Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Qupperneq 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.6. 2021
B
altasar Kormákur er staddur í Suð-
ur-Afríku þegar netfundum okkar
ber saman og á leið inn í frumskóg
morguninn eftir til að hefja tökur á
næstu kvikmynd sinni, spennu-
tryllinum Beast fyrir Universal Pictures, þar
sem sjálfur Idris Elba mun eiga í höggi við
blóðþyrst ljón sem slapp við illan leik úr klóm
veiðiþjófa og hefur fyrir vikið sagt mannkyni
stríð á hendur. „Þetta verður áhugaverð lífs-
reynsla, ljón og aðrar villtar skepnur á stjákli í
kringum mann í frumskóginum næstu mán-
uðina,“ segir leikstjórinn léttur í bragði. Er
hann þó ýmsu vanur, svo sem tökum í fimb-
ulkulda á heimsins hæstu fjöllum og úti á
rúmsjó. Ekki mikið fyrir þessa hefðbundnu
skrifstofuvinnu, Baltasar. Ógnvekjandi að-
stæður en manni líður strax betur að vita af
heljarmenninu úrræðagóða Idris Elba okkar
manni við hlið. „Hann mun ábyggilega passa
upp á mig,“ segir Baltasar hlæjandi.
Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN,
á einnig aðild að samtalinu og hleypir brúnum
yfir þessum lýsingum, á heimili sínu á Íslandi.
Lítið um ljón í Mosfellsbænum, þar sem hún óx
úr grasi – sem betur fer. Enda eru þær ágætu
skepnur svo sem ekki á dagskrá fundarins,
heldur eldgosadramað Katla, sem Baltasar þró-
aði og leikstýrir ásamt fleirum og Guðrún Ýr
fer með eitt af aðalhlutverkunum í. Þættirnir,
átta að tölu, eru framleiddir af RVK Studios,
fyrirtæki Baltasars, og koma inn á alþjóðlegu
efnisveituna Netflix á þjóðhátíðardaginn, 17.
júní. Þannig að, haldið ykkur nú fast, við förum
úr öskrinu í eldinn.
Katla hefur gosið í heilt ár
Baksvið þáttanna er eldgos; Katla byrjaði að
gjósa og hefur gosið staðið án afláts í heilt ár –
sem er án fordæma.
Flestir eru flúnir af
svæðinu, sem er lokað
fyrir utanaðkomandi um-
ferð, en fáeinar hræður
hokra áfram undir ösku-
fallinu í Vík og nágrenni,
auk þess sem vís-
indamenn eru vitaskuld
að störfum á fjallinu. Og
skyndilega fara mæli-
tæki þeirra að tala tungum, ef svo má að orði
komast. Eitthvað undarlegt er á seyði. Í for-
grunni eru feðginin Þór og Gríma, sem Ingvar
E. Sigurðsson og Guðrún Ýr leika, sem orðið
hafa fyrir þungum áföllum. Eiginkona Þórs
gekk í sjóinn þegar Gríma var ung og um það
leyti sem eldgosið hófst hvarf Ása, systir henn-
ar, sporlaust á fjallinu. Búið er að lýsa hana
látna en Gríma heldur eigi að síður enn í veika
vonina. Okkur hefur ekki fyrr borið að garði en
að dularfullir atburðir fara að eiga sér stað.
„Þetta er mystería sem tengist áföllum fólks
og sitthvað rifjast upp og skýrist eftir því sem
sögunni vindur fram,“ segir Baltasar sem velur
orð sín af kostgæfni – vill að vonum ekki gefa of
mikið upp áður en efnið verður áhorfendum að-
gengilegt. „Segja má að þarna mætist þrír
heimar; guðstrúin, þjóðtrúin og vísindin og fólk
nálgast þá á mismunandi hátt, út frá lífs-
viðhorfum sínum. Sagan er líka álögum undir-
orpin. Ég kýs að kalla þetta „psychological Sci
Fi,“ segir hann sem myndi líklega útleggjast
„sálfræðivísindaskáldskapur“ á íslensku. Mið
sem sjaldan hefur verið róið á úr íslenskum
höfnum. „Ég held ég geti fullyrt að ekkert
þessu líkt hafi áður verið gert á Íslandi og ekki
síst þess vegna er frábært að Netflix hafi haft
svona mikinn áhuga. Auðvitað er þetta ekki
ævisaga en sagan er samt sem áður mjög per-
sónuleg og miklar tilfinningar í spilinu og hvað-
eina sem við erum að fara gegnum í lífinu. Það
eru forréttindi að fá að gera slíka hluti, hvað þá
að fá verkefnið fullfjármagnað af svo stóru
fyrirtæki.“
Eitthvað meira þarna úti
Baltasar kveðst ekki beint vera Sci Fi-maður
sjálfur en hefur á hinn bóginn brennandi áhuga
á öllu sem snýr að þjóðtrú, náttúrunni og
draumum, ef út í það er farið. „Ég hef lengi
gengið með það í maganum að gera eitthvað
þessu líkt og meðal annars rætt þetta mikið við
Sigurjón,“ heldur hann áfram og á þar við Sig-
urjón Kjartansson, einn handritshöfunda. „Það
er eitthvað meira þarna úti, en bara það sem við
skynjum og draumar eru hluti af raunveruleik-
anum. Það er alla vega mín sannfæring. Von-
andi leiðir Katla til skemmtilegrar umræðu um
þessa hluti, innanlands sem utan.“
Umgjörðin mótast þó fremur af dauða-
raunsæi en draumum og fantasíum sem ljær
þáttunum skemmtilega mótsagnakenndan blæ.
