Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.03.1977, Qupperneq 1

Skólablaðið - 01.03.1977, Qupperneq 1
SKÖLABLAÐIÐ Guðmundur Karl Guðmundsson. 4.A. Ritstjóri. Sp: Hvers vegna ritstjórann? GK: Fyrst og fremst vegna áhuga, að sjálf- sögðu. Ef þú ert að fiska eftir því, hvort ég vilji með framboði mínu „frelsa heiminn" og bla. bla. með þvi að innleiða á síður blaðsins pólitískar eða siðfræðilegar vangaveltur, er svarið nei. Þjóðviljinn og Kristilegt Skóla- blað geta séð um þær hliðar tilverunnar. Mark- mið mitt er að gefa út vandað, menningarlegt og skemmtilegt skólablað, sem nemendum er sómi af. Sp: Einhverjar róttækar breytingar í bígerð? GK: Eg er öllu jöfnu nokkuð ánægður með blaðið eins og það hefur verið í vetur. TJtlit og uppsetningu er ég algerlega sáttur við. Blaðið hefur verið á réttri leið. Nei, breyt-^ ingar verða ekki róttækar, en hins vegar hef ég fastmótaðar hugmyndir um ýmsar nýjungar, sem ég mun innleiða í blaðið, nái ég kjöri. Þar má t.d. nefna hugmyndir um að tileinka hverju blaði ákveðið málefni, málefni eins og t.d. pólitísk heimsmynd í hnotskum, eiturlyfjavandamálið o.s.frv. Vandamálið er ekki að finna efni heldur velja úr. Væntanlega yrði leitað til sérfróðra manna um upplýsingar, ef sérfræðingar um eitt- hvert málefni verða ekki funndir innan skólans verður leitað á önnur mið. Ég vil taka fram til að fyrirbyggja hugsanlegan misskilning, að er ég tala um að tileinka hverju blaði ákveðið málefni á ég vitaskuld ekki við að allt blaðið verði undirlagt þeirri umræðu, einungis t.a.m. fjórar til sex síður yrðu vettvangur þessa þáttar, t.d. fjórar síðustu siðumar, með mynd á baksíðu skylda efninu. Einnig ætla ég, nái ég kjöri, að gefa blaðinu lit, að einhverju leyti. Nei, ég á ekki við pólitískab lit, heldur annars konar lit, sbr. litróf. Sp: Eitthvað að lokum? GK: Þetta er ótímabær spuming. Samband milli embættismanna og nemenda hefur verið of lítið; nemendur vita ekki hvað forkólfar félags- lífsins eru að bralla.,Verði ég ritstjóri mun ég koma á hringborðsumræðum milli helstu embættis- manna skólans, þar sem þeir verða þaulspurðir um framgang kosningaloforða m.a. Á þennan hátt má einnig ita undir alla umræðu um okkar nánasta umhverfi, þ.e. skóla- og félagslífið, listir og þjóðfélagsmál. Það er einnig nauðsynlegt að hin ýmsu félög innan skólans fái betri aðstööu í Skólablaðinu, til að kynna starfsemi sina. Ég mun , nál ég kjöri, veita þessum félögum, sbr. íþróttafélaginu, sem mjög hefur verið útundan, fastan þátt i blaðinu; þannig mun Listafélagið hafa heilsíðu undir hvers kyns kynningar á mikilmennum á listasvlðinu, og hinir ýmsu klúbb- ar innan Framtiðarinnar munu einnig njóta góðs af. Það vinnst tvennt með þessu, i fyrstá lagi gefst félögum tækifæri æ að kynna starfsemi sina og í öðru lagi, mun skapast meiri samvinna milli stærstu félaganna, sbr. Framtíðarinnar og Skóla- blaðsins, Listafélagsins og fleira. Sp: Eitthvað að lokum? GK: Já, það hafa heyrst raddir i vetur, sem kveða þann dóm upp yfir Skólablaðlð, að það sé hundleiðinlegt, húmorslaust, barmafullt af óskiljanlegum, grátbólgnum kveðskap (sumir setja gæsalappir utan um síðasta orðið), að það sé runnið undan rifjum sjálfskipaðra gáfumanna og menningaroddvita, sem eru með „menningu" á heil- anum, að þeir fletji úr lífsleiða sínum og neikvæðni á síðum Skólablaðsins. Þetta þykir mér fullharður dómur. Hins vegar finnst mér að rit- stjórn hafi um of láðst, að taka tillit til óska nemenda sjálfra. Það er aldri gott, er einhver ákveður að sinn húmor sé hinn elni sanni og sín áhugamál séu hin þroskavænlegustu. Elgendur fyrr- greindra radda hafa ekki Xátið sitja við gagn- rýnina elna saman, en hafið stórframkvasndir, sbr. Skólablaðrið. Bg vil að lokum taka fram, að ef það rit er