Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 1
KOSNINGABLAÐIÐ Illugi Jökulsson, 5.-D, ritstjóri Skólablaðsins. Hvað viltu segja? Það verður erfitt að gefa út Skólablaðið næsta vetur, mjög erfitt - undanfarið hefur vegur þess farið vaxandi með hverjum nýjum árgangi, nú er svo komið að það er ekki sama hvað, hver og hverjir taka við; það verður fylgst rsekilega með því og hver fölsk nóta sýnist enn magnaðri fyrir vikið. Það verður - bók- staflega verður - að koma i veg fyrir að drabbist niður og falli í farveg meðalmennsku og lágkúru á nýjan leik: þetta vona ég að allir góðir menn geri sér ljóst. Eins og ég sagði: það verður erfitt. Engu að síður langar mig til þess að reyna. Ég hef alveg obboðslegar ambisjónir í sambandi við þetta blað - KannsKx alltof miklar. Áltént treysti ég mer til að halda áfram á sömu braut - bæta um betur, mun betur. Mér er sagt - af sumum mönnum - að blaðið sé of menningarlegt og leiðinlegt, í fyrsta lagi er náttúrlega illa komið ef menn tengja þetta tvennt saman í huga sér; hitt er svo annað mál að e.t.v. hefur ekki tekist sem skyldi að elta uppi áhuga- mál hins óbreytta nemanda - þarna má bæta um betur. En um leið vil ég leggja áherslu á að slíkt er varla sök ritnefndar - við höfum reynt, það get ég fullyrt. En það má reyna betur: ég hef upp- hugsað alls konar ráð til að hrekja skríbenta - og þá úr hópi nalmennra" nemendaT - fram úr skúmaskotum slnum, fá þá til að skrifa um sín hjartans áhugamál, ég kann ekki önnur ráð til að gera blaðið aðgengilegra - öllum. Ég vil fá greinar og sögur og skemmtilegheit, allt til vinna til að fá blaðið gott og áhugavekjandi - stjórnmál, æ ég velt ekki, ef einhver hefur áhuga, þá það. Sem sagt, ég er reiðubúinn til að fórna flestu fyrir - margumtalaðan - nstandard" blaðsins. Það var þetta leiðréttingamál ... Já - það var sniðugtí Sennilega það skemmti- legasta sem hent hefur félagslífið síðan Skafti og sjálfsalinn riðu húsum - alla vega er það nú úr sögunni.___ Og - Ég meina^ Ég er búinn að dunda við blaðaútgáfu í þessum skóla i meiren tvo vetur, ég ITer farinn að kunna klækina" - þekki flest skúmaskot og afkróka slíkrar starfsemi. Og ég veit að ég get gefið út gott Skólablað - geysilega gott. Egill Másson, 4.-1. Ritnefnd. Hvers vegna ritnefnd? Undanfarin ár hefur verið unnin stórkostleg vinna við Skólablaðið. Eljusemi þeirra manna sem við blaðið hafa unnið hefur gert Skólablaðið að þvi sem það er í dag: Langbesta blaðinu sem gefið er út i framhalds- skólunum hérlendis. Markmiðið er að Skólablaðið fái haldið þessum sessi ÍJsSa ; og nái jafnvel ennþá hærra. Það er lágmarksskilyrði að menn í ritnefnd hafi eittvað að segja, og ég hef ýmislegt að segja. Að lokum? Ég vil minna nemendur á að kjósa hæfa menn i ritnefnd. Hver verður ritstjóri er að sjálfsögðu ákaflega stefnumarkandi og ég bið nemendur að kjósa þá menn sem eitthvað hafa að segja og geta skrifað. Munum orð Wycherleys: "The silence of the wise man is more wrong to mankind than the slanderers speech." Haraldur Jónsson, 4.-A, ritnefnd. Jæja kall, hvað viltu okkur? Allt hið besta.' Mig langar til þess að eiga þátt í gerð Skólablaðsins, eiga þátt að auka enn vöxt og viðgang þess. Það hefur verið gott - í heild- en aldrei er nóg að unnið. Ég' er fullur áhuga, með góðum rit- stjóra og góðri ritnefnd treysti ég mér til alls. Áttu þér einhver sérstök áhugamál? Ekki laust við það. Ég er í ritnefnd - einsog menn máski vita - og langar til þess að halda áfram. Þetta er göfugt og mannbætandi starf, ég tala nú ekki um ef árangurinn verður eins og vonir standa til. Helst langar mig til að reyna að opna blaðið heldur meira, það er eins og nemendur hafi verið hálffeimnir við að skila til okkar efni, fyrst og fremst vil ég leggja fram tvo ^frumþætti starfseminnar, mikla starfskrafta og óbilandi áhuga. Magnús Erlingsson, 5.