Unnið var náið með Jarðvísindastofnun Há-
skóla Íslands á undirbúningsferlinu til að gera
aðstæður við Kötlurætur sem trúverðugastar.
„Magnús Tumi Guðmundsson og fleiri hjálpuðu
okkur að leysa ýmsa hluti,“ segir Baltasar en
Kötlugosið í þáttunum líkist mun meira gosinu í
Eyjafjallajökli um árið en gosinu sem nú stend-
ur yfir á Reykjanesi, hvað varðar umfang og
öskufall í byggð. Eyjafjallajökull gaus þó mun
skemur, eins og við munum.
Eins segir Baltasar að menn hafi kynnt sér í
þaula gildandi viðbragðsáætlun vegna Kötlu-
goss og fylgt þeim plönum
vel við gerð þáttanna.
Þannig er kirkjan í Vík að-
gerðamiðstöð vegna legu
sinnar og þar fram eftir
götunum. „Við lögðum
mikla vinnu og rækt við
þennan þátt málsins enda
þekkja margir Íslendingar
svona viðbragðsáætlanir
vel og það myndi eflaust
trufla marga ef þetta væri ónákvæmt og jafnvel
ótrúverðugt.“
Eiga sömu nóturnar
Guðrún Ýr hefur ekki í annan tíma leikið,
hvorki á sviði né í kvikmynd eða sjónvarpi, en
hún hefur vakið óskipta athygli á undanförnum
árum fyrir tónlist sína, þar sem hún kemur
fram undir samhljóðum sínum, GDRN. Hún
lýsir þátttöku sinni í Kötlu sem „æðislegu æv-
intýri“. „Þetta var rosalega gaman en um leið
mjög krefjandi. Sem betur fer hef ég reynslu af
því að koma fram og það nýttist mér merkilega
vel í þessu verkefni; þau eiga á margan hátt
sömu nóturnar, tónlistin og leiklistin. Báðar
greinar snúast um að koma tilfinningum á
framfæri við áhorfandann eða áheyrandann.
Þetta var rosalega lærdómsríkt ferli og heiður
og stórkostlega gaman að vinna með Balta. Ég
varð mjög leið þegar við kláruðum seinustu tök-
urnar,“ segir Guðrún Ýr en tökur hófust um
það leyti sem kórónuveirufaraldurinn steig á
land á Íslandi í fyrra og lauk síðsumars.
Baltasar skýtur því inn í að það hafi verið lán
í óláni að faraldurinn geisaði meðan á tökum
stóð en fyrir vikið fékk tökuliðið að hafa Vík
nokkurn veginn út af fyrir sig. Erlendir ferða-
menn sátu fastir heima í stofu. „Alla jafna er
þetta svæði krökt af túristum, að ekki sé talað
um jökulinn,“ segir hann og Guðrún Ýr bætir
við að hún hafi, eins og fleiri, notað tímann milli
takna til að gerast ferðamaður í eigin landi.
Þau eru sammála um að hópurinn sem kom
að verkefninu hafi verið ákaflega samhentur og
skemmtilegur. „Fólk var mjög einbeitt enda
fannst okkur við vera að brjóta blað í íslenskri
kvikmyndagerð, hvað efnistökin varðar,“ segir
Baltasar. „Katla er með skemmtilegri verk-
efnum sem ég hef unnið að.“
Dóttirin benti á Guðrúnu Ýri
Mikill tími og fyrirhöfn fór í að velja leikara í
verkefnið. Eftir að Baltasar prófaði Guðrúnu
Ýri kom engin önnur til greina í hlutverk
Grímu. „Það var eitthvað svo satt við þessa
prufu; einhver tilfinningalegur sannleikur og
hráleiki til staðar,“ segir hann.
– Hafðirðu haft augastað á Guðrúnu Ýri
lengi?
