Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Síða 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.6. 2021 fékk meira og það sló lítillega á verki, en ég fékk tvöfaldan skammt,“ segir Ásta. „Þeir leggja dýnu á jörðina, leggja mig á hana og pumpa svo í hana, en hún var alveg glerhörð. Svo var helvíti að keyra eftir þessum holótta vegi. Þetta voru langir tveir kílómetr- ar. Ég var mest upptekin af því að fá verkjalyf og vöðvaslakandi, því kvalirnar í lærunum voru svo miklar og ég var bara í vítiskvölum,“ segir Ásta og segist hafa fengið fleiri lyf við komuna á spítalann, sem sló aðeins á verkina. „Ég var enn á þessari glerhörðu dýnu og mátti ekki hreyfa mig. Krampinn í lærunum skánaði en annað ekki. Ég lá þarna ein og starði upp í loftið en var svo send í myndatöku og blóð- prufu. Eftir sex eða sjö tíma kemur læknir og segir mér að ég sé með innvortis blæðingar í grindarbotni og sex brotna hryggjarliði, þar af eitt óstabílt brot. Ég átti erfitt með að anda og tala en næ að spyrja hvort ég muni geta gengið aftur. Læknirinn sagðist ekki geta svarað því og sagði bæklunarlækna vera að bera saman bæk- ur sínar og að ég ætti að fara í aðgerð,“ segir Ásta og segist hafa himin höndum tekið yfir fréttunum að komast í aðgerð; þá yrði hún svæfð og myndi ekki finna svona mikið til. „Ég lá svo ein eftir hugsandi um hvort ég myndi lamast, en satt að segja var það eina sem komst að að lina verkina og komast af þessari dýnu.“ Langaði frekar að deyja Það áttu þó eftir að líða tveir langir sólar- hringar þar til Ásta var send í aðgerð. „Ég hélt ég kæmist strax og hugsaði að ég þyrfti bara að lifa af þar til aðgerðastofan yrði tilbúin,“ segir hún en annað átti eftir að koma á daginn. Ásta var flutt inn á deild og þar loks komst hún af grjóthörðu dýnunni, eftir að hafa legið á henni í sjö tíma. „Ég óska ekki mínum versta óvini að ganga í gegnum þetta. Ég gólaði eins og grís þegar ég var flutt yfir í rúm. En það gerði lífið skárra, enda viss mýkt í þeirri dýnu,“ segir hún og nefnir að þrátt fyrir að starfsfólkið hafi allt unnið sín störf af alúð fannst henni augljóst að mannekla væri á spítalanum. „Ég fann svo átakanlega fyrir því að það var lítill tími fyrir mann. En ég var svo þakklát fyrir hvert lítið handtak. Mér var rúllað inn í herbergi með konu sem hraut, sem skipti svo sem engu því ég svaf ekki dúr þar sem ég leið vítiskvalir. Ég spurði aftur og aftur hvenær kæmi að aðgerð. Mér var loks tilkynnt það morguninn eftir að ég þyrfti að bíða fram á miðvikudag, sem var tveimur dögum eftir slys.“ Nóttina fyrir aðgerð fékk Ásta það sem lík- lega mætti kalla taugaáfall. „Ég var að fríka út. Það kom til mín heil- brigðisstarfsmaður sem strauk á mér höndina og reyndi að róa mig niður, en hún þurfti að fara fljótlega því það var svo mikið að gera. Ég var þarna alveg ósjálfbjarga.