Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 21.03.1981, Blaðsíða 6
xO Eyjólfur Kristjánsson, 5.-B, i embætti stjórnarfulltrúa nemenda: Hvers vegna Eyfi? Ég hef í gegnum árin kvnnst skólastjórnar- fulltrúum og starfi þeirra, og likar vel. Ég tel að margt megi bæta i starfsháttum beirra, og stuðla að frekari hagsæld nemenda. Margir fyrr- verandi skólastjórnarfulltrúar hafa i framboðs- ræðum sínum verið fullir sjálftrausts og borið sig borginmannlega, en begar til þeirra kasta hefur komið, hefur ætið verið litið um takta. Hver eru helstu ætlunarverk þin sem . fram- bjóðanda? Fyrst og fremst, að láta ekki aðra fulltrúa i skólastjórn komast upp með alls kyns á'hæfu i . garð nemenda. Efla þarf samstöðu kennara og nem- enda og vil ég beita mér fyrir því, að persónuleg vandamál nemenda verði leyst á farsælan hátt, en hingaó til hefur réttur hins almenria nemenda litt verið i hávegum hafður. Hvaða álit hefur bú á húsakynnum M.R.? Þarna hitturðu á það, maður. Petta er ein- mitt það, sem ætið hefur verió barist fyrir, en lítið orðið ágengt. Auka þarf öryggi i kennsluhúsnæði, en það verður einungis gert með öflugu átaki i eldvarnar- málum . Einnig þarf að taka til athugunar kennsluaóstæður i Þrúðvangi. Að lokum vil ég minnast þess, sem er mér persónulega mesta hita- máliö. Á ég bá vió þá óhæfu, að salurinn sé notaður til kennslu, en mér og fleiri nemendum skólans finnst að sýna eigi Sal meiri virðingu. Eitthvað að lokum Eyjólfur minn? Nemandi góður.' Vilir þú eignast hlutdeild i skólastjórn, og fá helstu baráttumálum þinum komið á framfæri, skaltu reiða þig á mig, ég mun ekki bregðast þér. Tómas Eyjólfsson, 5.-Z, i stjórn Framtióarinnar Hæstvirtu nemendur! Þaó er ekki aóeins vegna umhyggju minnar um velferð ykkar, heldur einnig vegna eigin áhuga á að starfa með stjórn ^ramtiðarinnar, að ég býð mig fram til endurkjörs i hana. I vetur gerði stjórnin ýmislegt fyrir utan venjulegt fundarhald trabbfundi t.d. má nefna skemmtikvöld og stórbingé Og nú braðlega kemur út aftur eftir nokkurra ára hlé Skinfaxi blað Framtiðarinnar. Einnig sló stjórnin á léttari strengi og splæsti i söngkerfi ásamt Skólafélaginu. Nú en bað semkom mér nú kannski mesti á óvart var mæting nemenda á sam- vistarstundir félagsins. Þannig að það er vafa- laust mitt megin takmark að bæta mætinguna. einnig mætti eflaust koma með einhverjar nýjungar t.d. að halda diskótek, þá væntanlega i einhverj- um leigusal úti bæ. Aðgangseyrir vrði þá auðvit- að miðaður kostnað diskóhaldsins. A stefnuskrá minni næsta vetur er einnig áframhaldandi útgáfa Skinfaxa og mun þá verða valinn ritstjóri strax i haust, bannig að söfnun vandaðs efnis gæti haf- ist sem fyrst. Ofarlega á skránni er markvissara umræóuefni á málfundum, þ.e. efni sem vekja áhuga manna. Ég hef margar hugmvndir i pokahorninu og mun vissulega berjast fyrir framkvæmd beirra, verði égkjörinn. Lifið heil. Torfi Þórhallson, 4.-Z i forseta visindafélagsins Ilvers vegna? Ég vil halda uppi merki Visindafélagsins og koma i veg fyrir að það grotni niður. Er þetta stökkpallur i æðra embætti? Nei. Veistu i hverju starfió felst? Já, ég hef verió i stjórn félagsins i vetur. Sigurður Guðni Haraldsson,5.A.,skólastj. Fregnir hafa borist af þvi, að einn af hæfileikamönnum skólans,Sigurður (Diddi) Guóni Haraldsson,ætli að gefa kost á sér i embætti skólastjórnarfull- trúa. Blaðamaður Kosningablaðsins ræddi við téóan kauða i þvi skvni að upplýsa helstu stefnumál hans. Blm.Hvað fékk þig i framboö? Diddi:Undaðfarið hef ég átt i orðaskaki við Rektor og er farinn að kunna á hann. Ég tel mikilvægt að skólastjórnarfulltrúar séu fastir fyrir um rétt og hagsmuni nem- enda.Atvik eins og geröist hér fyrr i vetur begar Rektor ætlaði að leggja niður dans- hann leiki sýna best að|_er siður en svo dauður úr öllum æðum og þörf er á traustum full- trúa nemenda á skólastjórnarfundum og tel ég mig hæfan til að varðveita hagsmuni nemenda og berjast við Guðna ef börf krefur. Blm:Eruð þið Rektor óvinir? Diddi: Nei alls ekki. Siður en svo. Við erum ekki óvinir og ég held að okkur semji. Betra er að bogna en brotna. Blm.Heldur þú að hinn almenni nemandi geri sér grein fyrir hlutverki fulltrúa sinna i skólastjórn? Diddi:Nei þvi miður.Mikilvægt er að ef nemandi telur sig beittan órétti eða hafi önnur vandamál að hann leiti til skóla- stjórnarfulltrúa. Þeir bita ekki I Ef ég verð kosinn mun ég beita mér fvrir þvi að kynna nemendum rétt þeirra og þátttöku i skólastjórn. Blm.:Að lokum? Diddi: Ef þið nemendur góðir, viljið traust- an skólastjórnarfulltrúa sem ber hagsmuni ykkar fyrir brjósti,þá kjósið mig. Ertu með einhverjar nýjungar? Ja, hvað skal segja? Alveg glás. Ég stefni að þvi að gera Visindafélagið starfsamasta félag skólans. Helgi Grimsson 4.