Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.04.1975, Qupperneq 5

Skólablaðið - 01.04.1975, Qupperneq 5
skýrsla Sæt og fögur grösin gróa gleðja kindur, naut og Jóa, engjar,tún og auðnir glóa eftir boði skaparans. Já, vorið er komið og grundimar gróa á árinu, sem tileinkað er fyrsta listaverkinu, sem sögur fara af, listaverkinu, sem Drottinn allsherjar skóp úr rifbeini Adams endur fyrir löngu. Einmitt á þessu Herrans ári hefur Listafélagsskútan róiðosinn fimmtánda róður. Erfiðlega gekk að ýta úr vör í haust, þar sem skipstjóri var seinfenginn á skútuna, en eftir að lagt var á djúpið, byrjaði henni betur og^betur, og þegar þetta er ritað, siglir hún þöndum seglum í höfn. Gæftir voru misgóðar, fiskar hafsins bíta ekki alltaf á agnið, en engu að síður leitaðist áhöfnin á skútunni við að hafa beituna bæði fjölbreytta og forvitnilega. Eæt ég hér fylgja:skrá yfir beitutegundir og aflabrögð, enda er mér það bæði Xjúft og skylt. En sé eitthvað missagt í fræðum þessum, skal hafa það haidur, er sannara reynist. fyrra misseri »Eimmtudag 3. október - Bókmenntakynning á Iþöku. - Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur og Vilborg Dagbjartsdóttir lásu úr verkum hans. »Miðvikudag 9. október - Tónleikar í Casa Nova Hljómsveitin EIK lék og söng frumsamin lög. »Fimmtudag 24. október - Mozart-kynning á Iþöku. - Jóhann G. Jóhannsson talaði um tónskáldið og brá nokkrum plötum á fóninn. 25. og 26. október - Laugarásbíó - Committee - brezk bíómynd, leikstjóri P. Sykes. »Fimmtudag 7. nóvember Bókmenntakynning.á Iþöku - Jökull Jakobsson'.vlas úr óútkomnum leikriti sínu og rabbaði við viðstadda. 8. og 9. nóvember - Laugarásbíó - Firemans ball - tekknesk mynd, gerð af Melós Forman. 15. og 16. nóvember - Biðill gleðikonunnar - sænsk kvikmynd. j»Fimmtudag 21. nóvember - Tónlistarkynning á Tþöku - Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld lék eigin verk af hljómplötum, útskýrði þau og ræddi um heima og geima. 22. og 25. nóvember - Laugarásbíó - Chicago blues - brezk, leikstjori Harley Cokliss - og The . little island - brezk, leikstjóri Richard Williams. xÞriðjudag 26. nóvember - Tónleikar á Casa Nova - Hljomsveitin MELCHIOR lék og söng, Jónas&Kristján léku á orgel og gítar, Jóhann G. Jóhannsson dúllaði nokkur lög á píanó og Sigurður J. Grét. nokkur lög á gítar og söng með. xFimmtudag 28. nóvember - Listavaka á Sal - Leikið var leikritið ''Sköllótta söngkonan" eftir Ionesco. Flytjendur voru Anna Heiður Oddsdóttir, Ebba Þóra Hvannberg, Elísabet V. Ingvarsdóttir, Guðni Bragason, Gunnar K. Hrafns- son og Jón Finnbjörnsson. Þá fóru Gunnar B. Kvaran, Gunnlaugur 0. Johnson og Hilmar Oddsson með frumsamin ljóð, Ragnheiður Jónsdóttir las ljóð eftir Arna Jóhannsson, "Þessbé" og Guðmund Karl Guðmundsson, og loks lék Kristján Þórar- insson nokkur lög á gítar. 29. og 5o. nóvember - Laugarásbíó - Black fox - bandarísk, gerð af L. Stouman.^ 6. og 7. desember - Laugarásbíó - Punishment Park - bandarisk, leikstjóri Peter Watkins. 