Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Síða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Síða 17
kjósa Íhaldsflokkinn, hver svo sem leiddi hann, flykktust nú á kjörstað til að kjósa „íhaldið“ og Boris Johnson, svo hann kom frá þeirri kosninganótt með rúmlega 80 þingsæta meirihluta! Þeir, sem bæði gleyma lykilmönnum sínum og kjósendum, þekkja varla nema sína allra nánustu, sagði Reykás, og bætti því við að það hefði reyndar oft komið sér vel fyrir hann. Flokkar, sem standa ekki á eigin fótum, standa illa Bakland flokka hér á landi er ólíkt og iðulega er fátt og lítið á bak við suma þeirra, en þeir fá þó iðulega veruleg áhrif út úr kosningum, þótt mismikið verði úr því, þegar á þing er komið. En núverandi kerfi er óhollt í ýmsum efnum og til að mynda er ríkisvæðing flokka komin úr böndum. Fræðimönnum hentar ekki að skrifa um slíkt því að þeir eru flestir staddir eins. Til þess að sæmilega stór flokkur standi undir sér félagslega og sem lifandi vél hugsjóna og með nægi- legt úrval skoðana og sjónarmiða til að geta tekið þátt í öflugri baráttu, jafnt inn á við sem út á við, þarf hann að eiga öflugan hóp stuðningsmanna sem finna til sín og eru um leið velviljaðir gagnrýnendur innan frá og með þekkingu úr grasrótinni í öllum lands- hlutum. Slíkur flokkur þarf ekki aðeins að hafa að- gang að fólki sem veitir honum atfylgi á kjördag. Slíkir eru auðvitað eilíft þakkarefni fyrir hvern flokk. En sá mikilvægi hópur er þó, eðli málsins samkvæmt, laustengdari flokknum hugmyndafræðilega og til- finningalega en aðrir. Hinn hópurinn, sem tengdur er flokki tryggð- arböndum, sem halda glettilega lengi, hann er bak- beinið. Og það má ekki bresta. Morgunblaðið/kbl ’ Og stundum létu menn undan kvaki „utan úr bæ“ og tóku að leiðrétta prófkjörin. Það endaði sjaldan vel. 6.6. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.