“ Af hverju var ekki hægt að taka þig inn í að- gerð fyrr? „Ég fékk bara það ískalda svar að læknirinn hefði metið það svo að ég gæti beðið. Það fannst mér ómennskt. Ég bara gat þetta ekki og bað um að ég yrði svæfð fram að aðgerð; ég myndi ekki halda þetta út, hreyfingarlaus í tvo sólarhringa. Ég sagði hjúkrunarfræðingnum að ég myndi hreinlega ekki lifa þetta af og bað um töflu sem myndi ganga frá mér; það væri mannúðlegra,“ segir Ásta og segist finna til með starfsfólki að vinna við þessar aðstæður. „Rosalega er allt hægt í vöfum ef manneskja jafn slösuð og ég var er látin bíða í tvo sólar- hringa. Það er ekki ásættanlegt. Mig langaði frekar að deyja en bíða, það er engin spurning. Þótt ég eigi átján ára og tvítuga stráka sem ég elska út af lífinu, þá var þetta óyfirstíganlegt. Ef einhver hefði rétt mér pillu til að klára þetta hefði ég tekið hana.“ Átakanlegt að horfa á fólk bíða Loks komst Ásta í aðgerð og þá fyrst voru klippt utan af henni skítugu fötin. „Það var allt klippt utan af mér og úr föt- unum hrynja steinar og sandur. Þá var ég búin að liggja á því líka,“ segir Ásta og nefnir að hún hafi fundið fyrir miklum létti loks þegar verið var að sprauta í hana efni sem myndi svæfa hana. „Ég hugsaði: nú er loks búið að frelsa mig úr þessu helvíti. Svo vakna ég niðri á deild og mér leið svo miklu betur; það voru himinn og haf á milli,“ segir Ásta og segir aðgerðina hafa gengið mjög vel. Í hrygginn voru settar skrúf- ur, stálpinnar og plötur og verður Ásta með stálið í hryggnum það sem eftir er. „Ég kem aldrei til með að vera með eðlileg- an hreyfanleika í bakinu; ég verð alltaf eins og spýtukall. Nú eru liðnir tveir mánuðir frá slys- inu og ég næ ekki að sofa því það eru alls konar verkir og ég er aldrei verkjalaus.“ Ásta lá rúma viku á spítalanum og þrátt fyr- ir að vera laus við mestu vítiskvalirnar átti hún hræðilega daga. Morfínið fór illa í hana og hún kastaði ítrekað upp, nokkuð sem tekur mikið á líkamann. „Þegar ég lá á bakinu kom fyrir að ég ældi yfir mig alla. Það rykkir í allt. Þetta gerðist oft. Ég þurfti líka á blóðgjöf að halda,“ segir Ásta og lenti einnig í því að stíflast algjörlega í meltingarkerfinu heila viku og kvaldist mjög af þeim sökum. „Þarna var ég aftur komin í óbærilegar kval- ir. Ég heyrði starfsfólkið tala um hvort ég væri mögulega komin með varanlega garnalömun,“ segir Ásta og segir að það hafi sem betur fer ekki verið raunin. Ásta segist hafa séð hversu mikið álag var á deildinni. „Þarna lá mikið af eldra fólki í sömu aðstöðu og ég var; misslasað, að bíða eftir aðgerðum. Það var átakanlegt að horfa upp á þetta. Ég gerði þarna upp hug minn; ef ég lenti aftur í sömu stöðu myndi ég frekar binda enda á líf mitt. Ég fer aldrei aftur í þessar aðstæður.“ Hestar eru flóttadýr Ásta nefnir að hjólreiðafólk og gangandi veg- farendur verði að sýna aðgát á vegum sem þessum. Einnig hefur borið á því að hjólafólk hjóli á reiðstígum. „Látum nú eitthvað gott af þessu leiða. Það þarf að fræða fólk. Skógræktarfélagið er búið að setja stíg þvert á æfingasvæðið okkar og það kemur stundum fjöldi manns úr blind- beygju úr skógarjaðrinum. Við erum á flótta- dýrum. Þegar hestar meta hættu þá er alveg sama hvað þeir eru vel tamdir; þá eru þetta flóttadýr. Og þá verða þessi hættulegu slys. Það sem ég myndi vilja sjá er að hjólafólk átt- aði sig á að við erum ekki með dauðan hlut í höndunum. Þetta eru 450 kílóa skepnur sem maðurinn ræður ekki