„Nei, alls ekki. Sóllilja dóttir mín benti mér á
að prófa hana. Ég þekkti auðvitað til Guðrúnar
sem tónlistarkonu og fannst týpan áhugaverð
en það var ekki fyrr en hún kom til mín í þessa
prufu að ég áttaði mig á því hvað leiklistin ligg-
ur vel fyrir henni. Sem leikstjóri er maður alltaf
með augun opin fyrir nýju fólki og það er alltaf
gaman að finna jafn öflugt og hæfileikaríkt fólk
og Guðrúnu. Valið á Guðrúnu í þetta hlutverk
hefur ekkert með vinsældir hennar sem tónlist-
arkonu að gera eða að koma henni á framfæri í
útlöndum. Það var einfaldlega ekki hægt að líta
fram hjá þessum sanna tón.“
Hann vill alls ekki gera lítið úr formlegu námi
í leiklist, enda hjálpi það eðli málsins sam-
kvæmt fólki að eflast og ná tökum á listinni, en
fleiri leiðir séu þó færar. „Þegar komið er á
hólminn vega hæfileikarnir þyngst. Ég er til
dæmis ekki að fara að spyrja Idris Elba: Í
hvaða skóla gekkst þú, lagsi?“
Baltasar viðurkennir þó að það sé alltaf
áhætta að henda óreyndu fólki út í djúpu laug-
ina; eitt sé að fara á kostum í tíu mínútna prufu
og annað að halda upp átta heilum þáttum. Þess
vegna vann hann mjög náið með Guðrúnu Ýri
meðan á tökuferlinu stóð til að skóla hana til,
eins kom Þorsteinn Bachmann að þeirri vinnu
en hann fer einnig með stórt hlutverk í Kötlu.
„Svo hvatti ég hana líka til að fylgjast vel með
sænsku leikkonunni Aliette Opheim, sem leikur
í þáttunum, og stúdera hvað hún væri að gera,“
segir Baltasar.
Ég er ekki leikkona!
Guðrún Ýr segir beiðnina um að mæta í prufu
fyrir Kötlu hafa komið flatt upp á sig. „Þegar
Selma [Björnsdóttir] hringdi og spurði hvort ég
vildi koma í prufu voru mín fyrstu viðbrögð á
þann veg að ég væri ekki leikkona. Mér finnst
hins vegar gaman að ögra mér og gera krefj-
andi hluti þannig að ég sló til. Þetta var ótrú-
lega þroskandi reynsla og ég gæti svo sannar-
lega hugsað mér að gera meira af því að leika.
Það er eiginlega alveg 100% öruggt að ég á eftir
að gera það.“
– Kom þetta náttúrulega til þín eða fannst
þér þú þurfa að hafa fyrir þessu?
„Bæði og. Það voru vissulega ákveðnir veggir
sem þurfti að brjóta niður en það urðu vatnaskil
þegar Balti benti mér á að fylgjast með Aliette.
Allt hélst þetta í hendur. Ég tók þéttar æfingar
með bæði Balta og Steina og þegar ég fór að
fylgjast markvisst með Aliette þá skildi ég bet-
ur hvað þeir voru að fara. Og það var ekki bara
hún; ég fór líka að fylgjast betur með öllum hin-
um leikurunum og þá byrjaði boltinn að rúlla.
Það var mikil gæfa að hafa svona færa leik-
stjóra og leikara allt í kringum mig.“
Sumir fá guðsgjafir
Með auknu öryggi og sjálfstrausti varð Guðrún
Ýr líka virkari þátttakandi í breiðara samtalinu
á settinu. „Hún steig alltaf meira og meira inn í
þetta samtal sem er mjög jákvætt, ekki síst
þegar miðaldra karl er að leikstýra,“ segir Balt-
asar hlæjandi. „Leikstjórinn vill heyra sem
flestar raddir, sem flest sjónarmið, ekki síst frá
yngra fólkinu. Í þessu sambandi kom Guðrún
bæði sterk og heiðarleg inn er leið á tökurnar
en þá var hún ekki bara komin með meira
sjálfstraust, heldur líka farin að þekkja karakt-
erinn sem hún var að leika betur.“
Baltasar hefur trú á því að við eigum eftir að
sjá mun meira af Guðrúnu Ýri á tjaldinu og
Katla fer á kreik
Katla, nýjasta sjónvarpsþáttaröðin úr smiðju Baltasars Kor-
máks, kemur í heild sinni inn á alþjóðlegu efnisveituna Netflix
á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga. Um er að ræða sálfræðivís-
indaskáldskap sem er svo að segja óplægður akur í kvik-
myndagerð hér um slóðir, svo sem Baltasar og Guðrún Ýr Ey-
fjörð upplýsa í samtali við Sunnudagsblaðið. Sú síðarnefnda
þreytir frumraun sína sem leikkona í þáttunum.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
’
Hún steig alltaf meira og
meira inn í þetta samtal
sem er mjög jákvætt, ekki
síst þegar miðaldra karl er
að leikstýra. Leikstjórinn
vill heyra sem flestar raddir,
sem flest sjónarmið.
Baltasar Kormákur og Guðrún Ýr
Eyfjörð eru hæstánægð með sam-
starfið við gerð Kötlu. Það var
dóttir leikstjórans sem benti hon-
um á að fá söngkonuna í prufu.