Skólablaðið - 14.02.1976, Side 15
Um lög
skólafélagsins.
Með hækkandi sól og batnandi veðri fer óneit-
anlega að komast nokkur kosningafiðringur í ýmsa
nemendur. Kosið verður að venju i embætti þau,
sem greint er á um i lögum Skólafélagsins. um
aðalkosningar, auk þeirra embætta sem bjóðast
í Iþróttafélaginu og Framtíðinni. Sú spurning
hefur verið æ oftar á vörum margra nemenda hin
síðari ár, hvort nauðsyn sé á slíku embættis-
mannakerfi, sem sé við lýði innan Skólafélagsins
Bent hefur verið á, að þetta kerfi sé æði þungt (
í vöfum, virki fjöldann ekki nægjanlega vel, fram-
leiði loftkennda framagosaónytjunga eða jafnvel, '
að kerfið endurspegli of uppbyggingu hins kapi-
taliska þjóðskipulags og þvi sé breytinga þörf.
Af ofangreindum ástæðum og einnig vegna þeirra
lagabreytingafunda sem brátt verður boðað til
þykir mér rétt að gera að nokkru grein fyrir
þeim forsendum sem ég tel að liggi að baki því
lagabákni sem við styðjum okkur við í rekstri
Skólafélagsins.Best er að byrja á, að gera sér
grein fyrir , hvaða grundvallarforsendum öll
uppbygging félgasstarfseminnar þarf að byggjast
á.
1. Allir nemendur skólans, sem greiða skóla-
gjöld verða að hafa óskorðaðan rétt
til að ákvarða, hverjir skuli veljast
til að ráðstafa því fé, sem greitt er með
skólagjöldunum.
Í)
Með þeirri öldu áhugaleysis, sem virtist á
sínum tima tröllríða öllu félagslífi framhalds-
skólanema fyrir nokkru síðan brugðu skólafélög
nokkurra menntaskóla á það ráð, að gjörbylta
allri uppbyggingu félagsstarfseminnar þannig
að kjörnum embættismönnum' var fækkað stórlega.
I staðinn var áhugamönnum um viss efni ætlað að
mynda starfshópa og á þann hátt var reynt að
virkja sem flesta til starfa og vinna auk þess á
ákaflega lýðræðislegan hátt. En hverjar verða
afleiðingar slíks kerfisí
A. öllu fjármagni er dreift af ákveðinni
miðstjórn, sem aðeins er bundin af eigin
mati á því., hvað sé þess vert að yeita
fjármagn i og hvað ekki.
B. Með þessu kerfi er boðið upp á alls kyns
sóðalega klikustarfsemi, sem lítil eða
engin von er til þess að hamla gegn.
Emteettismannakerfi Skólafélgasins útilokar mið-
stýringuna, og gerir klíkustarfseminni erfitt
fyrir vegna þess hversu almennan kosningarétt
við höfum . Auk þess gerir það það að verkum að
allir þeir er ráðstafa skólagjöldunum eru ábyrgir
gagnvart nemendum fyrir eyðslunni.
2. Tryggja verður með lögum, að einhvers
konar lágmarksfélagslífi sé haldið uppi
hversu lítill, sem almennur áhugi nemenda
kann annars að vera.
Núverandi lög Skólafélagsins eru einmitt miðuð
við ofangreint atriði, þ.e. þeim er ætlað að
tryggja lágmarksstarfsemi, en hindra þó á engan
hátt eða draga úr þeim áhuga, sem fyrir hendi
kann að vera hverju sinni. Embættismannakerfið
höfðar t.d. til ákveðins mannlegs eiginleika,
sem er metorðagirnd. Lögin gera ákveðin embætti
frekar aðlaðandi, þó þeim fylgi jafnvel fremur
leiðinleg störf. Þannig er lögunum ætlað að
tryggja starfskrafta til handa nemendum.
ý. Tryggja verður, að þeir, sem veljist í
til hinna ýmsu embætta sé veitt gott að-
hald.
Embættismannakerfi Skólafélagsins er með ákveð-
inni pýramídalögun að innri gerð. Hver einstak-
lingur innan kerfisins er ábyrgur gagnvart ein-
hverjum sér valdameiri og á toppnum er svo hins
vegar inspector, sem er ábyrgur gagnvart rektor.
