Skólablaðið - 21.03.1981, Side 5
Einar M. Ölafsson 5-Y
Stjórn Framtiðarinnar■
Hvi ?
Það sem helst skiptir máli í starfi
sem þessu er óbilandi áhugi, vinnuþrek,
víðsýni og ósérhlifni. Frá unga aldri
hefur tungan verið mér laus í munni en þó
með þeim hætti að margt spaklegt hefur
frá mér farið og spauglegt mjög. Hefur
hógværð ætið verið mér jafnstíga.
Arin liðu og áhuginn jókst. Þegar í
menntaskóla var komið þótti að bestu
manna yfirsýn hin brýnasta nauðsyn að
virkja þann.kraft sem i mér bjó í þágu
nemenda. Færðist ég þó undan þar sem
mér hefur ávallt þótt sjálfsagt að gefa
öðrum tækifæri. Þegar sýnt var að ég vitr
ófáanlegur til að taka að mér æðstu embætti
skólans var lagt svo hart að mér að gefa
kost á mér I stjórn Málfundafélagsins
Framtiðarinnar að ég lét undan I þetta sinn.
Helstu stefnumið.
Lejffi ég mér að tölusetja helstu bar-
áttumál mín hér á eftir, svo að þau komi sem
skýrast fram.
1) Stefnt skal að almennri þátttöku I
störfum Framtiðarinnar og þá einkanlega
málfundum þ.a. örfáir menn einoki ekki
ræðustól gervallan vetur, heldur taki þar
sem flestir úr öllum árgöngum virkan þátt.
2) Af fyrsta lið leiðir, að málfundir
þurfa að vera reglulega og þá oftar en
tiðkast hefur i vetur sem og undanfarin ár.
3) Risna til stjórnarmeðlima Framtiðar-
innar verði skorin niður eins mikið og unnt
er, þarsem þeir eru kosnir til að stuðla að
betra félagslífi nemenda en ekki til að éta
og drekka þá út á gaddinn. Séu þessir|ekki
færir um að afla sér brýnustu „lifsnauðsynja"
sjálfir er sörtenli engin ástæða fyrir hinn
almenna nemanda að halda þeim uppi.
4) Framtiðin beiti sér fyrir þvi að haldin
verði a.m.k. einn fundur á misseri þar sem
embættismönnum er skylt að mæta og svara
fyrirspurnum nemenda og þeirri gagnrýni sem
þeir hafa fram að færa. Veitir þetta embættis-
mönnum nauðsynlegt aðhald, sem vissulega er oft
þörf á.
Siðustu tilmæli.
Æruprýddi nemandi.
Hafir þú áhuga á að hefja starfsemi þessa
forna félags til þess veidis sem því ber,
mæli ég eindregið og í fullum trúnaði með
manni að nafni Einar Magnús Ölafsson þvi
eins og skáldið sagði: „Horfinn er
Hliðarenda-Gunnar og enginn orðinn eftir
nema Einar."
Helga Johnson, 4.-A i stjórn Framtiðarinnar:
Hvers vegna?
Vegna þess aö ég hef haldgóóa reynslu i
meðferó óframfærinna nemenda, sem gæti komið sér
að góðu gagni i þessu embætti.
Er betta stökkpallur i æðra embætti?
Hver veit?
Veistu i hverju starfið er fólgið?
Já, ég hef nokkuð góóar hugmvndir um það.
Eru einhverjir menn, sem þú vildir fremur starfa
með i stjórninni?
Ég mæli meó bekkjarfélaga minum Þóri og veit
aó meó góðu samstarfi munum vió koma miklu til
leiðar.
Heldurðu að þú komist að?
Já.
Einhver lokaorð?
„Oft er þörf, nú er barasta hin brýnasta
nauðsyn.' - Kýjan anda i Framtiði.na."
Herdis Óskarsdóttir, 4.-Z, i stjórn Framtiðarinnar
Málfundafélagið Framtiðin hefur starfað i
nærfellt eina öld og verður hin litrika saga bess
að teljast mjög merkileg. Félagið var i upphafi
stofnað til að efla félaga sina i mælsku og rök-
fimi. Þó má segja að hin siðari ár hafi það
fjarlægst tilgang sinn og þjóni nú fremur hlut-
verki skemmtiklúbbs.
