Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 15.03.1978, Blaðsíða 2
Sigríður Dóra Magnúsd., 5--S inspector scholae. Hvers vegna? Svarið er sígilt,af áhuga. í vetur starfaði ég i stjórn Skóla- félagsins og kynntist þá starfi inspectors. Viðfangsefni inspectors eru margvísleg en 'með góðu og duglegu fólki i stjórn Skólafélags- ins á að nást góður árangur og betra félagslíf i skólanum sem er jú stefna allra. Hverju viltu helst koma til leiðar? Hugðarefnin eru mörg og á göngu minni í bekk- ina raún ég gera betri grein fyrir þeim. Ég hef margar hugmyndir varðandi meiri samskipti milli nemenda og þá hef ég aðstöðuna í kjallara Casa Nova og Selið í huga. Ýmsar hugmyndir eru um breytingar í kjallaranum og því fyr sem þær verða að raunveruleika því betra. Selið býður upp á nær ótakmarkaða möguleika og er um að gera að nýta það sem best. Síðan M.R. gekk í L.I.M. hafa fáir nemendur orðið varir við starfsemi þess. Úr því vil ég bæta. Því mun ég, nái ég kjöri, hafa samvinnu við L.Í.M.-nefnd og framkvæmdastjórn L.I.M., aðallega varðandi húsnæðisleysi hér og samgang milli nem- enda skólanna. Þá má einnig nefna ýmis önnur atriði s.s. bók- söluna, bókasafnið, böllin, skólafundi, störf scribu og quaestors,plötusafnsnefnd o.fl. o.fl. Eitthvað að- lokum: Ég býð nemendum starfskrafta mína, áhuga og reynslu. Þeir eiga næsta leik. Anna Guðrún ívarsdóttir, 5--X, skólastjórn. Fyrir hverju ætlarðu helst að beita þér i skólastjórn? Embætti skólastjórnarfulltrúa er varla þess eðlis að tilefni sé til hástemmdra kosningaloforða eða inspíreraðra ræðuhalda. Skóla- stjórnarfulltrúinn vinnur að mestu í kyrrþey, í skólastjórn eru teknar ákvarðanir um trúnaðarmál, brott- rekstur úr skóla, mætingu, niðurfellingu prófa og slíkt. Það liggur í augum uppi að skólastjórn- arfulltrúinn getur ekki staðið á torgum og út- blásið starfsemi sína; engu að síður er það auð- vitað rétt stefna, sem í vetur hefur verið aðeins bryddað á, að skólastjórnarfulltrúar gera nokkra grein fyrir starfi sínu á skólafundum. Annar starfsvettvangur skólastjórnarfulltrúa er L.í.m., Landssamband íslenskra menntáskóla. Já, ég hef starfað talsvert mikið að málefnum L.í.m. í vetur, hef farið á stjórnarfundi, starfað að atvinnumiðlun samtakanna síðastliðið vor etc. Það er nauðsynlegt að efla og sérstaklega kynna ýmsa starfsemi L.i.m., Menningartengblasjóð og fleira. Hvað hefurðu fleira á prjónunum? Margt, mjög margtJ En ég held að betri vett- vangur til kynningar sé bekkjargangan og kosninga fundurinn, þar geri ég fyllri grein fyrir mínum málum. Guðmundur Jóhannsson, 4.-T, quaestor scholaris. Hvað veldur? Það áem veldur er mikill áhugá fyrir að starfa að sam- eiginlegum hagsmunamálum og áhugamálum nemenda. Til þess að starfskraftar mínir megi nýtast sem best í þagu þessars hagsmuna og áhugamála býð ég mig fram í quaestor. Hvað muntu þá gera? Ég stefni að góðu samstarfi við hina ýmsustu gjaldkera skólafélags M.R. t.d. með fundarhaldi þeirra á milli. Gauti Kristmannsson, 4.