Skólablaðið - 14.02.1976, Blaðsíða 20
Stúdentahreyfingin 1968 og áhrif hennar á
Skólablaðið 1969-70.
Skóla blaðið fyrir 1969-70.
riÞví er þetta blað til orðið, að þörf hefur
þótt á að til væri eitthvert það band, er tengt
gæti þá saman, sem eru innan skólans. Hefur nú
um hríð ekki verið neinn sá félagsskapur, er
þetta markmið hefði, en margir hins vegar saknað
þess samhugar og þeirrar viðkynningar, er með
skóia systkinum á að ríkja. Blaðstofnun álítum
vér heppilega til þess að vinna að markmiði
þessu, og þó eigi að þurfa að draga krafta frá
félögum þeim, sem fyrir eru. En auk þess settl
blaðið að gefa nokkra mynd af skólalífinu og
hugsjónum þeim, sem í skóla bærast, og það
vildum vér einnig láta sjást, að þau merki,
sem upp eru tekin, muni eigi skjótt niður felld."
Útgefendurnir. Skólablaðið, l.tbl.l.árg.
Með þessum einkunnarorðum hóf Skólablaðið
göngu sina. Það voru miklar hugsjónir, sem
teerðust í brjósti þeirra einstaklinga, sem hófu
útgáfu blaðsins. Á vissan hátt má segja að
Skólablaðið hafi jafnan verið móttækilegt og
opið fyrir nýjum straumum og sveiflum og því
löngum endurspeglað þær umræður og viðhorf, sem
voru efst á baugi innan skólans og reyndar þjóð-
félagsins í heild. En meginefni blaðsins var þó
yflrleitt af léttara tagi, hnyttnir brandarar um
tilsvör kennara og nemenda eto. Greinilegt er
að þá, sem nú hefur stærsti hluti nemenda kosið
léttmeti, sem aðalefni blaðsins. Inn á milli
voru þó greinar um skólamál eða pólitísk deilu-
efni. En með timanum urðu greinar um menningar-
leg efni og skáldskapur allsráðandi. Um 10 ára
skeið (e.a. '60-'70) var þessi menningardýrkun
ríkjandi. En þegar hé,r var komið sögu hafði
bókmenntadýrkunin runnið sitt skeið, enda var
skólinn sjálfur að breytast, auk þess var farið
Á sjötta áratugnum höfðu stúdentar verið að
vakna til lífsins, og farið að hugleiða stöðu
sína, skólakerfið og styrjaldarekstur. Þessarrar
hreyfingar varð fyrst vart i Bandaríkjunum og
Bretlandi, en síðar í Frakklandi, Þýzkalandi,
Spáni og víðar.
í Bandaríkjunum markaðist þessi hreyfing af
andstöðu gegn Víetnamstyrjöldinni, samfara kröfum
um aukin áhrif nemenda á stjórn skóla og óskum um
breytingar á kennsluháttum. Þetta varð til þess
að stofnuð voru samtökin nStudents for a Demo-
cratio Society" (S.D.S.). Þau gengust fyrir ráð-
stefnu í Port Huron þar sem gerð var merk sam-
þykkt, sem oft verður vitnað til.
nSagt hefur verið að hinir frjálslyndu og sósí-
alískustu forverar okkar hafi verið plagaðir af
hugsjón án áætlunar en okkar eigin kynslóð sé
plöguð af áætlun án hugsjónar."
Brot úrthe Port Huron Statement, júní 1962.
sjá viðtal við Tom Hayden Rolling Stone 26.8.1972.
Þetta brot er dæmigert fyrir þær hreyfingar,
sem komu fram meðal unglinga víða um heim. Þeir
voru sér ekki fullkomlega meðvitaðir um óskir
sínar.
