Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.06.2021, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.6. 2021
Elsku Fiskurinn minn, þér dettur oft í hug að þú hafir ekki afkastað nóg. Þar
sem plánetan Mars er svo sterk yfir stöðunni þinni, þá áttu eftir að finna athafnamanninn í þér.
Og mundu að þú verður fyrst og fremst að tengja huga þinn við að vera ekki of alvörugefinn í
metnaði þínum og finnast að einhverjir séu á móti þér. Það er nefnilega ranghugsun, ekki láta
alla vita hvað þú ætlar að gera eða hvert þú ætlar að fara, haltu því bara, elskan mín, hjá sjálfum
þér. Þetta er merkilegt sumar og þú munt færa sólskin inn í líf annarra. Og þegar þú gerir það
mun sólskinið tvöfaldast inn í þína tilveru. Þú skalt stefna hátt og búast við miklu, því þótt þú ætl-
aðir þér að fanga sjálfa sólina og gætir það ekki, þá muntu alla vega krækja þér í stjörnu.
Það fer svolítið í pirrurnar á þér í sambandi við menntun, hvað þú eigir að læra og hvers vegna.
En það er alveg sama hvaða menntun þú hefur og þótt hún gæti tryggt þér starfið, þá er það sam-
skiptahæfni þín sem tryggir þér stöðuhækkunina, ekki menntunin.
Hjarta manns er svo fljótt að gleyma góðum árangri og áföngum sem hafa skautað inn í lífið
síðustu árin. Og þegar sú hugsun sígur inn í heilabúið, þá getur hún mallað þar í mörg, mörg ár
og hindrað það sem þú hefur fullkominn rétt á. Skrifaðu nú niður allt sem hefur fært þér vel-
gengni, segjum bara síðustu þrjú ár. Og það væri ekki verra þú skrifaðir það niður á appelsínu-
gult blað, því heilinn og frumurnar muna betur það sem er lesið upp af slíkum lit.
Þú þarft að vinna að því að öðlast velgengni, svo farðu og náðu í hana, því það eru að birtast þér
svo mörg tækifæri sem innihalda góða áfangasigra og hamingju. En þú þarft að hafa hugrekki til
að grípa slík tækifæri þegar þau gefast þér. Þú átt eftir að finna fyrir fiðrildum í maganum, tíðni
og víbringur ástarinnar hækkar, því þú ert eins og segull á ástina.
Færir sólskin í líf annarra
FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS
Elsku Nautið mitt, það er svo dásamleg orka allt í kringum þig, svo mundu að
hugsa að anda hamingjunni inn eins djúpt og þú getur og eins þegar þú andar henni út. Gerðu þetta
eins oft og þú getur og andaðu henni að þér alveg niður í magastöð. Þín sterkustu einkenni eru iðni,
þor og greind og ef þér finnst að þig vanti eitthvað af þeim einkennum, þá er það blekking. Þú færð
bestu tækifærin þegar þú hlýðir eðlisávísun þinni og hvikar alls ekki frá settu marki, þrjóski vinur
minn, og viljastyrkurinn þinn mun koma þér á óvart. Þú ert svo trygglyndur og fagur í ástinni, en
láttu ekki afbrýðisemi stjórna einu né neinu, því afbrýðisemi er frekja.
Ef þú ert fæddur í apríl, þá hefurðu töluna níu sem þýðir að þér verða boðaðar breytingar. Og þó
þær verði kannski ekki snöggar, þá er þetta líkt því að þú skiptir um ham líkt og fiðrildið fallega sem
losnar og flýgur úr púpunni. Ef þú ert fæddur í maí, þá hefurðu töluna fimm tvisvar sinnum inni í
stöðunni þinni og útkoman þar er ás, eða talan einn. Þetta þýðir nýtt upphaf sem færir þig nær svo
yndislegri líðan. Ef þú skoðar vel, þá vilja allir einfaldlega bara að sér líði vel, og þú ert á því ári þar
sem þú finnur og vinnur að vellíðan.
Byrjaðu á því sem þig langar, þá muntu hressast og það sem þú gerir mun blessast. Þú átt eftir að
draga að þér fólk með sömu eiginleika og þú og þá gerast ævintýrin. Þú munt njóta velgengni, en til
þess að það sé sigur í henni, leyfðu þá öðrum að njóta með þér. Þrennt skaltu hafa í huga á þessum
tíma sem er að mæta þér; að hafa eitthvað að starfa, eitthvað að elska og eitthvað til að hlakka til. Að
sjálfsögðu er það bara eðli lífsins að ekki allir óska þér góðs gengis, því öfund er undirrót þeirra sem
ekkert hafa komist áfram í lífinu. Sú mynd sem þú hefur í huganum mun skapa sterka þrá og það á
það svo sterklega til að gerast sem þú sérð fyrir þér, bæði í ástinni og lífinu.
