Skólablaðið - 01.03.1977, Side 3
Sigríður Dóra Magnúsdóttir, 4.
Soriba scholaris.
Hvers vegna býður þu þig fram í scribu?
Af áhuga, til að taka þátt i félagslífinu og
jafnframt vinna að hagsmunamálum nemenda.
í hverju telur þú starf scribu fólgið?
Samkvæmt lögum er scriba ritari Skólafélagsins
en mestu máli skiptir starf hennar innan
stlórnar Skólafélagsins. Ég tel að scriba og
aueastor eigi að taka sem mestan þátt 1 storfum
inspectors þvi að ef vel á að vera getur einn
maður varla sinnt þeim. Núverandi stoorn Skola-
félagsins skiptir með sér verkum á þennan hatt
og tel ég æskilegt að svo verði einnig i
framtiðinni.
Hvert er álit þitt á lagabreytingum?
1 meginatriðum var ég samþykk Jóns og Vigfúsar,
enda var i sumum þeirra aðeins verið að færa i
lög hluti sem hingað til hafa verið taldir
sjálfsagðir. En t.d. í sambandi við Guðjon og
dansleikjanefnd fannst mér ákvarðanataka nem-
enda einkennast af þvi að þeir vissu ekki hver
hugmyndin var á bakvið. Ég hef fullan hug a að
bera sumar þessara tillagna upp aftur en þá
aðeins breyttar.
Að lokum?
Nemendur skólans sem nú kjósa embættismenn næsta
vetrar verða að muna að hvessu duglegir sem
embættisménnimir eru getur félagslífið aldrei
verið blómlegt nema með virkri þátttöku hins
almenna nemanda. En það er embættismannanna að
sjá um að það sé á boðstólnum sem mestur áhugi
er fyrir hverju sinni.
Jón Bragi Gunnlaugsson, 5.-X.
Inspector scholae.
Hví?
Þar sem ég hef verið valinn frambjóðandi í
embætti inspectors scholae tel ég rétt að gera
þér grein fyrir þeim málum sem næsti inspector
þarf að leysa af hendi.
Fjármálin voru i mikilli óreiðu síðast liðið
ár og þótt stefnt Hafi í rétta átt, þá er enn
mikið starf óunnið í þeim afnum. Þá ber vitan-
lega hæst mál verslunarbústaðarins Guðjóns.
Selið hefur verið lítið notað og nauðsynlegt er
að Selið öðlist hærri sess í félagslífinu hér.
En áður en Selið verður reiðubúið til frekari
notkunar verður að ráðast í umfangsmiklar
endurbætur sem krefjast mikils fjár og tíma.
En hjá því verður ekki komist.
Þetta eru tvö af flmmtán atriðum sem koma
örugglega til meðferðar næsta inspektors.
Ég ætla ekki að kvelja þig frekar að sinni, en
er é'g geng í stofur verður öllum hinum þrettán
atriðunum gerð skil.
Að því loknu vona ég að þú gerir upp hug þinn
hvort þú álítir mig hæfan til að takast á við
starfið. Hvort ég sé maður framkvæmdanna eða
orðanna. Vona ég að þú hafir starf mitt sem
forseti Framtíðaripnarinnar 1 vetur til við-
miðunnar er þú tekur endanlega afstöðu.
Ef svo er efast ég ekki um að dómur þinn verði
mér í hag og þú munir kjósa mig í komandi
kosningum.
Anna Guðrún ívarsdóttir,
Quaestor scholaris.
Af hverju býður þú þig fram í quaestor?
Af áhuga og að vera í þeirri aðstöðu að geta
unnið að hagsmunamálum nemenda.
Ef þú nærð kjöri, hverju hyggstu þá áorka?
Ég^verð þá gjaldkeri Skólafélagsins og mun að
sjálfsögðu vinna að því starfi eftir bestu getu.
Ég stefni að þvi að opna stjórn Skólafélagsins
meira fyrir nemendum svo að þeir fái betri inn-
sýni störf hennar með þvi að hafa fundi með
stjórninni þar sem hún kynni störf sín.
Einnig má koma á viðtalstímum svo að nemendur
geti komið skoðunum sínum á framfæri. Með þessu
held ég eða a.m.k. vona að nemendur verði
"aktívari"
Hvaða álit hefur þú á lagabreytingum?
Ég var að mestu leyti samþykk tillögum þeirra
Jóns og Vigfúsar. Lagabreytingar um störf
queastor var mjög þörf og mun áreiðanlega veita
nefndum innan Skólafélagsins meira aðhald.
Að lokum?
Eg ætla ekki að gefa nein kosningaloforð enda er
skýrt kveðið á um störf quaestor 1 lögum, en nái
ég kjöri mun ég reyna að gera mitt besta.
Ölafur Hilmar Sverrisson, 4.-Y.
Quaestor scholaris.
Guðjón Bjamason, 4.-Y.
Scriba scholaris.
Hvers vegm gefur þú kost á þér, Guðjón?