þln hugmynd um fyrirmyndarskólablað, nemandi góður, að frumkvæði þeirra Skólablaðurs- manna ólöstuðu, vil ég eindregið ráðleggja þér að kjósa mig ekki, því að þar erum við á önd- verðum meiði. Annars mun ég gera frekari grein fyrir máli minu í komandi kosningabaráttu. Pálmi Guðmundsson, 5--A. Forseti Listafélagsins. Hver er metnaður Listafélagsins? Sá stefnumarkandi starfsgrundvöllur er starfsemi Listafélagsins, á líðandi vetri, hefur markað, þarfnast rökrétts framhalds, traustrar yfirbygg- ingar er styrkir og eflir menningarvitund nem- enda þessa.skóla. Æskilegt væri að metnaður starfsemi Listafél agsins byggðist á grundvelli fræðslu og upplýs- ingar nemenda, til eflingar félags- og menning- arþroska þeirra. Fræðslu- og umræðuhópar nemenda, leshringar og fyrirlestrar gefa góða raun í þessu sambandi. Sérfræðileg umfjöllun afmarkaðra listfræðilegra atriða er eirmig spor í átt að upplýsingu og auknum skilningi og þekkingu nem- enda á listum og mennigarmálum. -En döfnun og blómguTilis^ssnna eiginleika, er blunda með nem- endum, er höfuðatriði og megináhersla skal lögð á nauðsyn frumkvæðis og þátttöku sem flestra þeirra í höndlun listarinnar. En viðvíkjandi einstökum deildum? Með starfi þessa vetrar hefur tónlistadeild verið markaður farvegur er tónaflóðið rynni i, dýpkuðum og breikkuðum(á vetri komanda. Nem- endur yrðu fengnir til hljómleikahalds og annarra tónlistariðkunar og samstarf haft við aðra skóla i þelm efnum. Einnig skal bent á. nauðsyn tónlistarkynninga og vakninga, auk fræðsluhópa og skýringarfyrirlestra um tónlist- leg efni. Auk vanabundinna þátta starfsemi bókmenntadeild- ar, yrði aukin áhersla lögð á umræðuhópa og les- hringa er sannað hafa, ef beitingu þeirra verður við komið, ágæti sitt fram yfir þurra fyrirlestra. Einnig yrði hlúð að bók- menntalegri framleiðslu nemenda og stuðlað að því að koma henni á framfæri. Skálda- og listavökur, þar sera flutt væri fjölbreytt bókmenntalegt efni, e.t.v. samsíða öðru tónlistarlegu, eru ákjósanlegar til þess arna. Auk þess væri sám- starf við skólablaðið æski^ legt og gæti stuðlað að þvi að annars ljósfælnir list- rænir hæfileikar nemenda yrð dregnir fram i dagsljósið. Myndlistardéild, Akkiles- arhæll Listafélagsins, hefur lengi beðið eftir því að öðlast þá reisn er henni sæmir. I listfræðilegri umfjöllun, í formi fyrirlestra og umræðuhópa, yrðu væntanlega teknir fyrir, undir stjóm listfræðinga, afmarkaðir þættir^ nútíma myndlistar, t.d. psychedelic list, concepyalismi, minimal list. Nauðsynlegt er einnig að gefa nemendum kost á að kynnast, á sama hátt og með sýningum 1 samráði við listasöfn og einstaka listamenn, helstu hræringum innan ísl- enskrar myndlistar síðari ára. Til greina kæmi einnig að vikka hefðbundið umfjöllunarsvið mynd- listardeildar og fjalla um aðra þætti plastískra sjónlista, svo sem arkitektúr, ljósmyndun o.fl. Kvikmyndadeild hefur samstarf við aðrar æðri menntastöfnanir borgarinnar um starfsemi kvik- myndaklúbbs framhaldsskólanna, Fjalakattarins. Hróður klúbbsins eykst stöðugt með batnandi myndavali og er það vel. Stefna klúbbsins er að sýna reglulega „listrsanar" kvikmyndir er byggja á menningarlegum grunni og hefur hann á þeim grund- velli haflð samkeppni við þá mannskemmandi kvik- myndaframleiðslu engilsaxneskrar lágmenningar er ríður húsum þeim, hér i borg, er kvikmyndahús nefnast. ðlafur Grétar Kristjánsson, 5.