En Framtiðin verður þá ogbvi aóeins endur-
reist, sem hið styrka málfundafélag, að störf
stjórnarinnar verði brevtt. Það hefur alltof oft
viljað brenna við að einungis sé tjaldað til einn-
ar nætur en slikt kann ekki góðri Xukku að stýra.
Ég legg rika áherslu á að stjórn Framtiðarinnar
eigi að skipta starfsári sinu i tvö timabil bar
sem i upphafi hvors þeirra lggi ljóst fvrir hvað
gjöra skuli. Slik skipulagning ætti að taka fyr-
ir hið mikla fum sem einkennt hefur stjórniv und-
anfarinna ára.
Stjórn Framtiðarinn^á að leggja metnað sinn
i að gera veg mælskulistar meiri. Með þvi að hata
mælskunámskeið tvö, eitt i upphafi hvors misseris,
tel ég að það sé unnt. En ekki má við svo búið
sitja. Allt bað fólk sem sýnir starfi Framtiðar-
innar áhugavott ber að virkja og þá sérstaklega
3.bekkingarsem framur hafi verið lattir að gömlum
sið. I kjölfari mælskunámskeiða mætti hafa nám-
skeið i raddbeitingu.
Mælskukeppni milli bekkjardeilda verður að
vanda betur til. Fá verður trausta dómendur og
gera keppnir i öllu formfastari.
Þá er Skinfaxi. Það mál er til skammar.
Ég tel timabært að þvi verði komið i lög Framtið-
arinnar aó ritstjóri hans verði kjörinn á aðal-
fundi og geti bví ekki hlaupist frá störfum ein$'
og frægt er orðið.
En fátt er svo með öllu illt að ekki megi
um bæta. Nú eru kosningar nærri og því tækifæri
fyrir oss að hrista dáóleysið af Framtiðinni.
Getur verið að timi brevtinga sé i nánd?
Stefán Pétursson, 5.-Z, i stjórn Framtiðarinnar:
Starfsemi Framtiðarinnar hefur ekki verið
sem skyldi i vetur. Val umræóuefna á málfundum
hefur oft á tiðum verið lélegt, en i efnisvali
verður að höfða til sem flestra og velja aó jafn-
aði þau mál, sem ofarlega eru á baugi hverju
sinni.
Rabbfundir voru allmargir, en mjög verður
að vanda val á gestum, til þess að sem fjörug-
astar umræður verði á fundunum, og mun ég stuðla
að þvi að svo verði nái ég kjöri.
Otgáfa blaðs Framtióarinnar, Skinfaxa, hef-
ur verið i miklum ólestri i vetur, sem og undan-
farin ár. Verði ég kosinn, mun ég revna að fá
þvi framgengt að þriggja manna ritnefnd verði
kosin á hverju vori og verði sá atkvæðaflesti
ritstjóri Skinfaxa.
Ég hef einnig mikinn áhuga á þvi aö mælsku-
námskeið verði haldið hér i skólanum undir hand-
leiðslu fróóra manna um mælskulist.
Ég vil að lokum minna ykkur á það, nemendur
góðir, að starfsemi Framtiöarinr.ar stendur og
fellur með ykkur. Kjósið ábyrgan mann i stjórn
Framtiðarinnar.
Slgurjón Sigurjónsson, 5.-Y, i stjórn Framtiðar:
Heill og sæll nemandi góður
Nú er stundln runnin upp. Þið eigið að
kjósa stjórn Framtióarinnar.Hvaó er til
ráða? Viljið þið viðhalda hinni miklu
félagslegu deyfð sem rikt hefur innan Frt.
i vetur?
Eða óskið þið öflugs félagslifs næsta vetur
með mörgum skemmtilegum málfundum.Valið er
ykkar. Stigið spor i rétta átt og hugsið
um"Framtiðina'.' Ég er ykkar maður.
Sigurjón Sigurjónsson,5.Y.
Jóhann Viðar Ivarsson 4,U í stjorn Framtíðarinnar
Sælt veri blessað fólkið.
