Skólablaðið - 01.03.1977, Síða 4
Corvus Thorgelri, 5--D*
Ritnefnd.
Hvers vegna?
Til að fullnægja lægstu hvötum mínum, hégóma-
gimi, valdafíkn, yfirgangsserai, exibisionisma
og óstöðvandi húmor.
Að hverju hyggstu vinna?
Ég vil færa Skólaðið inn í unaðsfullan heim
hugvísinda, menningar og yfir höfuð allt sem
við kemur fagurfræðilegum lífsviðhorfum minum
og annarra stór húmanista. Ég er af skóla Epi-
kúrosar og og mun útbreiða kenningar hans gegn-
um allt starf mitt í Skólablaðinu, markmið mitt
er að færa Sólablaðið, með góðu eða illu, á
hærra plan, en verið hefur öll undanfarin ár,
frá plebeisku gildismati smáborgaranna upp til
himnahæða akrapóliskrar hugsunar og andríkis.
Hlutverk Skólablaðsins?
Uppfræða lýðinn að því leyti sem unnt er,
glæða áhuga almúgamannsins á því fagra og heims-
spekilega i veröldinni. Ég held að Ksmundi
Sveinssyni góðvini mínum hafi ratast satt orð á
munn er hann sagði við mig einhverju sinni við
Signubakka;níslendingum er alveg sama hvað þeir
sjá'.'
Eitthvað ódauðlegt að lokum?
Þó ég hafi farið á kostum í þessu viðtali,
mega menn ekkl álíta að mér sé ekki fyllsta
alvara er ég þá örlagaþrungnu ákvörðun að helga
Skólablaðinu starfskrafta mína. Bg mun vinna
af heilindum og miklum áhuga. Hafa ber i huga
hinn forna orðskvið: IACTA EST ALEA.
Kristín Jónasdóttir, 5.-A.
Ritnefnd.
Nær það nokkurri átt að eytt sé miklu fé og
tima í útgáfu blaðs, sem nær i hæsta lagi til
24o manns?
Vissulega, þvi þrátt fyrir að Skólablaðið nái
aðeins til 3o$ nemenda (samkvæmt óljúgfróðum
blaðamanni) nær það til fleiri manna og^starfar
á breiðari grundvelli en nokkur önnur félags-
starfsemi innan skólans. Þótt reynsla fyrri ára
sýni að skrif nemenda hafi verið takmörkuð, er
blaðið samt sem áður búið að ná tilgangi sinum.
Skólablaðið er eini vettvangur nemenda, til að
koma skoðunum sinum á framfæri, eftir að mál-
fundir Framtíðarinnar hafa gengið sér til huðar.
En er Skólablaðið ekki á góðri leið með það
líka?
Nei, því það er ennþá nógu lifandi, svo að
unnt er að beina þvi inn á nýjar brautir.
Með þessum orðum segi ég ekki að kollvarpa
eigi núverandi formi Skólablaðsins, heldur auka
umfang þess. T.d. með aukinni þjóðfélagsumræðu
vil ég m.a. kynna sjónarmið atvinnurekenda og
launþega, og auka þannig tengsl milli atvinnu-
lífs og skóla. Mér finnst afstaða nemenda til
þjóðfélagsumræðna afar einkennileg. Þeir' vilja
helst líta á sig sem einangrað fyrirbæri innan
þjóðfélagsins, óháð sveiflum þess.
Min hugmynd er sú að rjúfa beri þessa for-
dóma og aðra svo að málefnaleg umræða geti átt
sér stað innan skólablaðsins.
Illugi JökulsBon, 4.-D. Ritnefnd.
Hvers vegna?
Vegna einlægs áhuga og hugsjónaelds sem Drennur
í brjósti mer og bíður þess að fá að brjotast
fram í þágu hins almenna neraanda. Ég hefi í
vetur unnlð gagnmerkt starf við Skinfaxa og
hyggst nú faara út kvlarnar og reyna á ný við
Skolaolaöiö.
Hvert á hlutverk SkólaDlaðsins að vera?
SkólaDlaðið á að freista þess að vekja nemendur
af íyrnirósarsvefni þeirra, drepa þá ur dróma
andleysis og lágkúru sem mjóg herjar lnnan
skólans um þessar mundir. Pað á að vera
"agresíft", þrengja sér inn á gafl hugarhelms
nemenda og reyna að vekja áhuga þeirra á næðri
viðfangsefnum" en ekki laga sig að meðalmennsk
unni. l>að hefur að mínu matl verið versti galli
Skólablaðsins þessi tvö ár sem ég hef þraukað I
skólanum: blaðið er ljóraandi fallegt að utan og
uppsetnlng snyrtileg, en efnið oft fyrir neðan
allar hellur.