-U, scriba scholaris. Því þá það? Einfaldlega vegna þess að ég tek meiri þátt í félagslífinu með þesHU móti og mun gera mitt besta til að bæta það og efla. Ilr hverju mætti svo bæta? Ég er nú þeirrar skoðunar að fæst orð hafi minnsta ábyrgð og minna sem er lofað því minna er logið. Ég tel að menn eigi heldur að einbeita sér að starfinu sjálfu þegar á hólm- inn er komið. Að sjálfsögðu má ætíð bæta ýmis- legt í skólalífinu. Ut á það ganga kosningarnar ár hvert. Nú, samband nemenda og Skólafélagsins mætti -vera nánara og skólafundir tíðari auk þess sem Skólatíðingi mættu verða algengari. Einnig eru framkvæmdir í Selinu og Casae sígild kosninga- loforð. En, orðið skiptir minna máli en gerðið. Að síðustu? Helsta ósk mín er að nemendur hætti að láta mata sig og taki sjálfir virkari þátt í félagslífinu og hristi aðeins upp I þessum annars ágætaskóla. Nái ég kjöri mun ég gera mitt besta. Veljið þvi rétt. Guðrún J. Baldvinsdóttir, 4.-X, scriba Vegna hvers býður þú þig fram? Klassísk spurningJ Af áhuga fyrst og fremst og til að taka þátt í félagslffi og býð fram krafta mína í von um að gera eitthvað gagn. Hvert er álit þitt á starfi Skóla- félagsins I vetur? Hugmyndin um að láta quaestor og scribu vlnna að hluta starf inspectors finnst mér góð og er sjálfsagt að það verði áfram eins og það hefur verið undanfarið. I hverju telurðu starfið fólgið? I lögum stendur að scriba skuli vera ritari Skólafélagsins, gefa út Skólatíðindi etc. Finnst þér skólafundir nógu margir? Ja, embættismenn geta ekki komið með endalausai tillögur, eitthvað verður að koma frá nemendum. Meðan deyfð nemenda er svona mikil þá er ekki hægt að búast við fleiri skólafundum en voru í vetur. Auðvitað verður maður að bera í brjósti þá von að nemendur hressist og verði virkari. Eitthvað að lokum? Ef vel gengur, reyni ég að gera eins og ég get. ölafur Guðmundsson, 4.-U-, skólastjórn. Jæja strákur, hvers vegna eru að þessu? Vegna þess að ég er barngóðurT Náungakærleikur minn er best virkjaður í skólastjórn, þar sem tekin eru til umræðu hin ýmsustu viðk-^em mál. . Og hvað hyggstu.r-fyrir? Lögleiða notkun skyndiprófatöflu svo að aldrei verði fleiri en eitt skyndipróf á dag og lengra milli hinna mikilvægari. Þetta þarfnast lög- leiðingar vegna sambandsleysis á kennarastofu. Auka menningartengsl L.I.M. nái ég kjöri. Hvað finnst þér um Guðna? Mín kynni af Guðna eru þess eðlis að ég vildi gjarnan hafa tækifæri til að þræta aðeins meira við hannT Hvert er lífsviðhorf þitt? Jafnrétti, bræðalag, frelsi. Eitthvað fleira? Mín reynsla er sú að sjöttubekkingar hafa dálítið sérstæðari vandamál en yngribekkingar og tel ég því jafnvel betra að annar skóla- stjórnarfulltrúa séu yngribekkingur. Gunnar Jóhann Birgisson, 4.