Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Blaðsíða 22
Elsku Ljónið mitt, þú ert barn sólarinnar. Þú hefur sterka skynjun á fegurð og á
öllu því sem listrænt er í heiminum. Og það er óvenjulega sterk heppni í kortunum þínum á næst-
unni. Þú verður bjartsýnni og sterkari en þú hefur verið síðustu mánuði og lífsgleðin mun rölta með
þér hvert sem þú ferð.
Hins vegar ertu ekki nógu góður mannþekkjari svo þú skalt fá lánaða dómgreind annarra í sam-
bandi við það fólk sem þú leggur of mikið traust til og sem á það ekki skilið. Þú átt það til að vera of
hrekklaus vegna þess að þú ert góðmenni og skilur ekki að aðrir geta verið svo illa innréttaðir.
Skiptu þér ekki af annarra manna vandamálum eða veseni, forðastu það eins og heitan eldinn, því
það gæti fellt þig. Það er nóg af drama í kringum þig án þess þú flækist inn í annarra manna vanda-
mál. Forgangsraðaðu því þessum dásamlega tíma sem þú ert að fara inn í og gefðu hann þeim sem
þú elskar mest. Þar sem þú ert undir miklum krafti til framkvæmda, gætirðu spurt þig þeirrar
spurningar hvað þú myndir vilja gera áður en þú deyrð. Settu það niður á pappír og ótrúlegustu
leiðir munu fleyta þér áfram til að draumar þínir geti ræst. Þér finnst þú vera á krossgötum, en það
þýðir einfaldlega bara að vegir liggja til allra átta. Svo taktu þig taki og læknaðu þig af vanafestunni,
það orð þýðir að þú festir þig í vananum, afskaplega leiðinlegt orð sem það er nú.
Það skiptir kannski ekki öllu máli hver þú ert, heldur skiptir mun meira máli hvert þú ætlar og ert
að fara, þetta á sterklega við um ástina. Það er algjörlega undir þér komið hvernig þér líður í ástinni,
þú þarft bara að leggja þig meira fram ef hún er að þreyta þig. En ef þú ert á lausu, þá hefurðu út-
geislun sólarinnar sem er sérlega sterk á þessu blessaða landi. Þú verður að nenna ástinni, þá nenn-
ir hún þér.
Lífsgleðin fylgir þér
LJÓNIÐ | 23. JÚLÍ 22. ÁGÚST
Elsku Tvíburinn minn, þegar þú átt afmæli er einn skemmtilegasti tíminn á Ís-
landi að mér finnst og þá er bjart nær allan sólarhringinn. Það er eins og þú fljúgir á Boeing 747
því þú ert á svo hárri tíðni. Allt er að gerast svo hratt, en samt finnst þér oft eins og ekkert sé að
gerast. Þú lætur utanaðkomandi aðstæður sem eru tengdar inn í fjölskyldulíf þitt oft hafa mikil
áhrif á þitt andlega ástand. Til þess að vera nógu sterkur til þess að fljúga þessari breiðþotu þarftu
að læra að kæruleysi er oft besta meðalið og núna þarftu að taka nógu mikinn skammt af því.
Þú skynjar betur að þú býrð í paradís á þessari jörðu. Og bara ef þú gefur þér tíma til að skoða
sjálfan regnbogann finnurðu alveg inn í þína innstu vitund að þú ert að upplifa svo merkilegar til-
finningar sem breyta munu lífi þínu. Þú þarft að gefa þér leyfi til að skipta um skoðun, því ef þú
gerir það ekki, alveg sama hvert málefnið er, þá færðu ekki þann þroska sem þú þráir.
Leyfðu þér að fyrirgefa þeim sem þér finnst hafa gert á þinn hlut. Því þá losnarðu við þann hryll-
ing sem getur heltekið huga þinn. Þú þarft ekki að láta á þá persónu sem hefur barið þinn huga vita
af því að þú fyrirgefir henni. En þú munt sjálfur losna úr fjötrum huga þíns við að fyrirgefa henni.
Rauður er sérstakur litur fyrir þennan mánuð og þig, það er eins og sá litur gefi þér styrk. Svo ef
þú ætlar að biðja um eða tala við einhvern sem getur breytt hlutunum, klæddu þig þá í eitthvað
rautt.
Þetta tímabil sem gefur þér svo mikið flæði getur líka hrint þér í hyldýpi vitlausra hugsana, en
þá skalt þú taka ákvörðun um að spyrna við fótunum og koma þér út úr dýpinu, enginn getur hjálp-
að þér í því nema þú sjálfur. Þú verður orðheppinn, geislandi og þar af leiðandi smitar þú aðra já-
kvætt af þessum fágætu eiginleikum þínum.
