Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.04.1975, Blaðsíða 2
SKOLABLAÐSSPJALL Grein sú er hér birtist átti að birtast 1 Afmeelis- blaðinu, en því miður kom hún ekki í tíma og birtist því hér.núna. Enda sé afmeelið ekki bundið við það blað eitt heldur árganginn í heild. SKOLA BLAÐIÐ skólanum átti Saga skolablaða Menntaskólans í Reykjavik er orðin Þann tíma, sem ég var i skoianum atti ég allöng, þótt slitrótt sé. Það mun hafa verið haustið lengst af sæti i ritstjórn "Skólablaðsins", eða i tæp þrjú ár. Skrifaði ég þá í blaðið nokkrar 1847, sem skólapiltar hófu átgáfu "Bræðrablaðsins" sem ekki varð langlíft, því að átgáfa þess lagðist niður árið 1849. Blaðlaus var svo skólinn þar til 1867, er "Fjölsvinnur" kom út, og átti víst heldur ekki löngu lífi að fagna. Þeir Þorsteinn Gíslason og Benedikt Þ. Gröndal hleyptu "Urð" af stokkunum á síðasta tug aldarinnar. A arunum 1914-1916 var nokkur gróska í blaðaút- gáfunni, því að þá voru gefin út "Skinnfaxi", "Ritdómar", ljóðablaðið "Huld" og gamanblaðið "Sneglu-Halli", og var hann gefinn út jöfnum höndum á íslenzku og látínu. Þá munu þeir Gísli Halldórsson, Verkfræðingur, og Pétur Benediktsson, bankastjóri, hafa ritstýrt "Caput acus" - Títu- a prjónahausnum", sem flutti níðskjældar vísur, ‘ frumortar á latínu. Axel Dalmann gaf út blaðið "Gamli-Nói", Rútur Valdimarsson "Gallus" og árið 193o | komu út tvö tölublöð af "Púllus", en útgefanda er ekki getið. Þessi upptalning skólablaðanna mun trúlega ekki vera tæmandi, en sameiginlegt öllum þessum ritum er, að þau urðu skammlíf. En loks með fitgáfu "Skólablaðsins", sem hóf göngu sína 5. desem- ber 1925, kom til sögunnar rit, sem hugað var að ná hærra aldri, þvi að nú er það að verða fimmtíu ára. I formálsorðum fyrsta tölublaðsins segir: "Því er blað þetta til orðið, að þörf hefur á, að til væri eitthvert það band, er tengt gæti saman, sem eru innan skólans. Hefir nú um hríð ekki verið neinn sá félagsskapur, er þetta mark- mið hefði, en margir hins vegar saknað þess sam- hugar og þeirrar viðkynningar, er með skólasystkinum á að ríkja. Blaðstofnun álítum vjer heppilega til þess að vinna að markmiði þessu, og þó eigi þurfa að draga krafta frá fjelögum þeim, er fyrir eru. En auk þess ætti blaðið að nokkra mynd af skólalífinu og hugsjónum þeim, er í skóla bærast." greinar, svona álíka merkilegar og skólablaðagreinar ganga og gerast. Fjölluðu þær m.a. um atvinnu- mál skólanemenda, aldurstakmörk þeirra og eitthvað fleira, sem ég er búinn að gleyma. Ýmsir rit- garpar voru þá í skólanum, svo að við vorum aldrei í efnishraki. Meðal þeirra, sem talsvert lögðum af mörkum í greinaformi voru Davíð Ölafsson, bankastjóri, Hersteinn Pálsson, ritstjóri, Eyþór Dalberg, læknir, Hermann Einarsson, náttúru- fræðingur, og Eymundur Magnússon, prentmyndagm. Svo var þarna reytingur af ljóðskáldum eins og vera segir einhvers staðar: "Ef þú flettir skólablöðum allt frá upphafi Lærða skólans, muntu komast að þeirri niðurstöðu að skáldskaparsýkin hefur alltaf hengið yfir hann (skólann) í bylgjum með nokkuð mislöngu milli- bili. Hún hagar sér -sem sagt eitthvað svipað og aðrar landlægar farsóttir, sem stinga ser alltaf niður öðru hvoru og Eara þá mjög hægt, en færast þess í milli í aukana." tftgefendur blaðsins voru: Bjarni Benediktsson, Bjarni Sigurðsson, Einar Jónsson, Gísli Gestsson, Hólmfreð Frazson, Jóhann Sveinsson, Jóhann Sæmunds- son, Kristján Guðlaugsson, Lárus H. Blöndal, Ragnar Jónsson og Símon Agústsson. Abyrgðarmaður var Ludvig Guðmundsson. Blaðinu var ætlað að koma út einu sinni í mánuði (á skólaárinu), árgangur- inn að vera 48 blaðsíður og kosta kr. l,5o. Fyrsta tölublaðið var 6 síður og i það rituðu: Ludvig Guðmundsson, Hólmfreð ('Björn) Franzson, Jón Gislason (skólastjóri), Ragnar Jónsson (hrl.) og Kristján Guðlaugsson. Tvær auglýsingar voru á baksíðu frá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og Bókaverzlun Guðmundar Gamalíelssonar. Blaðið var fjölritað á stofu Pjeturs G. Guðmundssonar. Ég settist í 4. bekk "Hins almenna Mennta- skóla í Reykjavik" haustið 1932 og útskrifaðist þaðan sumarið 1935» 17. júní, eins og þá tíðkaðist. Tók ég fljótlega nokkum þátt í félagslífinu'þar; það var allfjörugt og flokkadrættir miklir og pólitískir. Barizt var um yfirráð i félagssam- tökum nemenda og embættaskipan. Stjórnarkjör i "Framtíðinni" og "Fjölni" voru hápólitísk, svo og skipan ritstjórnar "Skólablaðsins". gefa - Þeirra mikilvirkastur mun Askell Löve natturufræðingur, hafa verið. Skólaskáldin „ÍL°?LbiLað hefðbundnum hætti, sem burtséð frá andagift og formfegurð hefður verið Nóbelsorís- hafanum Halldori Laxness nokkurt ánægjuefni ðríSSi™^Snv^ndUr, gagnvart "þvi ffgnaðarúndri að íslenzka þjoðin skuli enn eiga æskumenn, sem vxlja vera skald." Þótt hann bœti því að vísu vlðj .^ð:. þreytist seint á því að endurtaka að Ijoð an lags er einkum skemmtun fyrir heyrnar- lausa menn á sama hátt og útvarpssjónleikar hljóta að vera ætlaðir blindum mönnum". - Því Víst er um það, að þeir voru allir nokkuð samtímis eða um svipað leyti í skóla: Sigurður Einarsson, Guðmundur G. Hagalín, Jóhann Jónsson, Davíð Stefánsson, Halldór Laxness og Tómas Guðmunds- son. Og enn yrkja menn í skóla, að vísu i svolítið öðrum dúr, er okkur, sem eru komin á þann aldur að eiga senn fjörutíu ára stúdentsafmæli, og þvi ekki öll samstíga framúrstefnutízkunni, gengur ekki réttvel að melta, t.d. ljóðlínur eins og þessar: " og þar byrja vonbrigði sálarinnar _að brjótast inn í steinaríki hjartans." Nú,,en allt getur það verið jafngott fyrir það, svo enn sé vitnað í Tómas: " Því menn eru bara ungir einu sinni, og ýmsir harla stutt í þokkabót." Ég hef 1 þessu greinarkorni látið full Ireklega vaða á súðum og hripað niður af handa- hofi þau minningabrot, sem skotið hafa upp koll- ínum. Ekki verður þó við efnið skilið án þess aö geta eins nýjabrums, sem ég held, að eigi að talsverðu leyti rætur sínar að rekja til þessara ara, en það var myndskreyting "Skölablaðsins", en nana attum við bekkjarbróður mínum,Halldóri Péturs syni, að þakka, og er mér nær að halda,að sumar peirra mynda muni með tímanum verða taldar sigxldar 1 skólasögunni. Hitt var svo heldur leiðara-atvik. Eins og fyrr getur voru deilur harðar og menn oft orð- hvassir í "Skólablaðinu". I eitt tölublað skrifaði Ejrmundur Magnússon grein, þar sem hann vó freklega að Páltg.a Hannessyni, rektor, og bar hann slíkum sökum, að honum var vikið úr' skóla fyrir. Við nemendur lögðum að meiri hluta blessun okkar yfir þetta, en satt bezt að segja sennilega ekki af eintómum siðgæðishvötum, enda þótt margir teldu þarna væri lengra gengið en sæmilegt væri að birta í "Skólablaðinu", heldur mun þar og pólitík hafa blandast i málið. -Eftir á að hyggja er ég ekki alveg viss um, nema við höfum líka ofgert í afstöðu okkar. - Þetta skólablaðsspjall verður svo ekki lengra, og lýk ég því með þeirri ósk, að "Skólablaðinu muni miður held ég, að flest skólaljóðin frá mínum skóla- verða langra lifdaga auðiði og gegni jafnan því árum hafi ekki verið vel til söngs fallin. Enda er kalli, sem i formalsorðum þess voru ger a mar það líklega hárrétt, sem Tómas skáld Guðmundsson miði. Birgir Kjaran. Skrapapofe- pwriikun Skraparotspredikun samin og flutt á Herranótt af Ingu Láru Baldvinsdóttir. Skraparot Trausti Einarsson. Hylli, hamingja, gunst og friður þess sköllótta Skraparots veitist yður öllum hér samankomnum í musteri hans menntar-leikurum og gestum. Ö,þú