Ég hef feikilegan áhuga á félagslífinu og því er
jú þannig háttað, að bezta leiðin til að fá
ánægju af því er að vera beinn þátttakandi sjálf-
ur. Auk þess gremst mér það framkvæmdaleysi og
sú deyfð sem hefur einkennt stjórnir síðari ára.
Formið á félagslífinu er algerlega staðnað, hver
stjóm hefur fylgt í fótspor annarrar. Nemendum
er svo kennt um deyfðina, forkólfar skólans tala
sífellt um að nbreyta þurfi hugsunarhætti nem^
enda", og að vandkvæði félagslífsins sé áhuga-
leysi nemenda að kenna. En þau eru ekki nemendum
að kenna, heldur stöðnuninni. Það sem vantar til
að llfga upp félagsandann er eitthvað nýtt og
ferskt, og ég hef ákveðnar skoðanir á því hvemig
það skal gert.
Ertu sáttur við uppbyggingu félagslifsins einsi
og það er nú?
f>að má endalaust deila um það hvernig hentugasta
skipulag félagslifsins■sé. Uppbyggingin er í mjög
föstum skorðum og ég^tel ekki ráðlegt að gjör-
bylta henni alveg. Þó mætti að skaðlausu einfalda
fyrirkomulag félagslifsins, þannig að það sé
léttara í vöfum. Tónlistardeild Listafélagsins og
og Plötusafnsnefnd á að sameina. Miðstjórn Lista-
félagsins vil ég afnema og í stað hennar ætti að
koma venjuleg fimm manna stjórn.
Iþróttafélagið ætti að innlima í Skólafélagið.
Af því yrði mikill ;spamaður teeði beint og óbeint
fyrir nemendur. Skólafélagið fengi einn dansleik
til viðbótar á skolaarinu og félagsgjald myndi
lækka allt að fimmfalt.
Eru einhver viss mál sem þú vilt koma í fram-
kvæmd? Herju þykir þér ábótavant?
Stjórn Skólafélagsins er mjög einöngruð frá nem-
endum skólans. Eitt það mikilvægasta sem komandi
stjorn þarf að gera er að halda opna fundi með
vissu miliibili. Nemendur fengju þá tækifæri til
að gagnrýna það sem þeim þætti miður, nýjum hug-
myndum væri kastað fram og málin rædd.
A síðasta skólaári kom fram athyglisverð hug-
mynd um stofnun nefndar sem 1 sætu forkólfar
skólans. Þessi nefnd á að hafa að markmiði
skipulagningu og samræmingu félagsstarfsins. Ég
hyggst láta kné fylgja kviði og beita mér fyrir
stofnun hennar.
Húsnæðisleysi hrjáir skólann mikið og gerir
framkvæmd félagslifsins erfiðari en ella. Erum
við þar álægri skör settir en flestir ef ekki
allir aðrir menntaskólar. Það mætti athuga að
leigja einhver af smærri samkomuhúsum undir
starfsemi eins og t.d. jassvakningar og hljóm-
sveita sem eru að troða upp.
Skólatíðindi komu aðeins einu sinni út á
síðasta ári. Það er miður, skólatíðindi er
handhægt form til uppiýsingar en stjórnir síð-
ustu ára hafa einmitt vanrækt kynningu félags
lífsins. Sjálfsagt væri að bjóða talsmönnum
tillagna að tjá sig um efni þeirra á skólafund-
um, það gefur nemendum meiri innsýn um gildi
tillagnanna, meiri tími fæst til vangaveltna
auk þess sem tilefni er gefið til frekari um-
rseðna.
Nemendur hafa mikið vald jafnt inn á við
og^út^á við ef allir leggjast á eitt. Næsta
skólaári vil ég tileinka baráttu fyrir betra
húsnæði.
Eitthvað að lokum?
Já, næsta ár^þarf að lyfta Grettistaki í
hagsmuna- og felagsmálum nemenda.
Það þarf að rífa félagslífið upp úr ríkjandi
deyfð. Ég mun stuðla að þvi af öllum kröftum
og það mun takast ef duglegir menn skipa hvert
sæti.
Hvers vegna?
í l.-lagi þá var ég sá sem hlaut mest fylgi
'þegar 5. bekkur kaus Inspectorsefni sín.
Einnig eru mörg málefni í verkahring Inspectors
sem þætti gaman að glíma við. Inspector er
talsmaður nemenda og markar grófustu drættina í
felagslifinu. Starfið felst því að miklu leiti
í skipulagi.
Hvað þarf helst að gera?
Náttúrulega þarf helst að fá fleiri til að taka
þatt í felagsstafseminni. Við eigum að samein-
ast um það að gera kjallarann i Casa Nova ennþá
heimilislegri og fýsilegri til félagsiðkana.
Þar gætu nemendur t.d. hist á kvöldin og rætt
málin við kaffibolla og ef til vill sæi Lista-
félagið, Framtíðin eða einhver annar um skemmti-
atriði. Við eigum að stórauka kynni milli ár-
ganga oger Selið m.a. heppilegt til þess ama.