Þú býrð í paradís
TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ
Elsku Krabbinn minn, þú ert búinn að sýna það og sanna þú sért snillingur í
svo mörgu. Og þótt þú fáir ekki það þakklæti eða virðingu sem þér finnst aðrir eigi að sýna þér,
skaltu láta þér fátt um það finnast eða bara vera alveg sama.
Þú ert búinn að byggja undir þig miklu meiri stöðugleika en þú í raun og veru finnur í hjarta
þínu. Sýndu því bara þolinmæði og kærleika, það er það eina sem þú þarft að gera í stöðunni. Það
er margt að breytast hjá þér, þær tengingar eru í sambandi við verkefni og vinnu og þú styrkir
upp hluti sem þú samt bjóst ekki við að yrðu aðalaltriðin.
Ástin er mikilvæg, en þú getur verið dálítið andlaus gagnvart henni. Og ef þú ert á lausu, hjart-
að mitt, vertu þá opinn fyrir ástinni, þótt þú getir ekki stjórnað henni. Hún kemur til þín sem
óendanleg orka, þótt ekki sé hægt að segja hve lengi hún dvelji. Taktu áhættu og njóttu augna-
bliksins sem þér er gefið. Ekki leita eftir sömu týpunni sem þú hefur verið með, því þær eru
greinilega alveg ómögulegar.
Þú ferð víða þótt þú farir ekki endilega langt og lendir í lukkupottinum í sambandi við frama-
braut. Þú ert svo sannarlega áhrifavaldur annarra, en veldu þína áhangendur vandlega því fólkið
í kringum þig gefur þér styrk og mun efla þig til frekari dáða. Þó þér finnist það sé stífla inni í þér
og þú náir ekki að hafa vald á gleðinni eins og þú vilt, þá get ég svo sannarlega sagt þér að þú ert
stíflueyðir og þú gerir það svo fallega að eftir verður tekið. Tunglið er þín örlagastjarna svo skoð-
aðu sérstaklega vel þegar tunglið er í fyllingu, þá getur verið straumur af ójafnvægi. Þetta er
samt ekkert í tengingu við það sem er búið að vera að gerast. Leyfðu þér bara að vera og fljóta,
þá er þetta besta sumarið sem þú hefur upplifað lengi
Njóttu augnabliksins
KRABBINN | 21. JÚNÍ 22. JÚLÍ
Elsku Meyjan mín, með þína mælsku og innsæi nærir þú allan þann lífs-
þrótt og hvatvísi sem þú hefur. Merkúr hefur gríðarleg áhrif á þig og gerir þig svo fjöl-
hæfa og eflir þig svo sannarlega í litríkum og notadrjúgum gáfum. Þú hefur þann sérstaka
hæfileika að geta fengið annað fólk á þitt band og ert afburðamanneskja á sviði lærdóms
og stjórnmála.
Það er ekki alltaf gott að vera með mikið af hæfileikum því það ruglar þig í raun og
veru í því hvað þú vilt og getur. Sem dæmi þá verðurðu eins og manneskjan sem er klár á
skíðum og sérstaklega góð í svigi. Þú getur því sveigt framhjá hvaða vandamáli sem er og
þó það væri snjófljóð í vegi þínum kæmistu léttilega framhjá því núna.
Þú ert svo fljót að hugsa og reikna út hvað er næst í stöðunni að maður gæti jafnvel
ímyndað sér að þú værir spámaður. Trúðu að ekkert sé of stórt til að yfirstíga það; því ef
þig vantar vængi, færðu þá og ef þig vantar rætur, þá færðu þær.
Þú finnur út leiðir til að skapa það fé sem vantar ef svo ber undir, og heillar þá til þín
sem þú þráir eða þarfnast með hugsuninni einni saman. Og láttu ekki glepjast af leiða, því
hann er ímyndun. Í hvert skipti sem kvíði grípur þig, stattu þá upp og gerðu eitthvað allt
annað en þú varst að gera.
Þú verður ánægð með hrós og einlægni fólksins sem skiptir þig mestu máli í lífinu og þú
hefur lært að láta það sem vind um eyrun þjóta þegar leiðindapésa vantar athygli og leið-
indi.
Elskaðu sjálfa þig fyrst og fremst, þá bankar ástin á hárréttum tíma ef þú vilt það.