-Y, ritstjóri Skólablaðs. Af hverju Skólablaðið í stað þess að sitja heima og vera góður og skemmtilegur? Það er hópvinnan, starfið og allt sem því fylgir. Undirstaða allrar hópvinnu er einn foringi (menntað einveldi), það er ritstjórinn. En hvað ætlarðu að gera? Opna blaðið fyrir nemendum sem hafa verið í vetur, eins og alltaf, likt og hKedd dýr. Fáir einir senda inn efni, hinir gagnrýna og rífa niður án þess að koma með neitt nýtt í staðinn. Það þarf að víkka sjóndeildarhringinn blaðsins. Ég vil halda áfram á sömu braut og blaðið hefur verið á í vetur því þetta voru góð blöð. Fræð- andi greinar og bókmenntir, ekki veitir af að kynna nemendum þær. (TTSo sprach Halldór" .) Myndir, teikningar, quid novi, og svo vil ég endurvekja þáttinn Dandimenn. Líklega eitt tölu- blað í minna broti sem yrði tileinkað afmörkuðum hlut eða málefni. Enginn pólitískur áróður en í stað þess pólitísk fræðsla. Hvað er pólitík, íslensk eður ei? Umhverfi og lífsviðhorf eru pólitískir hlutir. (Ergó) Blaðið verður póli- tískt að litlu (smule) leyti. Sem sagt þróun sem leiðir af sér breytingu en ekki byltingu. Eitthvað að lokum? Það trallar og syngur hjá Magnúsi^ Sif Ormarsdóttir, 3.-I, ritnefnd. Hvers vegna ertu að þessu? Ég hef starfað nokkuð með ritnefnd 1 vetur og likar það mjög vel, langar mikið til að halda áfram og kynnast starf- inu enn betur. Eru þér huglægar einhverjar meginbreytingar á Skólablaðinu? Nei, ég vildi helst reyna að gera blaðið enn almennara en það nú er svo það megi ná til sem flestra nemenda. Og viltu segja eitthvað að lokum? Og að lokum? Nei. Það er óþarfi. Ég vona bara að nemendur veiti mér brautargengi, ég mun ekki bregðast. Ég vona það bara að ég fái stuðning sem allra flestra nemenda. 3.tbl. 53.árg. Kristján Franklín Magnús, 4.-T. Herranótt. Sigrún Stefánsdóttir, 4.-A, Herranótt. Hvers vegna í Herranótt? I vetur lék veigamikið hlutverk i leikritinu og starfaði töluvert með leik- nefnd og fylgdist með henni bifa Grettistökum. Hún stóð sig vel, en gera má betur, og nú ætla ég mér að grípa þessi Grettistök og hefja þau til himins. Hyggstu breyta einhverju? Nei, altént ekki miklu. Hins vegar mun ég þróa áfram nokkur smákorn, sem ekki gengu i augu nú- verandi leiknefndar. Bjarni Guðmarsson, 5.-G, Herranótt. Þú hér? Hvers vegna? Vegna ótakmarkaðs áhuga og óseðjandi vinnugleði, sem freista nú að fá útrás: eitthvað hlýtur undan að láta. Hvernig líst þér starfsemin nú i vetur? Ég er mjög hlynntur þeirri stefnu sem augsýnilega hefur verið fylgt í vetur. Starfið hefur verið hnitmiðað og öflugt; ég hef í sjálfu sér ekkert nýtt til málanna að leggja, bara starfsgleði og áhuga - sígildir þættir. Hvað með leikritaval? Hefurðu einhverja reynslu á sviði? I þeim efnum hefur núverandi leiknefnd gengifi e°?s S°tu^a fram eftir veg. En komist ég at er Breiðgata framundan. Að lokum? Ja Baader ist tot, Gott sei dank??? Það er nú ekki laust við það( I gagnfræðaskóla lék ég mikið - mér og öðrum til skemmtunar - það munu aðallega hafa verið hlutverk misheppnaðra töffara og útúrdrukkinna kúreka á hestum .... vandséð að ég hafi mikið gagn af þelrri reynslu í framtíðinni ... Hvernig er framboð þitt til komið? Að sjálfsögðu aðailega af áhuga. Ég hefi nú i tvo vetur starfað allnokkuð að málefnum Listafélagsins og vil nú kanna ókunna stigu og reyna við Herranótt. Ég er þeirrar skoð- unar að hlutverk skólans sé - jafnframt fræðslu- starfi - að þroska og bæta einstaklinginn; má ekki segja að framboð mitt sé sprottið af til- raunum í þá átt? Mín vegna. En hvernig hyggstu starfið? Ég ætla mér að starfa með öðrum leiknefndar- mönnum, við sáum það á sýningu Herranætur á nAlbert á brúnni" hverju góð samvinna getur á- orkað. Loforð eru i slíku starfi léttvæg fundin, ég mun auðvitað aðeins mitt besta og vænti þess að það geri aðrir sömulelðis. Og að lokum? Ekki margt, en megi Herranóttin vara sem lengst, ég vona að nemendur treysti mér til að starfa í þeirra þágu.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.