mikli og mektugi Skraparot um langa hrið höfum vér skitið í nyt vora og vælt í von um vænkandi hag. Því leggjum vér enn líf vort og limi í líknar- loppur þínar, beygð fram á liðaskeljarjorar með ill- fúsu lítillæti lærðu af kyni því, sem ár^þetta helgast. Beiðum þig með bognum tám og bjúgum nefjum að eigi skeiki voru sproki. Og að sprikl vort á þessu sviði megi stjórnast af skapsins taum. Ræða vor af rámri röddu flutt er harmakvein- bæn um betri vegu í skólahaldsins hokri-. Veit oss væni Skraparot þínar náðargjafir. Gef oss^að vera undir- setar þínir og leiguliðar, svéig oss á rétta braut og aflé'tt hokri voru herrum vorum til háðungar. Heyr það og bænheyr fyrir þitt almætti. Viljum vér svo uppstaðnir þenja skörnugar skollaz hlustirnar móti einum mýrlendum mosatéxta, hvern Skraparot hefur oss uppteiknaðan eftir sig látið fyrir munn, hönd og penna prófetans, Markúsar í Mið- húsum, þá er hann ritaði til mága-sinna og er svó að taka af hans spádómsbókar 5-kaPítula l4.vers, sem fylgir fyrir yðar kærleika. Hver, sem vanbrúkar mínar. dætur á jólunum, hann skal sjá þeirra dýrð á páskunum, én hver, sem ei van- 0, þú stóri og sterki Skraparot, enn hverfum vér til þín, krjúpandi, kjökrandi krakkar komin á ýztu nöf. Viðhaldi vorrar andagiftar er nú einhvers vant. Vasar vorir tómir og öll vor ker auði ausin. Víst er það að vandi vor er á við hálfan annan helling, því brúkar mínar dætur á^jólunum, hann skal fa mína og þeirra dýrð á páskunum. Svo langur er textinn. að sja hækjuháttur hvers kyns herjar vora hirð og hverjum manni er hætt á deyfð og drunga 1 dagsins önn. 'Ö, skimandi Skraparot vort líf er skini skroppið rölt um eyðilegan rúntinn. Veit oss því þínar náðargjafir Blás þínum sterka púðrandi anda í hvers manns sálar- kot og'tendra með kertum þínum ný ljós í sálarskars- ins skjá.Dætur þínar -tvær hafa verið fjarri oss úm langan aldur. Við höfum hvorki notið hjartahlýju þeirra né návistar. Þær stöllur af kvenkyni báðar eru: Ahuginn og Lífskrafturinn. I stað þeirra hafa gist okkur bræðurnir dru.ngi og deyfð, gráir yfirlitum og í jakkafötum. Dvöl vor á þessari torfu hefur þvi verið í daufara lagi. Ahuga á hvers kyns starfi höfum við ekki fundið frekar en forðum daga þá þú huldir lúsina fyrir Gilmundi gagnameistara svo þann leitaði að henni í dyrum og dyngjum og^plussi peysu sinnar, en fann ekki og varð því af því málinu. Leyf oss því að sitja til borðs með þínum elskulegu dætrum jafnt á jólum sem páskum og lát oss^ekki verða fundna í því ósómans háttalagi að forsmá þínar dætur. Viljum vér svo að endingu þessarar einfaldrar en þó velmeintrar ræðu niður krjúpa í annan gang á vorar armlegar skollaskinnshúfur með eftirfylgjandi bænar- orðum: ð, þú stóri og sterki, skjöplandi Skraparot, vér Þínir aumir hryggskekkjingar og ilsigar þökkum þér ámátlega fyrir eitt og sérhvað er þín örlætisfulla líknarloppa hefur glatt hrognhatta vora með. Gef þú að vorir gengislækkandi leiðtogar og risnu mikla ríkisstjórn staðfestist^ævinlega þótt skrækj- andi skjáhrafnar skjótist inná þing. Gef þínum æðsta presti, vorum Guðna fimmtugum feitari bita í framtíð. Lát hann hljóta trúrri og tápmeiri undirseta að aflokinni vorri hérvistardvöl. Megi hann láta ginkefli í allra þeirra kjaft, sem honum eru óhlýðugir. Miskunna þig og yfir aðrar þær rolur er birtast með oss í kvöld hverra augu verða máski upplokin fyrir hinum mikla sannleik. Vér enn brýnum snerpu^og snarboruhátt fyrir oss aumum amlóðum hins mikla meistara af ætt Mandrakes. Vanvirð ekki leiktilburði og kákl vort leikfúskara, því einnig vér getum ekki án þinna náðargjafa verið. Heyr það og bænheyr fyrir þitt mikla og maktarstóra veldi 2

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.