Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Page 15
6.6. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 skjánum í framtíðinni. „Ef Guðrún vill gera þetta þá liggur það algjörlega fyrir henni. Sum- ir fá guðsgjafir og hún er ein af þeim. Þetta er ekki frá mér komið,“ segir hann hlæjandi, „ég benti henni bara á það og hjálpaði henni við að slípa sína hæfileika til.“ Sjálf lítur Guðrún Ýr fráleitt svo á að hún sé fullnuma í leiklist eftir þetta eina verkefni. „Þumalputtareglan er sú að haldi maður að maður sé búinn að læra allt þá er maður á röng- um stað í lífinu. Ég mun því halda áfram að læra og freista þess að bæta mig, bæði í leiklist og öðru sem ég tek mér fyrir hendur.“ – Og varla ertu hætt í tónlistinni? „Nei, síður en svo. Ég held að það verði mjög gaman og gott að tvinna þetta tvennt saman, tónlistina og leiklistina.“ Liður í uppeldishlutverki Gríðarlegur fjöldi fólks um allan heim mun hafa aðgang að Kötlu á Netflix. Hvað skyldi það þýða fyrir unga og metnaðarfulla tónlistar- og leikkonu uppi á Íslandi? „Ég átta mig ekki á því enn þá. Fattaði satt best að segja ekki hversu stórt verkefni Katla er fyrr en við byrjuðum í tökum. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist en lykilatriðið er sem fyrr að vera með báða fæturna á jörðinni.“ Þrír leikstjórar koma að Kötlu, Börkur Sig- þórsson og Þóra Hilmarsdóttir, auk Baltasars sjálfs. Háttur sem hann hefur haft á áður, svo sem í Ófærð. „Ég hefði svo sem alveg getað leikstýrt meira sjálfur, þetta var svo skemmti- legt, en mér hefur líkað vel að dreifa álaginu við gerð sjónvarpsþáttanna sem ég hef gert. Ég lít líka á það sem hluta af uppeldishlutverki mínu; að styðja yngri leikstjóra inn í fagið. Hvort sem þeir koma svo til með að vinna meira fyrir mig eða einhverja aðra.“ Guðrún Ýr hefur vitaskuld ekkert viðmið en henni líkaði eigi að síður vel að vinna með þrem- ur ólíkum leikstjórum. „Þetta var allt nýtt og spennandi fyrir mér en ég kunni þessu fyrir- komulagi vel; hver leikstjóri kom með sína nálgun og opnaði nýjar leiðir með sinni sýn á söguna og karakterana. Mér fannst gott að vinna með þeim öllum.“ Handritshöfundar eru fjórir; Sigurjón Kjart- ansson, Davíð Már Stefánsson og Lilja Sigurð- ardóttir, auk Baltasars sjálfs. Sigurjón og Lilja eru þekktar stærðir hér á landi en Davíð Már er nýliðinn í hópnum en hann er brautskráður með gráðu í handritsgerð frá Columbia-háskóla í New York. „Davíð Már kom af miklum krafti inn í hóp- inn og í framhaldi af þessu verkefni inn í hand- ritsskrifin fyrir Ófærð 3 líka. Það skiptir miklu máli að stækka hópinn og byggja bransann upp. Það hjálpar okkur að komast upp á næsta þroskastig. Það er algjört lykilatriði að við get- um tekið að okkur mjög stór alþjóðleg verkefni með bara Íslendinga innanborðs. Sköpunarlega þurfum við stöðugt að vera við kjötkatlana,“ segir Baltasar. Hefði verið útópísk pæling Auk þeirra leikara sem þegar hafa verið nefndir fara Íris Tanja Flygenring, Sólveig Arnars- dóttir, Guðrún Gísladóttir, Baltasar Breki, Björn Thors, Haraldur Ari Stefánsson, Birgitta Birgisdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Aldís Amah Hamilton, Hlyn- ur Atli Harðarson og Valter Skarsgård með hlutverk í Kötlu. Íslenska er töluð í Kötlu sem Baltasar segir sæta miklum tíðindum í ljósi þess að verkefnið sé hugsað fyrir heimsmarkað. „Það hefði verið útópísk pæling fyrir bara örfáum árum að gera svona seríu á íslensku. Nú þykir það bara sjálf- sagt mál. Það segir okkur að allt það sem við höfum verið að leggja inn í íslenska kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð er að skila sér. Búið er að plægja akurinn og okkur er treyst til að gera þetta á okkar eigin tungumáli. Mikið hefur ver- ið rætt um að varðveita íslenska tungu á undan- förnum árum og áratugum og ef þetta er ekki mikilvægur áfangi í þeirri baráttu þá veit ég ekki hvað. Íslenska er farin að heyrast ótrúlega víða.