15. og 14. desember - Laugarásbíó - Savages - bandarísk, leikstjori James Ivory. seinna missen lo. og 11. janúar - Laugarásbíó - Dauðinn í itölsk, leikstjóri Luchino Visconti. Feneyjum 17. og 18. janúar - Laugarásbíó - Capricious Summer - tekknesk, leikstjóri Jiri Menzel. xFimmtudag 25. janúar - Bókmenntakynning á Iþöku - Rithöfundarnir Gunnar Gunnarsson blaðamaður og Ölafur Haukur Símonarson lásu úr ritum sínum. 24. og 25. janúar - Laugarásbíó ^Smámorð All AL l\m I Margir hafa haft á orði,að vér Islendingar ættum að hefja efnahagsaðstoð við Grænlendinga, en í einælgni spurt; væri ekki nær að senda send- ilinn Soltsinitsin og aðra, sem yrkja þvílíkt endemis hnoð út á sextugt Djúp? Svo vitnað sé til orða Skarpheðins Palmason- iar: Er nokkur með lógriþatöflur?(Prentvillupúkinn er nefnilega Smámæltur.) Afl þessu komst Gunnlaug- ur Johnson, eftir að hafa gluggað í ll.tölublað Skólablaðsins frá ritstjórnarferli sínum. I beinu framhaldi af því sagði Héðinn: Je t'aime. Varð Inga Lára all hress yfir þessu. Núna gerðist margt i senn. Hápunkturinn(.) var skemmtan, er nefnd var "Glæpakvendin tvö í leðjubaði". Var leikur þessi fólginn í því, að bókhaldslærlingur- inn María og brjóstaslöngvarinn Berdís gengu fram á senuna í nærbuxum einum klæða, stukku^síðan ofan í ker fullt af sandi og fóru að slást. Gekk Bandarísk bíómynd, leikstjóri Alan Arkin. xFimmtudag 5o. janúar - Bókmenntakynning á Iþöku - Dagur Sigurðarson og Einar Ölafsson fluttu frum- samin ljóð. 51. og 1. febrúar - Laugarásbíó - End of the road - bandarísk, leikstjóri Aram Avakian. 2, febrúar - aukasýning (þær voru haldnar í Nor- ræna husinu, M.H. eða M.T.) - Dögun. 5. febrúar - aukasýning - Ice - bandarísk bíomynd, leikstjóri Robert Kramer - og Kashima Paradise - frönsk mynd, leikstjórar Masson og Deswarte. 7. og 8. febrúar - Laugarásbíó - The great Chicago conspiracy circus - kanadísk, leikstjóri Kerry Feltham - og Viva la causa - bandarísk, leikstjóri Robert Newmann. 9. febrúar - aukasýning - Valerie and her week og wonders - frönsk verðlaunamynd, leikstjóri Jaromil Jires. xMánudag lo. febrúar - Jazz-kvikmyndir í Casa Nova - ayndar voru tvær bandarískar fræðslumyndir um jazz, Concord Jazz Festival og Manhattan Street Band. ■xFimmtudag 15. febrúar - Bókmenntakynning á Sal - Hannes skáld Pétursson las frumsamda sögu, Öskar Halldórsson lektor flutti fyrirlestur um skáldið, og eftirtaldir nemendur fóru með ljóð eftir það: Anna Heiður Oddsdóttir, Gunnar K. Hrafnsson, Jóhann G. Jóhannsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigrún Svarsdóttir, Sigurður Emil Pálsson og Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir. Meðal gesta voru rektor og nokkrir kennarar, og þágu þeir, ásamt skáldinu og lektornum, upplesurum og nokkrum öðrum velunnurum Listafélagsins, góðgjörðir á kennara- stofu að aflokinni kynningu í boði Listafélagsins. Olatt var á hjalla og margt skrafað. 14. og 15. febrúar - Laugarásbíó - I soliti ignoti - itölsk kvikmynd, leikstjóri Mario Monicelli. 16. febrúar - aukasýning - Hour of the furnaces, fiyrsti hiuti - argentísk kvikmynd bíómynd. 28. febrúar og 1. marz - Laugarásbíó - The erimson curtain - frönsk kvikmynd, leikstjóri Alexander Astruc - og Wholly communion - ensk, leikstj. Peter Whitehead. xMiðvikudag 5. marz - Bókmenntakynning á Sal - Hrafn Gunnlaugsson las frumsamda smásögu og sagði frá skemmtilegum viðburðum á menntaskólaárum sínum. Ennfremur fluttu Ebba Þóra Hvannberg, Elísabet V. Ingvarsdóttir, Guðni Bragason, Gunnlaugur 0. Johnson, Margrét Andrésdóttir og Jón Finnbjörns- son verk eftir Hrafn. «Fimmtudag. 