Iðni, þor og greind
NAUTIÐ | 20. APRÍL 20. MAÍ
Elsku Hrúturinn minn, eins yndislegur og frábær og þú getur verið, þá
áttu það til að vera hefnigjarn og útiloka manneskjur úr lífi þínu ef þér geðjast ekki að
einhverjum. Og ef þú ert í viðskiptum eða verkefnum sem snúa að því að þú þurfir að
hafa heildina í lagi, þá þarft þú að brjóta odd af oflæti þínu. Því það verður að vera alveg
skýrt að til þess að þú njótir þín, þá þarftu að finna leiðir, orð eða athafnir til þess að
aðrir njóti sín og líði vel.
Alveg sama hvaða stöðu þú gegnir, þá ert þú mikilmenni og þarft að sýna mikil-
mennsku þína með því hvernig þú ætlar að fara með þér minni menn. Svo teldu upp að
þrjátíu áður en þú gerir eitthvað sem þú gætir séð eftir. Það er viss óróleiki eða órói sem
getur verið að pirra þig, en þú ert alveg nógu sterkur til að láta það eins og vind um eyr-
un þjóta. Nú blasir sumarið við þér og þú ert eina merkið sem er svo mikilvægt fyrir að
plana sumarið. Þú þolir svo illa að vera í engu og að lífið sé ekki að hreyfast í kringum
þig, því þú hefur svo gaman af því að vinna og átt erfitt með að sleppa tökunum til að
taka þér frí.
Þetta verður æðislegt sumar og þú upplifir kyrrðina í sálinni þinni. Það eru margir
Hrútar sem eru annaðhvort búnir að flytja eða eru að hugsa um það. Og öll breyting sem
á eftir að eiga sér stað, mun efla þig þúsundfalt. Sumir vilja ekki að neitt breytist, lífið sé
auðvelt og að ekkert gerist, en þá verður sú ævisaga ekki metsölubók. Þú átt þér trygga
aðdáendur sem víkja ekki frá þér og ef þú veist hvaða skref þú ætlar að taka núna í líf-
inu, þá munu þeir hjálpa þér 100%, því þú hefur einstakt hjartalag.
Breyting eflir þúsundfalt
HRÚTURINN | 21. MARS 19. APRÍL
Það eina sem þú þarft er að
hafa trúna þá sérðu betur
að hamingjan er núna.
Knús og kossar
Elsku Vatnsberinn minn, það er alveg sama þó þú hafir áhyggjur af hinu eða
þessu, það eina sem það færir þér er þreyta. Engar lausnir getur þú fundið þegar þú ert áhyggju-
fullur, því í þeirri orku felast engin svör. Þeir sem eru fyrstir að kveikja eldana eru frumkvöðlar og í
þér býr sá eldhugi. Þú þarft að klára allt sem þú hefur byrjað á, og reyndu að passa þig á því að
byrja ekki á of mörgu, því það dregur líka úr mætti þínum. Þú þarft að vera spontant í þessum tíma
sem þú ert að fara inn í og ekki undirbúa þig of mikið undir þau verkefni sem þér verða færð, heldur
skaltu vita þegar þú stendur frammi fyrir því, þá færðu réttu orðin og rétta kraftinn.
Láttu alls ekki þá sem fara í taugarrnar á þér sjá hver líðan þín er og af öllu því sem þú hræðist
eru svipbrigðin þín merkilegust, því lífið er bara bíómynd og þú ert að sjálfsögðu aðalleikarinn.
Ef þér finnst að þú sért að leita að hinni sönnu hamingju, þá er hún einfaldlega þannig að sá sem
hugsar skemmtilegustu hugsanirnar verður hamingjusamur. Þú hefur alltaf verið gjafmildur, en ef
þér finnst að þú sért hættur að gefa af þér, þá byrjar andi þinn að deyja. Allt er þetta tengt tilfinn-
ingum, sem þýðir að finna til, en þegar maður hættir að finna til nokkurs, er maður heldur ekki lif-
andi. Það getur enginn sært þig nema með þínu samþykki og þó þú hittir manneskju sem er boðberi
illra tíðinda, að einhver hafi sagt þetta eða hitt um þig, þá er það ekki vinátta, heldur sá sem slúðrar.
Og þetta er fullkomlega þinn hárrétti tími til að halda áfram eins bjartur og hlýr og þú ert og skoða
þá sigra sem þú hefur persónulega unnið, óháð annarra vitleysu. Ástin getur verið svolítið á flögri,
þú ert handviss eitt augnablik um að hún sé til staðar, og hið næsta að hún sé bara hindrun. Sönn ást
býr í því að þú viljir gera meira fyrir manneskjuna í hjarta þínu eða sem þú þráir, en nokkurn tím-
ann fyrir sjálfan þig. Haltu áfram með krafti, því í þér býr kóngur eða drottning.