I Bretlandi, sem annars staðar, setti friðar-
stefna sinn svip á þær hreyfingar, sem komu fram
eins og samtökin, sem störfuðu undir kjörorðunum
t.Ban the Bomb." Þau voru eins og nafnið bendir
til stofnuð til höfuðs atómssprengjunni. Bresk
skólayfirvöld gripu til þess ráðs að stofna lista
skóla, til að taka við auknum fjölda ungmenna. Að
sjálfsögðu var vinnumarkaðurinn ekki reiðubúinn
að taka við öllum þessum fjölda, listmenntaðra
manna og því ganga stórir hópar þeirra atvinnu-
lausir.
Fyrstu spor íslenzkrar námsmannahreyfingar.
'68 var ekki kominn grundvöllur fyrir slikar
hræringar á Islandi. Um '70 var komin upp sama
sfcaða hér og ytra '68. Skólar voru að yfir-
fyllast, árgangarnir voru fjölmennari og engar
ráðstafanir^höfðu verið gerðar til að skólakerfií
gæti^tekið á móti auknum fjölda nemenda.
Nú voru að skapast aðstæður, sem gætu leitt
af sér hreyfingar likar þeim, sem fram höfðu
komið meðal stúdenta erlendis '68. Biðin varð
ekki löng. Hagsmunasamtök skólafólks voru
stofnuð 1969. Fyrstu öldurnar höfðu borizt til
Islanás. Að miklu leyti með skiptinemum, sem
höfðu kynnzt stúdentahreyfingunni í Ameriku.
Samtökin gáfu út blað í nóvember 1969, Eirð.
Þar segir um tilgang samtakanna:
nSíðustu misseri hafa þær raddir orðið æ
háværari meðal skólafólks er krefjast breyt-
inga á skólunum og kerfinu í heild. Loks var
svo komið að nauðsyn þótti að mynda samtök
er næðu sem víðast til íslenzkrar æsku. I
vor er leið voru válegar blikur á lofti;
atvinnuleysi blasti við stórum hluta skóla-
æskunnar og auk þess var ráðgert að takmarka
enn námsleiðir, það var því brýnt hgsmunamál
æskunnar i landinu að eignast baráttutæki er
berðist fyrir meginþorra hennar."
Sigurður Tómasson, Eirð, nóvember 1969.
En samtökin lognuðust útaf stuttu eftir út-
komu blaðsins, alla vega heyrðist ekki meira frá
þeim. Helztu forkólfar samtakanna voru mennta-
skólanemar, sem tóku nú til starfa innan skól-
anna. Innan M.R. varð fyrst vart einhverra
hræringa í Skólablaðinu.
Strax i upphafi skólaársins '69-'70 voru
gerðar róttækar breytingar á rekstri blaðsins.
STÚDENTAR
EIGA BARA
AD VERA
STÚDENTAR
að gæta nokkurrar hnignunar, sem kom fram í
nihilisma.
itÞað þarf mjög þroskaða félagsvitund til þess
að greina hvað eru dauðateygjur gamla heimsins
og hvað eru fæðingahríðir hins nýja, greina á
milli rústar og ófullgerðrar byggingar- og að
sjá svo þennan verðandi heim í samhengi án þess
að láta sér sjást yfir skuggahliðarnar hvað þá
að fegra þær fyrir sér. Það er óliktauðveldara
að einblina á hryllinginn, mannúðarleysið,
eyðilegan og bramlaðan forgrunn samtímans og
fordæma það allt, heldur en að kryfja eðli hins
nýja, sem vex og verður. Og það því fremur sem
hrörnunin er litauðugri, meira uppáfallandi og
fjölbreytilegri en stritsöm uppbygging nýrrar
veraldar. Og loks: nihilisma fylgja engar
skyldur."
Ernst Fisoher, Um listþörfina, Mál og menning
1973.