Ég hef miklu fleiri hugmyndir bak' vlð'' eyrað, sem
munu_koma síðar i ljós í bekkjavísitasíum og á
kosningafundinum. En sem dæmi má nefna Guðjón,
ýmislegt i sambandi við auglýsingar, fjármálin,
utgafu skolaskírteina, skólaafsláttinn, böllin
o.fl., o.fl., o.fl.
Að lokum?
Ég vil benda á starf mitt í stjórn Skólafél-
agsins en su reynsla mun verða mér dýrmæt og nú
eigið þið næsta leik.
Jón Duck.
Ekki er loku fyrir það skotið, að M.R.-lngum
takist nú loks að rífa rassinn úr buxunum í
menningarmálum. Annar inspectorsframbjóðandinn
hyggst væntanlega koma fram stefnumiðum sínum á
því svið næsta vetur, nái hann kjöri. Má þar
nefna kvikmyndasýningar á föstudögum, með hinum
ýmsu turnum vestrænnar menningar, svo sem Abbott
og Costello, Jerry Lewis, Andrés önd og co.
Bridgevakning mun^svífa yfir skólanum og spilað
verður bingó á skólafundum, þar sem litlar sætar
dúkkur verða i verðlaun. Og ef heppnin verður
með eignast M.R.-ingar sinn fyrsta sandkassa
næsta haust. Þá verður loksins gaman að lifa.
Hvað er það sem knýr þig til framboðs í
quaestor?
Síðan ég hóf göngu mína í þessum skóla, og reynd-
ar fyrr, þá hefur áhugi minn ekki eingöngu beinst
að námi heldur miklu frekar að félagslegum sam-
skiptum innan skólans þ.e. félagslífinu. Við
þátttöku í félagslífinu hefur mér orðið ljós_sú
gagngera breyting sem þarf að verða hér í skól-
anum.
Hverju vilt þú breyta?
Samskipti kennara og nemenda hafa ekki verið
eins og ákjósanlegt væri. Ég held að stjórn
skólafélagsins ásamt skólastjómarfulltrúum nem-
enda geti breytt þessu. Ef það ekki tekst með
góðu, þá verðum við nemendur að sameinast og
skera upp herör gegn þessum erkióvini þar sem er-
^skipting manna í hópa, þ.e.a.s.nemendur annars
vegar og kennarar hins vegar. Við þetta má svo
bæta að samskipti kennara innbyrðis ‘virðast oft
á tíðum harla lítil og þar held ég -að nemendur
verði a.m.k. fyrst í stað að vera nokkurs konar
tengiliður. Einnig ber að nefna eitt helsta
baráttumál nemenda sem er barátta fyrir mannlegrg.
mætingarkerfi. Síðast en ekki sízt þurfum við að
fylgja því fast eftir að húsnæði skólans verði
bætt og sá ávinningur sem vannst á síðustu fjár-
lögum gleymist ekki.
Þá má benda á það óréttlæti sem nemendur eru
beittir í sambandi við skipun í skólastjórn en
þar gildir sú regla að nemendur hafa tvö atkvæði
kennarar tvö og rektor tvö. Eru það sjálfsögð
mannréttindi að sá hópur sem er rúmlega tólf-
sinnum stærri hafi a.m.k. jafnmörg atkvæði og
minnihlutahópurinn (kennarar og rektor). En for-
senda allra breytinga er samstaða nemenda, því
að það þýðir lítið fyrir forsvarsmenn nemenda að
berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum ef hinn
stóri þrýstihópur sem við nemendur erum stendur
ekki að baki þeim og styður.
Mun það verða mitt helsta baráttumál að lýðræði
verði komið á í M.R. og að litið verði á nemend-
ur sem manneskjur en ekki rafeindaheila sem að-
eins þarf að mata misjafnlega þarflegum upplýs-
ingum.
Att þú von á pólitískri kosningabaráttu og
kosningum?
Nei, ég held að nemendur M.R. velji menn ekki i
embætti eftir pólitískum lit, heldur eftir því
fyrir hverju menn ætla að berjast.
Hvernig finnst þér stjóm Skólafélagsins
hafa staðið sig í vetur?
Stjórn Skólafélagsins hefur verið fálmkennd og
hikandi í vetur, á stjórninni hefur lítið borið
og hagsmunamál nemenda látin lönd og leið. Þó
verður það að viðurkennast að tilraun til að
auka störf quaestors og scribu er virðingarverð
og mun ég, ef ég- næ kjöri, halda áfram að auka
starfsvettvang quaestors og a.m.k. gera það sem
honum er skylt samkvæmt lögum eins samviskusam-
lega og mér er unnt.
Hvernig vilt þú lækna hina félagslegu deyfð
innan skólans?
Skólafélagið a að auka á samheldni nemenda.
Ef nemendur finnna að þeir eru þátttakendur
en ekki ahorfendur sem engu ráða um gang mála
þa held ég að nemendur..kmmi og fcaki þátt og ’
siðan komi og berjist fyrir hagsmunum sínum.
Eitthvað að lokum?
Minnumst þess að nenginn verður óbarinn
biékup."
75