-C i forseta Férðafélagsins: Hvers vegna? Vegna geipilegs áhuga á útilifi. Veistu i hverju starfið er fólgið? Ég ætti að hafa einhverja hugmynd um það, þar sem ég stóð að stofnun félagsins. Hvað finnst þér um starfió i vetur? Kalli hefur staðið sig vel og á hrós skilið. Ertu með einhverjar nýjungar í huga? Að hafa einhverjar aórar ferðir en skiðaf. Heldurðu að þú vinnir? Ég vona bað, annars væri ég ekk.i að þessu. Lokaorð? Ef ég næ kjöri, hef ég hugsað mér að halda uppi mjög öflugri starfsemi næsta vetur, eins og forveri minn gerði i vetur. Min helstu kosningaloforð eru þessi: Farnar verði dagsferðir mánaðarlega. Útilegur verði einnig farnar mánaðarlega. I dagsferðunum verður gengið á helstu hæðir i nágrenni Reykjavikur og ýmsir athyglisverðir staðir skoðaðir. 1 útilegum verður farið i Selið og ýmsa aðra útileguskála i nágrenni stórborgarinnar. Þegar svo blessaöur snjórinn kemur verði öflugt samstarf við hann, bæði i formi dagsferða og einnar-nætur-ferða. Svo væri ofsa gaman að halda myndakvöld svona stundum og stundum. Svo væri geipilegt fjör að fara i all skverilegar jóla-, páska- og vorferðir; En eins og hann Nonni frændi sagði eitt sinn við mig, þá er vió vorum staddir á Friðmundar- vatnsheiði, að skrifuð orð verða ekki aftur tek- in. Þvi læt ég reynsluna skera úr um hvort mér takist að. gera öllu meira. Svo vil ég minnast á það, að til'samstarfs við mig mun ég kalla á sérdeilis aldeilis hæft fólk (b.e. ef ég næ kjöri) Þannig að vegir liggja til allra átta. Kæru kjósendur munið bara, að þið hafið atkvæóin, en ég viljann og áhugann. Helgi Grimsson, 4.-C. Stefán Jónsson J.b Herranótt: S'p: Hvers vegna Stefán,hvers vegna? Sv: Nú ég held að aðalorsökin se nú áhugi minn á leiklist almennt og held ég að sú sé ástæðan hjá flestum. Sp: Já þú hefur nú öðlast talsverða reynslu á sviði leiklistar Stefán.Getur þú sagt okkur eitthvað nánar frá henni? Sv: Eg hef tekið þátt í ja fjórum uppfærsl- um í Þjóðleikhúsinu auk þess sem ég hef verið í fjöldanum öllum af útvarpsleik- ritum. Sp: Þú varst með í Herranótt í vetur og var það í fyrsta skipti sem busum var leyfð þátttaka í Herranótt.Telur þú þetta heillavænlega þróun? Sv: Öldúngisleyfið var Sp: Telur þú að orsök þess að(_veitt sé að þú sért innundir hjá rektor og hans fjölsk? Sv: Abbsalútt ekki við Guðni erum bara góðir vinir. Sp: Varst þú óánægður með starfsemi Herra- nætur í vetur? Sv: Mér skilst að undanfarin ár hafi Herra- nótt ekki staðið sig sem skyldi og það var ætlun Andrésar leikstj. að dusta aðeins rykið af þessu leikfélagi sem ég tel að hafi tekist ágætlega en betur má ef duga skal og ég mun að sjálfsögðu reyna af fremsta megni að halda merki Herranætur á lofti. Sp: Hvað segir þú um verkefnaval? Sv: Eg vil móderne verk sem höfða virkilega til nemenda á svið. Sp: Eitthvað að lokum Fáni? Sv: Ég treysti bara á stuðning nemenda og þá sérstaklega 3.bekkinga. SLUT: Sp: Einhver nýmæli? Sv: Tja,varla.Þó hyggst ég beita mér fyrir fimmtudagsleikritum í löngufrímínútum svo sem áður var. (Stefán Jónsson viðtaldi). Þórdís Arnljótsdóttir 4.M. Herranótt. Ys og þys vegna kosninga Herranætur.' Nú er svo komið að kjósa verður i leiknefnd Herranætur vegna ýmissa dularfulíra framboða. Hluti þessara frambjóðenda hefur aldrei starfað í Herranótt og veit því litið hvað það þarf að gera. Undirituð og nokkrir aðrir sem störf- uðum í Herranótt líðandi vetur erum nota bene einnig í framboði. Augljós- lega erum við því reynslunni ríkari. Brjótið ekki á bak aftur þá framför, sem Herranótt tók i vetur. Við munum reyna að skipa Herranótt þann sess.sem henni ber í skólalí’inu. Stuðlið ekki að hnignun Herranætur. Kjósið því mig ög hitt"Herranæturpakkið." ©

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.