Nú var ekki lengur aðeins fámennt úrval ungmenna,
sem hafði aðstöðu til að setjast í skóla heldur
komu fjölmennir árgangar eftirstríðsáranna og
gerðu kröfur til jafnrar námsaðstöðu. Um sama
leyti voru síðustu eiginlegu skólaskáldin að
hverfa úr skólanum, en þau höfðu verið ötulust í
að viðhalda þessum bókmenntaanda. Það voru m.a.
Hrafn Gunnlaugsson, Þórarinn Eldjárn, Sigurður
Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir og Pétur Gunnars
son eða bróðurparturinn af þvi liði, sem hefur
komið fram víða um land undir nafninu nLista-
skáldin vondu."
ttt frá þessu er ljóst að Skólablaðið í þúver-
andi mynd - þ.e. bókmenntarit þar sem þjóðfélags-
mál bar sjaldan á góma og engin afstaða var tek-
in til þeirra - var að ganga sér til húðar.
Vakning stúdenta 1968.
Skólar og nemendur þeirra eru þess ekkl umkomn-
ir einir og sér að koma af stað hreyfingu enda að-
eins brot af þjóðfélaginu því hljóta frekar
stærri hreyfingar að endurspeglast meðal nemenda,
en að þeir sjálfir komi einhverri af stað.
nSkólablaðið er ekkert í sjálfu sér. Það verður
tæpast gott nema að það sé hluti af einhverri
hreyfingu. Þá kemur upp þetta vandamál að hreyf-
ingin getur ekki orðið í menntaskólunum einum,
vegna þess að fólk þar er anzi langt frá at-
vinnulífinu og þvi sem er að gerast í þjóðlifinu
Það er líka tiltölulega nýbyrjað að hugsa sjálf-
stætt. Þess vegna þarf öll hreyfing í mennta-
skólunum að styðjast við aðrar skyldar hreyfing-
ar."
Gestur Guðmundsson, Symposium Skól^blaðið,
3.tbl.50.árg.
I Frakklandi voru skólar þegar yfirfullir og
þegar árgangarnir urðu æ fjölmennari, kom i ljós
að ekkert hafði verið gert, til að skólakerfið
gæti tekið við þeim Árgöngunum var beint inn í
þegar yfirfulla skóla og það var sem fólk vaknaði
upp við vondan draum. Á sama tíma var veitt meira
fé til kjarnorkurannsókna, en til allra mennta-
mála landsins.
. »De Gaulle tók líka stoltur undir með tekno-
kratanum, sem upplýsti að fjárhagsáætlun 1968
feldi í sér miklu hærri útgjöld til kjarnorku-
rannsóknar til öflunar vopna heldur en heildar-
útgjöld til menntamála. Sá, sem skilur hugmynda-
heim og ofurvald kaþólsku miðaldakirkjunnar,
skilur einnig vald gamla hershöfðingjans með
nefið. Hann skilur að honum var vandalaust að
troða 40 manns í meðalbekk í menntaskóla og
bæta 30.000 stúdentum í þegar fullhlaðna há-
skóla Parísar."
Árni Sigurjónsson, Frakkland: Maíbyltingin 1968.
Skólablaðið, 5.tbl.48.árg.
Svipaðar orskir voru fyrir mótmælunum í Þýzka-
landi. En á Spáni beindist andstaðan að sjálf-
sögðu gegn stjórnvöldunum.
Þetta voru helztu ástæður fyrir því, að uppúr
sauð, samfara almennri óánægju og vonleysi kyn-
slóðar eftirstríðsáranna með heiminn, sem hún
átti að erfa. Heim sífelldra styrjalda, atóm-
sprengju og mengunar. Ástandið var ekki neitt
glæsilegt, það var ekki nema eðlilegt að þeim
syrti fyrir augum.
I sjálfu sér var þetta ékki það, sem hafði
úrslitaþýðingu á að mótmælin sköpuðu af sér
hreyfingu, heldur viðbrögð yfirvalda og frétta-
flutningur fjölmiðla af friðsamlegum mótmælum.