Ég hef áhuga á að sitja í stjórn Framtíð-
arinnar næsta vetur. Af hverju? Jú, mig langar
að leggja hönd á plóginn í þeim hluta félags-
lífsins sem ég hef einna mestan áhuga á.
Það hefur veri.ð vinsælt meðal frambjóð-
enda hér í skóla sem annars staðar að fárast
yfir lélegu starfi og að nú skuli sko aldeilis
gerð bragarbót á. Svo þegar menn ná kosningu
virðist samt
virðist sami værðarsvefninn ná tökum á mörgum
þeirra og fá orð sýna sig í verkum. Nú er ég
ekki að gagnrýna starf Framtíðarinnar í
vetur serstaklega.Það hefur verið sæmilegt.
En alltaf finnst manni að gera megi betur og
til þess er besta leiðin að gera hlutina
sjálfur.
Ekki vil ég fara að lofa upp í ermina hér
en minnast svona a það helsta sem mer liggur
á hjarta. Rabbfundir voru ágætir í vetur sumir
hverjir en mér fannst tilfinnanlega vanta að
fengnir væru tveir menn með ólíkar skoðanir.
Þá hefði getað orðið heitt í kolunum. NÖ ,
ræðukeppnin var frekar dauf og má vel hressa
upp á hana. Ég vil að hvaða menn innan skólans
geti myndað ræðulið og það sé ekki skorðað við
deildir. Þá finnst mér vanta sárlega sameigin-
legan málfund með hinum "almenna" nemenda,
embættismönnum skólans og a.m.k. deildarstjórum
í öllum kennslufögum. Allir kennarar sem fiyrðu
að koma væru vitanlega velkomnir. Þá gæti fólk
stígið í pontu og sagt hug sinn allan án þess
að verða reknir
að vera rekið út úr tima eða lækkað í vebrar-
einkunn. Þetta tíðkast í Versló og þótt hug-
myndin gæti komið frá gáfulegri -stað þá er hún
góð (þeir hafa sjálfsagt stolið henni).
Þetta er það helsta sem ég vildi koma í
framkvæmd þótt vissulega væri gaman að bæta
ýmislegu fleira við.
Thugið málið.'
Jónas Jóhannsson, 5.-B, i stjórn Framtiðarinnar:
Ég er þeirrar skoðunar að fæst orð beri
minnsta ábyrgð og þvi minna sem lofað er þvi
minna er logið. Siðan ég hóf skólagöngu hér,
haustið 1977, hafa kosningarnar einkennst af lof-
orðum og fölskum fyrirheitum, sem sjaldan er stað-
ið við.
í vetur hefur starfsemi Framtiðarinnar ver-
mun blómlegri en undanfarin ár, og stjórnin sýnt
mikinn dugnaö. Ég hef fvlgst vel með störfum
#
Framtiðarinn^, sótt málfundi og rabbfundi og haft
ánægju og lærdóm af. Það sem situr strik i reikn-
inginn er þvi miður áberandi áhugaleysi nemenda,
en nauðsynlegt er að beir öðlist almenna hugmvnd
^starfsemi Framtiðarinnar. Ef ég næ kjöri mun
ég þvi beita mér fyrir aukinni starfsemi á kom-
andi vetri og að nemendur eigi þar meiri hlut að
máli, en láti ekki mata sig eins og svo oft vill
verða. Einnig tel ég nauðsynlegt að næsta stjórn
beiti sér fvrir betri málfundum, a.m.k. tveimur
mælskunámskeiðum, einu á hvorri önn, og að öll
útgáfustarfsemi Framtiðarinnar verði styrkt.
Hinir ýmsu klúbbar og félög innan Framtiðarinnar
eru að lognast útaf og þarf að rétta þeim hjálp-
arhönd, endurskipuleggja og styrkja. Ef þetta
verður gert, má eiga von á frábærri starfsemi i
sannkallaðri endurreisn þessa málfundafélags.
Nemandi góður, leggðu hönd á plóginn og
stuðlaóu aó fjölbreyttri og liflegri starfsemi.
Þitt atkvæði gæti ráðið úrslitum. Styddu mig
og ég styð þig.