“ Einhverjar þjóðir munu döbba Kötlu, eins og gengur, en víðast hvar mun íslenskan bara hljóma með viðeigandi þýðingu á skjánum. Hann segir streymisveiturnar einnig hafa breytt sinni nálgun almennt enda verður sífellt algengara að efni á öðru tungumáli en ensku nái sér vel á strik á heimsvísu. Heiðarleiki og listrænt frelsi Spurður um væntingar gerist Baltasar heim- spekilegur. „Þetta getur orðið svaka smellur en líka ekki gengið. Og eflaust allt þar á milli. Aðal- atriðið er að við vorum heiðarleg við gerð þess- ara þátta, fylgdum eigin sannfæringu. Þetta er gert af heiðarleika og miklu listrænu frelsi. Við gátum ekki gert þetta á annan hátt og stöndum fyrir vikið og föllum með því. Fjárhagslega skiptir þetta ekki öllu máli fyrir okkur heima en það blasir þó við að Netflix hlýtur að vera lík- legra til að gera fleiri seríur hér á landi ef þessi gengur vel. Ég veit að það ríkir mikil eftirvænt- ing hjá Netflix vegna Kötlu. Þættirnir fjalla auðvitað um fólk sem býr við mikla einangrun og mögulega tengir fólk betur við það núna eftir kórónuveirufaraldurinn en ella.“ Þess utan geta vinsældir verið seigfljótandi ferli, eins og við þekkjum. Ekki síst á risastórri efnisveitu eins og Netflix. „Það eru mörg dæmi um að þættir hafi ekki náð til fjöldans strax en slegið í gegn síðar. Það getur verið sitt hvað, vinsældir og vinsældir.“ – Og svo byrjaði að gjósa hér í fásinninu, kortéri fyrir frumsýningu. Varla er það verra. „Nei, svo sannarlega ekki. Þetta hjálpar klár- lega fókusnum. Ég var að vísu að vona að Katla færi sjálf af stað en það er líklega of sjálf- hverft,“ segir Baltasar hlæjandi. „Gosið á Reykjanesi hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og vonandi kemur þetta til með að styðja hvort við annað, gosið og þættirnir. Og ferðamenn byrja að streyma til landsins eftir langa mæðu, fyrst með viðkomu á Reykjanesi og síðan í Vík. Katla er auðvitað mikill óður til íslenskrar náttúru og náttúruaflanna heima. Maður vonar bara að gosið endist – án þess að setja þurfi sápu í það.“ Hann hlær. Má ekki þynnast í súpunni Líður nú að lokum þessa netspjalls okkar en ekki er hægt að sleppa Baltasar Kormáki án þess að spyrja hvort framhald verði á Kötlu enda þótt algjörlega sé á huldu frá þessum bæj- ardyrum séð hvernig þessari fyrstu þáttaröð lýkur. „Það er allt opið hvað það varðar,“ svarar hann óræður á svip. „Þetta var ekki endilega hugsað þannig til að byrja með en möguleikinn er svo sannarlega fyrir hendi. Við erum með ákveðnar pælingar sem eru áhugaverðar enda viljum við alls ekki að það þynnist í súpunni. Að einhverju leyti veltur framhaldið þó að sjálf- sögðu á viðtökunum og við eigum eftir að setj- ast yfir þetta með Netflix þegar þar að kemur. Hin hliðin á peningnum er sú að þetta er of- boðslega mikil og tímafrek vinna. Fólk gerir sér enga grein fyrir því. Svona átta þátta sería er ígildi fjögurra kvikmynda í fullri lengd. En skemmtileg er hún, þessi vinna. Og gefandi.“ Ljósmyndir/Lilja Jónsdóttir Ingvar E. Sigurðsson leik- ur eitt af aðalhlutverk- unum, Þór, sem hefur mikið dálæti á köttum. Aldís Amah Hamilton og Björn Thors leika vísindamenn sem rannsaka dularfulla hegðun Kötlu. Sænska leikkonan Al- iette Opheim fer með stórt hlutverk í Kötlu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.