Iþetta var það sem við vorum að reyna 1 Skin
faxa (þó ekki hafi tekist sem skyldi að ymsu
leyti) enda skllst mér að blaðiö hafi mœlst
illa fyrir hjá meðalmennum skólans og þá ser
staklega hin pólitíska hlið Dlaðsins. íað er
mjög til marks ura deyfðina innan skolans að
politík má ekki heyrast nefnd, menn vllja bara
líða áfram sinnulausir og allslausir. l«ssum
hugsunarhætti verður að Dreyta og SkolaDlaðiÖ
er fyrirtaks vettvangur slíks.
Að lokum...
Að Dreyta fólkinu er vart á mínu fasri en ef
tekst að færa SkólaDlaöið til Detri vegar og
háleltarl, er nokkuð unnlð. Að því mun ég Deita
kröftum mínum og allri starfsorku farl svo að
ég komist að.
Eins og skáldlð sagðH: nMenningunnl verður að
Djarga."
Pinnbogi Rútur Arnarson,5.-A.
Skólastjórn.
Jæja, Rútur hvað viltu
segja um starfið?
Það hefur mjög tíðkast
að kosningamar væru lítið
annað en loftbólumarkaður,
og þetta hefur
mér fundist sérlega einkennandi hjá frambóðendum
í, skólastjóm. Þeir lesa kannski upp skólalagin
um hlutverk skólastjórnarfulltrúa sem sín eigin
um hlutverk skólastjómarfulltrúa sem sínar
eigin hugmydnir og segja svo hreyknir: nÞetta
eru nú mín helstu áhugamál." Þetta er ekkert
annað en píp og kjaftæði. Menn eru að lofa því
að þeir muni beita sér fyrir auknu sambandi við
nemendur, að þeir hyggist haldi fjölmenna fundi
þar sem þeir muni gera grein fyrir sinum störf-
um. Argasti misskilningur. Þetta er trúnaðar-
starf. Skólastjórnarfulltrúar höndla viðkvæm mál
og þeir eiga að greiða vel úr vandamálum í kyrr-
þey. Starf þeirra liggur alveg ljóst fyrir,
svart á hvítu í skólalögunum, og þetta er ein-
mitt það sem ég mun gera, verði ég annar þeirra.
Starflð mun að sjálfsögðu hefjast á því að nem-
endum verður kynnt gaumgæfilega starfssvið
þessara manna, og síðan verður svo bara farið að
starfa en hætta að blaðra.
Einhver sérstök áhugamál?
Að vísu á ég mér ýmis áhugamál, svo sem það að
gera húsnæðið £ Casa Nova manneskjulegra og
mætti jafnvel taka til athugunar svipað form
og er á Stúdentakjallaranum.
Sigurbjöm Magnússon, 4.-T.
Forseti Framtíð.
Hvemig finnst þér Framtiðin hafa starfað í
vetur?
Mér finnst starfsemin hafa einkennst af hug-
mydaleysi og fljótfæmislegum ákvörðumum. En
þetta endurspeglast í efnisvali á málfundum. Ég
mun reyna að velja efni sem eru efst á baugi kjá
hverju sinni. Og stjómln á að mínum dómi að
velja efni meðan þau eru á umræðustlgi en ekki
þegar fjölmiðlár hafa rætt málið og flækt. Ef ég
verð kosinn mun ég berjast fyrir þvi að málefni
verði tekin til umræðu á réttum tíma.
Einhverjar ljósar hliðar má þó sjá í starfi
fráfarandi stjórnar, þ.á.m. mé nefna málfundinn
um kommúnisma og kúgun. Ef ég verð kosinn mun ég
gangast fyrir a.m.k. einum slíkum málfundi þar
sem menn utan skólans verða fengnir til að halda
framsöguerindi.
Heldur þú að pólitísk afstaða þin skipti máli
þegar nemendur velja forseta?
Nei, ég tel að félagslíf M.R. eigi ekkert
skylt við pólitík.
Hvað vildu gera og hverju viltu breyta?
Forsenda góðs starfs hjá Framtíðinni er framar
öllu styrk og áhugasöm stjórn. Ef ég næ kjöri
þyggst ég breyta keppninni Orator Scholae þannig
að hún verði nokkurs konar undannkeppni fyrir
mælskukeppni framhaldsskólanna. Ég mun beita
mér fyrir því að það verði lögleitt að 5 mál-
fundir verði haldnir á vetri. Mælskunámskeið
skulu vera tvö sem áður og reynt verði að hafa
samráð við íslenskukennara skólans við að aug-
lýsa það og nytsemi þess. Eitt hefur tilfinnan-
lega skort í sambandi við framkvaand málfunda.
Það er að láðst hefur að lesa fundargerðir sið-
ustu funda. Það er slæmt og því vil ég breyta.
Til að styrkja klúbbana og efla starfsemi Frame
tiðarinnar yfirlettt, mun ég berjast fyrir þvi
að heimsóttur verði einhver heimavistarskóli t.d.