Skólafundur er svo sá aðili, sem allir embættis-
mennirnir eru ábyrgir gagnvart. Þannig er reynt
að ganga svo frá málum, að sem flestir þættir
kerfisins virki hvetjandi á hvern annan.
Þessi pistill minn kann að þykja nokkuð mikil
lofgerðarulla um núverandi lög Skólafélagsins.
Langt er þó i frá, að þau nálgist einhverja full-
komnun. En vörum okkur á því, að leggja ekki út
í vanhugsaðar breytingar, sem kunna að hafa í
för með sér breytingar til hins verra. Cg leggj-
um aldrei út í breytingar breytinganna vegna.'
Skafti Harðarson
J3PID BRÉF TIL ÓLAFS GUDMUNDSSONAR1
jLjóé áxL rrujrvdajr.
FORMANNS SKOLAFÉLAGS M.í
Mjpldxrt læóisl um í loofránxL,
fyrldbsl upp
rundxr verruóL
rígrrxjDrdirvnæ pennæ.
ar
Jinoforóllcur hö^rujSsfoetta
mo&ýeátæ
vellsLsluzrL
í focazsrixs^vlbrv
sjéJSsdjjrfom,,
tdskorirmæ,
jleóisnsuuSrðu,
brjájcbrwmbdv.
J/cuufocur ífoornju Shxcjivé hrolí.
3rofokajodJ merax', foaJlaur
ocf fovehgJósur,
prjónct sér foeiiur
úr LexjjSurrv lopau.
/aJjcb mfo hseixnuxr imncjuxrt,
cn eiro kloíúv sér um sicj'.
XJsdJL í vífoL liSuxfrv er,
þé erw ^lóSjéJdLr oprmr,
oróin úL, sarrrm hveri Ser.
Trjájdrzimhcur, sfoeL Særv veL.
JjrfosTjéifojrvcnJSSoxv.
l.marz. 1976.
Kæri vinur.
A síðastliðnum vetri (1975-1976) hefur menn-
ingaralda risið hátt i M.R. og hefur listagyðjan
hlúð að sköpunargáfu nemenda. Listagyðjan hefur
dvalist í M.R. í vetur og virðast aðrir mennta-
skólar ekki hafa notið návistar hennar. Listafél-
agið og Skólablaðið hafa gert menninguna að sam-
eign sinni, en sá tími kom að okkur þótti tilhliði
legt að sveitavargurinn kynntist borgar- og al-
heimsmenningunni líka. Við ræddum svo við þig
varðandi hugsanlegar listavökur á ísafirði. Hið
sorglega inntak þessa bréfs er að tjá þér, að
vegna menningarlegra anna getum við þvi miður
ekki látið verða af fyrirhugaðri för okkar. Það
er þó von okkar og tú, að á komandi vetrum megi
M.R. leggja ykkur Isfirðingum og öðrum mennta-
skólanemum landsins til afleggjara af þeim lista-
og menningargróðri, erhlúðvar að sem fræi haust-
ið '75. . , .
Fyrir nokkrum árum voru farnar ferðir í hma
ýmsu menntaskóla landsins og menningarstarfsemi
viðkomandi skóla kynnt. Auk þess^voru samskipti
skólanna treyst á margan annan hátt. I vetur hef-
ur Skólablaðið hins vegar brugðið fyrir sig betra
fætinum og eflt samstarf hinna ýmsu menntaskóla^
landsins með því að fá senda ýtarlega pistla frá
framámönnum menntaskólanna. Ekki vitum við, kæri
Ólafur, hversu mikinn áhuga eftirmenn okkar hafa
á því að styrkja samstarf við hina ýmsu mennta-
skóla, en þar sem grundvöllurinn hefur verið lagð-
ur í vetur og þráðurinn tekinn upp þar sem fra var
horfið yrði hugsanlegum eftirmönnum ekki skota-
skuld úr þvi að fara þær ferðir sem undirritaðir
höfðu skipulagt i vetur. Samstarf af þessu tagi
er nauðsynlegt, en undanfarin ár hefur menningin
ekki verið upp á marga fiska í M.R. og þvíekki
frambærileg. En nú er uppskeran mikil og góð eins
og sáningin 1975-1976 bauð upp á og full fram-
bærileg.
Kær kveðja
Haraldur Johannessen
ritstj. Skólabl.
Gunnar B.Kvaran
forseti Listafél.,
Handskrifað af Emilíu Magnúsdóttur.l
67