6. marz - Myndlistarkynning á Sal - Stefán Benediktsson arkitekt og listasögukennari flutti fyrirlestur um Guðjón Samúelsson fyrrver- andi húsameistara ríkisins og sýndi litskugga- myndir. 6. marz - aukasýning - Billy, Frames, Lone Ranger, Lords of pain, Nothing to lose - gerðar af nemend- um við enskan listaháskóla - og Point of order - bandarisk, leikstjóri Emille de Antonio. 7. og 8. marz - Laugarásbíó - Candide (Birtingur) - frönsk, leikstjóri Nokbert Carbonnaux. 9. marz - aukasýning - Not reconciled, Machorka muff, Bridgerroom, cemmedienne and the Pimp - þýzkar kvikmyndir, leikstjóri Jean Marie Straub. ■Fimmtudag 15. marz - Pianótónleikar á Sal - Halldór Haraldsson píanóleikari lék verk eftir Beethoven, Liszt, Tsjaikovski og Chopin, fyrir troðfullu húsi. rFöstudag 14. marz - Tónleikar í Casa Nova - Þrír , ungir sveinar úr þriðja bekk slógu á létta strengi og börðu húðir. 14. og 15. marz - Laugarásbíó - Sierra maestra - xtölsk mynd, leikstjóri Asano Giannarelli. 18. marz - aukasýning - Page of madness - japcnsk bíómynd, leikstjóri Teinosuke Kinugasa. «Föstudag 21. marz - Tónleikar í Casa Nova - Hljóm- sveitin Spilverk þjóðanna lék og söng frumsamin lög. .21. og 22. marz - Laugarásbíó - Rússarnir koma, Russarnir koma - bandarísk kvikmynd. •Mánudag 24. marz - Skólatónleikar á Sal - Arn- aldur Arnarson lék listir ’sínar á gítar, Friðrik Ellingsen og Jóhann G. Jóhannsson léku nokkur verk á^píanó og strengjakvartett úr Tónlistarskólanum lék verk eftir Mozart. fÞriðjudag 25. marz - Arshátíð Listafélagsins haldin x Klubbnum - H1jómsveitirnar Ernir og Kaktus léku fyrir dansi. 4. og 5. apríl - Laugarásbíó - Dreams that money dan buy - ensk bíómynd, leikstjóri Hans Richter. 6. apríl - aukasýning - rússnesk mynd, leikstjóri Alexander Medvedkin - og The train rolls on - frönsk mynd, leikstjóri Chris Marker. Þegar þetta er ritað, er áætlunin á þéssa lund: í>riðjudag_8. apríl - Skáldavaka á Iþökulofti - Tilkynnt urslit í bókmenntasamkeppni Listafélags- ins og^Skólablaðsins og verðlaun afhent, auk þess sem skólaskáldin lesa upp verk sín. 10. apríl - aukasýning - Un chant d'amour - frönsk mynd, leikstjóri Jean Genet - og brezku kvikmynd- irnar Times for - Dirty og Moment - leikstjóri Steve Dwoskin. 11. og 12. apríl - Laugarásbíó - Themroc - frönsk mynd, leikstjori Marin Karmitz. l8. og 19. apríl - aukasýning - Whén the people awaké'- Reportsfrom Lota og Miquel - myndir frá Chile - og Hasta la victoria siempre - mynd frá Kúbu, leikstjóri Santiago Alvarez. Lýkur hér lista þessum, þar eð fleira verður víst ekki til lista lagt. , 530 fe:r ekki fram hjá neinum, sem les þessa skýrslu, að hvergi hefur starfsemin verið jafn öflug og á kvikmyndasviðinu. En þess ber að gæta, að syningarnar, sem hér eru taldar, voru ekki að- eins fyrir okkur^MRinga, heldur líka aðra mennt- skælinga. Þá stóð kvikmyndadeild Listafélagsins ekki ein að þeim, heldur í samvinnu við hlið- stæðar deildir í M.T. og