Friðsamlegum mótmælum var svarað með miklu
offorsi, lögreglumönnum vopnuðum táragasi og
kylfum sigað á vamarlaus ungmennin.
Frásagnir af þessum mótmælum voru falsaðar
og sannleikanum hliðrað til. Talað var um öfga-
fulla uppreisnarseggi eto. Líklega hefði ekki
verið hægt að bregðast öllu heimskulegar við
meinlausum kröfum um aukin áhrif á stjórn skóla
og endurbætur á skólakerfinu. En yfirvöld vissu
upp á sig skömmina, þvi sveið þeim þetta sárt.
En hafi vopnað lögreglulið átt að lægja öldurnar
mistókst það gersamlega.
Augu æskunnar opnuðust til fulls og hin
fallega mynd, sem þeim hafði verið innrætt frá
bernsku um margrómað lýðræði og skoðanafrelsi
Vesturlanda, var afhjúpuð gersamlega.
Ákveðið var að kasta hinu gamla ritnefndar-
fyrirkomulagi fyrir borð og nefndin var opnuð
öllum. Lagabreyting þar að lútandi var borin
uppá skólafundi 24.okt '69. Hún var samþykkt
með 14-7 atkvæðum gegn 7.
Á forsíðu fyrsta blaðs vetrarins var auglýstur
fyrsti opni fundurinn:
nVið bjóðum til starfa alla áhugamenn um
skólablaðsútgáfu, áhugamenn um skáldskap,
listir og menningarmál, um skólamál, almenn
félagsmál og þjóðfélagsmál, áhugamenn um að
blaðið verði skemmtilegt, kryddað kimni og
höfði til hins almenna nemanda. Áhugamenn um
útlit og alla þá sem yfirleitt hafa áhuga
á einhverju og vilja vinna að sínum áhugamálum
í félagi við aðra og koma þeim á framfæri.
Komið til starfa með opinni ritnefnd."
Ritnefnd, Skólablaðið, l.tbl.45.árg.
Þetta fyrsta blað vakti athygli. Andlits-
teikning af Matthiasi Johannessen, skáldi og
ritstjóra, var aðalskreyting. Alls 11 heil og 2
hálf andlit. Þetta átti að vera eins lags
„striðsyfirlýsing" gegn því menningarsnobbi,_sem
svo mjög hafði sett svip sinn á skólann og félags
lífið. öllum föstum þáttum var ýtt til hliðar um
stund. Blaðið átti ekki að lifa á tradition
heldur vera ferskt og nýtt. Það var haldið á
brattann með merkar hugsjónir, að gera Skóla-
blaðið að virku blaði, sem gæfi öllum nemendum
kost á þátttöku.
En áhugi nemenda var af skornum skammti og
takmarkaðist þegar við fámennan hóp. Um 30 manns
mættu á fyrsta opna fundinn., Sá hópur vann að
næstu 2 tölublöðum. Nú er það ekki lengur listin
sem heltekur huga nemenda heldur þjóðfélagsmál,
skólamál og félagslífið. Um hið siðast talda
hafði svo sem verið ritað áður, en nú er ritað um,
það á annan hátt. Reynt er að kryfja félagslífið
til mergjar. Greinar um Víetnamstríðið, skóla-
kerfið, andstöðu gegn Davíð Oddssyni inspeotor og
Einari Magnússyni rektor (fyrir brottrekstur
þeirra nema, sem kusu heldur að fara á þing-
pallana til að fylgjast með umræðum um Kvenna-
skólafrumvarpið, en sitja í skólanum). Svona
efni átti ekki frekar þá en nú upp á pallborðið
hjá sljóum og lítt hugsandi nemendum þessa skóla,
Skólablaðið hafði svo sem ekki höfðað neitt meira
til þeirra áður, en fyrirsagnirnar einar nægðu
til að raska ró hins þögla meirihluta, sem vildi
fá að lifa óáreittur í eigin fáfræði og afstöðu-
leysi.
72