-D. Ritstjóri. Ef við lítum yfir farinn veg, hvað finnst þér um það, sem áunnist hefur á síðari árum? Já, við verðum að byrja á að gera okkur grein fyrir þróuninni á nokkurra ára tímabili. Upp úr 1970 berst til Islands grein af þeim mikla meiði er stúdenta- uppreisnir um víða veröld voru. Skólablaðið fyllist af pólitik o_ bókmenntir hverfa í skuggann. En eftir að öld- urnar lægði og pólitikin datt niður, sátu MR-ingar uppi með andlaust og illa uppsett blað. Hins vegar varð þar stórbreyting á með 51* árg- angi ('75 - '76), þegar geysilega merkur áfangi náðist i myndrænni framsetningu efnis. En efnið er enn olnbogabarn, ef svo má að orði komast. I vetur hrakaði uppsetningu svolítið, en er samt með miklum ágætum og tabloid-brotið sannar þar gildi sitt fram yfir A-4, sem endranær. Með einni undantekningu, Herranæturblaðinu, var efni látið sitja á hakanum. Hvar má taka upp þráðinn næst? Við skulum athuga nánar ástand mála á vorum dög- um. Vestrænni menningu fer hnignandi , tími ofur-i mennisins er liðinn og sól einstaklingsbundna intellektsins er gengin til viðar. Afleiðingin er augljós: andleg meðalmennska tröllríður öllu og einnig hér í MR. Víðar er þessi sami pottur brotinn, sömu hnignunareinkenni komin frám, má segja víðast hvar í hinum "siði vædda" vestræna heimi. Viðbrögðin eru misjöfn, stundum engin, en t.d. á Norðurlöndum hafa menn brugðist við og reyna að leysa þann hnút er leitt getur til siðferðilegrar kreppu. Orlausnin er fólgin i efldu samframtaki fólks, nánara og mannlegra sambandi milli þess, í þvi að móta kerfið samkvæmt breyttum aðstæðum 1 þjóðfélaginu. Við erum öll ofurseld sama vandanum og ættum að bregðast gegn honum á raunhæfan hátt, í stað þess að einblína á gamlar og úreltar draumsýnir. Það sem fyrst og fremst verður að koma til - grundvallaratriði - er félagsmálanámskeið og það víðtækt. MR-ingar verða að læra að vinna saman og efla hæfileikann til mannlegra sam- skipta. Það þyrfti að koma til strax næsta haust Astæðan til þess, að ég tel nauðsyn á slíku nám- skeiði er árangur sem varð af leshring um bókina Um listþörfina. Þar mættu fyrst 12 manns, en hann endaði i 3-4 manna sókn. Og fólkið var ekkert illa að sér, hringurinn krafðist þess, að það ynni sam§n og þar með bilaði maskínan... Þessi reynsla er ekki einhlit. Skólablaðið getur lagt fram sinn skerf i þessu sambandi með starfrækslu hópvinnu undir leiðsögn félagsmálaráðgjafa. Þetta er gamall og þreyttur frasi, en endumýjast og fær ferskt inntak þegar skriður er kominn á framkvæmdir. Ég imynda mér að einum starfshópi verði til- einkað eitt blað, en geti síðan verið i sam- starfi við félög skólans varðandi ráðstöfun þess, eða starfað sjálfstætt við hinar ýmsu hliðar blaðavinnunnar. Sé starfshópurinn nógu fjölmennur má aðgreina hann í undireiningar og e.t.v. fjölga um starfshópa, hver sé með sitt skólablað. Með þessu móti má veita fólki tæki- færi til þess að koma saman, vinna samaij og skemmta sér við kvöldelda þessarar inspírerandi og ánægjuaukandi vinnu. Ég tek fram að starfs- hópur þarf ekki að vera endanlegur. Hann getur t.d. fengið til^ráðstöfunar eitt Skólablað og skilað þvi af sér, en ritnefnd jafnframt unnið sitt starf. Hvert er hlutverk ritstjóra? Hann skipuleggur starf nefndarinnar og verður því að hafa yfirsýn yfir öll þau ljón er kunna að verða i veginum. Ritstjóri er leiðbeinandi í starfinu og sér sóma sinn ætíð í ákveðinni forsjá - providence -, þeirri að koma yngri ritnefndarmeðlimum til nokkurs þroska svo fram- tíð blaðsins sé gulltryggð.'í Að lokum... Ég get ekki hugsað mér að hafa misst af þeim tíma sem ég hef eytt í blaðastúss í MR. Með öllum sínum mistökum, vonbrigðum og þarafleið- andi lærdómi, hefur hann miðlað mér meiri reynslu á skemmri tíma en nokkuð annað sem ég þekki. Á þessu skeiði hefur Skólablaðið verið á hægfara en öruggri uppleið. Þvi væri miður ef næsti árgangur færi i hund og kött vegna þess að reynslunnar hafi ekki notið við. Við verðum að tryggja áframhaldandi vöxt Skóla- blaðsins svo MR geti áfram státað af besta og virkasta skólablaði í menntaskólum landsins. 73

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.