-Y, scriba scholaris Hvers vegna? Fyrst og fremst vegna áhuga míns á félagslífinu og af löngun til að vinna að hagsmunum nemenda. Hvert telur þú vera starf scribu? Nú, það stendur skýrt og skorinort P í lögum skólafélagsins að scriba sé ritari og jafnframt varaforseti Skólafélagsins en þar með er ekki öll sagan sögð. Ég tel að einn veiga- mesti þáttur í stjórn Skólafélagsins, þ.e.a.s. hún á að vera eins virk og hún framast getur og styðja að öllum mætti við bakið á inspector. Því ég tel víst að stjórn Skólafélagsins geti aldrei orðið verulega sterk ef inspector einn stjórni öllum gerðum Skólafélagsins. Hann þarf svo sannarlega dyggán stuðning quaestors og scribu ef starfið á að takast sem skyldi Eru einhver sérstök mál sem þér standa nær en önnur? Ég ætla nú ekki að fara að gefa einhver kosning lpforð í "massavís" því að kjósandinn græðir raunverulega harla lítið á þeim og ég ætla ekki að standa fyrir róttækum breytingum ef ég næ kjöri því ég tel þeirra ekki þörf. Aftur á móti er starfslið aldrei gallalaust og alltaf má bæta um bet ur. Ef ég næ kjöri þá mun ég aðal- lega leggja áherslu á tvennt: 1. Ég mun vera eins atkvæðamikill innan stjórnar Skólafélagsins og ég framastget. 2. Ég mun stórauka útgáfu Skólatíðinda til að auka tengsl nemenda og stjórnarinnar. Þetta tvennt tel ég skilyrði fyrir því að starf scribu verði farsælt. Hvaða álit hefur þú á lagabreytingum þeim er komu fram á síðasta skólafundi? Ég tel að lagabreytingar Sturlu Sigurjónssonar sem fela í sér að nemendum verði gerð grein fyrir útgjöldum Skólafélagsins séu til mikilla bóta. Þar sjá nemendur í hvað peningum þeirra er eytt og þar fá emtœttismenn vopn upp í hendurnar ef þeir eru sakaðir um misferli. Að lokum? Nemendur þeir er nú ganga að kjörborðinu verða að muna ekS að þótt embættismenn séu starfi sínu vaxnir þá getur félagslífið ekki blómgast án þátttöku þeirra sjálfra . Það er starf embættismanna að skipuleggja félagslífið, en hlutur nemenda að taka þátt í því. Sigurbjörn Magnússon, '5.-Y« inspector scholae. Hvers vegna? Fyrst og fremst af miklum áhuga á félagsstarfi, svo og áskorun 5ta bekkjar um að taka við útnefningu. Einnig löngun til að efla Skóla- félagið og fá meiri ferskleikablæ á starfið, þannig að M.R.-ingar geti státað af öflugu Skólafélagi með fjölbreyttu félagslífi. Við þurfum umframallt duglegan mann sem inspector til að hafa yfirumsjón með öllum deildum Skólafélagsins ogvinna af alúð að hags- muna málum nemenda og samheldni meðal þeirra. Hver eru helstu baráttumálin? Fyrst má nefna að húsnæðisskortur fyrir félags- aðstöðu er tilfinnanlegur og á ég þar sérstaklega við húsnæði fyrir samkomur og fjölmenna fundi. Ég hyggst heyja harða baráttu fyrir hærri fjár- veitingu til viðbótarbyggingar við M.R. berjast innan hagsmunadeildar LlM og efna til kröfugöngu allra nemenda að Alþingi og Menntamálaráðuneyti dreifa þar bæklingi þar sem félagsaðstaða mennta- skólanna á höfuðborgarsvæðinu er borin saman. Það er um að gera að líf og fjör sé i starfinu, annars er ekkert púður í því og ef við nemendur berjumst ekki fyrir auknu húsnæði fyrir félags- starfið, hverjir gera það þá? Löggjafarsamkomur Skólafélagsins eða skólafundir hafa verið með slakasta móti í vetur. Ég vil beita mér fyrir því að þar verði meira ,rætt um félagslífið sjálft þegar hinni hefðbundnu dagskrá er lokið, hvað sé á döfinni og hvaða hugmyndir er verið að gæla við þannig að skólafundir miðluðu meiri upplýsingum og gæfu nemendum kost á að láta álit sitt í Ijós á því sem er að gerast. Einnig mættu embættis- menn sitja