Laugarvatn. Hafi Framtíðin þar samstarf við
Iþróttafélagið, og munu skólamir keppa í ýmsum
greinum, s.s. skák, bridge o.fl. íþróttum ásamt
stærðfræði og mælskulist.
Eitthvað að lokum?
Ja, ef menn vilja efla starfsemi Framtíðarinnai
og félagslíf yfirleitt, þá skora ég á nemendur
að kjósa nýja menn með nýjar hugmyndir. Ég mun
gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma
hugmyndum mínum í framkvæmd ef ég hlýt stuðning
nemenda.
Olga Harðardóttir, 3.-B.
Ritnefnd.
Hvers vegna býður þú þig fram í ritnefnd?
Vegna mikils áhuga. Ég hef unnið við Skólablaðið
í vetur og þrátt fyrir að starfið hafi verið
tímafrekt (margar vökunætur) hefur það verið
ánægjulegt.
Hefurðu hugsað þér að reyna að gera
einhverj ar breytingar á blaðinu ef þú
nærð kjörl?
Ég ræð að sjálfsögðu ekki ein hvaða breytingar
verða gerðar eða hvort breytingar verði gerðar,
því að^fleiri yrðu í ritnefnd og auk þess hefur
ritstjórinn lokaorðið, en ég er opin fyrir breyt-
ingum ef þar elga einhvem rétt á sér.
Hvemig telurðu að blaðið eigi að vera?
Blaðið á að vera opið fyrir nemendum sem vilja
koma skoðunum sínum og hugðarefnum á framfæri.
Ég er hlynnt því að reynt sé að leita sem mest
til nemenda skólans í sambandi við efnisöflun
þó svo að í einstaka tilefni einnig megi fá fólk
utan skólans til að skrifa greinar, þá sem vip-
koma nemendum eins og kynningar á einhverju sem
gætl komið þeim til góða og þeir ættu bágt með
að afla sér upplýsinga um.
Einhver lokaorð?
Ef ég kemst í^ritnefnd mun ég auðvitað vlnna
að velferð Skólablaðsins og veita því nærri alla
mína starfsorku.
Finnur Sveinbjömsson, 5.-Y.
Skólast jóm
Dæmin hafa sannað að hinir furðulegustu ná-
ungar geta orðið skólastjómarfulltrúar nemenda,
hafi þeir aðeins nógu glæsileg kosningarloforð.
Síðar hefur komið í ljós, að þessir sömu menn
gátu með engu móti staðið við loforðin. Einn
fulltrúi af fimm í skólastjóm byltir ekki né
gerbreytir, það er ljóst. Ég lofa því engu, en
mun þess í stað berjast af alefli i þágu nemenda
nái ég kosningum. Þó er ekki þar með sagt að ég
eigi mér engin baráttumál. Ég vil stuðla að
auknu samstarfi menntaskólanna. Sterk heildar-
samtök geta knúið á yfirvöld um úrbætur, sem ó-
hugsandi væri að nemendur hvers einstaks skóla
gætu nokkurn tíma komið til leiðar.
Helstu hugðarefni mín varðandi MR em m.a. úr
bætir i bókasafnsmálum og bætt aðstæða til fél-
agsstarfsemi ræmenda. Skúrinn,þar sem ritnefnd
hefur bækistöðvar, er skólanum til skammar og sú
lausn yfirvalda, að nemendur notist við kjallara
Casa Nova, lágan til lofts og óaðlaðaiídi, til
samkomuhalds, er óviðunandi.
Að lokum þetta: Ég vona að nemendur verði
sanngjamir í váL i sínu á skólast jómarfulltnúum
og kjósi þá menn, aem þeir vita að hægt er að
treysta.
4. tölublað, 52.árg.
Ötgefandi: Skólafélag M. R.
Abyrgðarm.: Jón S. Guðmundsson.
Plötugerð: Repró.
Prentun: Formprent.
Sigrún Stefánsdóttir, 5. A.
Tónlistardeild Listafélagsins.
-Hvers vegna?
Eg hef starfað í tónlistardeildinni síðast-
íiðinn vetur og hef áhuga á áframhaldandi starf-
semi, auk þess sem ég er í Tónlistarskólanum.
-Hyggstu gera einhverjar rótttækar breyting-
ar?
Ekkl beint róttækar, en einhverra breytinga
er alla vega þörf. Það þarf að efla starfsemina,
halda fleiri tónlistarkvöld og reyna að ná
hljóðfæraleikurum skólans saman til samstarfs.
-Hvers konar tónlist mundirðu vilja koma á
framfæri?
Þar sem ég tel, að meiri áhugi sé fyrir pop-
tónlist, mundi hún að sjálfsögðu hafa yflrhönd-
ina, en þó^er æskilegt að fá sem mesta vídd í
tónlistarfóður Listafélagsins.
76