við ef þær fælast,“ segir Ásta og biðlar til alls útivistarfólks að virða svæði hvert annars og stöðva hjól sín ef það mætir hestafólki. „Þó að þessi vegur væri fyrir alla hef ég margsinnis mætt hjólafólki á reiðstígum og ég hef nokkrum sinnum fengið puttann frá full- orðnum mönnum sem hægja ekki á sér,“ segir Ásta og segist þakklát samhentu átaki hesta- mannafélaga sem endaði með sáttmála milli hestafólks og annarra vegfarenda. „Ég get lofað því að fólk sem veldur því að hestar fælast vill aldrei lenda í því aftur.“ Komin í algjöra sjálfheldu Ásta er nú komin heim eftir að hafa verið í endurhæfingu á Reykjalundi í um þrjár vikur, en þar segir hún hafa verið yndislegt að vera. Hún er nú heima að jafna sig, enn mikið verkj- uð enda talið að það taki tvö ár að ná bata. Ásta segir fleiri áverka vera að koma í ljós, eins og á hálsi, og á hún því mikið verkefni fyrir hönd- um. „Svo á ég, sem lendi í slysi og búin að ganga í gegnum allt þetta, að fá 57 þúsund frá Trygg- ingastofnun. Það er það sem grípur mig af því lífeyririnn minn, sem ég er búin að vinna mér inn, er svo skertur. Ég fæ 167 þúsund frá líf- eyrissjóðnum, en ég var ekki í fastri vinnu fyr- ir slysið því ég var í endurhæfingu út af lung- unum og er því búin með sjúkrasjóðinn. Þetta kerfi gengur út á það að fara á milli staða, og við hvert skref skerðast réttindi manns. Þegar ég fór á endurhæfingarlífeyri vissi ég ekki að réttindin mín hjá mínu stéttarfélagi myndu hverfa,“ segir Ásta og segist hreinlega ekki vita hvernig hún eigi að ná endum saman eftir slysið. „Af hverju er í lagi að láta mig lifa af 224 þúsundum á mánuði? Ég fæ alls staðar tíu ólík svör, hvert sem ég hringi. Mér líður eins og ég sé gjörsamlega réttindalaus aumingi. Ég held að hundar séu hærra skrifaðir en öryrkjar. Þetta er svo mikil niðurlæging. Ég hef alltaf verið með milli- til hátekjur í gegnum lífið og borgað samkvæmt því til samfélagsins. Ég vil gjarnan vinna en get það ekki núna. Ég er komin í algjöra sjálfheldu. Hér er frjáls- hyggjan bara fyrir útvalda, því ég bý ekki við neitt frelsi. Það er allt skoðað ofan í kjölinn og andað ofan í hálsmálið á mér. Það þarf eitthvað að breytast hér.“ Ásta veit ekki hvort hún fer aftur á hestbak um ævina en hefur farið í hesthús að „knúsa“ hestana, eins og hún orðar það, en hún hefur nú selt hestinn sinn. Hún segist í dag vera bæði hrædd og kvíðin, enda gleymir hún aldrei þessum tveimur sólarhringum á spítalanum. „Ég vakna með martraðir á nóttunni. Mig dreymir ekki sjálft slysið heldur biðina á sjúkrahúsinu.“ Ástþrúður, kölluð Ásta, hefur gengið í gegnum hræðilega lífsreynslu eftir slæmt hestaslys. Hún er ekki viss um að komast nokkurn tímann aftur á bak. Ljósmynd/Úr einkasafni ’ Mig langaði frekar að deyja en bíða, það er engin spurn- ing. Þótt ég eigi átján og tvítuga stráka sem ég elska út af lífinu, þá var þetta óyfirstíganlegt. Ef einhver hefði rétt mér pillu til að klára þetta hefði ég tekið hana. Hryggjarliðir Ástu voru spengdir saman. Það var mikið mar á líkama Ástu eftir slysið. Ásta lá lengi sárkvalin, fyrir og eftir aðgerð.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.