fyrir svörum einhvern hluta úr slíkum fundi ef tími vinnst til. Hvað með lögin? Lög Skólafélagíins þarf að endurskoða en alls ekki skera þau niður eins og einhverjir vilja láta gera og vil láta nýkjörna formenn allra nefnda og ráða koma saman að hausti og koma með tillögur að nýjum lögum, hver fyrir sína nefnd eða sitt ráð. Þessar tillögur verði bornar upp á fyrsta skóla- fundi næsta haust og lögin gefin út hið snarasta að því búnu en það er mikilvægt að þau séu til staðar allt skólaárið. Lögin eru til okkar vegna en ekki við þeirra vegna. Ég el með mér önnur baráttumál um LlM, auglýsingar, tolleringar, ganga slagi,■félagsheilimisnefnd, bókasafnið og fleira. Of langt mál væri að gera glögga grein fyrir þessu öllu hér. Það geri ég í væntanlegri kosning barattu. Ekkl sakar að mlnna embættismenn á laga- grein 3.3: Vanræki embættismaður skyldur sínar getur inspector vikið honum úr starfi. - Vera má að það geti haldið embættismönnum við efnið. Attu von á pólitískum flokkadráttum í kosningum? Nei, alls ekki. Ég vona að nemendur meti fram- bjóðendur eftir því hvernig þeir hafa starfað að félagsmálum innan skólans og eftir þeim málefnum sem þeir berjast fyrir. Að lokum. Ef ég hlýt stuðning ykkar þá hyggst ég vinna ótrauður að framgangi minna áhugamála ogreyna að gera nemendum ljósari grein fyrir hverjir séu hagsmunir þeirra og fá þá til að sinna þeim meira en áður. Það er nauðsynlegt að fá þá til hagsmunir þeirra og fá þá til að sinna þeim meira en áður. Það er nayðsynlegt að fá ný andlit i Skólafélagið og gefa því þannig hressilegan blæ, gera félagslífið blómlegt á næsta skólaári. Jón Atli Árnason, 5--M, skólastjórn. Hvers vegna býður þú þig fram? Það væri þó ekki nema einlægs áhuga á að starfa -að hagsmuna- málum minna ástkæru skólasystkina. I skólastjórn get ég verið tengi- liður milli nemenda annars vegar og kennara og rektors hins vegar. Skólastjórnarfulltrúi getur kynnt kennurum og rektor skólans sjónar- mið nemenda og komið samþykktum skólafunda áleiðis. Þess vegna er embættið mjög mikilvægt. Viltu breytingar í skólalífinu? Að sjálfsögðu er ég haldinn mikilli framfara- þrá og eru því góðar breytingar mér mjög að skapi, en ekki má gleyma því að skólastjórnarfulltrúar eru ekki beinlínis framkvæmdaaðilar í félágs- málum skólans og því er það ekki að þeirra frum- kvæði að hrinda breytingum í framkvæmd. Betur list mér á þá tillögu sem kom fram hér í hitteðfyrra, að ráð djúpt hugsandi félagsmála- forkólfa kæmi saman og ræddi málin, skilaði að lokum skólafundi áliti. En er skólastjórn nemendum til góðs? Það hlýtur alltaf að vera nemendum til hags- bóta að hafa sína fulltrúa meðal þeirra sem stjórna og verði ég kosinn mun ég gæta hagsmuna nemenda í hvívetna og verða trúr þjónn þeirra. Þá er svo málum háttað að annar skólastjórnar- fulltrúi verður sjálfkrafa L.í.m.-nefndarmaður, menntaskólunum er nauðsynlegt að hafa með sér eins víðtækt samstarf í félags- og menningarmálum og kostur er. Þess vegna^er þýðingarmikið að þangað fari áhugasamir fulltrúar. ' 'i \ /VI

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.