Í þér býr eldhugi
VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR
Elsku Steingeitin mín, það er svo sannnarlega hægt að segja þú sért að fara í alls-
konar tímabil; tími sem er eins og blómvöndur í öllum mögulegum litum. Það gengur miklu betur í
fjármálunum en þú hafðir vonað, svo þú getur þar af leiðandi leyft þér meira en þú bjóst við. Þú leyf-
ir karakternum þínum blómstra og hættir að vera í þessu lífsleikriti bara til að þóknast öðrum. Þú
þorir að framkvæma það sem þig langar til á öðruvísi og innilegri máta, þér í hag. Það er ástríðufull
orka í kringum þig og ef þú átt maka þá þarftu að muna að þið þurfið líka að leika ykkur eins og þið
væruð nýtrúlofuð. Farðu í huganum til baka til þess tíma þegar þú varst nýbúin að hitta maka þinn
og tilbúin að gera allt sem í þínu valdi stóð til að elska og halda honum. Í ástinni er orðið fyrirgefðu
jafn mikilvægt og að segja ég elska þig. Hver dagur gefur þér ný tækifæri og jafnvel getum við sagt
að þegar þú vaknar fáir þú nýtt líf og ný tækifæri.
Daður, draumórar og væntingar fyrir þá sem sem eru lausir og liðugir (eða stirðir) verða að veru-
leika. Vertu tilbúinn að taka því sem þér býðst, því þú baðst um það. Kona nokkur sagði mér í gær
sögu þar sem hún var á áramótabrennu. Þar átti fólk að skrifa niður óskir sínar og setja á bálið. Hún
skrifaði á bréfið að hún vildi vera gift kona og bað góðan guð um það. Hún hafði verið gift áður og
hennar heitasta ósk var að giftast aftur. Þetta haust hitti hún mann sem hún hafði séð mörgum áður
áður og klukkan 11.48 á þessum síðasta degi ársins 2012 bað hann hennar og hún sagði já.
Þú ert búin að vera undir áhrifum Venusar, svo leyfðu þér að trúa og treysta og ganga skrefinu
lengra í ástinni. Satúrnus er ríkjandi pláneta þín, sem setur vissan aga og erfiðleika yfir þig, en sýnir
þér líka að þú hefur vissan keppnisanda. Og þegar þú hækkar sjálfsálit þitt, þá yfirstígur þú allar
hindranir og nærð stærra takmarki en þig óraði fyrir.
Ástríðufull orka
STEINGEITIN | 22. DESEMBER 19. JANÚAR
Elsku Bogmaðurinn minn, ég hef það á tilfinningunni að Bogmenn séu í
miklum meirihluta miðað við önnur merki á Íslandi. Ég hreyfi mig vart um skref án þess
að hitta einhvern skrafhreyfinn Bogmann. Þú hefur litríka og sanna framkomu og það
frelsi sem er að koma til þín og er allt um kring mun gera þig óstöðvandi.
Þetta er skemmtilegur og léttur tími sem þú ert að fara inn í og þú magnar upp litlu
hlutina svo þeir verða svo stórir. Það eru nefnilega litlu hlutirnir sem gera lífið. Í þessu
frelsi færðu styrk til þess að taka ákvarðanir og það halda þér engin bönd. En þú þarft
samt að ákveða hvar þú vilt búa eða eiga heima og ekki flögra með þá ákvörðun. Því ef þú
gerir það þá finnurðu ekki kraftinn til að framkvæma það sem þú vilt og óskar þér.
Plánetan þín, Júpíter, hefur svo jákvæð áhrif á þína velgengni, að sjálfsögðu tengt hagn-
aði og viðskiptum og því sem þú tekur þér fyrir hendur. Og ef þú skoðar vel þá áttu
fjöldann allan af vinum og aðdáendum. Hins vegar getur þessi orka líka komið þannig út
að þú munt neita þér um lífsins lystisemdir og fundið að freistingarnar geta leitt þig út í
vitleysu.
Þú hefur svo sterkar langanir til þess að hafa allt svo flott og fínt. Taktu þig á í því sem
þér finnst vera að letja þig. Þú þarft ekki að kaupa allt, geta allt eða vera allt, því þú ert
nóg. Gæfan og kærleikurinn býr í þessu risastóra hjarta þínu og þetta tímabil gefur þér
þann valkost að velja gæfuna eða kærleikann eða hvort tveggja, ef þú vilt það. Í þessari
stöðu sem þú ert muntu sjá að þú hefur auðmýkt til að skoða hvað hefur gerst, og þar af
leiðandi til að fara á góðan byrjunarreit aftur.
Gæfan býr í hjarta þínu
BOGMAÐURINN | 22. NÓVEMBER 21. DESEMBER