M.H., en þessar þrjár deildir mynda stjórn Kvikmyndaklúbbs menntaskól- anna. Engu að síður fannst mér full ás'xæða til að arangur.erfiðis þeirra birtist á prenti í þessu blaði okkar MRinga, og læt ég því sýning- arnar fljóta með í listanum. Til þess að okkar eigin framkvæmdir drukkni'ekki alveg i kvikmynda- hafinu og til þess að aðgreina þær frá starf- semi Kvikmyndaklúbbs menntaskólanna, eru þau atriði sem við stóðum sjálf að, stjörnumerkt. , Eftir er að minnast á Leshring, sem starfaði' a laugardagseftirmiðdögum á vegum Bókmenntadeildar. Baldvin Halldorsson leikari annaðist tilsögn í |framsögn og upplestri, eins og oft áður. Jafnframt ieiðbeindi hann við æfingar á "Sköllóttu söngkon- únni , og þjálfaði 1jóðaupplesara fyrir bókmennta- kynningar. Kunnum við honum okkar beztu bakkir ■fyrir. Og ekki má gleyma rúsinunni, Keraniknámskeið- inu mikla.Frá því um miðjan febrúar hafa um hund- rað manns í þremur flokkum veitt lista-og sköpunar- gáfum sínum útrás við leirmunagerð í Miðstræti 12. 1 ráði er að halda sýningu á mununum í skólanum, að námskeiðinu loknu. Kennari á námskeiðinu er Aslaug Höskuldsdóttir og á hún miklar þakkir skildar. Þá held ég allt sé upptalið. Ég vil þakka há- setum ánægjulegt samstarf, og nýja skipstjóranum óska ég alls góðs í næsta róðri. Jóhann G.Jóhannsson. NOJ á með miklum hamagangi og Rassaköstum Rikarði til mikillar ánægju. Voru þær stöllur Berdis og María báðar orðnar drullugar upp^fyrir haus. Tok Tókst Maríu þá að fella Berdísi 'ahnakkabragði_og færa hana úr nærbuxunum. Reyndist það hafa verið keppikefli þeirra allan tímann, en Ríkarður varð svo frá sér numinn af leiknum að hann skoraði þegar á Mariu i einvígi, en nærstöddum eðlisfræð- ingi fcókst að fjarlægja hann, áður en honumtókst að afklæast ermahnöppunum. ; Niðurstöður rannsókna mannfræðinga á Jóni Jónsyni hafa vakið mikla undrun um allan leik- 1istarheiminn, I formála hins þekkta visindablaðs "Weekendsex", segir orðrétt: Hinn lögulega formun jóns gerir það að verkum að hann smýgur háll sem áll inn á fjalir leikhúsa hvar sem er í heiminum. Verður þetta'j§ð teljast ó'feVíræður kostur, því leikarahæfileikar Jóns eru ekki neitt til að státa af. Hins vegar á öll framkoma Jóns létt með að lokka tár fram í augum áhorfenday þannig að líkurnar á að Jón verði grýttur eru engar, alls engar. (Skoðanakönnun sem fór fram á vegum Ölafar Einarsdóttur og Isfélags Vestmannaeyja gefur það til kynna að hjartagæska í heiminum hefur aukist jöfnum höndum undanfarna áratugi.) Orsakar þetta það að jafnvel dvergum er kleyft að sýna sig í leikhúsum. Telja má að Jón eigi eftir að skemmta mörgum manninum með hlægilegum leiktilburðum og volæði á komandi árum, vil ég óðara óska honum alls velfarnaðar og gæfu í Framtíðinni, jafn hun hundheimskt hvikindi fæ ég sjálfsagt aldrei oftar í hendurnar. Megum við sem sagt vænta mikils í Framtíð- inni næsta ár? Um það er ekki gott að segja, en Gunnlaugur Johnson er bjartsýnn á að Jón sanni það sem hér stendur ofar. Seinustu fréttir frá"Weekendsex" herma að Tryggvi Pétursson sé í rannsókn og vekti mikinn fögnuð forráðamanna engu síður en Jón Jónsson. 5

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.