svo rosalegt
högg og tíminn er lengi að líða
þegar maður nær ekki andanum.