Allt má yfirstíga
MEYJAN | 23. ÁGÚST 22. SEPTEMBER
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.6. 2021
Elsku Sporðrekinn minn, einkunnarorðin þín þennan sumartíma eru: Að lifa er
að þora. Vendu þig á að taka vinsamlegum ábendingum vina þinna eða félaga og leyfðu þér ekki að
láta það draga þig niður. Þú hefur það í eðli þínu að segja þitt álit og koma til dyranna eins og þú ert
klæddur. Svo gefðu öðrum í kringum þig líka tækifæri til þess að fá sitt rými. Þegar þú hressir þig
við, tekur í hnakkadrambið á þér og hendir þér út í hringiðuna muntu ná langt, hvað sem langt nú
þýðir fyrir þér. Það er svo mikilvægt þú rasir ekki um ráð fram í ástamálunum og leyfir þessari stór-
brotnu ástríðu að stjórna þér of mikið. Því þá bíða þín líklega nokkur skipbrot. Höfnun og ást eru
með sömu tengingar, svo hugsaðu þig vel um og gerðu þér grein fyrir því. Það er svo mikilvægt þú
veljir viturlega og skoðir í Excel hvað muni höfða til þessarar sterku týpu sem ert þú. Fjölskyldulíf
er þér allt og þegar þér finnst þú hafir ekki það hlutverk sem þér hæfir, geturðu átt það til að grafa
þig niður í holu. En þá verðurðu líka að skilja að það ert þú sjálfur sem ert að grafa holuna. Um leið
og þú hreinsar þetta til verða hindranirnar fáar og alheimurinn elskar þig.
Þú hefur svo ríkjandi, sterk orð og orðaforða, nýttu þér það til þess að reisa þig upp frekar en að berja
þig niður. Þú ert svo sterkt tengdur hjartastöðinni þinni sem eflir allar tilfinningar. Og höfuðstöðinni þinni
(Crown Chakra) sem gefur þér svo stórfenglegar hugmyndir. En það sem þú þarft að gera í stöðunni er
að tengja ekki allar þessar tilfinningar við þessar merkilegu hugmyndir þínar, því þá geturðu ekki fram-
kvæmt þær. Þú munt segja nei við góðum hugmyndum sem breytt geta stöðu þinni á allan hátt, en samt
að sjálfsögðu bara eitt skref í einu. Besta skrefið sem þú getur tekið er að hugsa sem minnst eða helst bara
alls ekki neitt. Þú hefur svo fjölhæfan hæfileika til að laga þig að breyttu umhverfi og þarft bara að kalla á
kameljónið í þér, gera þitt besta í að gera aðra hamingjusama og þá finnurðu þína hamingju líka.
Að lifa er að þora
SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 21. NÓVEMBER
Júní
Elsku óþolandi Vogin mín, þú ert svo óþolandi heppin að hafa Venus sem
áhrifastjörnu. Hún gefur þér svo góðan smekk og þú getur gengið í öll störf. Það er mikilvægt að
þú sjáir að það eru að koma breytingar í áhugasvið þitt. Jafnvel í tómstundum eða listrænum
verkefnum. Þú ert að fara að skilja svo vel hvaða karakter býr í þér. Og í þessum merkilega kar-
akter býr persóna sem heldur að hún sé undiralda alls. Hún reynir eins faglega og fallega og hún
getur að stjórna umhverfi þínu og öðrum. En þegar þú þarft að gefast upp og líta á og klippa á
strengi, þá verður vöxtur þinn óendanlega sterkur. Þú ert fyrirmynd en þarft ekki að hafa skoðun
á öllu, þótt þú hafir rétt fyrir þér. Leyfðu fólkinu í kringum þig að skína eins skært og það getur
og haltu frekar áfram að hvetja heldur en að segja þína skoðun. Notaðu hjarta þitt sem áttavita,
þá gerast ævintýrin og hjartað tengist tilfinningaorkunni þinni eða sólarplexus. Um leið og þú
velur ljósið, þá sérðu ekki skuggana lengur og þú munt láta fugla sorgarinnar fljúga framhjá þér.
Það þarf að minnsta kosti tvo til að hefja styrjöld, svo leggðu niður öll vopn. Því þegar þú legg-
ur niður öll vopn, þá blómstrar kærleikurinn. Þú ert að endurnýjast eins og blómstrandi blóm og
þú velur að læra eitthvað nýtt. Faðmaðu að þér það sem veldur þér erfiðleikum og þá finnur þú
lausnina. Þú ert svo sterk og vitur og allir vilja bjóða þér heim. En þú þolir ekki þegar þú þarft að
standa á rétti þínum, því það reitir þig til reiði. En reiði er klæðnaður sem fer þér alveg hræði-
lega illa. Þú ert svo varanleg og heil í hjartanu og góðvilji er einkenni þitt. Ef þú átt börn þá
dýrka þau þig og dá. Og ef þú átt maka ert þú endalaus dásamlegur kærasti eða kærasta. En
mundu, hjartað mitt, að leyfa þeim sem þú elskar að vera þau sjálf og farðu svo að ausa yfir sjálfa
þig því dekri og hlýju sem þú vilt alltaf vera að gefa þínum.
Láttu kærleikan blómstra
VOGIN | 23. SEPTEMBER - 22. OKTÓBER